Tíminn - 06.06.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.06.1990, Blaðsíða 14
,t4-Tíminn Miðvikudagur 6..júní 1990 + Alúöarþakkir sendum viö þeim sem sýndu okkur samúö og vináttu og veittu okkur hjálp við fráfall og útför frænda okkar Péturs Albertssonar bónda, Kárastöðum Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 11E Landspítalans og allra þeirra sem heimsóttu hann í veikindum hans. Ættingjar. t Þökkum af alhug öllum þeim fjölmörgu sem auðsýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og jarðarför dóttur minnar og systur okkar Sigríðar Höllu Sigurðardóttur Guö blessi ykkur öll. ína Jensen og börn. + Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og hlýhug meö blómum, kortum og skeytum viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa Guðbjörns Benediktssonar Dalbraut 27 Guö blessi ykkur öll. Guðrún Björnsdóttir dætur, tengdasynir og barnabörn Heyvinnuvélar til sölu Til sölu heydreifikerfi, heyblásari, súgþurrkunar- blásari, 10 hestafla rafmótor, CLAAS heyvagn 28 rúmmetra, Massey Ferguson 35X árg. ’64 dráttar- vél. Upplýsingar í síma 93-66667. “I BÍLALEIGA meö útibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis Ert þú að hugsa um að byggja t.d. iðnaðarhúsnæði, verkstæði, áhaidahús, gripahús, bílskúr eða eitthvað annað? Þá eigum við efnið fyrir þig. Uppistöður, þakbitar og lang- bönd eru valsaðir stálbitar og allt boltaö saman á byggingar- staö. Engin suöuvinna, ekkert timbur. Allt efni í málmgrind galvaniseraö. > interRent Europcar Upplýsingai gefa: MÁLMIÐJAN HF. SALAN HF. Sími 91-680640 Bryndís Ólöf Lilja Óskarsson Fædd 27. júní 1966 Dáin 27. maí 1990 Um sama leyti og Island var að brjóta af sér síðustu vetrarviðjamar og klæddist sem óðast grænum möttli endumýjaðs lífs, barðist ung íslensk stúlka við illvígan sjúkdóm á erlendri gmnd og beið lægri hlut. Hennar vil ég nú minnast. Bryndís Ólöf Lilja Óskarsson fædd- ist 27. júní 1966 og andaðist í sjúkra- húsi í Gautaborg 27. maí 1990. Jarð- arforin hefur farið ffam í kyrrþey. Hún var einkadóttir Björgvins Osk- arssonar læknis og konu hans Þór- hildar Jónasdóttur meinatæknis. Einn bróður átti hún, Kolbein, sem leggur stund á verkfræði við Chalmers tækniháskólann. Hann er fæddur 1964. Svo stutt var á milli þeirra systkina og einstakur kærleikur. Snemma bar á óvenjulega fjölbreytt- um gáfum og mannkostum hjá litlu stúlkunni og varð hún hvers manns hugljúfi og augasteinn sinna nánustu. Sökum óvenjulegs þokka og framúr- skarandi framkomu var Bryndís fengin til að bera tískufatnað á sýn- ingum og tókst henni það með ágæt- um. Ekki vom þó sýningarstörfm nema ígripavinna því hugurinn steftidi í aðrar áttir. Þegar hún lauk stúdentsprófi yngri en algengt var, aðeins 17 ára gömul, stóð þessi stór- gáfaða og glæsilega stúlka ffammi fyrir erfiðu vali. Varð fyrst fyrir söngnám sem hún stundaði ásamt pí- anó- og orgelleik með ágætum ár- angri í tvö ár. Þá gerði hún upp hug sinn og hóf nám í verkfræði við sama skóla og hjartkær bróðir hennar og Tímaritið Fyrsta hefti fimmta árgangs tímarits- ins Utvarðar er komið út. Utgefandi er samnefnd byggða- hreyfing sem áður gekk undir nafn- inu Samtök um jafnrétti milli Iands- hluta. Auk forystugreinar formanns Ut- varðar, Hlöðvers Þ. Hlöðverssonar, eru í heftinu meðal annars 18 greinar eftir jafnmarga höftinda um hin margvíslegustu efni, sem skarast meira og minna í byggðamálaum- ræðu, sem undirstrikar um hve víð- feðan og mikilvægan málaflokk er að ræða. Sérstök ástæða er til að vekja at- hygli á greinaflokki um kjarasamn- ingana í febrúar sl. og áhrif þeirra á byggðaþróun, en þær skrifa forystu- menn aðila vinnumarkaðarins, þeir Asmundur Stefánsson ASÍ, Ami Benediktsson VS, Einar Oddur Krist- jánsson VSÍ, Haukur Halldórsson SB og Ögmundur Jónasson BSRB. Sömuleiðis er vakin athygli á merkri grein eftir dr. Hannes Jóns- son, fyrrverandi sendiherra, sem hann nefnir „Fómum ekki meiri hagsmunum fyrir minni í EFTA/EB- samningunum um efnahagssvæði Evrópu“, en þar er komið víða við, og m.a. fjallað um líkleg áhrif slíkra samninga á byggðaþróun og sjálf- stæði i landinu. Þá heldur Sigurður