Tíminn - 06.06.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.06.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 6. júní 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Otgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrimur Gísiason Skrifstofur: Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórár 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð t lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Aðhald og ábyrgö Eftir þá endurreisn sem útflutningsframleiðslan hefur orð- ið aðnjótandi með opinberum efnahagsráðstöfunum síðan haustið 1988, hafa orðið gagnger umskipti í atvinnu- og efnahagsmálum hér á Iandi. Nýr grundvöllur hefur verið lagður að rekstri útflutningsgreina og gert sjávarútvegsfyr- irtæki um allt land fær um að nýta sér góða markaðsmögu- leika og hagstætt verðlag á erlendum mörkuðum. Þessi góði árangur efnahagsaðgerða og markaðs- og verðlagsskilyrði í útflutningi eykur bjartsýni um að fram undan sé varanlegur efnahagsbati, sem tryggir landsmönn- um góða lífsafkomu til frambúðar og þá jöfnun lífskjara sem íslensk velferðarstefna felur í sér. Framkvæmd slíkrar stefnu verður að bera þa Bð með sér að saman fari traust at- vinnulíf, ekki síst í frumframleiðslugreinum, og góð af- koma vinnandi fólks í landinu. Sú skylda hvílir á ráðandi mönnum, innan þings og utan, að gera sér þá list að leik sem tryggir þetta jafnvægi og heldur því við. Sjaldan hefur verið meiri þörf á því en nú að minna á þetta samspil almennrar rekstrarafkomu fyrirtækja og af- komuöryggis einstaklinga og heimila. Sú meginstefna er uppi í þjóðfélaginu, að því er varðar efnahagsþróun næstu misseri, að jafnvægi skuli ríkja milli sérhagsmunaaflanna, hinna ólíku þátta efnahagslífsins, í fullvissu þess að alls- herjarhagsmunum sé best borgið með efnahagslegu jafn- vægi sem ráðandi öfl vinnumarkaðar og stjórnmála standa að í sameiningu og bera sameiginlega ábyrgð á. Þessi heildarhugsun um þróun efnahags- og kjaramála er kjarn- inn í febrúarsamkomulaginu, sjálfri þjóðarsáttinni, sem nú hefur staðið í fimm mánuði. Grundvallaratriði febrúarsamkomulagsins er yfirlýsingin um að hemja verðlag innan þeirra marka að verðbólga á Is- landi verði viðráðanleg, að hún sé ekki meiri en gerist í viðskiptalöndum okkar. A slíkt grundvallaratriði er ekki hægt að horfa sem einhvern meiningarlausan hégóma heldur ber að líta á það sem forgangsverkefni í efnahags- stjórn. Má segja að öll önnur markmið verði að lúta þess- um höfuðtilgangi efnahagsstjórnar. Það ætti að vera sam- eiginlegt metnaðarmál allra sem að þessu samkomulagi standa að verðlagsmarkmiðum verði náð, því að á því velt- ur gengi íslensks þjóðarbúskapar og framtíð skynsamlegr- ar samráðsstefnu um efnahagsmál. Við undirritun þjóðarsáttarinnar var þess vænst að verð- lagsþróunin gæti stefnt til hagstæðrar áttar af sjálfu sér og ekki þyrfti að hafa í huga beina íhlutun í verðlagsmál fram yfir það sem samkomulagið sjálft felur í sér. Þó er svo komið að ríkisstjórnin þorir ekki að útiloka verðstöðvun sem stjórnarákvörðun, ef umsamin bönd verðlagsþróunar bresta. Þetta ber vafalaust að skoða sem viðvörun af hálfu