Tíminn - 29.05.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.05.1990, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 29. maí 1990 (inimiT 9 Tíminn 3 Vann fjórflokkakerfið sigur í kosningunum? Vilja kjósendur stöðugleika og sjálfir velja sér dilka en ekki láta draga sig þangað? Rætt við forystufólk framboðslista: Samframboð: Eru þau gagnslaus draumsýn? Sigrún Magnúsdóttir „Atkvæðafylgi Framsóknarflokks- ins í Reykjavík jókst um tæp 20% frá því sem var í síðustu borgar- stjómarkosningum. Það er út af fyr- ir sig verulegur sigur, ekki síst ef tekið er tillit til hversu aðstæður vom erfiðar. Spár og kannanir vom Framsóknarflokki mjög í óhag, ekki síst könnun SKÁÍS sem birt var viku fyrir kosningar og spáði okkur 2,5% fylgi. Stuðningsmenn létu það ekki á sig fá og unnu ötullega og ár- angurinn er 8,3% atkvæðafylgi. Úr- slitin sýna að Framsóknarflokkurinn hefúr trygga fótfestu og það er sögu- legt að hann er nú jafn Alþýðu- bandalaginu í borgarstjóm Reykja- víkur sem árið 1978 fékk fimm borgarfulltrúa kjöma. Sjálfstæðis- flokkurinn jók fylgi sitt um tæp 13% ffá síðustu kosningum. Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur em því sigurvegarar í Reykjavík, allir aðrir flokkar tapa,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir borgarfúlltrúi Fram- sóknarflokksins. Sigrún sagði í gær að þrátt fyrir slæmar niðurstöður Framsóknar- flokksins í skoðanakönnunum, sem út af fyrir sig væm skoðanamynd- andi, hefði annað komið á daginn. Hún þakkar það þvi að flokkurinn gekk einhuga og óskiptur til kosn- inganna. Þar hefði enginn klofning- ur eða óróleiki verið og kjósendur getað gengið út frá vönduðum markvissum málatilbúnaði og ein- hug. Það hefði sýnt sig í sjálfri kosn- ingabaráttunni að fólk kunni að meta þetta og kosningamiðstöð flokksins hefði verið mikið sótt. -En hvemig túlkar Sigrún kosn- ingaúrslitin og það afhroð sem mörg samffamboð guldu, ekki aðeins í Reykjavík heldur víðar, og útkom- una hjá gömlu fjórflokkunum? „Niðurstaðan er skýr vísbending um það að fólk vill ekki svona sam- mna eins og víða var stofnað til. Það versta er að Sjálfstæðisflokkur skuli hafa makað krókinn mest þar sem samrunaframboðin komu ffam. Ég vil þó varla kalla Nýjan vettvang sammna heldur fremur nýja yfir- höfn á Alþýðuflokkinn. Það afhroð sem hann geldur innan Nýs vett- vangs sýnir greinilega að stuðnings- mönnum hans hefur greinilega ekki líkað klæðið og ekki komið á kjör- stað til að styðja sinn flokki. Ég er sannfærð um að hefði flokkurinn boðið fram A-lista hefði hann kom- ið að einum manni og Alþýðu- bandalagið tveim. Fólk hefur áttað sig á því að með Nýjum Vettvangi var ekkert nýtt afl á ferðinni heldur aðeins nýtt andlit." Sigrún sagði að á kosninganóttina hefði það verið viss léttir að fylgjast með því þegar fúlltrúi Kvennalist- ans náði inn í borgarstjóm í stað 11. manns Sjálfstæðisflokks. „Mér finnst 10 fulltrúar þeirra meir en nóg og það hlýtur að verða þungur róður á næsta kjörtimabili fyrir fúlltrúa minnihlutaflokkanna.