Tíminn - 30.05.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.05.1990, Blaðsíða 2
 f t fVH^yik^d^g^^p^fn^í' 1990 Framsóknarmenn í Vestmannaeyjum: Kæra úrskurð kjörstjórnar Urslit bæjarstjómarkosninganna í Vestmannaeyjum hafa verið kærð. Bæjarfógetanum á staðnum barst formleg kæra frá framsóknarmönn- um í gær. Að sögn Jóhanns Péturssonar, íull- trúa bæjarfógeta, er úrskurður kjör- stjómar varðandi gild og ógild at- kvæði kærður og jafnframt þau utan- kjörstaðaatkvæði sem ekki em með tveimur vitundarvottum. Samkvæmt lögum ber fógeta að skipa þriggja manna neíhd er metur efni kæmnnar og úrskurðar um meðferð hennar. Sú nefnd heíur ekki verið skipuð, en þess er að vænta innan tíðar. Framsóknarmenn í Vestmannaeyj- um töpuðu nokkuð í kosningunum og misstu sinn eina bæjarfulltrúa, en sjálfstæðismenn fengu hreinan mejri- hluta. —ÁG Borgarstjórnarkosning- arnar í Reykjavík: Enginn reyndi að kjósa fyrir tvo Engin dæmi vom þess að menn reyndu að greiða atkvæði tvisvar í sveitarstjómarkosningunum í Reykjavík á laugardag. Þær upplýs- ingar fengust hjá kjörstjóm að í gegnum árin hefðu alltaf verið eitt eða fleiri tilvik þar sem menn reyndu að villa á sér heimildir og kjósa fyrir annan. Að sögn Helga V. Jónssonar, sem á sæti í kjörstjóm, vom þess nokkur dæmi nú sem endranær að tvö utan- kjörstaðaratkvæði bæmst frá sama aðila, en í slíkum tilvikum er yfirleitt um misskilning milli manna að ræða, fremur en tilraun til svindls. Útstrik- anir vom að þessu sinni með minna móti. Samkvæmt heimildum Tímans fengu Siguijón Pétursson, Magnús L. Sveinsson og Júlíus Hafstein flestar útstrikanir. Þetta treysti Helgi sér ekki til að staðfesta. „Ég skal ekki segja hver fékk flestar útstrikanir, ég þori bara ekki að fara með það,“ sagði Helgi. —ÁG Listahátíð í Garðabæ Efnt verður til listahátíðar í Garðabæ dagana 2. og 4. júní. Um er að ræða tvenna tónleika með ballett ívafi, en þeir sem fram koma eiga það allir sammerkt að vera Garðbæ- ingar. Hér er á ferðinni hópur 20-25 ungra listamanna sem flestir em um eða ERHJARTADA RÉTTUMATAÐ? MERKJASALA 31. MAl' - 1. JÚNÍ undir þrítugu, hljóðfæraleikarar, tveir ballcttdansarar, söngvarar og eitt tónskáld, Hildigunnur Rúnars- dóttir sem samið hefur tónverk í til- efni hátíðarinnar og verður það frumflutt þar. Meðal þeirra sem fram koma em María Gísladóttir, ballettdansari, Pétur Jónasson, gítar- leikari og Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari. I dagskrárbæklingi sem gefinn hef- ur verið út vegna hátíðarinnar segir m.a. Í fgrmálsorðum: „Auðvitað em i Éii.. margir aðrir snjallir og góðir tónlist- armenn í Garðabæ og listamenn á öðmm brautum. Listahátíð þarf að taka til fleiri þátta en nú er gert. Þetta er aðeins frumtilraun. Við skulum vona, að þegar næst verður blásið í lúðra til listahátíðar í bæn- um, verði kvíamar færðar út og fleiri listgreinar í boði.“ Tónleikamir á laugardaginn 2. júní verða í Islensku ópemnni í Reykja- vík kl. 13:30. Það minnir á eitt af markmiðum hátíðarinnar sem er að undirstrika nauðsyn þess að byggð verði Menningar- og listamiðstöð í Garðabæ. Seinni tónleikamir verða í Kirkjuhvoli í Garðabæ á annan í hvítasunnu þann 4. júní kl. 13:30. Saga Kopavogs í' bindum Út er komið á vcgum Lions- klúbbs Kópavogs hið glæsilega rit- safn Saga Kópavogs, „safn til sögu byggðarlagsins“. I tilkynningu frá Lionsklúbbi Kópavogs segir að liðinn sé um áratugur frá því að ákveðið var að ráðast í útgáfu verksins, en það hafi verið gert í tilefni 20 ára afmælis klúbbsins árið 1979. Verkið hefur vaxið nokkuð frá upphaflcgum hug- myndum og birtist nú í heild sinni £ þremur bindum. Fyrsta bindið ber undirtitilinn „Saga