Tíminn - 06.06.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.06.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 6. júní 1990 Tíminn 7 AÐ UTAN Nicu Ceausescu fyrir rétti: Sleppur með lífstíóar dóm þar sem dauðaref s ing hefur verið afnumin Nicu Ceausescu, hataðasti eftiriifandi meðlimur kommún- istakiíkunnar sem ríkti í Rúmeníu í 23 ár og lagði landið í rúst, verður nú að svara til saka fyrir rétti, sakaður um þjóðarmorð. Mál ríkiserfingja hins líflátna Nic- olaes Ceausescu hefur vakið geysi- legan áhuga. Um alla Rúmeníu hef- ur almenningur safhast saman kringum sjónvarpstæki til að líta augum glaumgosann fyrrverandi, sem stendur tekinn og náfölur í vitnastúkunni og reynir að bera blak af sjálfum sér og gerðum sín- um. Hann hefur rakað af sér skegg- ið í fangelsinu og ber engin merki hnifsstungunnar sem hann er sagð- ur hafa hlotið við handtökuna. Nicu er 38 ára. Viöurkennir sumt — ekki annaó Nú sést ekki tryllingslegi hrokinn sem var svo áberandi þegar þessi maður fór sínu fram í borginni Si- biu í Transylvaniu og sló um sig með ofbeldi og óseðjandi kynsvalli með konum sem voru dregnar inn af götunni. í staðinn er þarna kom- inn óttasleginn, auðmjúkur maður sem hlýðir á ákærurnar með lútandi höfuð. Bráðabirgðaréttarsalurinn, þar sem smáatriðin í slarksömum lifh- aðarháttum Ceausescu-sonarins hafa komið fram í dagsljósið, er í leikhúsi í Sibiu sem faðir hans gaf honum sem leikfang til að passa við kvenfólkið hans, hraðskreiðu bíl- ana og ótæmandi drykkjarföngin. Nicu neitaði að ganga fyrir dómar- ann í gráröndótta fangelsisbúningn- um, sem hann hefur klæðst síðan hann var tekinn höndum í bylting- unni í desember sl. í stað fangafat- anna heimtaði hann að fá að bera venjuleg fbt, bláa skyrtu, vínrauða peysu, gráan jakka og brúnar buxur. En jafhvel dökk gleraugu geta ekki dulið hversu taugaóstyrkur hann er. Hann nýr stanslaust saman beina- berum höndunum þegar hann reyn- ir í afsökunartón að skýra gerðir sínar meðan á byltingunni stóð og neitar ásökun um að hann hefði skipað öryggisþjónustunni Securit- ate og hersveitum að hefja skothríð á óvopnað fólk í Sibiu, en á tveim blóði drifhum dögum féllu þar 89 manns. „Ætlaðist ekki til að vopnum væri beitt gegn fólki í Sibiu" Fimm manna herdómstóll situr við látlaust viðarborð á leiksviðinu, umkringdur sjónvarpsvélum og ljósum. Nicu er sjálfur í bráða- birgðavitnastúku á gólfinu, upplj- ómaður af skini fjölda sjónvarps- ljósa þegar hann gefur sína lýsingu á gangi mála. í salnum sitja um 300 manns og fylgjast með. Nicu viðurkennir að hann hefði gefið fyrirskipun um að skjóta „án viðvörunar" eftir að hann hafði frétt að bylting væri hafin. En hann sagði að áður en uppreisn hefði haf- ist í Sibiu hefði hann afturkallað skipunina. „Þetta vil ég að sé alveg ljóst," sagði hann lágri röddu og lýtur höfði. „Ætlun mín var að grípa til vopna færi ástandið úr böndun- um, en ég ætlaðist ekki til að vopn- um væri beitt gegn almenningi í Si- biu." Hann útskýrði að faðir hans hefði sagt honum í simtali 17. desember að útlendingar hefðu ráðist til at- lögu við Timisoara og aðra hluta landsins. „Við áttum í stríði. Ég vissi ekki nákvæmlega hvernig ástandið væri en var sagt að trlend öfl ættu hlut að máli," sagði hann. Fyrirskipan- irnar til hersins