Tíminn - 30.05.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.05.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn 'tTi 'iUOGv'J ■ '«> //. Miövikudagur 30. maí 1990 LESENDUR SKRIFA Ortega Reykjavíkur Kæri Davíð. Enn em lausar lóðir hjá þér skv. aug- lýsingum. Ég sæki hér með um eina, og að fá sömu kjör og Júlíus Hafstein, vaxtalaus gjaldfrestur í 5 ár á gatna- gerðargjöldum. Ég held að þú sért besta skinn, en misreiknir þig á nokkrum sviðum. Þú ert dálítið öfgakenndur í tilsvörum, jafhvel verulega róttækur. Þannig er þér mjög tamt að telja þetta og hitt mgl sem frá andstæðingunum kemur, íjár- hagur Reykjavíkur færi í rúst ef að- stöðugjald breyttist og þú gerir oft lítið úr andstæðingnum. Þetta er þín aðferð, dálítið ögrandi, storkandi og umfram allt einræðiskennd, svipar mjög til þess sem gerist í Sovét. Þannig var það ekki almannavamamefnd Reykjavíkur sem nefndi við fjölmiðla árið 1988 galla áburðarverksmiðjunnar, heldur bara formaðurinn í „monarki" sínu. Nefndin og aðrir borgarfúlltrúar meiri- hluta þíns em aukanúmer sem nánast ekkert heyrist frá. Forgangsröð verkefna er persónu- Er þetta stefna íslensku ríkis- stjórnarinnar? Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur nú í tvö kvöld verið að velta vöngum framan í alþjóð með mikl- um spekingssvip og landsföðurleg- um tóni um stjómaraðgerðir sem ragla saman reytunum við erlenda auðmenn og auðhringa sem hugs- anlega gætu bætt spóni í ask sinn með þeim hætti og náð undirtökum í íslensku atvinnulífi. Með þessum boðuðu stjómarráð- stöfunum er verið að afsala yfirráð- um yfir atvinnulífi og landi með til- heyrandi náttúmauðlindum þess í hendur erlendu fjármagni. Afdrátt- arlausara réttindaafsal þjóðarer vart hægt að hugsa sér en það sem felst í þessum fyrirhuguðu ráðstöfúnum! Þeir sem hafa séð og heyrt þessar vangaveltur ráðherrans og þann boðskap sem hann er að flytja þjóð- inni munu spyija: Er mannin- um/mönnunum ekki sjálfrátt? Getur þetta verið stefna rikisstjómarinn- ar? Er með þessu ekki verið að selja landsréttindi og mannréttindi sem við fáum aldrei endurheimt? Ef svo er, þá er verið vísvitandi að selja í hendur erlendu auðvaldi ffumburðarrétt þjóðarinnar, ekki fyrir baunadisk, heldur er verið að færa erlendum auðjöfrum þann rétt á silfurfati, án þess að nokkuð bita- stætt komi í staðinn. Þetta er gert með flærð og fagurgala um „ffelsi" með hundslegri undirgefni. Hve lengi skyldi okkur líðast sú „ósvinna“ að kalla okkur íslendinga ef þctta er ríkjandi hugsun ráðandi manna? Þegar svo þessum vísa manni hefúr að auki tekist að koma öllum bönkum og fjármálakerfi þjóðarinnar í hendur fjölskyldnanna 5 eða 15 er fátt orðið eftir til vemd- ar og bjargar íslensku atvinnulífi og lífshagsmunum almennings. Vora yfirráð Dana nokkum tíma óhagstæð íslenskum hagsmunum og lífsafkomu þjóðarinnar? Ef svo er þá er þaö gleymt. íslensk sögu- kennsla í skólum undanfama ára- tugi hefur séð um það undir leið- sögn allaballa. Því hefúr verið haldið fram að við Islcndingar megum teljast lánsamir að hafa lent undir yfirráðum Dana. Ef aðrar þjóðir en Danir hefóu haft þau yfirráð sé óhætt að fullyrða að við hefðum aldrei náð því sjálfsfor- ræði úr höndum þeirra sem okkur tókst að semja um við Dani. Það eitt er víst að sú yfirdrottnun erlendra þjóðasamsteypa sem nú er mest sóst eftir er þess eðlis að dönsku yfirráðin