Tíminn - 30.05.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.05.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 30. maí 1990 Miðvikudagur 30. maí 1990 Tíminn 9 — — --------I NEW ICEIAND kjcmci | Pl STFllfT rA Afi ' T ‘of /</e£W oe a Ív‘Lli>Wí.'^ 0ðK.-íylRV PAÍX íslenskir landnemar í Kanada á seinni hluta 19. aldar. í líf og starf þessa fólks sækir Bill Valgardson menningararfleið sína og skrif hans markast af veruleika landnemasamfélagsins í Manitóba þar sem eitt sinn var Nýja ísland. Gamalt kort af Nýja íslandi, landsvæði vestan Winnipegvatns, sem íslensku landnem- amir helguðu sér en var síðan sameinað Manitobafýlki. Ömefnin sýna þó hvers lenskir landnemamir voru. Bók eftir vestur-íslenska rithöfundinn W. D. Valgardson hefur verið bönnuð í skólum í Winnipeg: Bók eftir Vestur-lslending í banni Bók eftir Vestur-íslendinginn W.D. Valgard- son, sem er einn af þekktustu rithöfundum Kanadamanna, hefur verið bönnuð í skólum í Winnipeg. Skólanefndin í Winnipeg segir að í bókinni sé notað klúrt orðalag auk þess sem höfúndurinn hvetji unglinga til uppreisnar gegn foreldrum. Haraldur Bessason rektor á Akureyri og vinur Valgardsons segir að þetta bann muni auka sölu og lestur á bókum rithöf- undarins. Valgardson skrifar um Vestur- íslendinga Bill Valgardson er Snæfellingur að uppruna. Langafi hans var Ketill Valgarðsson. Móðir Valgardsons er ensk að uppruna en faðir hans er vestur-íslenskur. „Valgardson eldri talar góða íslensku og segir jafnvel betri sögur en sonurinn“ sagði Haraldur Bessason. Valgardson er alin upp meðal íslendinga vestanhafs. Hann sækir söguefni sitt nær ein- vörðungu til samfélags Vestur-íslendinga í Manitoba. Hann gjörþekkir söguefnið og þykir hafa næmt auga fyrir sérkennum samfélagsins. Þrátt fyrir að Valgardson skrifi fyrst og fremst um þetta litla samfélag höfða bækur hans til fólks um alla Norður- Ameríku. Valgardson kom til íslands á síðasta árí. Valgardson hefur áður sent frá sér þrjú smá- sagnasöfn, Bloodflowers, God Is Not A Fish Inspector og Red Dust. í þessum mánuði sendi hann ffá sér nýja skáldsögu. Hann hefúr skipað sér á bekk með ffemstu rithöfúndum Kanada og er auk þess vel þekktur víða í Bandaríkjun- um. Valgardson er nú prófessor í ensku við há- skólann í Viktoria í British Columbia. „Ekki sama hvers konar rusl er látiö í hendur barna okkar“ Greint er ffá banninu á bók Valgardsons í Lögbergi Heimskringlu, blaði Vestur-íslend- inga í Kanada. Hópur foreldra í skóla í Winnipeg óskaði eftir því við skólanefndina í Winnipeg að bók Valgardsons, „Gentle Sinners", yrði bönnuð í skólum í héraðinu. Foreldramir segja að boð- skapur bókarinnar sé að unglingar eigi að gera uppreisn gegn foreldrunum og flýja að heiman. „Okkur er ekki sama hvers konar rasl er látið í hendur bama okkar" er haft effir einum foreldr- anna. „Bækur sem innihalda opinskáar kynlífs- og ofbeldislýsingar eiga ekki að vera notaðar í kennslustofúm. Það er ekki hægt að finna orða- lag eins og notað er í þessari bók á fúndum skólanefhdarinnar, i sjónvarpi eða í dagblöð- um. Hætta er á að bókin hvetji nemendur til að nota sóðalegt orðalag í samræðum við kenn- ara“ sögðu foreldramir. I Gentle Sinners er sögð saga Bobbys, 17 ára drengs sem flýr frá heimili sínu, þar sem ríkir sterkur trúarlegur agi, og fer að búa hjá ffænda sínum Sigfúsi Vigfússyni. Pilturinn hjálpar ffænda sínum að yfirvinna gamalt hatur sem hann ber til fjölskyldu sinnar. Hann lendir auk þess í ástarævintýri og fleiri ævintýram. Bókin hefúr verið notuð í skólum víða um heim og hefúr verið mjög vinsæl bæði af kenn- uram og nemendum. Sjónvarpsmynd hefúr verið gerð eftir bókinni. Hún var sýnd í ríkis- sjónvarpinu á annan dag hvítasunnu fyrir tveimur áram síðan og nefndist þá „Sumarið hjá ffænda". Haraldur