Tíminn - 06.06.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.06.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 6. júní 1990 Hofuðborgarbúar tvöfalt í uppsveitum A Sumarbústaðii Giska má á að næstu vikurnar verði höfuðstað- arbúar, sem gista sumarhús í uppsveitum Ár- nessýslu (8 hreppum), oft a.m.k. tvöfalt fleiri heldur en þeir 2.240 Ámesingar sem eiga heima á svæðinu. Sá er og munurinn að íbúnum fer heldur fækkandi á meðan sumarhúsum fjölgar um á 3. hundrað árlega. Þau eru nú orð- ið í kringúm 2.500 á þessu svæði. Hilmari Ein- arssyni. byggingarfulltrúa berast nú daglega frá þrem og upp í 8 umsóknir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsum. Síðustu tvö árin hafa slíkar umsóknir verið um 230 yfir árið, en það eru fjórum sinnum fleiri umsóknir heldur en vegna allra annarra bygginga á þessu svæði. Gríms- nesið er vinsælast. I þessari 260 manna byggð var t.d. sótt um leyfi til byggingar 92ja sumar- húsa í fyrra. Lóðaleiga miðast gjaman við lambsverð og því líklegt að margir bændur hafi nú orðið meiri tekjur af lóðunum en sauðfjárbú- skapnum. Um 5.000-6.000 borgarbúar í sveitinni á viku? Svæði Hilmars Einarssonar byggingarfulltrua nær yfir átta hreppa í uppsveitum Árnessýslu: Skeið, Gnúpverjahrepp, Hrunamannahrepp, Biskupstungur, Grímsnes; Laugardal, Þing- vallahrepp og Grafning. Ibúar þessara sveita voru samtals 2.243 um síðustu áramót. Aftur á móti má ætla að margar helgar gisti jafhvel um 5.000-6.000 höfiiðborgarbúar í sumarhúsum á svæðinu - og fjölgar ár frá ári. Offramboð á lóöum Áhuga fyrir byggingu sumarhúsa í Ámessýslu sagði Hilmar hafa aukist ár frá ári til 1987 en síðan hafi fjöldi umsókna staðið í stað, um 230 hvort ár. Bæði hann og fasteignasali, sem Tím- inn ræddi við, sögðu framboð á sumarbústaðal- öndum þó aukast enn meira en eftirspumina, þannig að hægt sé að tala um offramboð á því sviði. Lóðir, sem hafa upp á eitthvað sérstakt að bjóða, renna út, en aðrar seljast treglega. Þarna leggur fólk áherslu á að auðvelt sé að fá inn heitt og kalt vatn og rafmagn, auk þess að land- ið sé „fagurt og frítt". Það er Grímsnesið sem virtist hafa vinninginn í fyrra. Af 233 umsókn- um þá voru 92 vegna bústaða í Grímsnesi, 54 í Biskupstungum og 36 í Laugardal. Um 50 hafa því skipst á hina fimm hreppana. Mikill meiri- hluti þessara húsa er byggður aí'einstaklingum. Milljónarmunur á hektara Verð á sumarhúsalöndum sagði Hilmar líka vera gífurlega mismunandi og erfitt að nefha neitt dæmigert. Verð á hektara geti verið allt frá 200 þús. og upp í 1.200 þús. eftir þvi hvað er í boði. Heiði Helga- dóttur Að sögn Hilmars er orðið algengar að bændur leigi landið en selji það. Enda sé þeim alltaf bent á hvem kost það hefur. Leiga gefi jafhar tekjur af landinu ár frá ári og þannig að líta megi á hana sem hlunnindi á jörðinni. Fá nú lörnbin „undan" sumarhúsum Við leigu er greitt ákveðið gjald í byrjun, sem ræðst af því hve mikið er lagt í sameiginlegan kostnað; vatnslagnir, rafrnagn og vegi og svo framvegis. Árlegt leigugjald fer síðan eftir stærð spildunnar og upp á hvað hún býður; skóglendi, hraun, eða aðeins mosaþembu og mýri. Hilmar segir leiguna þannig geta verið frá 2-4 lambsverðum á ári upp í 6-8 lömb á hekt- ara. Spilda upp á nokkra tugi hektara getur þannig gefið meira af sér en sæmileg hjörð af sauðfé — og án tilkosntaðar við heyskap og gegningar. Vissara aö horfa fram í tímann Tíminn hefur eftir kunnugum manni að fólk, sem leigi sumarbústaðalönd, geri sér ekki alltaf fulla grein fyrir hvað fellst í þeim leiguskilmál-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.