Helgason, fyrrverandi sýslumaður, áfram að fjalla um byggðaþróun á Norðurlöndum, en auk þess em greinar eftir Svein Þórarinsson verk- fræðing, Egilsstöðum, Skúla G. Johnsen borgarlækni, Rafnar L. Þor- grimsson kennara, Litlulaugum, Önnu Olafsdóttur Bjömsson þing- konu, Halldór Ámason, fiskmati rík- isins, Ingunni Svavarsdóttur sveitar- stjóra, Kópaskeri, Aðalgeir Krist- jánsson, fyrrverandi skjalavörð, Kristínu Halldórsdóttur, ferðamála- lágu nú leiðir þeirra systkinanna saman enn um sinn. Varla hafði Bryndís stigið fæti inn fyrir dyr há- skólans en eftir henni var tekið og á hana hlóðust trúnaðarstörf og brátt var hún í forsvari fyrir samstúdenta sína í mikilvægum málum. Hlaut hún í tvígang heiðursmerki fyrir vel unn- in störf í þágu skólans. Alla þessa námshæfileika, listhneigð, fágaða ffamkomu og traust samferðamanna sinna átti hún ekki langt að sækja. Best þekki ég til foðurömmu hennar, Ólafar J. Jónsdóttur skáldkonu. Bera ljóð hennar fagran vott um hlýhug með öllu sem lifír. Fer vel á því að birta hér kvæði Ólafar, Kveðja, sem hún orti eftir ungan vin. Vöktu fyrrum hjá vöggu þinni himins heilladísir, Útvörður ráði, og Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóra Sambands sveit- arfélaga á Suðumesjum. Þá er í heftinu birt kvæði eftir hinn kunna hagyrðin Hákon Aðalsteins- son á Egilsstöðum um komu Svía- konungs í Fljótsdalinn og hreindýra- veiðar, ásaat kvæðum eftir nemendur bamaskólans á Eiðum. I þessu tölublaði, fyrra af tveim sem gefin era út á ári, er að venju að finna dagskrá næsta landsfiindar byggða- hreyfmgarinnar Útvarðar, en hann verður að þessu sinni haldinn að Glaðheimum í Vogum á Vatnsleysu- strönd dagana 23. og 24. júní nk. Meðal ræðumanna þar em Jón Helgason, fyrrverandi ráðherra og formaður nýskipaðrar nefndar um byggðamál og Júlíus Sólnes um- hverfismálaráðherra. Þá verður fjallað sérstaklega um rit- gerð eftir Sigurð Helgason o.fl. stjómarmenn Utvarðar um byggða- þróun hér með hliðsjón af aðgerðum á hinum Norðurlöndunum í því efni. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um byggðamál. lögðu þér i lófa Ijúfar gjafir og skópu örlög œvL Lögðu þér i lófa Ijúfar gjafir disir hulins heima: Ljóðstafi á varir, liknstafi á tungu, fljöta hönd til hjálpar, ástúð i auga, eld i hjarta, styrk og mildi i muna, samúð i sál og sálarbirtu, dáð í dagsins önnum. Bind ég blómsveig bestu óska völdum dreng og vinL Hjartans þakkir: Heillir allar varði þinn veg og greiðL Föðursystir Bryndísar er Sveinbjörg Alexanders sem einna fyrst íslenskra dansara bar hróður landsins til ann- arra landa. Er hún þekkt víða fyrir hæfni sína, bæði sem dansari, stjóm- andi og danshöfundur. Auðséð er að arftir Bryndísar var fjölskrúðugur, þótt ég nefni hér aðeins þau ættmenni hennar sem ég þekki best. Nú ríkir sorg og myrkur í fjölskyldu Bryndísar eftir tíu vikna sleitulausan bardaga við sláttumanninn miskunn- arlausa. Foreldrar hennar og bróðir viku aldrei frá, á nóttu eða degi, hvorki til að stunda nám né vinnu. Heima á íslandi beið Ólöf amma há- öldruð og heilsuveil eftir því hver úr- slitin yrðu. í síðasta símtali Bryndís- ar við ömmu sína, eftir að hún var orðin sjúk en þó enn í heimahúsum, sagði hún: Elsku besta amman í heiminum! Það er svo skrýtið að vera allt í einu orðin veik og kippt svona skyndilega út úr öllu — ég var meira en á hundrað! Amman bað heitt og beðið var fyrir heilsu og lífi Bryndísar í kirkjum hér og erlendis, en örlög voru ráðin, tími elsku stúlkunnar þeirra á þessari jörð var liðinn. Nú mun hún, laus við þjáning og vanmátt, ganga á ljóssins vegum þar sem slíkrar sálar hljóta að bíða verð- ug verkefni. Aðstandendum Bryndísar bið ég guðs hjálpar til að ná aftur fótfestu og frið í sál sinni. Eg vil enda þessi kveðjuorð með ljóðinu Bæn eftir Ólöfu ömmu hennar: Allra faðir, örliig veistþti min. I angist hrópa ég i bœn til þin. Þú, sem skilur dulinn hugarharm, hjarta minu lyft að þínum barm. Leiði mig þin blessuð hjáiparhönd heim á bjarta ódauðleikans strönd. Þar er hvildin þreyttu barni vís þegar sól á efsta degi ris. Vinkona.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.