Bessason, rektor við Háskólann á Akureyri, var forstöðumaður íslenskudeildar Manitobaháskóla í rúm 30 ár. Haraldur kenndi Valgardson í nokkur ár og þekkir hann því vel. Haraldur sagði að Gentle Sinners væri nokkuð svæsin á köflum. Hann sagði þetta þó vera gert með þeim hætti að menn þyrftu að beita athygl- isgáfú til að sjá það. Persónurnar í bókunum eiga aö vera snyrtilegar og fara oft í bað Haraldur sagði að ætlast væri til að ensku- deildir skólanna kynntu nemendum það merk- asta sem er að gerast í kanadískum bókmennt- um. Skólanefndimar, sem era pólitískt kjömar og hafa allmikil völd, hafa í mörg ár valið úr nokkrar bækur og skilgreint þær sem óhæft les- efni handa nemendum. „Skólaneffidimar eiga allar eitt sameiginlegt. Þær hafa ekkert vit á bókmenntum,“ sagði Haraldur. Haraldur sagði að skólanefndimar væra viðkvæmar fyrir lýsingum I skáldsögunum, einkanlega ef bakgrannur bókanna er þekkjan- legur. „Nefhdimar vilja að fólkið í bókunum sé snyrtilega klætt og fari nokkuð reglulega í bað. Þetta á að vera heldur þelgott og dagfarsprútt fólk,“ sagði Haraldur. Margir frægir höfundar hafa verið bannaðir Margir ffægir rithöfundar hafa verið bann- aðh í skólum í Kanada og Bandaríkjunum. Þar má m.a. nefna Margaret Laurence, Margaret Atwood, Alice Munro, Mark Twain að ógleymdum sjálfúm Shakespeare. Valgardson er ekki eini vestur- íslenski rit- höfúndurinn sem hefur lent á bannlistanum. Fyrir nokkram árum var bók Davids Ámasonar prófessors, „Sieeping Jesus and the Scaven- gers“, bönnuð í sínu heimahéraði. Ámason þótti fara ógætilega með fyrirmyndir, einkum þó Jesú Krist. I Bandarikjunum er starfandi hópur sem kallar sig Móralski meirihlutinn. Þetta fólk berst fyrir því að bækur og kvikmyndir sem hafa að geyma það sem hópurinn kallar klám og ofbeldi verði bannaðar. Móralski meirihlut- inn lætur sig einnig mikið varða hvemig bækur og kvikmyndir fjalla um trúmál. Ekki er þó alls kostar rétt að bera skólanefndar saman við móralska meirihlutann í Bandarikjunum. í Lögbergi-Heimskringlu segir orðrétt: „Bann á bókum, sem er aðeins skref ffá bóka- brennum, er skaðlegt tjáningarffelsi og tilraun til að skoða samfélagið frá þröngu sjónarhomi. Þetta vekur andstyggð hjá fólki af íslenskum upprana vegna þess að prentffelsi er því heil- agt. Lögberg-Heimskringla er andsnúið slíkri árás á Vestur-íslending sem hefúr skipað sér á bekk með ffemstu rithöfúndum Kanada." Bannið eykur sölu bókanna Haraldur sagði að oftast nær hefði bannið þau áhrif að sala á bókunum stórykist. Bækur Margaret Laurence, sem er einn frægasti rithöf- undur Kanadamanna á þessari öld, hafa mjög víða verði bannaðar. Talið er að bannið hafi aukið mikið sölu bóka hennar, sérstaklega eftir að rætt var við hana í sjónvarpi um bannið. Haraldur sagðist stundum grana höfúndana sjálfa um að stuðla að því að þeir verði settir í bann. „Ég bar það á vin minn David Ámason þegar hann var settur í bann að hann hefði stað- ið fyrir því sjálfur. Hann sagði að það væri hin mesta firra. Ég hef gran um að Valgardson hafi gaman af að lenda í þessu. Þetta er gott fyrir Valgardson, hann á eftir að græða á þessu. Ég spái því að þessi bók verði mest lesin af þeim stúdentum sem er meinað að líta í hana. Ég hef trú á að bannið verði til þess að þetta verður eina verkið sem nemendumir gætu tekið sóma- samlegt próf í“ sagði Haraldur. Þetta virðist vera rétt mat hjá Haraldi því að Valgardson sjálfúr segir í viðtali við Lögberg Heimskringlu að hann sé skólanefndinni þakk- látur fyrir að hafa bannað bókina. Hann segist ekki í nokkram vafa um að bannið muni auka sölu á nýju bókinni sem er að koma út. Eftir Egil Ólafsson 1 lifPAtUtJAJU* stiXA*~ t- X+i+u k' A-A' A'rt'A'A'A' A'A A A'A'A'A'A /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.