“ Sigurjón Pétursson „Kosningamar í heild sýna feikn- arlega mikla hægri sveiflu, sérstak- lega hér á höfúðborgarsvæðinu. Ein undantekning er þó á - niðurstaðan í Hafnarfirði. Segja má áð miðað við þá úlfa- kreppu sem Alþýðubandalagið var í, eða var sett í, þá höfúm við haldið velli. Þótt fjarri sé því að ég sé ánægður með það fylgi sem flokkur- inn fékk er ég þó ánægður með að hafa haldið þessum gmnni sem er nógu traustur til að byggja á fjölda- flokk í ffamtíðinni,“ sagði Siguijón Pétursson sem náði kjöri til borgar- stjómar, einn Alþýðubandalags- manna. Siguijón sagði að niðurstöður kosninganna sýndu að samfylking með þeim hætti sem leiddi til fram- boðs Nýs vettvangs gengi einfald- lega ekki. Hann kvaðst þó ekki úti- loka að samstarf um framboð gæti síðar orðið bæði rétt og réttlætan- legt. Ekki mætti heldur gleyma að tilraunin Nýr vettvangur væri gerð í mikilli hægri sveiflu. —En leiðir niðurstaða kosning- anna til einhvers konar uppgjörs í Alþýðubandalaginu? Siguijón sagði að flokkurinn hlyti að ræða úrslitin og draga af þeim lærdóm. Hann kvaðst telja að formaður stjómmála- flokks sem lýsir yfir andstöðu við framboð eigin flokks í stærsta kjör- dæmi landsins og talaði fagnandi um að flokkurinn hefði misst for- ystuhlutverk sitt í stjómarandstöð- unni þar; sá flokkur ætti ekki trúnað allra flokksmanna sinna. „Ég tel það vera flokknum fyrir bestu að skipt verði um formann,“ sagði Sigurjón. Bjarni P. Magnússon „Niðurstaðan er ekki gleðiefni fyr- ir mig persónulega þar sem ég hafði fúllan hug á að sitja áffam í borgar- stjóm. Hins vegar er ég þokkalega ánægður með hvemig mál hafa þró- ast á ýmsan hátt. Samkvæmt skoð- anakönnunum stefndi í að Siguijón Pétursson, Sigrún Magnúsdóttir og Elín G. Ólafsdóttir næðu ekki kjöri. Það gekk ekki eftir," sagði Bjami P. Magnússon, en hann var í þriðja sæti Nýs vettvangs og náði ekki endurkjöri í borgarstjóm Reykjavík- ur. Bjami kvaðst vitanlega ekki vera ánægður með sigur Sjálfstæðis- flokksins. Hann vonaðist þó til, borgarbúa vegna, að flokkurinn spilaði vel úr sínum spilum. Kosn- ingaúrslitin í heild sýndu tvímæla- lausan sigur hins hefðbundna flokkakerfis. „Ég lít á úrslitin hjá Nýjum vettvangi sem ótvíræða vís- bendingu um að stuðningsmenn Al- þýðuflokksins vildu að hann byði ffam í eigin nafni. Niðurstaðan er sú að tilraunin um Nýjan vettvang tókst ekki.“ Bjami sagði að þegar frammistaða Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, Kópavogi og annars staðar þar sem hann gekk til kosninga undir merkj- um A-lista væri skoðuð þá hlyti nið- urstaðan að verða sú að rautt ljós yrði að setja á Jón Baldvin Hanni- balsson flokksformann. Framkoma hans gagnvart sér sem borgarfúll- trúa flokksins hefði verið heldur snautleg þegar í uþphafi kosninga- baráttunnar og yfirlýsing hans á fundi á Hótel Sögu hefði farið mjög fyrir brjóstið á fiölmörgu Alþýðu- flokksfólki. „Þegar á heildina er litið tel ég þó að rétt hafi verið að gera þessa til- raun. Alþýðuflokkurinn getur