Tíminn - 26.05.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.05.1990, Blaðsíða 6
Krabbameins- sjúklingar deyja iöulega vegna meinvarpa, sem ekki tekst að greina í tíma eftir að þau dreifast um líkamann. En nú má vera að lausnin sé í sjónmáli í krabbameinsrannsóknum miðar mönnum nú talsvert áleiðis við að átta sig á einum banvænasta þætti sjúk- dómsins — krabbameinsfrumum sem losa sig frá upphaflega æxlinu, flytjast til annarra líffæra og mynda meinvörp og nýæxli. Meira en 50% þeirra sem greinast með krabbamein hafa þegar í sér slík mein- vörp, sem oft tekst ekki að fmna og eru banvæn. Ráðaleysið við að fást við þau skýrir lágt hlutfall lækninga á mörgum algengum æxlum, að sögn „oncologista“, (þeirra er rannsaka karbbaæxli). „Það eru meinvörpin sem bana sjúkling- um með krabbamein,“ segir dr. Lance Li- otta, yfírmaður rannsóknastofu í sjúk- dómafræði á National Cancer Institute i Maryland. Það er í rauninni ekki upphaf- lega æxlið sem banar fólki með ristil- brjóstkrabba og aðrar tegundir krabba- meins, heldur meinvöp frá þvi sprottin annars staðar. A síðustu fimm árum hefur vísinda- mönnum í Ameríku og víðar tekist að afla sér lífefnafræðilegrar þekkingar á því hvemig krabbamein dreifist til mis- munandi líffæra. í Englandi er aðalrann- sóknastöðin á John Radcliff sjúkrahúsinu í Oxford. Þeir segja að þessi þekking kunni senn að verða grundvöllur þess að ný vopn finnist gegn meinvörpum. Þau felast í þvi að skjót greining á meinvörpunum leiði til gerðar lyQa er fyrirbyggi dreifingu þeirra. Þar með ættu líkur krabbasjúk- linga á lengra lífi að aukast. Meðal þess er nú virðist vera að skýrast, en hefúr verið þröskuldur á leið til árang- urs, eru eftirtalin atriði: Menn hafa séð að allar krabbafrumur eru ekki eins og að hæfileikinn til að mynda meinvörp einskorðast við litinn hluta krabbaffuma. Verið er að rannsaka erfðafræðileg og efhafræðileg atriði sem einkenna þennan minnihlutahóp frumanna. Þá er verið að rannsaka þijár gerðir af eggjahvítuefhum sem gera þessum frum- um kleift að þrengja sér inn og út um æðaveggi og ferðast með blóðrásinni um likamann. Þá er að koma í ljós hvernig vissar gerðir meinvarpsfrumanna bera kennsl á þau lífæri þar sem þær best þrifast. Þá er hafið að gera blóð- og vefjarann- sóknir til þess að uppgötva meinvörp meðan þau enn eru ekki sýnileg nema í smásjá og viðráðanleg. Niðurstöður gætu fengist innan fárra ára. „Margar rannsóknastofúr einbeita sér nú að þessum litla hópi fruma, sem mein- vörpum veldur og eru svo ólíkar öðrum krabbafrumum,“ segir dr. Isiah Fiedler, forstöðumaður deildar í frumulíffræði við MD Anderson krabbameinsmiðstöðina við Texas háskóla. „Við þrautrannsökum meinvarpsffum- umar. Lyf eru prófúð með tilliti til þess hvaða áhrif þau hafa á þær. Ég er mjög bjartsýnn á að innan fárra ára hafi okkur skilað mikið áleiðis.“ Áætlað er að um það bil þriðjungur þeirra er greinist með krabbamein sé þegar kominn með mein- vörp, sem finnast strax við skoðun eða myndartökur. Hinir þriðjuhlutamir tveir hafa engin sýnileg meinvörp, en helm- ingur þeirra kann að vera með ósýnileg meinvörp er dreifð em um líkamann eins og mýflugubit, að sögn Liotta. Þegar þessi smáu meinvörp loks hafa vaxið svo að þau verða greinanleg er því miður ekki hægt að ráða við þau lengur með efnalækningum. Óþægileg töifræði Til dæmis má nefna niðurstöður athug- ana á afdrifúm kvenna sem greinst höfðu með bijóstkrabba og engar myndatökur né athuganir á sogæðakerfi bentu til að meinið hefði dreift sér. 30% þeirra höfðu látist af meinvörpum innan tíu ára. Þessar niðurstöður leiddu til þess að Na- tional Cancer Institute í Maryland mælti með að állar konur er fengið höfðu brjóstakrabba fæm í efnalækningameð- ferð, þótt 70% ættu ekki að þurfa þess og aukaverkanir væm alvarlegar. Rannsóknir á stofu Fiedlers benda til þess að öll meinvörp séu upphaflega komin frá einni einstakri frumu, sem þarf fimm ár til þess að mynda greinanlegt meinvarp. Þetta er óþægileg tölffæði sé þess gætt að illkynja æxli myndar þúsundir krabba- fruma á dag og getur sent milljónir af

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.