Tíminn - 06.06.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.06.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miövikudagur 6. júní 1990 Góð bifreið til sölu Mercedes Benz 300D diesel '85. í mjög góðu standi og vel með farinn. Upplýsingar í síma 91-74429 eftirkl. 19.00. DAGBOK Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður: Hafnarfjörður Kópavogur Garðabaer Keflavfk Sandgerði Njarðvík Akranes Borgarnes Stykkishólmur Ólafsvík Grundarfjörður Hellissandur Búðardalur isafjörður Bolungarvík Hólmavík Hvammstangi Blönduós Skagaströnd Sauðárkrókur Siglufjörður Akureyri Svalbarðseyri Húsavík Ólafsfjörður Raufarhöfn Vopnafjörður Egilsstaðlr Seyðisfjörður Neskaupstaður Reyðarfjörður Eskifjörður Fáskrúðsfjörður Djúpivogur Höfn Selfoss Hveragerði Þorlákshöfn Eyrarbakki Stokkseyri Laugarvatn Hvolsvöllur Vfk Vestmannaeyjar Nafn umboðsmanns Ragnar Borgþórsson LindaJónsdóttir Ragnar Borgþórsson GuðríðurWaage IngviJónRafnsson Kristinn Ingimundarson Aðalheiöur Malmqvist Inga Björk Halldórsdóttir ErlaLárusdóttir LindaStefánsdóttir Anna Aðalsteinsdóttir Ester Friðþjófsdóttir Kristiana Guðmundsdóttir Jens Markússon Kristrún Benediktsdóttir ElísabetPálsdóttir Friðbjörn Níelsson Snorri Bjarnason ÓlafurBernódusson Guðrún Kristófersdóttir Sveinn Þorsteinsson Halldór Ingi Ásgeirsson skrifstofa ÞrösturKolbeinsson Sveinbjörn Lund HelgaJónsdóttir Sandra Ösp Gylf adóttir Svanborg Víglundsdóttir Páll Pétursson Margrét Vera Knútsdóttir BirkirStefánsson ÓlöfPálsdóttir Sigurbjðrg Sigurðardóttir GuðbjörgH, Eyþórsdóttir Jón Biörnsson Skúli Isleifsson Margrét Þorvaldsdóttir Lilja Haraldsdóttir Þórdís Hannesdóttir ÞórirErlingsson Jón Ólafur Kjartansson Halldór Benjamínsson JónínaogÁrnýJóna IngiMárBjörnsson MartaJónsdóttir Heimili - Sfmi Holtagerði 28 45228 Hamraborg 26 641195 Holtagerði28 45228 Austurbraut 1 92-12883 Hólsgötu23 92-37760 Faxabraut 4 92-13826 Dalbraut55 93-11261 Kveldúlfsgata26 93-71740 Silfurgötu 25 93-81410 Mýrarholti 6A 93-61269 Grundargötu 15 93-86604 Háarifi49 93-66629 Búðarbraut3 93-41447 HnifsdalsvegilO 94-3541 Hafnargötu115 94-7366 Borgarbraut 5 95-3132 Fífusundi12 95-1485 Urðarbraut20 95-4581 Bogabraut27 95-4772 Barmahlíð13 95-35311 Hlíðarveig46 96-71688 Hamarsstíg18 96-24275 Skipagata 13 (austan) 96-27890 Svalbarðseyri 96-25016 Brúargerði14 96-41037 Hrannarbyggð8 96-62308 Aðalbraut60 96-51258 Kolbeinsgötu 44 97-31289 Árskógar 13 97-1350 Múlavegi 7 97-21136 Miðgarði 11 97-71841 Mánagötu31 97-41167 Ljósárbrekku 1 97-61191 Hliðargötu4 97-51299 Borgarlandi21 97-88962 Hafnarbraut16A 97-81796 Engjavegi 5 98-22317 Heiðarbrún51 98-34389 Lyngberg13 98-33813 Túngötu 28 98-31198 Eyjaseli 2 98-31293 Flókalundi 98-61179 Króktún17 98-78335 Ránarbraut9 98-71122 Helgafellsbraut29 98-12192 LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? : SPRUNCIÐ? Viðgerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptíhedd í ýmsar geröir bifreiða. Viðhald og viðgerðir á iðnaðarvélum — járnsmíöi. