Tíminn - 06.06.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.06.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 6. júní 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Utgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöidsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórár 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaöaráskrift kr. 1000,-, verð i lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Aðhald og ábyrgð Eflir þá endurreisn sem útflutningsframleiðslan hefur orð- ið aðnjótandi með opinberum efnahagsráðstöfúnum síðan haustið 1988, hafa orðið gagnger umskipti í atvinnu- og efnahagsmálum hér á landi. Nýr grundvöllur hefúr verið lagður að rekstri útflutningsgreina og gert sjávarútvegsfyr- irtæki um allt land fær um að nýta sér góða markaðsmögu- leika og hagstætt verðlag á erlendum mörkuðum. Þessi góði árangur efnahagsaðgerða og markaðs- og verðlagsskilyrði í útflutningi eykur bjartsýni um að fram undan sé varanlegur efnahagsbati, sem tryggir landsmönn- um góða lífsafkomu til frambúðar og þá jöfnun lífskjara sem íslensk velferðarstefna felur í sér. Framkvæmd slíkrar í 4 í; GARRI tlmræðan um hvalamúlin eru nú að komast á dagskrá á ný vegna ársfundar Alþjóða hvalveiðiráðsins sem hefct í byrjun næsta mánaðar. Á þeim fundi verður tekin ákvörð- un um nýtingu á hvalastofnum eft- ir fjögurra ára bann við hvalveið- um i visindaskyni. IJpphaflega var bannið sett á þvi yfirskyni að lítið væri vitað um ástand og stærð hvalastofnanna í heiminum og þvi væri nauðsynlegt að gera hlé á at- vinnuveiðum á raeðan allsherjar úttekt færi fram. Slík voru lyrir- heitin, en ef frá eru taldar nokkrar þjóðir, sem byggja afkomu sína á sjávarútvegiað miklu eða öllu leyti, hefur enginn haft minnsta áhuga á að kanna ástand hvalastofnanna. Allra minnstan áhuga á ástandi hvalastofnanna hafa þau ríki sýnt sem einna helst berjast gegn hval- veiðum i hvaða raynd sem er og láta mikið í sér heyra ura hvalaraálin á ársfundum hvalveiðiráðsins. Nægir þar að nefna ríki eins og Svíþjóð, Þýskaland, Bretland og Bandarík- in, sem öll óttast þau náttúruspjöll sem felast í því að nýta þær auð- lindir hafsins sem sjávarspendýr geta verið. Iivalaást þessara rikja og brennandi náttúruverndaráhugi nær þó ekki lengra en svo að á um- hverfisverndarráðstefnunni í Berg- en á dagunum voru það einraitt þessi ríki sem áttu i erflðleikum með að samþykkja tiltölulega hóg- værar saraþykktir gegn gegndar- lausri umhverfismengun af viildum iðnaðarúrgangs, þar með talinni mcngun í höfunum. Á ársfundi hvalveiðiráðsins í byrj- un næsta raánaðar mun fraratíð þcssara samfaka ráðast. Niðurstöð- ur vísindalegra rannsókna liggja fyrir og Ijóst er að tillögur munu koma fram á grundvelli þeirra um að hvalveiðar í atvinnuskyni verði teknar upp. Augljóst er að þær þjóðir, sem staðið hafa að rann- sóknum á hvalastofnunum, munu ckki sætta sig við pólitískar ákvaró- anir ráðsins, sem hunsa þessar rannsóknir, en á undanlörnum ár- um hefur ársfundur hvalveiðiráðs- ins fengið á sig blæ klúbbs hvalfrið- unarsinna. Þessir friðunarsinnar, sem eru