á sínum tíma voru sem bamaleikur samanborið við þau yfirþjóðlegu öfl sem nútíma Is- lendingar og ráðamenn þeirra sækj- ast svo mjög eftir og mála fjandann á vegginn ef það verði ekki gert. Blindir og með bundið fyrir augu leika ráðamenn atvinnulífsins og aðrir ráðamenn sér með fjöregg þjóðarinnar og gæta sín ekki fyrr en þeir hafa sökkt sér í gáleysi ofan í fen erlendrar gróðahyggju sem þeir komast ekki upp úr ef af verður. Það væru ill örlög sjálfstæðrar þjóðar. „Islands ógæfu verður allt að vopni“ var einu sinni sagt. Er sagan að endurtaka sig? Guðmundur Valgeirsson rbvi\r\ða i nnr Steingrimur Hermannsson Gissur Pétursson Island og umheimurinn Samband ungra framsóknarmanna heldur rabbfund með Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra og Þorvaldi Friðrikssyni fréttamanni um för þeirra til Túnis og Tékkóslóvakíu. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 31. maí kl. 17.00 að Nóatúni 21, Reykjavík. Fundarstjóri: Gissur Pétursson, formaður SUF. Allir velkomnir. Samband ungra framsóknarmanna. Kópavogur - Hluthafafundur Hluthafafundur verður haldinn í Framnesi hf. miðvikudaginn 6. júní nk. á Hamraborg 5, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Húsnæðismál. 2. Hlutafjáraukning. Önnur mál. Stjórnin. bundin en afar augljós í augum fjöld- ans. Þannig viljum við hreina strand- lengju, umhverfisvemd gegn loft- og hávaðamengun og fleiri græn svæði. Aðbúnaður í Austurbæjarskólanum er til skammar og fieira mætti telja. Það er svo margt sem má snúa sér að og bctrumbæta áður en ráðist er í að byggja ofan í Tjömina, áður en vartan er sett ofan á Öskjuhlíð og fleira sem ég hefði fært aftur fyrir önnur verkefhi. Mikið hefur flokkurinn þinn annars breyst frá því sem áður var. Það hét stétt með stétt, flokkur allra stétta. Nú er það fjölskylda með fjölskyldu, 14 fjölskyldur sem ráða svo til öllu hvað varðar peningavald, stjómir og ráð. Það var ekki amalegt verðið sem Grandi hf. greiddi borginni. Samsvarar kvóta skipanna í nokkur ár, en allt hitt, skip, hús og vélar, gefið. Bestu óskir til þín, en ég segi samt x- b vegna einkaframtaksins. Einkafram- tak (jöldans, hvort sem er í formi hlutafélags, samvinnufélags, einstak- linga eða sameignarfélaga. Öllu þessu er gert jafnt undir höfði með x-B og ekki er þar okrað á öldruðum. Kári Kveðja til Lúðvíks Lúðvik Jósepsson segir í Mbl. í mars sl. með feitu letri að tekist hafi að lækka verð Samvinnubankans um 430 milljónir frá bindandi verðsamkomulagi. Alþýðubandalagið með Ólaf Ragnar í forystu tuðar á því að frjálslyndir menn, samvinnumenn, félagshyggjumenn, hafi áhuga á sér. Þegar flokkurinn notar svo Lúðvík til þess að fella bindandi verösamkomulag þá kemur nú rétta andlitið í ljós. Bindandi verðsamkomulag, sam- þykkt tilboð, er löglegur samning- ur. Hinn sterkari hefúr hér neytt aflsmunar. Við félagshyggjumenn munum þakka Lúðvík fyrir sinn þátt með því að færa inneignir okk- ar annað, þar sem fulltrúi Alþýðu- bandalagsins getur ekki komið að atkvæði sínu. Landsbankinn mun verða var við útstreymi fjár og at- kvæðum Alþýðubandalagsins fækkar. Kári Athugasemd við Kastljós eftir Magnús Gauta Gautason kaupfélagsstjóra Akureyri 17. maí 1990 Að undanfömu hafa fjölmiðlar tölu- vert fjallað um lokun verslana Grundarkjörs og nú síðast var málið tekið fyrir í Kastljósi Ríkissjón- varpsins. Fréttamaður sagði að álitið