lands og lýðs á liðnum öld- um“ og nser fram til ársins 1936 er byggð fer að myndast á hálsunum í kjölfar nýbýlalaganna svo- nefndu. Ritstjóri þessa bindis er Árni Waag, sem jufnframt ritar um ftigla- og dýrab'f. Aðrir höf- undar cru Magnús Þorkelsson sem skrifar um söguna, Árni Hjartarson sem skrifar um jarð- fræði, Erlingur Hauksson sem skrifar um fjiirulíf og Hörður Kristinsson sem skrifar um gróð- ur. Annað bindið ber undirtitilinn „Frumbyggð og hreppsárK. Þvf ritstýrði Ádolf J. Peterscn cn hann skrifaði einnig um fyrstu vegagerð og upphaf byggðar. Lýður Björns- son skrifar um stjórnsýslu og sögu hrcppsins, Ándrés Kristjánsson um ntvinnu og þjónustu og Björn Þorstcinsson um upphaf skóla- halds. í öðru bindi cru jafnframt viðtöl Valgeirs Sigurðssonar við frumbyggja í Kópavogi. Þriðja bindið ber undirtitilinn „Kaupstaðarsagan“ og nær frá 1955 og fram á okkar daga. Andr- és JKristjánsson ritstýrði þessu bindi, en Björn Þorsteinsson var honum til aðstoðar og fulltingis. Jafnframt eru þcir Andrés og Björn aðalhöfundar, en auk þeirra ritar í þetta bindi Þórður Jóhann Magnússon um sjúkrasamlag og heilbigðismál. í tilkynningu lionsmanna segir að það haii verið þeim metnaðarmál að vanda til þessarar útgáfu svo sagnfræðilegt gildi yrði óumdeilt Síðan segjr: „Við teljum það þvi mikla gæfu, aö hafa fengið til starfa hina hæfustu menn sem hér bafa ritað hver um sitt sérsvið. Sérstök ástæða er til að þakka þátt Adolfs J.E. Petersón og Andrésar Kristjánssonar scm báðir voru lykilmcnn við tilurð þessa vcrks eins og að framan getur. Þeir eru nú báðir fallnir frá og vísast með þeim hafsjór af fróðleik. Töluvert af þckkingu situr þó cftir á bliið- um þessara binda, því báðir voru þeir með fyrstu íbúum bæjarins og gjörþekktu þvi söguna og jafn- framt tfl innri málefna bæjarins.“ 7~ ,V Flugvél frá Flugfélagi Norðurlands í 1.600 km. sjúkraflug á Grænlandi: Skjót viðbrögð bjarga mannslífi Stuðlum ai baottum teekjabúnaði ^ sjúlcrastofnana og uppbyggingu endur? haefingarstöðva fyrir hjartasjúldinga. SÓKN TIL BETRI HEILSU LANDSSAMTÖK HjARTASJÚKUNGA 'U(i Hafnarhúsinu v. Tryggvagötu. Sími 25744. Pósthólf 830.-121 Reykjavík. Tékkareikningur 5800 Islandsbanka, Austurstræti 19. sN. i Twin Otter skíðaflugvél frá Flugfélagi Norðurlands var kvödd til í sjúkraflug inn á miðja hábungu Græn- landsjökuls á sunnudag. Beiðni barst frá banda- rískri vísindastöð, Polar lce Coring Offíce, sem staðsett er á jöklinum í 3.200 metra hæð yfir sjávar- máli, en einn starfsmanna stöðvarínnar þjáðist af al- variegrí háfjallaveiki. Talið er að skjót viðbrögð hafi bjargað lífi mannsins. Flugvél Flugfélags Norðurlands var staðsett í Södalen á austurströnd Grænlands í þjónustu kanadisks námufélags. Hún lagði upp skömmu fyrir hádegi á sunnudag og flaug fyrst norður til Constable Po- int þar sem eldsneyti var tekið ásamt ýmsum aukabúnaði. Vegna erfiðra talstöðvarskilyrða var þota frá danska flughemum send af stað frá Syðra Straumfirði Twin Ottem- um til aðstoðar. Flugvél Flugfélags Norðurlands lenti við vísindastöð- ina um kvöldið en vegna skafrenn- ings og lélegs skyggnis tafðist brott- för hennar nokkuð. Hún lenti síðan klukkan hálf fimm í gærmorgun í Jakopshavn á vesturströnd Græn- lands eftir 1.600 kílómetra flug. Flugstjóri í ferðinni var Ragnar Magnússon, honum til aðstoðar Snorri Leifsson, en vélstjóri var Vil- hjálmur Baldursson. Líðan sjúk- lingsins var góð eftir atvikum í ferð- inni, en háljallaveiki stafar af lang- varandi skorti á súrefni í þunnu lofti hátt yfir sjávarmáli. Maðurinn er nú á sjúkrahúsi í Jakopshavn og talinn á batavegi. —ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.