Tíminn - 02.06.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.06.1990, Blaðsíða 1
2.-3. JUN11990 Ráðherra sel skinnsbrokum 1ÝSKIPAÐUR ráðherra íslands, sá annar slíkra virðingar- manna, Björn Jónsson, sté í fýrsta sinn á ættjörð sína sem æðsti maður hennar á páskadagskvöld 11. apríl 11909. Hann kom með Sterling frá Kaupmannahöfn eftir sögulegt ferðalag og beið heimkomunnar með óþreyju. Var skipið allt fánum prýtt og hleypt af nokkrum virðingarskotum er það kom inn á höfnina. Mergð fólks var við steinbryggjuna þeg- ar hann steig á land og var greinilegt, þrátt fyrir mörg og misjöfn ummæli í blöðum að undanfömu, að manngrúinn fagnaði hon- um innilega. Þetta var sigurstund þess hóps sem unnið hafði bug á Uppkastinu svonefnda. En tveimur árum síðar lauk ráð- herraferli Björns á heldur raunalegan hátt og hafði hann þá vart mátt um frjálst höfuð strjúka í ádeilustormum sem andstæðing- ar hans höfðu magnað á hann, sjúkan og gamlan fyrir aldur fram. Hér verður sagt frá því markverðasta sem á daga hans dreif uppi ájökultindi hefðarinnar. Eftir sigur gamla Sjálfstæðisflokks- ins í kosningunum 1908 og hrun Heimastjórnarflokks Hannesar Haf- stein var búist við að Hannes mundi þegar segja af sér. En það dróst á lang- inn og varð honum því auðveldara að sitja áfram er andstæðingarnir áttu örð- Björn Jóns- son varð annarráð- herra ís- lands árið 1909. En hann var farinn að heilsu um aldur fram og upphefð- in varð hon- um mæðu- samur tími ugt með að koma sér saman um ráð- herraefhið. Allir gátu sameinast um að rífa niður og fella Hannes, það var minnstur vandinn, en hitt var örðugara. Marga langaði í hnossið en meðan þeir voru að þreifa sig áfram var um að gera að láta ekki bera á neinni valdalöngun hjá sér, sem að sjálfsögðu yrði lögð út á verri veg. Viðkvæðið í samtölum for- ingjanna varð þetta: „Mig langar ekki að verða ráðherra, vilt þú ekki taka það að þér?", en auk Bjöms Jónssonar komu þeir helst til greina Skúli Thor- oddsen, Hannes Þorsteinsson og Krist- ján Jónson, landritari. En er Björn Jónsson hafði verið kjör- inn ráðherraefhi í flokknum með 22 at- kvæðum af 23, kom í ljós að marga hafði munað í völdin meira en þeir létu og þó sérstaklega Skúla. Þessari ákvörðun var þó ekki hnikað og var konungi, Friðrik 8., sent skeyti um þessa niðurstöðu. En konungur lét sér ekki nægja einfalt símskeyti, heldur sendi fráfarandi ráðherra ósk um að þrír forsetar Alþingis kæmu utan til Kaup- mannahafhar til að ráðgast við hann um stjórnarmyndun. Þessir forsetar voru allir úr Sjálfstæðisflokknum — Bjöm Jónsson, forseti sameinaðs þings, Krist- ján Jónsson, forseti efri deildar, og Hannes Þorsteinsson, forseti neðri deildar. Selskinnsbrækur og selskinnsskór Þegar skeyti konungs kom lét Bjöm í ljós gremju sína yfir þessum viðbrögð- um hans. Var auðséð að hann undi illa drættinum á því að fá völdin í hendur. Hann sagði m.a. að með þessu væri ver- ið að leggja út á hála braut utankvaðn- inga, eins og á Sturlungaöld. Þrátt fyrir það þorði hann ekki að neita fbrinni. Hann fól nú vinum sínum, Ólafi Róns- inkranz og Einari Hjörleifssyni, að sjá um ritstjórn blaðs síns, ísafoldar, í fjar- vist sinni og sigldi ásamt þeim Kristjáni og Hannesi með Sterling 21. mars 1909. Björn var á þessum túnamótum orðinn 63 ára. Hann hafði reynt mikið á sig í kosningabaráttunni 1908 og eftirvænt- ingin eftir sigurinn, biðin, spennan og loks deilumar um það hver yrði ráð- RAflHERRANN í „HJALEIGUNNi Hann ræðir hjer heima með reigðan hals um rjettmn til pess að vera frjals og uthúðar Dónum með pjoðhrokapembingi og prutnar af uppgerðar sjalfstæðisrembmgi Andstæðingamir notuðu sér óheppileg ummæli Björns í forsetaförínni út í ystu æsar. herrann, virtust hafa fengið allmikið á hann. Sterling fékk vont veður mikinn hluta ferðarinnar og lá Bjöm oftast í ká- etu, en ef þeir félagar hans tveir yrtu á hann, virtist hann vera utan við sig og eins og úti á þekju. En morguninn áður en skipið átti að koma til Kaupmannahafhar var Björn kominn snemma upp á þilfar og spíg- sporaði þar fram og aftur, klæddur sel- skinnsbrókum og með stóra selskinns- skó á fótum. Spurðu þeir félagar hann hvort hann ætlaði að stiga á Iand í þess- ari múndéringu og kvað hann já við því. Skipið sigldi inn Eyrarsund og nálgað- ist Kaupmannahöfh. Tók Bjöm þá mjög að ókyrrast og var auðséð að hann var í miklum spenningi. Komu þeir fé- lagar, Kristján og Hannes, nú að máli við hann til að ræða um hvernig taka skyldi á móti blaðamönnum, ef þeir kæmu á móti þeim og vildu fá viðtal við þá. UrðU þeir sammála um að neita öll- um blaðasamtölum, þar til þeir hefðu hitt konung að máli og féllst Bjöm á að það væri rétt og sjálfsagt. Dolfallnir samflokksmenn En undir eins og skipið var landfast þusti hópur danskra blaðamanna út í það. Kristján og Hannes neituðu öllum blaðaviðtölum, en áður en þeir vissu af höfðu blaðamennirnir afkróað Bjöm inni í reyksalnum og sátu þar í hnapp utan um hann með blýantana á loftí og hann farinn að leysa frá skjóðunni. Vut- ist Bjöm ekki hafa staðist mátið og kunni vel við sig í hópi blaðamanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.