sagðist hann hafa gefíð „til að verja okkur gegn ein- hverjum erlendum öflum, eins og okkur hafði verið sagt í Búkarest. Á þessari stundu vissi ég ekki hvernig ástandið raunverulega var." Nicu Ceausescu er ekki lengur hrokafulli dekurdrengurinn sem hann áöur var. Nú verður hann að standa fýrir máli sínu fýrir rétti og er greinilega brugðið. M.a.s. dökk gleraugun geta ekki dulið hversu tauga- ósty rkur hann er. Nýtur nokkurrar samúðar í Sibiu Auk þess sem Nicu Ceausescu er sakaður um þjóðarmorð sætir hann ákærum fyrir að hafa haft skotfæri í fórum sínum, ólöglega. Skýring hans á mörg hundruð byssukúlum af ýmsum stærðum, þ.á m. skot í 9 mm sjálfvirka byssu, sem fundust á heimilinum hans fjórum, er einfold. „Þau voru ætluð til veiða," sagði hann. Þrátt fyrir ákærurnar og það orð sem fer af Nicu annars staðar í Rúmeníu, nýtur hann furðulega mikillar samúðar meðal íbúa Sibiu, en þar var hann yfirmaður Komm- únistaflokksins í tvö ár. „Hann reyndist okkur vel," segir blaða- kona á staðnum. „Ef honum féll vel við einhvern gat hann hjálpað til við leysa ýmsan vanda viðkomandi, s.s. útvegað honum hús snarlega. Og þegar hann kom hingað fyrst, 1987, fengum við meiri mat en við höfðum áður haft." Nágrannar við húsið hans í um hálfs kílómetra fjarlægð frá mið- borginni sem líkist helst virki, segja að fyrir hafi komið að Nicu hafi stansað og talað við þá, og jafiwel stundum leikið fótbolta við krakk- ana. Tröllasögumar sem ganga um kynsvall Nicus herma að það hafi átt sér stað annars staðar, einkum í kastala í hlíðum Transylvaníu. Þar voru haldnar taumlausar svallveisl- ur þar sem kynlíf, drykkjuskapur og eiturlyfjaneysla var i hávegum höfð og Nicu reyndi að seðja að því að sagt er óseðjandi kynþörf sína. Sumar konur nutu góðs af þessu atlæti og var launað ríkulega fyrir þátttökuna. En aðrar voru einfald- lega dregnar inn af götunni seint á kvöldin og þeim síðan nauðgað. Frægust fórnarlamba hans er fim- leikakonan og Ólympíuverðlauna- hafinn Nadia Comaneci, sem sagt er að hafi verið þvinguð til kynlífs- þjónustu við Nicu að því marki að henni er ekki lengur mögulegt að eiga eðlilegt ástarsamband við npkkurn mann, að þvi er Adrian bróðir hennar segir. Verður Nicu Ceausescu sakfelldur? Sönnur á íburðarmiklum lifhaðar- háttum hans komu fram við réttar- höldin. Hann sagði dómstólnum að hann ætti þrjá bíla og sem svarar 650.000 ísl. kr. í bankanum. Sömu- leiðist upplýsti hann að allur matur sem hann hefði lagt sér til munns í Sibiu hefði verið fluttur flugleiðis frá Búkarest og það daglega. Búast má við að réttarhöldin standi dögum saman. Ef Nicu Ce- ausescu verður sakfelldur fær hann lífstíðardóm, sennilega við erfiðis- vinnu, þar sem dauðarefsing var af- numin í janúar, eftir að aftökusveit tók foreídra hans af lífi. 1UR VIÐSKIPTALIFINU Þrettánda f imm ára áætlunin Nýtt málgagn sovéska utanrikisráðu- neytisins á ensku, Vestnik, 1. tbl., mars 1990, flytur viðtal við Aleks- andr Snokhin, efhahagslegan ráð- gjafa í ráðuneytinu. Sagði Snokhin m.a.: „Aö sönnu fer ástand efhahags- mála versnandi. Náð var ekki settum mörkum i hinni félagslegu og efha- hagslegu áætlun landsins 1989... ráð- gerð var 5,7% aukning þjóðartekna, en raunverulegur vöxtur var helmíngi minni. Framleiðsla iðnaðar jókst að- eins um 1,8%, en var