rikisstjórnarinnar og beinist að sjálfsögðu að öllum þeim sem bera ábyrgð á febrúarsamkomulaginu. Þar verða allir að standa við sinn hlut. Þó fer það varla milli mála að slík viðvörun beinist ekki síst að kaupsýslustétt og milliliðum. Atvinnurekstur af hvaða tagi sem er verður að laga sig að hinum almennu rekstrarskilyrðum sem verið er að koma á í landinu. At- vinnurekendur hafa fyrir sitt leyti gengist undir samnings- bundið aðhald í verðákvörðunum eins og launþegar lúta aðhaldi í kaupgjaldsákvörðunum. Þessu jafnvægi aðhalds- stefnunnar má ekki raska. GARRI Hvalir og mótmælaiönaður Umræðan um hvalamálin eru nú iað konmst i dagskrá á ný yegna ársfiiudar Alþjúöa hvalveiðiráðsins sem hef'st í byrjun ttæsta mánaðar. Á beim ftindi verður teldn álcvörð- un um nýtíngtt á hvalastoliwm eft- i r fjogurra ára barin yið hvalyeið- uin f vísindaskyní. Upphaflega var liannið sett a þvi yfirskyni að lítið Hværi vítáð uht áslaiul og stærð : hvalastofnanna i heimiuiim og því yæri nauðsynlegt að gera hié á at- vútnuveiðunt á meðatt allsherjar uttekt fœri fram. SHk voru fyrir- Ití-it iii, en ef' frá eru taldar nokkrar þjóðir, sem byggja afknmu sína á sjávarútvegi að miklu eða ollu iey< i, hefur enginii haft minnsta áhuga á að kanna ástand hvalastofnanna. Allra minnstan áhugá á ásfandi hvalastofnanna hal'a þau ríki sýnl isem einna helst berjast gegn hvat- : veiðunt í hvaða mynd sem e r og láta mikið í sér heyra um hvalaraálin á ársfundum hvalveiðlraðsins. Nægir þar að nefna ríki eíns og Svíþjóft, Þýskaland, Bretland og Bandarfk- in, sem öll óftast þau uáttúruspjöll ísem félast í því aft nýta þaii• auft- lintlir hafsins scin sjávarspendýr geta veríö. Kvalaást þessara ríkja og foreniiaiiiii íiúttúruverntlaráhugi ;nær þó ekki lengra en svö að ií utu- hverfis venidar ráftstefuuuni í Berg- en á dögunum voru það einmirt þessi ríki sem áttti i erfiöleikuni með að samþykkja tiltölulega hog- værar samþykktír gegn gegndar- i lausri umhverfismengun af völdunt iðnaðarúrgangs, þar með talinni mengun í hiil 'unum. ;.: A ársfuutli hvalvLÍðiráðsins í tivrj- un næsla mánaðar mun l'rainlíð þessara samfaka ráftast. Niðurstöð- ur vísindalegra rannsókna JJggja fyrir og Ijðst er að tillogur munu koma fram á grundveili þeirra um að hvarveiðar í atvinnuskyni yérði teknar upp. Augljóst er að þær i þjóðir, sem staðið hafa að rann- : sóknum á livalastol'nunum, munu i ekki sætta sig vtð póUtiskar ákvarð- : anir ráðsins, sem hunsa þessar runnsóknir, en á undanförnum ár- unt hefnr ársfiindur hvalveiðiráðs- ins feogiö á sig folæ klúbbs hvalfrið- unarsimta. bessir friöunarsinnar, sem eru atvinnmnenn í „mótmæla- iðiiaðiiiuin", eins og Maginis Guð- mundsson kvtkmyndagerðarmað- ur hefur synt frani á, munu þó væntanlega gera hvað þeir geta til aft knýja frain ákvöröun um álrain- haldandi hvalveiðibaun. bau fæki sem inótiiiælaiönaðuriiiu hefur yftr að ráða t8 að hafa áhrif innanhvat veiðiráðsins eru margvísleg, Eitt er þrýstingtir á stj ðrnvoldi'í iðhríkjun- um, rikjiun sem lítilla sem engra hagsmuna hafa að gæta í hvalveið- u m, en eru guðslifandi fegin að geta tappað áf þrýstingi sem myndást hefur á þau vegna aliiiennt