Tíminn - 31.05.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.05.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 31. maí 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Stöðugt minnkandi reykingar meðal unglinga í Reykjavík Nýlega gerði borgarlæknisembættið í Reykjavík könnun á reykingavenjum bama og unglinga í grunnskólum Reykjavík- ur. Könnunin sýndi að reykingar hafa enn dregist saman. Nú reykja aðeins 6% 12 til 16 ára unglinga daglega. Árið 1974, þegar slík könnun var fyrst gerð, reyktu 23% unglinga á aldr- inum 12 til 16 ára á hverjum degi. Reykingar 12 - 16 ára nemenda í grunnskólum Reykjavíkur Borgarlæknisembættið í Reykja- vík hefur, í samvinnu við skóla- stjóra og kennara í grunnskólum Reykjavíkur, kannað reykinga- venjur bama og unglinga í 3. til 9. bekk. Þetta heíur verið gert á fjög- urra ára fresti frá árinu 1974, sam- tals fímm sinnum. Könnunin hefur verið gerð á sama hátt í öll skiptin og gefur því góðan samanburð milli ára. Reynt er að ná til allra bama og unglinga í þessum bekkj- um og hefur þátttakan verið mjög góð. I ár svöraðu yfir 8300 manns spumingalistanum. Könnunin er nafnlaus. Niðurstöðumar sýna, að jafnt og þétt dregur úr reykingum barna og unglinga. Arið 1974 fiktaði 3. hverungling- ur í 6. til 9. bekk við tóbak, en fimmti hver reykti daglega. Nú lætur nærri að tíundi hver ungling- ur fikti við að reykja, en aðeins 1 af 16 reykir daglega. Daglegar reykingar í 6. til 9. bekk hafa minnkað í fjórðung þess, sem þær vora fyrir 16 áram, úr 22,8% í 6,3%. Það er breyting sem skilar sér ríkulega í bættu heilsufari og minni kostnaði vegna heilsutjóns hjá þessu fólki og þjóðfélaginu í heild. Spurt var um reykingar á heimil- um. Aðeins 42% bama í 3.-9. bekk svöraðu, að enginn á heimilinu reykti. Hjá þeim bömum, sem reykja, reykir einhver á heimilinu í 71% tilfella, en í 56% tilfella hjá þeim sem ekki reykja. Þannig býr meirihluti þeirra bama, sem ekki reykja, við það að einhver á heim- ilinu reyki. Ef haft er í huga að mörg böm anda einnig að sér tób- aksreyk annars staðar, sést að það era tiltölulega fá böm, sem sleppa alveg við að anda að sér þeim eit- urefnum, sem era í tóbaksreyk. Dæmi era um það frá nágranna- löndum, þar sem dregið hefur úr reykingum ungmenna, að þær hafí aukist eitthvað aftur. Hér heyrist stundum talað um auknar reyking- ar meðal ungs fólks. Athuganir benda þó ekki til þess, heldur þvert á móti, að reykingar séu enn á stöðugu undanhaldi, undantekn- ingalítið í öllum aldursflokkum. Kannanir tóbaksvamanefndar, sem ná til fólks frá fimmtán ára aldri og kannanir borgarlæknis meðal 9 til 16 ára renna stoðum undir það. Skýringar á því, að sumum finnst þeir verða varir við auknar reyk- ingar, era líklega þær, að meira er tekið eftir reykingunum. í fyrsta lagi era reykingar ekki jafh sjálf- sagðar og áður var. Mikil breyting hefur almennt orðið á viðhorfi til reykinga og afstöðu reykinga- manna sjálffa til umhverfisins. Það vekur því meiri eftirtekt að sjá unglinga og ungt fólk með tóbak en áður. Þeir unglingar sem reykja fara þrátt fyrir þetta sennilega minna í launkofa með reykingam- ar en reykjandi unglingar gerðu áður og stendur það í sambandi við frjálslegri framkomu unglinga al- mennt. Þar að auki getur orðið vart við staðbundna eða tímabundna aukningu af ýmsum ástæðum. I könnun borgarlæknis á reyk- ingavenjum bama og unglinga nú kemur fram, að talsvert fleiri stelp- ur en strákar reykja I öllum ár- göngum frá og með 13 ára aldri. Einnig, að meiri samdráttur hefur