Tíminn - 30.05.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.05.1990, Blaðsíða 5
Miövikudagur 30. maí 1990 Tíminn 5 Ný skýrsla Félagsvísindastofnunar um samanburð á lífsháttum á Norðurlöndum leiðir í Ijós sérstöðu íslands: Velferðarþjóðfélag ekki velferðarríki íslendingar búa við góð efnaleg lífskjör samanborið við frændþjóðimar á hinum Norðurlöndunum, er niðurstað- an í stórri skýrslu Félagsvísindastofnunar um saman- burð á lífskjörum og lífsháttum á Norðurlöndum. Tíma- kaupið er að vísu mun lægra hér en þar á móti vinna ís- lendingar lengur og borga helmingi lægrí beina skatta. Búa stærst og best Islendingar búa iíka í stærstu og bestu íbúðunum, sem þeir jafhframt eiga oftast sjálfir. Þeir eiga langflesta bila og eru algerlega sér á parti með hrossaeign, fara meira í utanlands- ferðir, eiga tvöfalt fleiri myndbands- tæki og fara samt miklu meira í leik- hús, óperu og í bíó. Þar á móti eru þeir ffændum sínum „latari" við lík- amlega ffístundaiðju og eiga færri sumarbústaði. Engir eftirbátar Skýrslan sem hér er vitnað til er unnin af Stefáni Ólafssyni og byggir á lífskjarakönnun sem hér var gerð 1988 og sambærilegum könnunum sem gerðar voru í hinum löndunum á árunum 1986-1988. Höfundur bendir m.a. á að mikill fjöldi ffæðilegra rannsókna hafi leitt í ljós að lífskjör Skandinava (Dana, Norðmanna og Svía) séu að mörgu leyti með þeim bestu sem þekkist í heiminum. Það hljóti því að teljast umtalsverður árangur að standa þeim á sporði í þessu efhi, hvað þá að vera þeim jafnfætis í samfélagi hinna þró- uðu þjóða. Vefíerðarríki og velferðarþjóðir Hins vegar vekur athygli sú niður- staða höfundar að þótt íslendingar standi nágrönnum sínum jafnfætis hafi þeir í veigamiklum atriðum mót- að lífskjör sín á annan hátt. Island tel- ur hann til „velferðarþjóðfélaga" (sem byggi á sjálfsbjargarstefnu) en hin Norðurlöndin til „velferðarríkja" (sem byggi á félagslegri forsjár- stefhu). Þeir treysta á ríkið... Velferðarríki eru skilgreind sem þjóðfélög þar sem ríkisvaldið hefur tekið umtalsvert hlutverk í mótun lífskjaranna. Velferðarríki beiti í rík- um mæli almannatryggingum og fé- lagslegri þjónustu til þess að tryggja öllum þegnum sínum sem jöfnust lífskjör um leið og skattakerfinu sé beitt til að jafha lífskjörin. í velferð- arríkjum greiði fólk alla jafna hærri skatta til að fjármagna opinberu vel- ferðarkerfin. Það fómi þannig hluta ráðstöfunartekna sinna gegn því að fá meira öryggi og jöfnuð í staðinn. Auk skandinavísku þjóðanna em Austurríki, Holland, Belgía og V- Þýskaland nefnd sem dæmi um um- fangsmikil velferðarríki. ...við á okkur sjálf Sem velferðarþjóðfélag er ísland talið í hópi með t.d. Sviss, Kanada, Bandaríkjunum, Ástralíu og Japan. í velferðarþjóðfélögum fái fólk að halda stærri hluta af sjálfsaflafé sínu þar sem markaðurinn eða sjálfsbjarg- arviðleitni þegnanna sé í meira mæli látin um mótun h'fskjara. Velferðar- þjóðfélagið láti fólk meira um að skapa sér sjálft sinn lífsstíl, afkomu og öryggi. Og meiri munur virðist þar á skiptingu lífskjaranna milli þjóðfélagshópa en í velferðarríkjum. Skattarnir helmingi lægri Hvað skattheimtu varðar sker ísland sig líka mjög frá hinum Norðurlönd- unuin (að Finnlandi undanskildu). Þannig nema útgjöld hins opinbera í Svíþjóð nær 65% vergrar landsfram- leiðslu (50% í Noregi og 60% í Dan- mörku), eða allt að tvöfalt hærri hluti en 33% á íslandi (1980-84). Skattheimta alls (í US $ á mann) mældist frá 71-77% hærri í hinum löndunum þrem en hér á landi 1986. I tekju- og eignaskatta þurfa þessar þjóðir líka að sjá af meira en helm- ingi stærri hluta launa sinna eða 31- 36% að meðaltali borið saman við 15% hér á landi (1986). Á móti kem- ur hins vegar að til