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin -Simi 84110 Garðsláttur Tökum að okkur að slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Afsláttur ef samið er fyrir sumarið. Upplýsingar í síma 41224 eftir kl. 18. Geymið auglýsinguna. PÓSTFAX TÍMANS Katrín Sveinsdóttir. Kírópraktorafélag íslands. Þann 10. apríl sl. var Katrínu Sveinsdótt- ur veitt lcyfísbréf nr. 1, útgefið af heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, til að starfa sem hnykkir/kírópraktor hér á landi. Katrín lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Rcykjavík árið 1983. Nám í kírópraktík stundaði hún við Anglo Eur- opean College of Chiropractic, Bour- nemouth, Englandi frá 1984 til 1988. Einnig stundaði Katrin 12 mánaða verk- nám í Englandi. Hún hefur nú opnað sína eigin stofu að Borgartúni 18, Reykjavík. Menningarsamtök Sunnlendinga. Þessi samtök verða stofhuð í Skálholti laugardaginn, 9. júní. Hefst dagskrá kl. 14 í Skálholtskirkju. Dagskrá verður í hönd- um Sunnlendinga. Þórður Tómasson flyt- ur ávarp. Stofhfundur samtakanna verður haldinn kl. 16:30 í húsakynnum Skálholtsskóla. Á stofhfundi verður kosin funm manna stjórn og varamenn sem og endurskoð- endur. Þá verður formaður kosinn beinni kosningu. Menningarsamtölcum Sunnlendinga er ætlað að slá vörð um fræði og listir í kjör- dæminu. Stefht er að M-hátíð á Suðurlandi 1991. Munu þá væntanlega þessi samtök gegna lykilhlutverki við undirbúning og fram- kvæmd þeirrar hátíðar. Útsendingartími Útvarps Noröurlands styttist. Útvarpsráð samþykkti nýlega að stytta útscndingartíma svæðisútvarps. Þetta var gert í kjölfar mótmæla frá fólki úti á landsbyggðinni sem óskaði eftir að fá að hcyra Þjóðarsálina á Rás tvö. Útsending- artími Útvarps Norðurlands verður því sem hér segir alla virka daga frá og með 5. júní. Á morgnana frá kl. 8:10 til 8:30 og síðdegis milli kl 18:35 og 19.00. Fyrirkomulag morgunútsendinganna verður óbreytt, en í útsendingum síðdegis verður lögð áhersla á fréttir og fréttatengt efni frá Norðurlandi. Tónlist verður ekki á dagskrá í síðdegisútsendingunum. Þá eru uppi hugmyndir um að senda út frá Útvarpi Norðurlands í hádeginu næsta vetur. Tryggingaskólinn. Samband íslenskra tryggingafélaga starf- rækir skóla fyrir starfsfólk vátryggingafé- laganna undir heitinu Tryggingaskólinn. Starfsemi skólans byggist á lengri eða skemmri námskeiðum, sem nánast alltaf lýkur með prófum. Einnig gengst skólinn fyrir fræðslufundum og hefur með hönd- um nokkra útgáfustarfsemi. Tryggingaskólanum var slitið miðviku- daginn 30. maí sl. Frá stofnun skólans ár- ið 1962 hafa verið gefm út 712 prófskír- teini frá skólanum. Carl Nielsen tónleikar í Norræna húsinu Fimmtudaginn 7. júní kl. 20.30 verða í Norræna húsinu tónleikar helgaðir danska tónskáldinu Carl Nielsen. Efhisskrá er fjölbreytt. Elsta vcrkið er Fantasistykke frá 1881, hið yngsta blása- rakvintett frá 1921- 22. Að auki verða flutt Screnato in vani, f. klarinett, fagott, horn, selló og kontrabassa, Chaconne op. 32 f. píanó, 6 söngvar op. 10 við ljóð Lud- vigs Holsten og Canto serioso f. selló og píanó. Flytjendur eru Blásarakvintett Rcykja- víkur, Bryndís Halla Gylfadóttir, selló, Halldór Vilhelmsson baritón, Jónas Ingu- mundarson píanó, Richard Korn