atvinnumenn í „mótmæla- iönaðinum“, eins og Magnús Guð- mundsson kvikmyndagerðarmað- ur hefur sýnt fram á, munu þó væníanlcga gera hvað þeir geta til að knýja fram ákvörðun um áfram- haldandi hvalveiðibann. Þau tæki sem mótmælaiðnaðurinn hefur yfir að ráða til aö hafa áhrif innan hval* veiðiráðsins eru margvísleg. Eitt er þrýstingur á stjórnvöld í iðnríkjun* um, ríkjum sem lítilla sem engra hagsmuna hafa að gæta í hvalveið- um,en eru guðslifandi fegin að geta tappað af þrýstingi sem myndast hefur á þau vegna almennt vaxandi meðvitundar um umhverfismál. Mútmælaiðnaðurinn beinist þá ekki að þeira á meðan. Annað tæki mótmælaiðnaðarins er að „redda“ sér fulltrúa frá einhvcrjum smá- ríkjum, td. eyjum í Karabískahaf- inu. Það kemur alltaf jafn spánskt fyrir sjónir þegar fulltrúi smáríkis úr þriðja hciminum reynist vera út- lendur „fræðingur“ einhvers konar sem jafnframt er kunnur grænfrið- ungur eða friðunarsinni. I gær var síðan kunugert, á alþjóð- legum umhverfisdegi, aðkunnur og alræmdur ofstækismaður á sviði umhverfisverndar hafi veríð heiðr- aður sérstaklega fyrír framlag sitt til umhverfismála. Sá hinn sami er meðsekur um að hafa kippt lífs- björginni frá hundruðum græn- lenskra veiðimanna í ófrægingar- herfcrð gegn selveiðum. Seinna, mikiu seinna, viðurkenndu þeir, sera að þessari herferð stóðu, að hún hafi verið hluti iðnaðarins og þeim þyki það hálf leiðinlegt að hafa eyðilagt líf grænlenskra veiði- manna! Þau fræði sem kennd eru við trekt Þorleifs Einarssonar og bjóða að ís- lendingar eigi að vcra hælbitar um- hverfissamtaka á hverju sem geng- ur, eru vond fræðL Islendingar þekkja best allra landið og miðin. Matarkista okkar og lífsbjörg er í sjónum í kringum landið og það væri glapræði að láta mótmæiaiön- aðinn ráða því hvernig vlð nýtum hana. Það er » raun hncyksli að þessi iðnaður hljóti nú alþjóðlega viðurkenningu, og hneyskli verður aldrei annað en hneyksii. Það er því bráðnauðsynlegf fyrir okkur ís- iendinga, sem fuUvalda ríki, að standa fastir fyrir á ársfundi hval- veiðiráðsins í byrjun næsta mánað- ar. Reynist hvalveiðiráðið ekki fært um að sinna hlutverki sfnti sem vettvangur fuilvalda ríkja fyrir skynsamlega nýfingu sjávarspen- dýra, hefur samkoman í raun ekk- ert gildi. GarrL VÍTTOGBREITT I „ 1111 ■ ■ ■ IHÍ! 1 stefnu verður að bera þa Bð með sér að saman fari traust at- vinnulíf, ekki síst í frumframleiðslugreinum, og góð af- koma vinnandi fólks í landinu. Sú skylda hvílir á ráðandi mönnum, innan þings og utan, að gera sér þá list að leik sem tryggir þetta jafnvægi og heldur því við. Sjaldan hefur verið meiri þörf á því en nú að minna á þetta samspil almennrar rekstrarafkomu fyrirtækja og af- komuöryggis einstaklinga og heimila. Sú meginstefna er uppi í þjóðfélaginu, að því er varðar efnahagsþróun næstu misseri, að jafnvægi skuli ríkja milli sérhagsmunaaflanna, hinna ólíku þátta efnahagslífsins, í fullvissu þess að alls- herjarhagsmunum sé best borgið með efnahagslegu jafn- vægi sem ráðandi öfl vinnumarkaðar og stjómmála standa að í sameiningu og bera sameiginlega ábyrgð á. Þessi heildarhugsun um þróun