Tíminn - 02.06.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.06.1990, Blaðsíða 6
16 HELGIN Laugardagur 2. júní 1990 Nektarmynd Þegar nú ein og hálf öld er liðin frá upphafi þess- frá 1850. arar tækni hafa ljósmyndimar orðið sá arfiir sem hefúr einna mesta þýðingu fyrir sagnffæðinga á ýmsum sviðum og þær hafa orðið áhugavettvang- ur safnara og þeirra sem festa fé í sjaldséðum munum. Þrátt fyrir þennan áhuga hefur víða erlendis mátt kaupa mjög gamlar ljósmyndir á lágu verði á fomsölum. En safnarar sem taka söfhun sína al- VERK FRUMHERJA LJÓSMYNDUNARÁ UPPBOÐI varlega hafa greitt talsvert háar fjárhæðir, þegar myndir stóm nafhanna í ljósmyndun hafa verið í boði. Tvö slík nöfh em William Henry Fox Talbot og Louis Jacques Mandé Daguerre, en þeir fundu ár- ið 1839 nær samtímis upp aðferð til þess að festa mynd á harðan flöt. Starfaði annar í Frakklandi en hinn í Englandi. Aðferðir þeirra vom samt ólíkar. Nú á dögum má selja góða mynd eftir Talbot á um 8 þúsund pund á uppboði í London. Nú í mánuðinum verða haldin tvö stærri uppboð á ljósmyndum þar í borg, annað hjá Southeby’s við New Bond Street. Þar verður á boðstólum úr- valsgóð mynd eftir Talbot af tveimur persónum, og er álitið að önnur sé kona hans, en hin persón- an séra Calvert R Jones. Jones var mikill ljósmyndari sjálfur og em mörg verk eftir hann á uppboðinu. Myndimar em gerð- ar með ýmsum aðferðum er tiðkuðust á hans tíma og er merkast fjölskyldualbúm sem líklega mun seljast á 5 — 8000 pund. Róstusamara umhverfi er að finna á myndum í verki er ameríski ljósmyndarinn Alexander Gardner gaf út með myndum úr boigarastríðinu í Bandaríkjunum 1862 — 1865. Verkið er i tveim- ur bindum og em 50 myndir í hvom, prentaðar eftir „negatvium" Gardners sjálfs og fieiri ljós- myndara. Skýringartexti fylgir hverri myndanna. Þetta er áætlað að seljist á 12-18 þúsund pund. Athyglisverðasti gripurinn á uppboðinu þykir þó - þeirra á meðal eru myndir eft- ir Henry Fox Talbot og Louis Daguerre merk útgáfa Anne Atkins á bók um breska þör- unga, en bókin var gefin út í örkum ffá því í októ- ber 1843. Bókin markaði tímamót í því að prýða bækur ljósmyndum. Bókin var enda úr sérunnum pappír og prentuð með svonefndri „cyanotype" aðferð. Hún er metin á 40 — 60 þúsund pund. Hinir frægu uppboðshaldarar, Christie’s í South Kensington, halda einnig uppboð á ljósmyndum og vekur þar mikla athygli hluti af albúmi er lög- maðurinn William Hill í Glasgow lét gera. Þess- ar myndir em teknar í fátækrahverfum Glasgow 1868 að frumkvæði Velferðamefndar Glasgow af ljósmyndaranum Thomas Annan. Gefa mynd- imar innsýn í ömurleg kjör fátækra íbúa boigar- innar, sem þá var næststærsta boig Bretlands. Al- búmið er metið á 10 — 15 þúsund pund. Þá verður á uppboðinu þekkt mynd af verkfræð- ingnum Isambard Kingdom Brunel, þar sem hann stendur við risavaxnar akkerisfestar Austra hins mikla (Great Eastem). Myndina tók Robert Howlett 1857 og hafði afi seljandans fengið hana að gjöf ffá Brunel sjálfum. Þá má nefna mynd af stjamffæðingnum og vísindamanninum Sir John Herchel, sem tekin var af einum ffumheija með- al kvenna i ljósmyndun 1867, en hún var Maig- aret Cameron. Frá nýrri tímum em svo myndir af myndhöggv- aranum Henry Moore, Winston Churchill, John Lennon og Bob Withaker, sem einhveijir munu efalaust vilja gefa nokkuð fyrir. ggjpj ' | £ w I J | ■ Innlausn JL SAMRÆMI VIÐ SAMNING LANDSBANkA ÍSLANDS VID SAM VINNU- B A N K A ÍSLANDS HF. l_JM SAMEININGU BANKANNA HEFUR Landsbankinn AÐ UNDANFÖRNU LEYST TIL SÍN HLUTABRÉF í Samvinnubankanum. JL ANOSBANKINN HEFUR LEYST ÞESSI BRÉ'F TIL SÍN A 2,749-FÖLDU NAFNVERÐI OG MIÐAST KAUPIN VIÐ I. JANÚAR 1990. ÞeTTA FELUR í SÉR AÐ GREIDDIR ERU VEXTIR A KAUPVERÐID FRA ÞEIM TÍMA. Innlausn hlutabréfa er nO langt komin en vegna fjölda ÓSKA FRA HLUTHÖFUM HEFUR VERIÐ AKVEÐIÐ AÐ LENGJA FRESTINN SEM HLUTHAFAR HAFA TIL INNLAUSNAR. FrESTURINN RENNUR Ot io. JOLÍ N. K. • • o LLUM HLUTHOFUM HEFUIÍ VERIÐ SENT BRÉF SEM HEFUU AÐ GEYMA TILBOÐ BANKANS. NaUBSYNLEGT ER A E) HAFA TILBOBS- BIÍÉFIÐ MEBFERBIS FEGAIÍ GENGIB EIl FllA I N NLAUSN . L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Efet er eri mynda Annan ffá 1868 af kjömm fátækra í Gíasgow. Á miðmyncfnni sjástmemiskemmfróðriárið1887ogneðsterst0mmnÍTgsmyndffáBristDf,tÐk- in 1845.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.