velferðarmála (al- mannatrygginga og heilsugæslu) fóru um 14-15% vergrar landsfram- leiðslu hér á landi, um 22% í Noregi, 30% í Danmörlai og 33% í Svíþjóð. Miðað við að Islendingar kvarta lík- lega meira vegna skatta sinna en Sví- ar er líklega langt í að landinn sætti sig við að greiða „sænska" skatta til þess að fá „sænska“ velferðarþjón- ustu. - HEI Fundur miðstjórnar og þingflokks Sjálfstæðisflokksins: Vilja njóta sín í ríkisstjórn Sjálfstæðismenn gera þá kröfu að fijálslynd umbótastefna flokks þeirra fái notið sín í Iandsstjóminni. Þetta er sameiginleg niðurstaða miðstjómar og þingflokks Sjálf- stæðisflokksins sem haldin var í Keflavík 28. þessa mánaðar. Sjálfstæðismenn benda á einstakan árangur sinn í borgarstjómarkosn- ingunum þar sem flokkurinn fékk ríflega 60% greiddra atkvæða og draga þá ályktun að fylgi flokksins sé nú tæp 50% á landsvísu að lokn- um þessum kosningum. Þeir túlka niðurstöðumar á þá lund að Alþýðu- bandalagið virðist vera að hljóta svipuð örlög og sambærilegir flokk- ar erlendis, viðleitni krata til að ganga á móti straumnum í fang alla- balla hafi ekki gengið upp og að flokkur Júlíusar Sólness, Borgara- flokkurinn hafi þurkast út í kosning- unum. Borgaraflokkurinn bauð hvergi fram í sveitarstjómarkosn- ingunum og hlaut því ekkert at- kvæði. Ný lögreglustöð opnuð á Selfossi Frá fréttaritara Tímans á Selfossi, Sigurðl Boga Sævarssyni: Ný lögreglustöð lögreglunnar í Ár- nessýslu sem hefur aðsetur á Selfossi var tekin formlega í notkun sl. fostu- dag. Það var fýrrum forystumaður Selfossbúa, ÓIi Þ. Guðbjartsson, dómsmálaráðherra, sem lýsti stöðina formlega tekna í notkun. Lögreglan í Amessýslu hefur lengst af búið við ófullnægjandi húsakost og verið í gömlu íbúðarhúsi síðustu 26 árin. Til marks um þetta aðstöðu- leysi má nefna að eftir aö hætt var að taka við mönnum frá lögreglunni til næturgistingar á Litla Hrauni hefur orðið að aka mönnum suður til Reykjavíkur til slíkrar vistunar. Neptúnus NS 8 á strandstað á Suðurljörutanga. Tímamynd S.A. Neptúnus NS 8 strandaði við Hornafjarðarós: Losnaði lítt skemmdur Neptúnus NS-8 frá Seyðisfirði, sem strandaði við Suðurfjömtanga vestan við innsiglinguna í Homa- fjarðarós um klukkan hálf sjö á mánudagsmorgun, var dreginn á flot skömmu fyrir klukkan sjö á mánu- dagskvöld. Varðskipið Öðinn kom fljótlega á vettvang og var tveggja manna áhöfn Neptúnusar bjargað um borð í varðskipið. Talsvert brim var þegar strandið átti sér stað og skorðaðist báturinn í stór- grýti undir Einholtskletti. Varðskips- menn komu taug milli skipanna og tókst á flóðinu um kvöldið að draga bátinn á flot. Enginn leki kom að Neptúnusi en stýrið datt af við strandið. Báturinn var dreginn inn til Hafnar þar sem laga átti stýrið og landað var úr bátnum. Neptúnus er 10 tonna stálbátur smíðaður 1987. Hann hefur róið frá Höfn að undanfömu. —ABÓ Kosið til búnaðarþings á Suðurlandi: B-LISTI SIGRAÐI Kosið var til búnaðarþings hjá Bún- aðarsambands Suðurlands samhliða kosningu til sveitarstjómar. Boðnir vom fram tveir pólitísldr listar en ekki er vitað til að kosið sé til búnaðarþings eftir pólitískum línum annars staðar á landinu. Listi Framsóknarflokksins fékk 836 atkvæði og þijá menn kjöma og listi Sjálfstæðisflokksins 461 at- kvæði og tvo menn kjöma. Framsókn- arflokkurinn vann mikið á i kosning- unum. Af B-lista vom kosnir Jón Hólm Stefánsson Gljúfri, Páll Sigur- jónsson Galtalæk og Einar Þorsteins- son Sólheimahjáleigu. Af D- lista vom kosnir Hermann Sigurjónsson Raft- holti og Jón Ólafsson Geldingaholti. Næsti maður til að komast inn var Halla Aðalsteinsdóttir af B-lista. Á kjörskrá vom 1.698 og 1.354 kusu sem er 79,7% kjörsókn. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.