Tíminn - 01.06.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.06.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 1. júní 1990 Föstudagur 1. júní 1990 Tíminn 9 Leitin að léttustu lundinni 1990 hafin. Júlíus Sólnes þegar kominn í úrslit: Voldtag mig, men dræb mig ikke Júlíus Sólnes umhverfisráðherra sigraði sannfærandi í fyrstu undankeppni að lands- keppni í spaugi sem hófst í gær á veröndinni fyrir utan Kjarvalsstaði í Reykjavík. Hann hlaut 25 stig. Næstur honum varð Helgi Daníelsson deildarstjóri hjá RLR með 23 stig. Þar á eftir komu Bjöm Friðfinnsson ráðuneytisstjóri og Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra með 19 stig. Þá Stein- grímur Sigfússon landbúnaðarráðherra með 17 stig, Jóhannes Kristjánsson formaður Fé- lags sauðfjárbænda með 14 stig og Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda með 13 stig. Júlíus fékk fullt hús stiga hjá dómnefnd Spaugstofúnnar. Hann var síðan tolleraður þegar úrslit lágu fyrir. Það er Spaugsstofan sem heldur keppn- ina í samvinnu við Samstarfshóp um sölu á lambakjöti og tilgangur hennar er að létta lundir landsmanna gleðisumarið 1990. Keppnin ber heitið -Leitin að léttustu lund- inni- og er öllum íslenskum ríkisborgumm með sæmilega óbrenglaða kimnigáfu heimilt að taka þátt í henni. Gegn um grínmúrinn Kristján Olafsson hagsmunagæslumaður neytenda og frömuður neytendamálefna kynnti keppnina fyrir blaðamönnum í gær og bauð upp á grillað lambakjöt að Kjarvals- stöðum í gær. Hann sagði að keppnin yrði háð um allt land dagana 17. júní til 9. júlí. A þeim tíma myndi Spaugstofan ferðast um landið með meistarastykkið Gegn um grín- múrinn -“Through the Joke Wall“, eins og Kristján orðaði það. „Keppning sjálf verður tvískipt: Á hverj- um stað munu heimamenn og gestir geta skráð sig til keppninnar. Allt að fimm tilvon- andi spaugarar verða síðan valdir úr á hveij- um stað eftir ákveðnum reglum sem vemd- arar keppninnar hafa sett. Þeim verður síðan boðið að koma upp á svið í miðri leiksýning- unni og fremja sitt spaug. Á hverjum stað verður einn þátttakenda krýndur með heið- urspeningi og í hvetju kjördæmi verður síð- an valin léttasta lundin í kjördæminu. Átta efnilegustu kjördæmaspaugarar landsins koma síðan til Reykjavíkur á miðju sumri til að taka þátt í úrslitakeppninni. Sigurvegar- anum - léttustu lundinni 1990 - verður síðan boðið í spaugilega ferð til útlanda. „Very good for him“ sagði Kristján Ólafsson. Keppnin verður einnig háð bréflega og öllum landsmönnum gefst þannig kostur á að senda trúnaðarmönnum keppninnar spaugsögur sínar og brandara skriflega. Skriflegt spaug skal senda í pósthólf 5194, 125 Reykjavík. Tíu bestu spaugin verða sið- an valin til birtingar og höfundar þeirra hljóta verðlaunapening og peningaverðlaun aó sögn Kristjáns. Pálmi Gestsson greindi ffá reglum keppninnar og sagði að keppendum væri fijálst að segja spaugsögur, syngja gaman- vísur, fara með almenn gamanmál eða að láta móðann mása í bundnu eða óbundnu máli svo ffemi að vaðallinn sé spaugilegur. Eftir að sérhver undankeppni hefúr farið fram um allt land verður lokakeppni haldin í Reykjavík 9. júlí nk. Þar