kontra- bassi, Sigriður Jónsdóttir messósópran og Örn Magnússon píanó. Aðgöngumiðar eru seldir í aðgöngu- míðasölu Listahátíðar. Félagsvist í Húnabúö Húnvetningafélagið vcrður með félags- vist í Húnabúð, Skcifunni 17, fimmtu- dagskvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Amnesty International: Fangar aprílmánaöar Mannréttindasamtökin Amnesty Inter- national vilja vekja athygli almennings á máli þessara samviskufanga. Amnesty vonar að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til þjálpar þessum mönnum og skipi sér á bekk með þeim sem berjast gegn mann- réttindabrotum á borð við þau sem hér eru látin viðgangast. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings föngum mánaðar- ins. Hægt er að gerast áskrifandi að þess- um kortum með því að hringja til skrif- stofunnar, Hafharstræti 13, virka daga frá kl. 15-18 ísíma 16940. Saudi-Arabía: 'Abdul-'Aziz al- Faris, 'Alí Al-Lail, Salah Nisfan, Hussein Sub- ait og Hatim al-saddiq eru námsmenn við King Saud háskólann í Riyadh. Þeir hafa verið í haldi án dóms og laga í alt Maba- hithy al-Amma fangelsinu 1 Riyadh frá því að heir voru handteknir í júní 1989. Þeim hefur verið neitað um lögfræðilega aðstoð og ráðgjöf. Félagarnir fimm voru í hópi sjö shíta múslima sem handteknir voru eftir að eldur braust út i stúdentagörðum King Saud háskólans 15. og 16. júnl. Tveimur hinna handteknu, 'Abdulla Thulais og 'Ali Saddiq, var sleppt. Námsmennirnir höfðu reynt að ráða niðurlögum eldsins og nokkrir þeirra, þ. á m. 'Abdul-Aziz al- Faris og 'Ali Al- Lail, þurftu að láta gera að brunasárum. Samkvæmt upplýsingum Amnesty áttu félagarnir engan þátt i því að eldurinn braust út og eru því hafðir í haldi vegna friðsamlegrar andstöðu við stefnu ríkis- stjórnarinnar í málefnum shíta múslima en þeir hafa löngum kvartað yfir því óréttlæti að fá ekki að stunda trú sína til jafns við aðra þegna landsins. Ekki er vitað til þess að námsmennirnir fimm til- heyri skipulögðum hópum stjórnarand- stæðinga. í júlí 1989 gaf Amnesty út yfirlýsingu þar sem farið var fram á að þremur þeirra yrði sleppt vegna fregna um að þeir hefðu mátt sæta pyndíngum. Ekki er vit- að um hvernig félagarnir eru á sig komn- ir og engin svör hafa borist frá yfirvöld- um. Fyrrverandi fangar telja pyndingar við yfírheyrslur, sérstaklega meðal fanga sem haldið er í einangrun um ótiltekinn tima, allt að hálft ár. Algengustu pynd- ingaraðferðir eru barsmíðar á iljar, föng- um er neitað um svefn og úlnliðir eru bundnir saman og fangar látnir hanga í lausu lofti. Vinsamlegast sendið kurteisleg bréf og farið fram á námsmennirnir verði látaír lausir. Skrifið til: The Custodian of the Two Holy Shrines Fahd bin 'Abd al-Aziz Riyadh Saudi Arabia Kína: Zhang Jingshen er 35 ára og var dæmdur í 13 ára fangelsi í desember 1989 fyrir „andbyltingarkennda glæpi" í mótmælum fyrr á árinu. Hann var dæmd- ur af Alþýðudómstólnum í Changsha, höfuðborg Hunan sýslu; Zhang Jingshen var dæmdur sekur fyrir að hafa flutt ræðu i Huan háskólanum til stuðnings frelsi og lýðræði, fyrir þátttöku i hinu óháða bandalagi verkamanna (sem cr ólöglegt), fyrir að hvetja