efnahags- og kjaramála er kjam- inn í febrúarsamkomulaginu, sjálfri þjóðarsáttinni, sem nú hefur staðið í fimm mánuði. Gmndvallaratriði febrúarsamkomulagsins er yfirlýsingin um að hemja verðlag innan þeirra marka að verðbólga á Is- landi verði viðráðanleg, að hún sé ekki meiri en gerist í viðskiptalöndum okkar. A slíkt gmndvallaratriði er ekki hægt að horfa sem einhvem meiningarlausan hégóma heldur ber að líta á það sem forgangsverkefni í efnahags- stjóm. Má segja að öll önnur markmið verði að lúta þess- um höfúðtilgangi efnahagsstjómar. Það ætti að vera sam- eiginlegt metnaðarmál allra sem að þessu samkomulagi standa að verðlagsmarkmiðum verði náð, því að á því velt- ur gengi íslensks þjóðarbúskapar og framtíð skynsamlegr- ar samráðsstefnu um efnahagsmál. Við undirritun þjóðarsáttarinnar var þess vænst að verð- lagsþróunin gæti stefnt til hagstæðrar áttar af sjálfú sér og ekki þyrfti að hafa í huga beina íhlutun í verðlagsmál fram yfir það sem samkomulagið sjálft felur í sér. Þó er svo komið að ríkisstjómin þorir ekki að útiloka verðstöðvun sem stjómarákvörðun, ef umsamin bönd verðlagsþróunar bresta. Þetta ber vafalaust að skoða sem viðvömn af hálfu ríkisstjómarinnar og beinist að sjálfsögðu að öllum þeim sem bera ábyrgð á febrúarsamkomulaginu. Þar verða allir að standa við sinn hlut. Þó fer það varla milli mála að slík viðvömn beinist ekki síst að kaupsýslustétt og milliliðum. Atvinnurekstur af hvaða tagi sem er verður að laga sig að hinum almennu rekstrarskilyrðum sem verið er að koma á í landinu. At- vinnurekendur hafa fyrir sitt leyti gengist undir samnings- bundið aðhald í verðákvörðunum eins og launþegar lúta aðhaldi í kaupgjaldsákvörðunum. Þessu jafnvægi aðhalds- stefnunnar má ekki raska. Draumaland anarkismans í fomum bókum stendur að með lögum skuli land byggja. Var það skilningur norrænna manna að samfélag án laga fengi ekki staðist og er svo enn því víða er áminning- in greypt í stein og hér á landi skarta verðir laganna henni í emb- ættismerki sínu. Ef til vill væri ekki vanþörf á að þeir sem starfa undir einkunnarorðunum „Með lögum skal Iand byggja“ tækju meira mark á þeim í bókstaflegum skilningi en tíðkanlegt er. Fyrir kemur að löggæslumenn hrista af sér drungann og taka til höndum að líta til með að lögum sé framfylgt. En það er sjaldan, enda óvinsælt að áminna alla heiðurs- mennina sem landið byggja að þeir virða hvorki lög né rétt. Sjaldnast er gerður greinarmunur á eðlilegri löggæslu og lögregluofbeldi og ættu menn að gaumgæfa af hverju. Um hvítasunnuhelgina bánrst fréttir af löggæslu sem sýna hve pottur er víða brotinn og vekja fregnimar upp spumingar um hvort það er regla fremur en undantekn- ing að ekki sé litið eftir að lögum sé framfylgt. 