vaxandi nieðvituntlai um umhverfismál. Mótmælaiðnaðurinn beinist þá ekki að þeim á meðan. Annað tæki niótniaiaiðnaðarins er að „redda* sér fullinia frá einhverjum smá- ríkjum, t.tl. eyjtnti i Kaiahiskahaf- inu. Það keniur afitaf jal'n spánskt fyrir sjónir þegar fiilltrúi smáríkis úr þriðja heiminum reynist vera út- lendur „fræði ngur" einhvers konar sein jafnfrauit er kunnur grænl'rio- ungur eða friöunarsiuni. í gær var siðan kumtgert, á alþjóð- legu m umh verfistlegi, að kunnur og alrœmtlur ofsiækismaður á sviði umhverfísverndar hafi verið lieiðr- aður sérstaklega fyrir framlag sirt til umhverfismála. Sá liinii sami er ineðsekur nin að hafa kippt lil's- björginni frá huiith uðuni græn- lenskra veiðiniaiiua i ófrægingar- herferð gegn selveiðum. Seinna, miklu seinna, \iðurkenmlu þeir, seni að þessari herferð stóðu, að hún hafi verið hluti iðnaðarins og þeim þyki það hálf ielðlnlegt að ; hafá eyðilagt Uf grænlenskra vtiði- nianna! : ¦•:.¦¦¦¦ Þau fræði sent kennd erii við trekt Þorléifs Einarssonar og bjóða að í s- lentlingar eigi að vera hælbífar um- hyerfissamtaka á hverju sem geng- ur, eru vond fræði. fslendingar þekkja besf allra landið og miðin. Matarkista okkar og lifsbjörg er í sjónum í kringum landið og það væri glapræöi að láta mótmælaiðn- aðinn ráfta því hverníg við nýtura hana. Það ér: t ratin hneyksli að þessi iftnaftur hi.jóti riú alþjóðlega viðurkénningu, og hneyskli verður aldrei annað en Imey ksli. Það er því bráðnauðsynlegt fyrir okkur Is- Íendinga, sem fullvalda ríki, að standa fastir fyrir á ársfundl hval- vt'iðiráðsins i byrjun næsta mánaft- ar. Keyuist hvalveiðiráðið ekki fært um aft sinna hlutverki sínu sem vettvangur fullvalda ríkja fyrir skynsamlega nýtingu sjávarspen- dýra, hefur sainkoman i raun ekk- ert gildi. GarrL: VITT OG BREITT Draumaland anarkismans í fornum bókum stendur að með lögum skuli land byggja. Var það skilningur norrænna manna að samfélag án laga fengi ekki staðist og er svo enn því víða er áminning- in greypt í stein og hér á landi skarta verðir laganna henni í emb- ættismerki sínu. Ef til vill væri ekki vanþörf á að þeir sem starfa undir einkunnarorðunum „Með lögum skal Iand byggja" tækju meira mark á þeim í bókstaflegum skilningi en tíðkanlegt er. Fyrir kemur að löggæslumenn hrista af sér drungann og taka til höndum að líta til með að lögum sé framfylgt. En það er sjaldan, enda óvinsælt að áminna alla heiðurs- mennina sem landið byggja að þeir virða hvorki lög né rétt. Sjaldnast er gerður greinarmunur á eðlilegri löggæslu og lögregluofbeldi og ættu menn að gaumgæfa af hverju. Um hvítasunnuhelgina bárust ftéttir af löggæslu sem sýna hve pottur er víða brotinn og vekja fregnirnar upp spurningar um hvort það er regla fremur en undantekn- ing að ekki sé litið eftir að lögum sé framfylgt. 