verkamcnn til vcrkfalla og námsmenn til að sniðganga kennslutima og fyrir að skrifa bækling í andstöðu við yfirlýsta stefhu stjórnvalda. Bandalög verkamanna og námsmanna voru stofhuð víða um Kína í maí 1989, en voru bönnuð í kjölfar neyðarlaga sem sett voru í Beijing 20. maí. Zhang Jingshen hefur áður vcrið sam- viskufangi Amnesty þegar hann sat í fangelsi fyrir „andbyltingarkenndan áróður". Hann vann í vélaverksmiðju í Changsha þegar hann var handtekinn í apríl 1981, cn þá stóð yfir herfcrð stjóm- valda gegn lýðræðissinnum. Þá starfaði hann jafnframt sem ritstjóri óopinbera tímaritsins „Lýðveldissinnin" (Gongha- bo) en því tímariti var komið á fót 1978 af lýðræðishreyfingu sem hvatti fólk til að láta skoðun sína í ljós í réttarkerfi landsins. Fjöldi fanga sem handteknir voru á þessum tíma er enn í haldi, þ. á m. Wei Jingsheng, Xu.Wenli og Wang Xis- he. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og farið fram á að Zhang Jingshen verði lát- inn laus. Skrifið til: Prime Minister Li Peng Gudwuyuan Beijingshi Peoples's Republic of China. Kamerún: Oumarou Aman er 32 ára og hefur verið í haldi án dóms og laga í mcira en fimm ár. Oumarou Amar er frá Garoua í norður- hluta Kamerún og stefhdi að því að verða lögregluforingi þegar hann var handtek- inn 13. apríl 1984. Hann var á meðal 1000 manna sem handtcknir voru þegar öryggissveitir réðust á forsetahöllina og ýmsar opinberar stofnanir í höfuðborg- inni Yaoundé í því skyni að steypa af stóli rikisstjórn Paul Biya forseta. Valda- ránstilraunin mistókst. Miklir bardagar brutust út og talið er að hersveitir hlið- hollar Biya forscta hafi llíflátið fólk sem grunað var um aðild að valdaránstilraun- inni. Rikisstjórnin ásakaði Ahmadou Ahidjo, fyrrum forseta landsins, og stuðnings- menn hans um að hafa skipulagt valda- ránstilraunina úr útlegð sinni í París. Ahidjo og helstu stuðningsmenn hans eru frá norðurhluta Kamerún. 270 einstak- lingar voru sakfelldir eftir að hafa verið leiddir fyrir herrétt og fóru réttarhöldin fram fyrir luktum dyrum. Af þessum 270 einstaklingum var 51 tekinn af lífi. Oumarou Aman var leiddur fyrir herrétt í Yaoundé 8. ágúst 1984, sakaður um þátttöku í valdaránstilrauninni. Hann var sýknaður og því sleppt úr haldi en hand- tekinn aftur 14. janúar 1985 án nokkurra skýringa. Hann er í haldi ásamt nokkrum öðrum sem haldið er í tengslum við valdaránstilraunina. Yfirvöld í Kamerún hafa ekki getað rértlætt þetta ótakmarkaða varðhald Ou- marou Aman. Amnesty telur hanns sam- viskufanga þar sem hann er hafður i haldi vegna uppruna sina. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og farið fram á að hann verði látinn laus taf- arlaust. Skrifið til: President Paul Biya Palais de la Presicence Yacindé Cameroon/Kamerún r JEPPA- HJÓLBARÐAR Hankook hágæðahjól- barðar frá Kóreu á lágu verði. Hraðar hjól- barðaskiptingar 235/75 R15 kr. 6.650. 30/9,5 R15 kr.6.950. 31/10,5R15 kr. 7.550. 33/12,5 R15 kr. 9.450. BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 84844. vertu í taktvið Tímann AUGLÝSINGAR 686300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.