nú alltént sagt að hann hafi reynt að sameina jafnaðarmenn. Það bara gekk ekki,“ sagði Bjami P. Magnús- son. Varðandi næsta kjörtímabil sagði Sigrún Magnúsdóttir á kjörstað á laugardagsmorgni. Hún hlaut góða kosningu í Reykjavík og bætti við sig fýlgi ffá kosningunum 1986. Bjami að eflir væri að koma í ljós hvemig Sjálfstæðismenn muni nýta sér vald sitt í borgarstjóm. Hyggist þeir nýta sér það út í æsar þá gætu þeir nú átt fjóra af hverjum fimm fúlltrúum í stjómum og ráðum borg- arinnar eða 80% út á 60% atkvæða. Slíkt væri afar óheppilegt hvaða flokkur sem í hlut ætti. Ólína Þorvarðardóttir „Niðurstaða kosninganna er ágæt og sýnir að Nýr vettvangur var til- raunarinnar virði. Við hefðum álitið 3 fúlltrúa sigur en tveir fulltrúar em góður árangur. Ég er því bærilega ánægð með niðurstöðuna. Umbylt- ing hefur nú orðið í stjómarandstöð- unni í Reykjavík hvað varðar sterk- asta aflið,“ sagði Ólína Þorvarðar- dóttir. Ólína sagði að telja mætti líklegt að Sjálfstæðismenn, sem bættu við sig einum borgarfulltrúa, gætu þakkað það því að þeir em í stjómarand- stöðu gegn ríkisstjóm sem sögð væri óvinsæl. Ekki væri því ástæða til að túlka niðurstöðu kosninganna sem sigur flokkakerfisins. „Hér f Reykjavík tapa þeir flokkar sem höfnuðu samstarfi: Alþýðubanda- lagið geldur afhroð, Framsóknar- flokkurinn heldur sínu að vísu en Kvennalistinn tapar vemlega. Nýr Vettvangur, sem ekki hefúr boðið ffam áður, nær tveim fulltrúum. Þetta sýnir að fólkið vill samein- ingu. 15% kjósenda vom tilbúnir að ganga til liðs við Nýjan vettvang. Allir hafa þeir kosið einhveija flokka áður. Úrslitin sýna mér að vakning er að verða og hún mun halda áffam næstu fjögur ár. Nýr vettvangur nú er fyrsta skref að samfylkingu eftir fjögur ár,“ sagði Ólína Þorvarðardóttir. Guðmundur Árni Stefánsson „Skilaboð bæjarbúa em tel ég þau að fólk vill sterka ákveðna stjóm þar sem einn flokkur er ábyrgur og að stjómmálamenn beri ábyrgð gerða sinna. Þá vill það að ffamkvæmdal- eg og stjómmálaleg ábyrgð fari Davíð Oddsson borgarstjóri kaus snemma á laugardag. Sjálfstæð- isflokkurinn vann yfirburða sigur í Reykjavík, fékk tíu menn í stað níu áður. saman í stjóm bæjarins," sagði Guð- mundur Ami Stefánsson bæjarstjóri í Hafnarfirði en þar vann Alþýðu- flokkurinn afdráttarlausan sigur. Guðmundur Ámi sagði að úrslitin almennt sýni að fólk vilji vita af- dráttarlaust fýrir hvað flokkar og ffambjóðendur standi. Þær vonir sem bundnar vom við Nýjan vett- vang og fleiri slík ffamboð hefðu bmgðist og af því hlyti fólk að draga lærdóm. Niðurstaða kosninganna hlyti að koma til umræðu innan Al- þýðuflokksins í ljósi þess að þar sem hann bauð fram sitt fólk undir eigin nafni hefði hann komið vel út. Siv Friðleifsdóttir „Ég tel að hið sameiginlega ffam- boð gegn Sjálfstæðisflokknum hér á Seltjamamesi geti vel unað sínum hlut því að Sjálfstæðisflokkurinn hér jók fylgi sitt minnst á höfuð- borgarsvæðinu. Gmndvöllur okkar framboðs er breiðari en Nýs vett- vangs því að hér buðu