Tíminn - 06.06.1990, Side 16

Tíminn - 06.06.1990, Side 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — 1 ^3 PÓSTFAX RÍKISSKIP UERÐBRÉFAVWSKIPTI SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688568 TÍMANS NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvogötu, S 28822 687691 LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM Kringlunni 8-12 Sími 689888 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNf 1990 Fyrrum varaforseti Bandaríkjanna skipar þrjátíu manna sendinefnd til að fylgjast með komandi kosningum í Búlgaríu: Steingrímur verður í forsvari nefndarinnar Steingrimur Hermannsson forsætisráðherra mun fara utan til Búlgaríu hinn 7. þessa mánaðar. Þar mun hann ásamt fylkis- stjóra Vemioths-fylki í Bandaríkjunum, veita 30 manna sendi- nefhd forstöðu, en hlutverk hennar er að fylgjast með fýrstu frjálsu kosningunum í landinu síðan fýrir stríð. Þetta er í fýrsta skipti sem íslenskum forsætisráðherra erfalin slík trúnaðarstaða. „Walter Mondale skrifaði mér bréf þar sem ég var beðinn að vera í for- svari fyrir þcssum 30 manna hópi ásamt ríkisstjóranum í Vennonth sagði forsætisráðherra í samtali við Tímann í gær. „Þeir hafa áður leitað til manna, sem eru í áhrifastöðum innan lýðræðisríkja, til þess að fara fyrir svona sendinefndum og það hafa ýmsir tekið slíkt að sér,“ sagði Steingrímur aðspurður um hvers vegna forsætisráðherra íslands væri beðinn að taka að sér slík trúnaðar- störf á alþjóða vettvangi. „Mondale fór sjálfur fyrir sendinefnd, sem fylgdist með fijálsum kosningum í Ungveijalandi og Jimmy Carter var formaður sendinefiidar sem fylgdist með kosningunum í Nicaragua. Venjulega fara tveir fyrir slíkum scndinefndum og oft kemur annar þeirra frá landi utan Bandarikjanna." Sendinefndin kemur til Búlgaríu að kvöldi 7. júní og mun ljúka sínum störfúm að kvöldi 11. júní. Dagana 8. og 9. mun sendinefndin eiga viðræð- ur við forystumenn stjómmálaflokka og fulltrúa ríkisstjómarinnar um framkvæmd kosninganna. Síðan mun hópurinn skipta sér niður á hin ýmsu kjördæmi landsins. Steingrím- ur og fylkisstjóri Vermonth-fylkis munu verða í höfúðborginni, Soflu, en þar verður miðstöð kosninganna sem safnar til sín upplýsingum úr kjördæmunum. Á mánudeginum 11. kemur allur hópurinn saman og held- ur blaðamannafúnd, þar sem farið verður yfir framkvæmd kosning- anna. Áðspurður um stjómmála- ástandið í landinu sagði Steingrímur að því væri ekki að neita að þrátt fyr- Steingrímur Hermannson. ir að harðlínumönnum úman Komm- únistaflokksins hefði verið vikið frá væru þeir enn mjög valdamiklir. Fyrrverandi utanrikisráðherra lands- ins, Mladinov, væri nú t.d. forsætis- ráðherra. Þess má geta að umræddur Mladinov kom hingað í opinbera heúnsókn í utanrikisráðherratið Stemgrúns. Forsætisráðherra fer síðan beint frá Búlgaríu til Gautaborgar, þar sem hann mun sitja fúnd forsvarsmanna EFTA-ríkjanna og í íramhaldi af þeún fundi koma forsætisráðherrar Norðurlandanna saman til fúndar, sem einnig verður haldinn í Gauta- borg. Steingrimur Hermannsson mun síðan halda aftur til íslands hinn 15. þessa mánaðar. - ÁG Ungur maður hrapar í gljúfri og kona keyrir fram af hengju um helgina: Þyrla Gæslunnar á ferð og flugi Annasamt var hjá Landhelgis- gæslunni um þessa fýrstu ferða- helgi ársins. Þyria hennar var á ferð alla helgina við að flytja slas- að fólk á sjúkrahús. Alls var hún kölluð útfimm sinnum. Á fostudagskvöldið sótti þyrlan slasaðan sjómann um borð í togarann Jón á Hofi. Hann hafði klemmst á hendi í lestinni og var hann fluttur á Borgarspítalann. Jón á Hofi var staddur undan Skaftárósi og gekk greiðlega að sækja manninn. Um hádegisbilið á laugardag kom beiðni frá lögreglunni í Borgamesi vegna manns scm hafði hrapað í Hvalijarðarbotni. Fyrst var talið að hann væri undir fossinum Glym, en síðar kom i ljós að hann var