Tíminn - 06.06.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.06.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Miðvikudagur 6. júní 1990 Miðvikudagur 6. júní 1990 Tíminn 9 ■ ■ Hofuðborgarbúar tvöfalt fleiri í uppsveitum Arnessýslu en heimamenn yfir sumartímann Sumarbústaöir fleiri en Giska má á að næstu vikumar verði höfuðstað- arbúar, sem gista sumarhús í uppsveitum Ár- nessýslu (8 hreppum), oft a.m.k. tvöfalt fleiri heldur en þeir 2.240 Ámesingar sem eiga heima á svæðinu. Sá er og munurinn að íbúnum fer heldur fækkandi á meðan sumarhúsum íjölgar um á 3. hundrað árlega. Þau em nú orð- ið í kringum 2.500 á þessu svæði. Hilmari Ein- arssyni. byggingarfulltrúa berast nú daglega frá þrem og upp í 8 umsóknir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsum. Síðustu tvö árin hafa slíkar umsóknir verið um 230 yfir árið, en það em fjórum sinnum fleiri umsóknir heldur en vegna allra annarra bygginga á þessu svæði. Gríms- nesið er vinsælast. í þessari 260 manna byggð var t.d. sótt um leyfi til byggingar 92ja sumar- húsa í fyrra. Lóðaleiga miðast gjaman við lambsverð og því líklegt að margir bændur hafi nú orðið meiri tekjur af lóðunum en sauðfjárbú- skapnum. Um 5.000*6.000 borgarbúar í sveitinni á viku? Svæði Hilmars Einarssonar byggingarfulltrúa nær yfir átta hreppa í uppsveitum Ámessýslu: Skeið, Gnúpveijahrepp, Hrunamannahrepp, Biskupstungur, Grímsnes; Laugardal, Þing- vallahrepp og Grafning. Ibúar þessara sveita vom samtals 2.243 um síðustu áramót. Aftur á móti má ætla að margar helgar gisti jafnvel um 5.000-6.000 höfuðboigarbúar í sumarhúsum á svæðinu - og fjölgar ár frá ári. Offramboð á lóðum Áhuga fýrir byggingu sumarhúsa í Ámessýslu sagði Hilmar hafa aukist ár ffá ári til 1987 en síðan hafi fjöldi umsókna staðið í stað, um 230 hvort ár. Bæði hann og fasteignasali, sem Tím- inn ræddi við, sögðu framboð á sumarbústaðal- öndum þó aukast enn meira en eftirspumina, þannig að hægt sé að tala um offramboð á þvf sviði. Lóðir, sem hafa upp á eitthvað sérstakt að bjóða, renna út, en aðrar seljast treglega. Þama leggur fólk áherslu á að auðvelt sé að fá inn heitt og kalt vatn og rafmagn, auk þess að land- ið sé „fagurt og frítt“. Það er Grímsnesið sem virtist hafa vinninginn í fyrra. Af 233 umsókn- um þá vom 92 vegna bústaða í Grímsnesi, 54 í Biskupstungum og 36 í Laugardal. Um 50 hafa því skipst á hina fimm hreppana. Mikill meiri- hluti þessara húsa er byggður afeinstaklingum. Milljónarmunur á hektara Verð á sumarhúsalöndum sagði Hilmar líka vera gífurlega mismunandi og erfitt að nefna neitt dæmigert. Verð á hektara geti verið allt ffá 200 þús. og upp í 1.200 þús. eftir því hvað er í boði. Að sögn Hilmars er orðið algengar að bændur leigi landið en selji það. Enda sé þeim alltaf bent á hvem kost það hefur. Leiga gefi jafhar tekjur af landinu ár ffá ári og þannig að líta megi á hana sem hlunnindi á jörðinrú. Fá nú lömbin „undan“ sumarhúsum Við leigu er greitt ákveðið gjald í byijun, sem ræðst af því hve mikið er lagt í sameiginlegan kostnað; vatnslagnir, raffnagn og vegi og svo framvegis. Árlegt leigugjald fer síðan eftir stærð spildunnar og upp á hvað hún býður; skóglendi, hraun, eða aðeins mosaþembu og mýri. Hilmar segir leiguna þannig geta verið frá 2-4 lambsverðum á ári upp í 6-8 lömb á hekt- ara. Spilda upp á nokkra tugi hektara getur þannig gefið meira af sér en sæmileg hjörð af sauðfé — og án tilkosntaðar við heyskap og gegningar. Vissara að horfa fram í tímann Tíminn hefúr eftir kunnugum manni að fólk, sem leigi sumarbústaðalönd, geri sér ekki alltaf fúlla grein fyrir hvað fellst í þeim leiguskilmál- um sem það er að skrifa undir. Tekur fólk kannski í sumum tilfellum þá áhættu að það verði að fjarlægja bústaðinn af lóðinni eftir 20- 25 ár? Magnús Leópoldsson fasteignasali