munu leiða saman hesta sína áðumefndir kjördæmaspaugarar. Ekkert klám eöa guðlast Efnisval þátttakenda í spaugkeppninni er fijálst að sögn Pálma. „Spaugstofan áskilur sé hins vegar rétt til að hafna keppendum sem vilja gera kynþáttafordóma, klám, guð- last og þess konar óþrif að gamanmálum. Þá er keppendum í spaugkeppninni óheimilt að hía á Spaugstofumenn. Reglum keppninnar verður ekki áfrýjað og ágreiningi um þær verður ekki sinnt,“ sagði Pálmi Gestsson. Keppnin hófst sem sagt að Kjarvalsstöð- um að viðstöddu ijölmörgu stórmenni og blaðamönnum. Fyrsti keppandinn var Stein- grímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra. Hann kvaðst vonast til að þessi merka keppni næði að halda þjóðinni í góðu skapi í allt sumar. Þá kvaðst hann hafa óttast mjög að sigra í keppninni og því leitað að frásögn sem ekki væri líkleg til að færa honum sigur. Hann sagði síðan frá gömlum frænda sínum fyrir norðan sem aldrei lagðist í þunglyndi yfir eigin vandamálum því að alltaf gat hann komið auga á að aðrir hefðu það verra en hann sjálfúr. Helgi Daníelsson var á sínum tíma knatt- Eftir Stefán Ásgrímsson spymulandsliðsmarkvörður en í þann tíð vom tveggja stafa markatölur ekki óalgeng- ar. Eitt sinn í landsleik gegn Rússum kvaðst Helgi hafa verið nánast hættur að nenna að sækja boltann í netið. Þegar Rússar skomðu þrettánda markið gegn tveim mörkum ís- lendinga og fimm mínútur vom til leiksloka þá segir miðvörðurinn við Helga: Ég er nú ekki hjátrúarfúllur en einhvem veginn leggst það svo í mig að við töpum þessum leik.“ Bjöm Friðfinnsson sagði frá fúndi sem Júlíus Sólnes hélt í Mývatnssveit um at- vinnumál. Með honum I för hefði verið mað- ur sem sagði á fúndinum að atvinnumál Mý- vetninga væm auðleyst með tvennu móti: Þeir skyldu efna til lífsháskaferða fyrir fólk úr stórborgum og leiða það í gjár og jök- ulspmngur. Auðvitað fæmst alltaf einhveijir en slíkt væri nauðsynlegt svo slík ferðaþjón- usta mætti standa undir nafni. í öðm lagi væri gróðavænlegt að rækta ginseng. Það gerðu Kóreumenn og seldu auðtrúa fólki fyr- ir milljarða um alla veröldina. Þar sem jarð- hiti væri í Mývatnssveit þá mætti rækta þar ginseng ekki síður en annað. Þegar þessi maður steig úr pontu hafði Starri í Garði vikið sér að umhverfisráðherra og spurt hvort viðkomandi maður væri út- lendingur. Þegar svarið var nei, þá hafði Starri spurt hvort maðurinn kæmi frá Júpíter. Bjöm sagði síðan að þegar iðnráðgjafi Þingeyinga hefði ffétt af tillögum fýlgdar- manns umhverfisráðherra hefði hann ekki viljað vera síður fijór og bætt við þriðju frumlegu nýsköpunartillögunni - að hefja krókódílarækt í Mývatnssveit. Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra sagðist nýkominn af fundi Arafats eins og alþjóð vissi. Hann sagði það ekki fráleitt fyrir Spaugstofúmenn að fara að dæmi sínu og hitta Arafat og fræðast um hvemig mat- reiða skuli lambakjöt. Arafat hefði boðið sér og fylgdarmönn- um sínum upp á heilsteikt lamb með haus og heilanum þar í. „Þetta var hið ágætasta lambakjöt. Að vísu vakti það nokkra furðu okkar Islendinga að þeir notuðu lítið gaffal og hníf en rifu skrokkinn sundur