Óháðir, Borg- araflokkur, Kvennalisti, Alþýðu- flokkur, Alþýðubandalag og Fram- sóknarflokkur ffam sameiginlegan lista gegn Sjálfstæðisflokki," sagði Siv Friðleifsdóttir efsti maður á lista Nýs afls á Seltjamamesi. Davíð Oddsson „Þetta er gríðarmikill og óvenju- legur sigur. Við hljótum að túlka hann svo að borgarbúar séu ánægðir með það sem þeir hafa séð og með hvaða hætti hefúr verið unnið að málum. Þeir kjósa að hafa stjóm borgarinnar í þokkalega ömggum höndum en setja hana ekki í svipt- ingasamt veður margra flokka, sem sumir hveijir vom harla óljósir fyrir þessar kosningar - einkum þau framboð sem höfðu sig hvað mest í ffammi,“ sagði Davíð Oddsson. Davíð kvaðst telja að úrslitin nú gæfu til kynna að fólk væri almennt orðið þreytt á bylgjum svokallaðra nýrra afla sem gengið hefðu yfir undanfarin allmörg ár. Þessi öfl hefðu talið sig vera að sameina öll hin öflin. Sem dæmi mætti nefna Bandalag jafnaðarmanna, Borgara- flokk, Samtök fijálslyndra og nú síðast Nýjan vettvang. „Ég held að það sé orðin ríkjandi þreyta á þessum galdrameistumm sem ætla að bjarga heiminum. Kosningamar almennt sýna að flokkakerfið sem verið hefur nýtur trausts,“ sagði Davíð að lokum. Elín G. Ólafsdóttir „Sjálfstæðisflokkurinn hefur unn- ið á, það er ljóst. Það er því áhyggju- efni hversu sterk staða þessa eina flokks er orðin hér í borginni. Þeir hafa að baki sér 60% atkvæðafylgi en geta haft 80% meirihluta í nefhd- um og ráðum borgarinnar," sagði Elín G. Ólafsdóttir borgarfúlltrúi Kvennalistans. Hún kvaðst telja að rekja mætti hið mikla fylgi Sjálfstæðisflokks til rík- isstjómarinnar að hluta en einnig væri þar um að ræða mikið af óánægðu stuðningsfólki Alþýðu- flokksins sem hallaði sér þangað vegna þess að verið væri að bralla út og suður með stefhumið þess gamla flokks. Nýr vettvangur væri í raun ekki annað en að þrír flokkar kæmu sam- an í einum framboðslista auk lausa- fylgis. Þá hefði tilkoma vettvangs- ins orðið til þess að fylgismenn ann- arra flokka hefðu þjappað sér fastar um þá. Kvennalistinn berðist fyrir bættum hag kvenna, og þar með heimilanna, og sækti fýlgi sitt eink- um til kvenna. Nýr vettvangur hefði tekið að miklu leyti tekið óbreytt á málefnaskrá sína helstu baráttumál Kvennalistans og þar með dregið úr fýlgi listans. —sá Húsavík: Talið aftur en sama niðurstaða formanns kjörstjómar á Húsavik, var farið ffam á endurtalningu vegna þess hve litlu munaði á þriðja manni Alþýðubandalagsins og öðr- um manni Sjálfstæðisflokks. Þar munaði ekki nema tveimur atkvæð- um. Annar maður á D-lista var með 129 atkvæði á bak við sig en þriðji maður á G-lista var með 127 at- kvæði. - ÁG Atkvæði til bæjarstjómar á Húsa- vík voru talin afhir í gær að beiðni G-lista Alþýðubandalags og óháðra. Niðurstöður seinni talning- arinnar vom þær sömu og þegar tal- ið var í fýrra skiptið og hafa frarn- sóknarmenn fjóra fúlltrúa, sjálf- stæðismenn og Alþýðubandalag tvo hver og Alþýðuflokkur einn. Að sögn Eysteins Siguijónssonar,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.