90 kærur fyrir ofsaakstur í einu lögsagnarumdæmi og 400% virkari skattheimta í öðru þegar aðvífandi fógeti fékk það hlutverk að fram- fylgja skattalögum í öðru umdæmi. Hvað fór úrskeiðis? Löggæslumenn í Húnaþingi stóðu 90 bílstjóra að þeim ódæmum að aka á yfir 110 km hraða. í öðrum umdæmum voru ökuníðingarnir sem lögreglan varð vör við innan við puttana á annarri hendi pólit- íanna. Ef einhvers staðar eru til launuð embætti sem telja má að séu skipuð mönnum sem hægt er að kalla yfir- menn umferðarmála, ættu þeir hinir sömu að hafa einhver svör á tak- teinum um hvers vegna ökuhraðinn æsist svona óskaplega upp í Húna- þingi yfir eina helgi en er fyllilega löglegur í öllum öðrum umdæmum. Spyrja má hvað fór eiginlega úr- skeiðis í umdæmi sýslumanns í Norðurlandi vestra, eða hitt, var þetta eina lögsagnarumdæmið þar sem lögreglan stóð í stykkinu og hefur skilning á að með lögum skal land byggja. Að sinni skal sleppt venjulegu rausi um slys og aðra bílaumferðar- hörmung. En umferðarlög eru gerð til að auka öryggi og draga úr eða fyrir- byggja með öllu allar þær ömurlegu afleiðingar sem verða vegna þess að umferðarlög eru þverbrotin. Löggæslan á að sjá um að lögin séu ekki brotin og síðan að koma höndum yfir þá sem það gera. Ef löggæslumenn geta þetta ekki, til hvers eru þeir þá? Sparað til fátæktar Fréttin um að settur bæjarfógeti í Bolungarvík hafi aukið skattheimtu um 400% á stuttum tíma vekur upp spurningar sem maður þorir varla að nefna upphátt, hvað þá setja á blað. Sé rétt með farið og að bæjarsjóð- ur hafi 28 milljónum meira úr að moða en hjá öðrum fógetum ættu heimamenn að vera kátir og þar of- an i kaupið fékk ríkissjóður 14 milljónir vegna innheimtu setta fógetans. Þá var tekið fram í fréttinni að fóg- etinn hafi verið settur af hið snar- asta og hafi hann orðið við tilmæl- um dómsmálaráðuneytisins um að hætta þegar í stað að rukka skatta i Bolungarvík. Enn sem komið er hefur útvarpið ekki verið látið éta þessa furðufrétt ofan í sig og á meðan svo er hlýtur maður að álíta að dómsmálaráðu- neytið hafi aldrei frétt neitt af þeirri undirstöðu allrar samfélagsgetðar- innar, að með lögum skal land byggja. Sé það rétt að setti fógetinn hafi verið offari í skattheimtu, hlýtur sá skilningur dómsmálaráðuneytisins að ekki beri að innheimta skatta nema sums staðar, eða skyldu vinnubrögðin vera alls staðar álíka slæleg og i Bolungarvík? Sé svo er engin furða þótt víða skorti afl þeirra hluta sem gera skal. Ef sveitarfélög geta ekki innheimt lögboðin gjöld til að viðhalda sömu sveitarfélögum endar það aldrei nema á einn veg. Uppsöfnun skulda og svo er farinn bónarvegur til ann- arra stjórnvalda til að hlaupa undir bagga. Allt er þetta niðurlægjandi og niðurdrepandi og síst til þess fallið að viðhalda reisn og byggð. Þegar núverandi skattaumdæmi voru lögfest báðu forsvarsmenn eins fjórðungsins stjórnvöld að taka þann kaleik, sem nýi skattstjórinn var, frá þeim. Mannskrattinn mundi leggja allan landsfjóðrunginn í rúst með því framferði sínu að inn- heimta skatta. Þá spurðu sumir; hvemig var þetta áður? Hitt er svo annað mál, að ef fólk kærir sig ekkert um lög eða að þeim sé framfylgt, verður einfaldlega að setja lög um það og þá þarf enga löggæslu og allir eiga sig sjálfir og gera það sem þeim sýnist. Það er draumaland anarkista og stjómleysishugsjóna þeirra. Heið- arlegir fógetar og skylduraeknir lög- gæslumenn eiga ekki heima í slíku samfélagi. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.