segir þetta hugsanlegt, þótt hann kannaðist ekki við dæmi þess að reynt hafi á slíkt. Við sölu sumarbústaða hjá honum segir Magnús algengast að kaupandi yfirtaki fyrri leigusamning með samþykki við- komandi bónda. Annars sé gerður nýr. Á samn- ingseyðublaði frá Búnaðarfélagi íslands, sem algengt er að nota við sölu sumarbústaða, segir að leigutaki eigi forleigurétt að hinni leigðu lóð verði hún áfram nýtt sem sumarbústaðaland. Við sölu sagði Magnús oft bætt inn í ákvæði um hvemig með skuli fara fáist samningur ekki ffamlengdur — þá yfirleitt að landeigandi skuli kaupa bústaðinn samkvæmt mati. Hins vegar bendir Magnús á að það séu aðal- lega stærri og dýrari bústaóir sem koma til sölu á fasteignasölum. Hinir gangi mjög mikið kaupum og sölum í gegn um smáauglýsingar blaðanna. I þeim tilfellum getur vitanlega verið misjafnt hversu tryggilega er gengið frá málum í samningum. Viss áhætta... Hilmar kvaðst einnig líta svo á að fólk tæki vissa áhættu, þótt hann vissi heldur ekki dæmi þess að fólk hafi þurft að fjarlægja bústaði af landi. Áður fyrr hafí leigusamningar yfirleitt verið til miklu lengri líma, allt upp í 90 ár. Nú sé 20-25 ár algengast. Það sé t.d. spuming hvað kynni að gerast ef nýr bóndi, einn þeirra sem er harður á móti öllum sumarbústöðum, tæki við jörð þar sem lóðir eru leigðar út og réðist síðan að fólki með lögin sér við hlið? Að vísu sagðist Hilmar þó ekki svo hræddur við þetta. ,,Hins vegar veit ég ekki hvemig þetta fólk stendur gagnvart bónda sem kannski vill hækka leiguna umtalsvert við endumýjun leigusamnings. Eg sé ekki betur en að slíkt sé alveg opin leið“. Em þá sumir andvígir þessum sumarhúsa- byggðum? >rJá, sem betur fer em maigir bændur andvígir þessu, enda væri lítið skemmtilegt að fylla allar sveitir af sumarhúsum", sagði Hilmar. Efni manna aö aukast...? Af þróuninni í sumarhúsabyggingum að dæma verður ekki betur séð en að fjárhagur manna hafi verið að vænkast á undanfomum árum. Hilmar sagðist fyrir nokkmm ámm hafa reikn- aði út meðalstærð bústaða sem þá vom í bygg- ingu og reyndist hún 36 fermetrar. Síðan hafi þeir stækkað og meðalstærðin ömgglega kom- in í um 45-50 fermctra. Það þýðir 25-40% stækkun á skömmum tíma. Áður fyrr sagði Hilmar einnig algengt að það hafi tekið menn upp í 10 ár að koma sér upp bú- stað. Miklu minna sé um slíkt nú til dags. Þvert á móti færist það í vöxt að menn kaupi land og komi þar upp bústað með öllum þægindum á einu ári. ....? Draumur sem deyr ■i Er sumarhúsið og sveitalífið aldrei draumur eftir að sumarhúsið er komið upp? Þ.e. að áhug- inn fyrir að vera þar dofni smám saman? Hilmar segir þetta mjög misjaíht á milli manna. Ef skógræktin og garðræktin gripi fólk eftir að húsið er komið upp þá hafi það nóg að gera og yndi af því að korna í bústaðinn sem oflast. Hilmar segir sumarbusafólk upp til hópa mikið ræktunarfólk „sem betur fer“. „Að því leytinu eiga þessi svæði virkilega eftir að prýða landið þegar fram í sækir“. En því miður séu líka dæmi þess að áhuginn dofni og fólk hætti að koma nema eina og eina helgi á sumri. „Og þetta eru dýrar eignir til að láta þær standa þannig nærri ónotaðar“, segir Hilmar. Ekki mun ótítt að sumarbústaður með nútímaþægindum geti kostað 3-4 miljónir kr. Um 5.000 bústaöir í landinu Fjölda sumarbústaða á landinu öllu telur Hilm- ar nú rösklega 5.000 talsins. Samkvaant því er um helmingu þeirra á hans „byggingarsvæði“ í uppsveitum Ámessýslu. Ekki vildi Hilmar spá hversu mikið þeim ætti eftir að fjölga í framtíð- inni. Hins vegar sagðist hann einhveiju sinni hafa heyrt að í samanburði við hin Norðurlönd- in gætu um 7.000 bústaðir verið nokkuð eðli- legur fjöldi hér á landi. Með núverandi bygg- ingarhraða tæki ekki möig ár að ná því marki. - HEI . ■ m91 8mm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.