Tíminn - 29.05.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.05.1990, Blaðsíða 13
Þriöjudagur 29. maí 1990 Tíminn 13 SILA-PAC RÚLLUPÖKKUNARVÉLAR SjLA-PAC - ein mest selda rúllu- pökkunarvélin á Islandi er nú fáanleg með auknum búnaði: - Alsjálfvirk þræðing filmu við upphaf pökkunar - Sjálfvirkur skurðarbúnaður - Teljari fyrir fjölda vafninga og fjölda bagga. - Oll stjórntæki færanleg inn í ekilshús traktors - Ofl. ofl. KVENNAGULLIÐ RICHARD GERE 0G STÚLKAN HANS Nú er verið að sýna hina vinsælu kvikmynd Pretty Woman hér á landi. Þessi kvikmynd hefúr slegið í gegn í henni Ameríku og þykir hin besta. Richard Gere er það sem kvenmenn vilja sjá og Julia Roberts er hið mesta augnayndi. í myndinni fær fallegi maðurinn fallegu kon- una, en hver er hin raunverulega stúlka Gere’s? Sú heitir Cindy Crawford og er 23 ára gömul. Hún er ein af bestu og eftirsóttustu fyrir- sætum heims og þykir falleg með afbrigðum. Cindy og Richard hafa verið saman i tvö ár og eru mjög hamingjusöm. Þau hittust fyrst i grillveislu hjá sameiginlegum vini í Los Angeles og eftir það hafa þau ekki getað séð af hvort öðru. Fyrstu skref Cindyar sem fyrirsæta voru erfíð þar sem hún þótti of grönn og hafði ljótan fegurðarblett í andliti. Áttu ljósmyndarar ávallt í hinum mestu vandræðum með að reyna að fela þennan „galla“ hennar. í dag er þessi blettur það sem gerir hana sérstaka og eftirsótta. Cindy og Richard eru bæði upptek- in af sínu starfi en þegar færi gefst dvelja þau á sveitasetri hans í ná- grenni New York borgar. Þau stunda einnig mikið listasöfh, góða veit- ingastaði og óperur. Richard segist nú fyrst vera tilbú- inn að stofna fjölskyldu, kominn á fertugsaldurinn. „Ég er fyrst nú tilbúinn að stofna fjölskyldu", segir Richard sem kominn er á fertugsaldurinn. Leitiö nánari upplýsinga um SILA-PAC rúllupökkunarvélarnar hjá sölumönnum okkar. Cindy Crawford er ein af eftirsótt- Cindy og Richard stunda mikið listasöfn, góða veitingastaði og óperur. ustu fyrirsætum heims í dag. Ritari Utanríkisráöuneytið óskar að ráða ritara til starfa í utanríkisþjónustunni. Krafist er góðrar kunnáttu í ensku og a.m.k. í einu öðru tungumáli auk góðrar vélritunarkunnáttu. Eftir þjálfun í utanríkisráðuneytinu má gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur til starfa í sendiráðum íslands erlendis. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanríkisráðuneyt- inu, Hverfisgötu 115, 150 Reykjavík, fyrir 12. júní nk. Utanríkisráðuneytið Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Garðakaupstað og á Seitjarnarnesi Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu Hafnarfirði 09/05/90 Þann 9. maí sl. fór fram annað og síðara uppboð á eigninni Haukanes 24, Garðakaupstað, þingl. eig. Ágúst Jakob Schram 170843-4879, en talinn eig. Bára Magnúsdóttir 060347-7279. Ákveðið var þriðja og síðasta uppboð á eigninni og fer það fram þriðjudaginn 5. júní nk. kl. 13.30, á eigninni sjálfri. Auglýsing um uppboðið birtist í DV laugardaginn 2. júní nk., hafi uppboðsbeiðnir ekki verið afturkall- aðar fyrir þann tíma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.