orðið á reykingum stráka en stelpna í aldursflokknum 15 til 16 % Reykja alls Reykja daglega Borgarlæknir ára frá því síðasta könnun var gerð. Daglegar reykingar og strjálli reykingar koma eins út að þessu leyti. Hins vegar var spurt um afstöðu til þess að hætta að reykja og kom þá fram að 71% stelpna sögðust óska eftir að hætta en 53% stráka. Niðurstöður úr könnunum Tóbaksvamanefndar sýna einnig meiri reykingar meðal ungra k'-'enna en karla. Daglegar reykingar 14 ára ung- linga hafa einnig minnkað en hlut fallslega ekki eins mikið og hjá þeim sem eldri era. Fikt 14 ára unglinga við tóbak stendur hins vegar alveg í stað. Það skyggir nokkuð á jákvæðar niðurstöður í heild að 13 ára böm reykja nú heldur meira en 13 ára böm gerðu fýrir fjórum áram. Enn era það stelpumar sem reykja meira en strákamir. Reykingar 12 til 16 ára unglinga í grannskólum Reykjavíkur (%, daglegar og strjálli) 1986 1986 1990 1990 aldur i drcngir stúlkur drcngir stúlkur 12 ára 2,8 1,7 2,0 1,2 13 ára 4,2 6,1 6,6 7,9 14 ára 12,6 15,0 12,6 14,2 15 ára 25,2 29,3 20,6 24,3 16 ára 31,5 32,9 22,9 29,1 Niðurstöður kannana borgarlæknis sýna, að tóbaksvamastarf síðustu 20 ára hefur borið góðan árangur. Niðurstöðumar sýna einnig að þrátt fyrir þetta eru enn allt of margir sem taka upp þennan kjánalega og hættulega sið. Það veldur vissum vonbrigðum, að þótt daglegar reyk- ingar hafi minnkað jafn mikið og raun ber vitni, hefúr þeim, sem alls ekki snerta tóbak, ekki fjölgað að sama skapi. Þetta er áhuggjuefni vegna þess, að nikótín er fikniefni og allir þeir, sem filcta við notkun tóbaks í hvaða formi sem er eiga á hættu að ánetjast því. Það er því ljóst að áfram verður að halda uppi öflugu tóbaksvamastarfi meðal bama og unglinga á Islandi. Hamingja hefðarmanns Kamival eða Áttundi áratugurinn er hið tíunda í röðinni af leikritum Er- lings E. Halldórssonar, er hafa verið birt, en leikrit hans hafa m.a. verið flutt í Iðnó (Minkamir), Þjóðleikhús- inu (Hákarlasól), Hljóðvarpi (Gráir hestar, Eg heiti Lísa) og Sjónvarpi (Birta). Erlingur mun fyrstur ís- lenskra leikhússmanna hafa sótt til náms í leiklistarfræðum á sjötta ára- tugnum, jafnt í París (við Section d’Art Dramatique) og Vínarborg, en var auk þess enn síðar við nám í leik- stjóm hjá Berliner Ensemble (Erich Engel), og í Lyon (Roger Planchon). Allar götur frá 1961 hefúr hann (meðffam kennslu á köflum) starfað ffjálst sem leikstjóri og rithöfúndur: á að baki yfir 60 sviðsetningar (m.a. í Iðnó, Þjóðleikhúsi, Hljóðvarpi o.s.ffv.), en hin síðari árin hefúr hann snúið sér meir að ritstörfúm, þýtt og flutt í útvarp allmargar ffamhalds- sögur (Basilio ffændi, Strætið, Dúl- síma), þýtt, samið og stjómað leikrit- um fyrir leiklistardeild (m.a. eftir F. Durrenmatt). Heildarverk Francois Rabelais, öndvegis-höfundar ffanskra bókmennta (allar bækumar fimm), bíður nú útgáfú í þýðingu hans. I Kamival eða Áttunda áratugnum birtast ævafom minni „kamivalsins": leikritið gerist í fertugsaffnæli reykv- ísks hefðarmanns, sem hefur leitrað á sitt garðshlið: Hér býr hamingjan, en eftir settum reglum kamivalsins kemur djöfullinn í heimsókn í líki heillandi „poppara". Hinum frægu „framandleikaáhrifum“ Brechts er beitt af kunnáttu og listfengi og hvert leikatriði bundið sínum grundvallar- gestus! „Lciklistarstöðin" gefur bókina út, en hún fæst í Reykjavík, hjá M&M, Laugavegi 18, og Bókav. Sigfúsar Eymundssonar í Austurstræti; á Ak- ureyri í Bókabúð Jónasar. Erlingur E. Halldórsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.