með hönd- unum og dreifðu á diska gestanna - annarra en mín af einhveijum ástæðum því þeir skáru það niður á minn disk. Arafat tók síð- an heilann, skar í sundur og gaf okkur að smakka og hann bragðaðist mjög vel. Ég legg til að slíkt borðhald verði tekið upp hér. Að vísu veit ég ekki hvort spaugstofúmenn em nógu hreinir um hendur til að nota þær eins og þama var gert. Þessu vil ég koma á framfæri hér sem framlagi úr ferð minni til Arafats sem ég hygg að gæti orðið að gagni við matreiðslu og neyslu lambakjöts hér á landi; sem sagt lamb a la Arafat,“ sagði Steingrímur Her- mannsson. Júlíus Sólnes umhverfisráðherra sigraði, eins og áður segir, þessa fyrstu lotu spaug- keppninnar. Hann sagði að eftir að hann hóf að taka þátt í stjómmálum hefiði tilefnum til skopsagna fækkað enda bæm stjómmála- menn heiminn og syndir hans á herðum sér. Það væri því af sem áður var þegar virkilega var gaman að lifa. Hann rifjaði upp atburði ffá námsámm sínum í Kaupmannahöfn og greindi frá góðri helgi sem hófst með fúndi í Stúdentafélaginu þar sem aðalræðumaður var íslenskur kvensjúkdómalæknir sem hafði gegnt sérfræðingsstöðu við sjúkrahús í Stokkhólmi en verið rekinn. Það hafði gerst þannig að maðurinn var að aðstoða sænska hefðarfrú við bamsburð en frúin orgaði svo mikið að lækninum var nóg boðið og sagði við hana: „Ef þú hættir ekki þessum grenjum kerling, þá treð ég krakkanum upp í þig aftur.“ Að stúdentafé- lagsfagnaðinum loknum héldu menn á Möll- ers Pension þar sem nokkrir íslenskir náms- menn bjuggu og þar á meðal Óli Þ. Guð- bjartsson dómsmálaráðherra. Þegar ölfong þraut hafði Óli samband við kaupmann sem gat útvegað öl eftir lokun fyrir sanngjamt verð. Eftir þetta var hann umsvifalaust skírð- ur upp og hét síðan Ole Tuborg Guldbajer- son. Júlíus sagði að þegar líða tók á nóttina góðu eftir Stúdentafélagsfagnaðinn hefiði hann gerst heldur þreyttur og ffamlágur er líða tók á nótt. Hefiði hann þá fengið lánað herbergi kunningja síns sem bjó einmitt á Möllers Pension. Fékk hann hjá honum lykla og opnaði herbergisdymar: „Þar var þá eldri kona fyrir sem var nú ekkert hrifin af heim- sókninni en sagði þó, svo ég segi það á dönsku: „Voldtag mig, men dræb mig ikke.“ Kristján Ólafsson neytendafúlltnji Spaugstofunnar skýrði skilmerkilega ffá tilhögun spaugkeppni Spaugstofúnnar og samstarfshóps um sölu á lambakjöti sem ffam fér um allt land í sumar. Ttmamyndir; Pjetur. Steingrímur J. Sigfússon óttaðist mjög að sigra í spaugkeppninni en af svip hans sjálfs og dómnefndarinnar virðist það ástæðulítill ótti. Steingrímur J. hlaut 17 stig. Þung ábyrgð hvílir á dómnefhd Spaugstofunnar í keppninni um titilinn Léttasta lundin 1990.1 fyrstu undankeppninni í Reykjavík í gær var nefndin einhuga hvað varðaði fram- lag Júlíusar Sólness umhverfisráðherra og gaf honum fullt hús stiga. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra kom meö tillögu að matreiðslu og framreiðslu lambakjöts a la Arafat. Hann hlaut 19 stig í fýrstu undanrásum í spaugkeppninni Leitin að léttustu lundinni 1990. Dómnefnd Spaugstofúnnar lætursér vel líka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.