væri að Grundarkjör skuldaði heild- sölum tugi ef ekki hundruð milljóna króna. „... Sumum þeirra litlar upp- hæðir en öðrum einstökum aðilum upphæðir sem hlaupa á milljónatug- um“. Samkvæmt þeim heimildum sem fféttastofan hefúr aflað sér eru tveir af stærstu lánardrottnum Grundarkjörs á þessu sviði Kjötiðn- aðarstöð KEA og Osta- og smjörsal- an,“ sagði í fréttinni. Frétt þessi kom forráðamönnum KEA á óvart, því þeir vissu sem var að Grundarkjör skuldaði KEA ekki neitt. Og ekki heldur Vöruborg hf. í Kópavogi, sem annast sölu og dreif- ingu ffamleiðsluvara KEA á höfuð- borgarsvæðinu. Grundarkjör átti mikil viðskipti við KEA og milli þess og KEA giltu almennar reglur ffamleiðanda og smásala. Það hefúr komið sér fremur illa fyr- ir KEA að Sjónvarpið skyldi ekki gæta sín betur í fféttafiutningi af jafnviðkvæmu máli. Rangfærsla sem þessi getur hæglega haft áhrif á við- skiptatraust og orðspor þess sem verður fyrir henni. Með þá staðreynd i huga var haft samband við frétta- stofú ríkissjónvarps og óskað skýr- inga á því hvers vegna nafn Kjötiðn- aðarstöðvar KEA hefði verið bendlað við málið. Svarið hljómaði eitthvað á þá leið að „þrir heimildar- menn“ hefðu fúllyrt að KEA hefði tapað tugum milljóna króna á við- skiptum sínum við Grundarkjör. Leiðrétting — ef hægt er að neffia hana því naffii — var svo lesin í fféttatíma ríkissjónvarpsins að kvöldi 14. maí. Óhætt mun að full- yrða að hún var hvergi nærri eins áberandi og áhrifamikil og fréttin á sunnudagskvöldið. Þá vakti það at- hygli að þulur sá ekki ástæðu til að biðjast afsökunar á rangfærslunni, en hann sagði einungis: „... í Kastljósi í gær kom ffam að Kjötiðnaðarstöð KEA væri annar tveggja aðila sem hafi átt mest inni af ógreiddum vör- um hjá Grundarkjörsverslunum. For- ráðamenn KEA segja að þetta sé ekki rétt.“ Leiðréttingin er ekki upp á marga fiska. Aðalsmerki vandaðs fjölmiðils — og ekki síst jafháhrifamikils og ríkis- sjónvarpsins — er að kanna allar heimildir þegar samin er frétt. Og til að fá sem bestar upplýsingar er venj- an sú að leita til þeirra sem best þekkja til — en taka ekki trúanlega einhverja heimildarmenn sem nærast á sögusögnum og slúðri. Fréttastofa ríkissjónvarpsins er þekkt fyrir vand- aðan fféttaflutning. Þess vegna er erfiðara að sætta sig við vitleysu á borð við þá sem hér hefúr verið gerð að umtalsefni. Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA llli REYKJAVÍK IMI Þökkum stuðninginn í kosningunum. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík þakkar Reykvíkingum stuðninginn í kosningunum 26. maí sl. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim fjölda, sem lagði á sig mikla vinnu við að tryggja kjör fulltrúa Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Fulltrúaráðið. JEPPA- HJÓLBARÐAR LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? ; SPRUNCIÐ? Viögeröir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiöa. Viöhald og viögeröir á iönaöarvélum — járnsmíöi. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin — Sími 84110 Hankook hágæðahjól- barðar frá Kóreu á lágu verði. Hraðar hjól- barðaskiptingar 235/75 R15 kr. 6.650. 30/9,5 R15 kr.6.950. 31/10,5R15 kr. 7.550. 33/12,5 R15 kr. 9.450. BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 84844. ... Æifhjolamenn ( í. hafa enga heimild

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.