90 kæmr fyrir ofsaakstur í einu lögsagnammdæmi og 400% virkari skattheimta í öðm þegar aðvífandi fógeti fékk það hlutverk að fram- fylgja skattalögum í öðm umdæmi. Hvaö fór úrskeiöis? Löggæslumenn í Húnaþingi stóðu 90 bílstjóra að þeim ódæmum að aka á yfir 110 km hraða. í öðmm umdæmum vom ökuníðingamir sem lögreglan varð vör við innan við puttana á annarri hendi pólit- íanna. Ef einhvers staðar em til launuð embætti sem telja má að séu skipuð mönnum sem hægt er að kalla yfir- menn umferðarmála, ættu þeir hinir sömu að hafa einhver svör á tak- teinum um hvers vegna ökuhraðinn æsist svona óskaplega upp í Húna- þingi yfir eina helgi en er fyllilega löglegur í öllum öðmm umdæmum. Spyrja má hvað fór eiginlega úr- skeiðis í umdæmi sýslumanns í Norðurlandi vestra, eða hitt, var þetta eina lögsagnammdæmið þar sem lögreglan stóð í stykkinu og hefúr skilning á að með lögum skal land byggja. Að sinni skal sleppt venjulegu rausi um slys og aðra bílaumferðar- hörmung. En umferðarlög era gerð til að auka öryggi og draga úr eða fyrir- byggja með öllu allar þær ömurlegu afleiðingar sem verða vegna þess að umferðarlög em þverbrotin. Löggæslan á að sjá um að lögin séu ekki brotin og síðan að koma höndum yfir þá sem það gera. Ef löggæslumenn geta þetta ekki, til hvers em þeir þá? Sparaö til fátæktar Fréttin um að settur bæjarfógeti í Bolungarvík hafi aukið skattheimtu um 400% á stuttum tíma vekur upp spumingar sem maður þorir varla að nefna upphátt, hvað þá setja á blað. Sé rétt með farið og að bæjarsjóð- ur hafi 28 milljónum meira úr að moða en hjá öðmm fógetum ættu heimamenn að vera kátir og þar of- an i kaupið fékk ríkissjóður 14 milljónir vegna innheimtu setta fógetans. Þá var tekið ffam í fréttinni að fóg- etinn hafi verið settur af hið snar- asta og hafi hann orðið við tilmæl- um dómsmálaráðuneytisins um að hætta þegar í stað að mkka skatta í Bolungarvík. Enn sem komið er hefur útvarpið ekki verið látið éta þessa furðufrétt ofan í sig og á meðan svo er hlýtur maður að álíta að dómsmálaráðu- neytið hafi aldrei frétt neitt af þeirri undirstöðu allrar samfélagsgerðar- innar, að með lögum skal land byggja. Sé það rétt að setti fógetinn hafi verið offari í skattheimtu, hlýtur sá skilningur dómsmálaráðuneytisins að ekki beri að innheimta skatta nema sums staðar, eða skyldu vinnubrögðin vera alls staðar álíka slæleg og í Bolungarvík? Sé svo er engin fúrða þótt víða skorti afl þeirra hluta sem gera skal. Ef sveitarfélög geta ekki innheimt lögboðin gjöld til að viðhalda sömu sveitarfélögum endar það aldrei nema á einn veg. Uppsöfnun skulda og svo er farinn bónarvegur til ann- arra stjómvalda til að hlaupa undir bagga. Allt er þetta niðurlægjandi og niðurdrepandi og síst til þess fallið að viðhalda reisn og byggð. Þegar núverandi skattaumdæmi vom lögfest báðu forsvarsmenn eins fjórðungsins stjómvöld að taka þann kaleik, sem nýi skattstjórinn var, frá þeim. Mannskrattinn mundi leggja allan landsfjóðmnginn í rúst með því framferði sínu að inn- heimta skatta. Þá spurðu sumir; hvemig var þetta áður? Hitt er svo annað mál, að ef fólk kærir sig ekkert um lög eða að þeim sé framfylgt, verður einfaldlega að setja Iög um það og þá þarf enga löggæslu og allir eiga sig sjálfir og gera það sem þeim sýnist. Það er draumaland anarkista og stjómleysishugsjóna þeirra. Heið- arlegir fógetar og skylduræknir lög- gæslumenn eiga ekki heima i slíku samfélagi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.