við Hvalsskarðsá. Þrír ungir piltar voru á leið frá Hvalfirði til Þingvalla, vom á ferð í bröttu gili og hafði sá slasaði orðið fyrir gijóthmni, en hann gekk síðastur. Þyrla Gæslunnar var komin á slysstað um tvö leytið. Erfitt reynd- ist að ná þeim slasaða því hann lá á lítilli syllu niður undir á. Lækni var slakað úr þyrlunni til sjúklingsins sem hlúði að honum við erfið skil- yrði. Það tók um 30 mínútur að búa hann undir flutning og var farið með hann gjörgæsludeild Borgarspítalans. Hann er nú á batavegi. Um kvöldið var þyrlan aftur kölluð út. Þá hafði kona slasast er hún hafði ekið vélsleða Xram af hengju og slas- ast illa. Slysið átti sér stað í Unaðsdal á Snæfjallaströnd vestur við Djúp. Hún var einnig flutt á gjörgæslu Borgarspítalans og er nú á batavegi. Á hvítasunnudag bámst Landhelgis- gæslunni skeyti frá gervitungli um neyðarsendi sem væri í gangi vestur af landinu. Þetta var til að byija með óljósar sendingar og staðsetningamar vom dreifðar um sunnanverða Vest- firði og hafið djúpt suðvestur af Bjargtöngum. Því var ekki hægt að hefja björgunaraðgerðir. Flugvél frá vamarliðinu fór samt á svæðið en fann ekkert. Seinni part dagsins var búið að greina nokkra mögulega staði sem vora nálægt hveijir öðram. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór þá af stað og miðaði sendingamar um borð í bát sem lá við bryggju á Sveinseyri við Tálknafjörð. I ljós kom að neyðar- sendir í innpökkuðum gúmmíbát hafði farið í gang. -hs. Fíkniefnadómstóllinn: Dæmt í stóra kókaínmálinu Fíkniefnadómstólinn dæmdi í gær í stóra kókaínmálinu svo- kaflaða. í ákæru, sem gefin var út hinn 11. okt. síðaslliðinn á hendur þrem mðnnum, var þeim gefið að sök að hafa staðið fyrir stórfelld- um innflutníngi og dreifíngu á kókaíni. Allir þrír ákærðu hlutu dóm fvrir dreifingu og sölu á um einu kflói af kókafni sem þeir fluttu inn með bifreið frá Banda- ríkjunum. Dóminn kvað upp Guðjón St. Marteinsson saka- dómari og hljóðaði hann þannig: Einn mannanna fékk 2 1/2 árs fangelsi, annar 3 1/2 ár og sá þriðji 4 1/2 ár. Nýtt íslenskt fyrirtæki á Spáni, Union Islandia S.A.: Fyrsta dottur- fyrirtæki SIF Sölusamband íslenskra fisk- framleiðenda stofnaði fyrir skömmu hlutaféiagið Union Is- landia S.A., sem tekur við allri sölu- og markaðsstarfsemi sölu- skrifstofu SÍF í Barcelona á Spáni. Tilgangurinn er að efla enn frekar aUa sölustarfsemi á Spánarmarkaði, sem er mjög mikilvægur fyrir saltfiskfram- leiðslu landsmanna. Union lslandia S.A. er fyrsta erlenda dótturfyrirtæki SÍF, en söluskrifstofa hefur verið starf- rækt í Genúa á ítaUu, auk skrif- stofunnar í Barcelona. Á síðastliðnu ári voru flutt út til Spánar 10 þúsund tonn af saltfiski á vegum SÍF, að verð- mæti þriggja milljarða íslenskra króna. Megnið af útflutningnum fer um höfnina í Bilbao þar sem starfrækt er stór kæli- og salt- fiskskemma á vegum Sölusam- bandsins. - ÁG Horfur á aóöum 9* heimtum í nafbeit Lax er farinn að skila sér í haf- beitarstöðvar viða um land. Hann er fyrr á ferðinni núna en i fyrra sumar, en það sumar olli forsvarsmönnum hafbeitar- stöðvanna vonbrigðura. Sem dæmi um beimtur má nefna að yfir 200 laxar eru komnir á land hjá Vogalaxi, um 50 laxar hjá Silfurlaxi i Hraunsfirði og nokkrir tugir hjá Lárósi. Megn- ið af þeim fisld, sem borist liefu r á land til þessa, eru vænar tveggja ára hrygnur. Tveggja ára laxinn skilar sér að jafnaði fyrr, en þegar líður á sumarið fer eins árs fiskurinn að kom líka. Enn sem komið er er ekkert hægt að fullyrða um hvernig sumarið verður. Margt bendir þó tíl að þetta sumar verði betra en sumarið í fyrra, a.in.k. er lax- inn fyrr á ferðinni núna. Haf- beitarmenn vonast eftir að eins árs laxinn, sem skilaði sér ekki i fyrra í þeim mæli sem búist var við, komi núna sem vænn tveggja ára. -EÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.