sett 2,9% vaxt- armörk. Framleiðsla neysluvara jókst um 5,5% i stað 10,0%. Eitt fárra settra marka, sem náð var, var smá- sala á ríkjandi verðlagi, — sem jókst um 10,1%, en var sett 7,6% vaxtar- mörk í áætluninni ... aðallega sakir meiri verðhækkana en vænst var." „Margar efhahagslegar mælistikur valda nú meiri áhyggjum en á stöðn- unarárunum og eru sumar á núlli eða jafhvel neikvæðar. Taka þarf líka til- lit til vaxandi verðbólgu. Að opin- beru mati hækkaði verðlag um 7,2% 1989 ... Hins vegar mega menn ekki láta sér sjást yfir jákvæða þætti. Ég nefhi tvo þeirra ... I fyrsta lagi breyt- ingar á efhahagslegri stöðu sakir aukningar félagslegrar fjárfestingar m.a. sakir tilfærslu frá hergagna- framleiðslu. Hinn þátturinn felst í því að losa um vinnuafl og framleiðslu- starfsemi og að taka upp örvandi at- vinnulega tilhögun svo sem sam- starfsfélög, útleigu fyrirtækja, sameignarfélög með útlendum aðil- um." „En að sjálfsögðu stafa núverandi vandkvæði efhahagslífsins líka af ferlum undanfarandi tveggja eða þriggja ára. Þau eru litin ýmsum aug- um. Sumir telja allan vandann eiga rætur að rekja til uppörvunar mark- aðs-búskapar og aflagnar hefðbund- ins eftirlits. Aðrir telja núverandi erf- iðleika stafa af hálfvelgju og ósamkvæmni í efhahagslegum um- bótum, sem þeim þykja ekki á veg komnar. Að mínum dómi er síðari skoðunin sennilegri." „Nú er fimm ára áætlunin 1991-95 hinn endanlegi tengiliður á milli að- gerða til að endurlífga efhahagslífið og að efla efhahagslegar umbætur ... Rikisstjórnin hyggst koma stefhu- miðum sínum fram í tveimur áfong- um: Fyrri áfanginn tekur til 1990-92 og er þá höfuðáhersla á að koma á stöðugleika í efhahagsmálum, þ.e. að halda halla á fjárlögum á viðunandi stigi, að taka fyrir vöxt útlendra skulda, að draga úr iðnaðarbygging- um, að hemja verðhækkanir, að spyrna við óréttlætanlegum vanhöld- um, að fella laun að framleiðslu varnings. Á áfanganum fer að segja til margra líða í hinni nýju efhahags- legu virkni, en þeir eru grundvallaðir á löggjöf um útleigu eigna, athafha- svið fyrirtækja, skattlagningu, banka og hlutafélög, umbætur á verðlagn- ingu, launamál og skipan velferðar- mála svo og skorðum við einokunar- fyrirtækjum ... í neyslugeiranum mun forsögn stjórnvalda taka til 100% framleiðslu. Sú tala fyrir grunn- greinar iðnaðar er 90% ..." „Á síðari áfanganum 1993-95 verð- ur stefht að því að upphefja misvægi, tilkomið á undanfarandi árum og að koma að fullu á hinni nýju efhahags- legu skipan ... Hún byggist á fjórum meginreglum. í fyrsta lagi á ýmiss konar formum eignarhalds og jöfh- uði þeirra innbyrðis og samkeppni. í öðru lagi á minni (modified) stjórn rikisins á efhahagslífi ... í þriðja lagi á því, að hagræðanlegur (controíla- ble) markaður verði helsta tækið til samræmingar framleiðslustarfsemi. I fjórða lagi á framvindu félagslegs verndarkerfis." „S. Shatalin, meðlimur i Vísinda- akademíunni, kunnur sovéskur hag- fræðingur, sagði eitt sinn, að við þörfhuðumst Harvard-áætlunar fremur en Marshall-áætlunar. Með öðrum orðum er ekki þörf á efha- hagslegri aðstoð, heldur á þátttöku risa í náttúruvísindum, fjármálum og hagfræði Vesturlanda í mótun viðeig- andi stjórnbúnaðar í sovéskum mark- aðsbúskap." Stígandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.