Tíminn - 07.06.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.06.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn MA i A _ 'i.j'ij Fimmtudagur 7. júní 1990 Fjármagnskostnaður er að sliga fiskeldið. Menn horfa samt bjartsýnir fram á veginn: Jafnvægi að skapast á mörkuðum fyrir lax Friðrik Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva, telur að jafnvægi sé að skapast á milli framboðs og eftir- spumar á eldislaxi. A síðustu árum hefur framleiðsla á laxi í heiminum aukist um 50-70% milli ára, en neysluaukning milli ára hefur verið 10-15%. Spáð er að neysla á laxi á ámnum 1991 og 1992 verði 7,5-17% og að framleiðsluaukningin verði svipuð. Aðalfundur Landssambands fisk- eldis- og hafbeitarstöðva fór fram í gær. I skýrslu stjómar kom fram að árið 1989 var erfitt ár í íslensku fisk- eldi. Hár íjármagnskostnaður af af- urðalánum og íjárfestingum reið sumum fyrirtækjum að fullu. Flest íyrirtækin vom reist á tímum fast- gengisstefnunnar og meðan gengið var hátt skráð og því fengust fáar ís- lenskar krónur fyrir lánin. Skömmu síðar var gengið fellt í einum vett- vangi og allt í einu þurfti að greiða af mun fleiri íslenskum krónum, en fengnar vom að láni. Staðan á erlendum mörkuðum var erfið. Framboðið jókst til muna sem leiddi til allt að 25-30% verðlækk- unnar á sumum mörkuðum síðastlið- ið haust. Þetta leiddi til þess að Norð- menn drógu úr framboði á ferskum laxi, en það hefúr leitt til verðhækk- ana á síðustu mánuðum. Reikna má Á aðalfundinum var Gísla Pálsson frá Hofi í Vatnsdal gerður að heiðursfélaga LFH. Það er Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður og fyrrverandi formaður LFH sem óskar Gísla til hamingju með heiðurinn. Timamynd Ámi Bjama með að verð á frystum laxi lækki á næstunni því að Norðmenn og fleiri þjóðir hafa fryst mikið magn af laxi á síðustu mánuðum í þeim tilgangi að stuðla að verðhækkunum á mörkuð- um fyrir ferskan lax. Útlit er fyrir að á þessu ári verði framleitt hér á landi rúmlega fjögur þúsund tonn af eldisfiski. Spáð er að framleiðsla verði komin upp í átta þúsund tonn árið 1992. Framleiðsla Islendinga er lítil sé miðað við frændur okkar Norðmenn. Talið er að á þessu ári ffamleiði þeir um 150 þúsund tonn og um 180 þúsund tonn að tveimur árum liðnum. Enn sem komið er eru íslendingar tiltölulega smáir á heimsmarkaðinum. I ár verða framleidd um 36 þúsund tonn i Bret- land, 23 þúsund tonn í Kanada, 13,4 þúsund tonn í Chile, tæp 11 þúsund tonn í Færeyjum og 7,2 þúsund tonn í írlandi. A aðalfúndinum var Júlíus B. Krist- insson kjörinn formaður LFH. Frá- farandi formaður er Guðmundur G. Þórarinsson. -EÓ Félag sérleyfishafa og þjónustuaðilar í ferðamannaiðnaði: ferða- kyrming reiag serievnsnaia mun stanaa fyrír almennri ferðakynningu í llmferðarnuöstöðinni laugardag- inn 9. þessa mánaðar. Þetta er í fjóröa sinn sem félagið stendur fyrir slíkri kynningu. Sérleyíishafar muuu hafa rútu- bíla af ýmsum gerðum til sýnis ut- an við Umfcrðarmiðstöðina, en innan dyra verða tjölmargir aðU- ar í ferðaþjónustu með kynningu á starfsemi sinni og þjónustu. Þar á meðal verða framleiðendur og seljendur ferðavöru ásamt öðr- um, en m.a. gefst gestum kostur á að sjá líkan af Bláa Lóninu. Fcróafélagið og Útivist sjá um ókeypis skoðunarferðir um borg- ina og jafnframt verða á boðstóin- um ýmis skemmtiatriði fyrir yngstu kynslóðina. Kynningin verður opnuð kl: 10.00 og stendur ta kl: 18.00. Þá hafa Sérleyfishafar hafið fólksflutninga á nokkrum nýjum sérieiðum í sumar. Þar má nefira ný sérleyfi á miUi Brjánslækjar og Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og BQdudals. Þessar feröir eru tengdar áætluu nýju Breiðafjarð- arferjunnar. Nýjar ferðir hefjast um hclgina á milli Reykjavíkur og Stykkishólms og daglegar ferðir milli Sfykkishólms og Hellissand. Þá verður einnig boðið upp á dag- legar ferðir umhverfis Jökul frá Ólafsvík. ■ ÁG Skiljanlegt að vaxtagreiðslur skuldugra hafi haekkað: Heildarskuldir tvöfalt meiri en fyrir áratug „Tvískinnungs hefur gætt í viðhorfi lánþega. Lán eru góð, en skuldir eru slæmar“. Þeir Bjami Bragi Jónsson og Kristjón Kol- beins benda á þessa sérkennilegu afstöðu íslendinga til lána í grein í Fjármálatíðindum. Þar gera þeir úttekt á íslenska lánsfjár- markaðnum (innlendum lánum og eríendum) síðustu áratugina — bæði hlutfalli hans af landsframleiðslu og þjóðarauði á hverj- um tíma. En þjóðarðurinn er nú orðinn hálfur í skuld. Ráða má af tölum þeirra að vaxtahækkanir eru ekki eina skýríngin á títt ræddum erfiðleikum skuldugra einstaklinga og fýrirtækja, eins og oft er látið í veðri vaka — heldur skulda þeir líka tvöfalt meira en þeir gerðu fýrir 1-2 áratugum. Heildarlánsfé í landinu (skuldir sem lántakendur þurfa að borga innlend- um og erlendum eigendum vexti af) hefur aukist geysilega á undnanfóm- um ámm. í byrjun þessa árs samsvar- aði „skuldabagginn" hálfs annars árs (18 mánaða) landsframleiðslu ís- lendinga. Á ámnum 1973-1981 hefði hins vegar 9 mánaða landsfram- leiðsla dugað fyrir honum. Á þeim ámm var jafnan innan við fjórðungur þjóðarauðsins skuldsettur — nú er helmingur hans í skuld. Má af þessu ætla að vaxtakostnaður þeirra, sem skulda öll þessi lán, hefði tvöfaldast á undanfomum ámm, jafh- vel þótt vextir hefðu ekkert hækkað. Hins vegar er hætt við að lítið innlent lánsfé væri þá fáanlegt og erlendu skuldimar — nú um 35% heildar- skuldanna '— væm þá ennþá hærri. Innlenda lánsfénu er skipt í kerfis- bundinn spamað (söfnun lífeyris- sjóða og fleiri sjóða) og frjálsan spamað (inneignir í bönkum, spari- skírteini rikissjóðs o.fl.). Úttekt Bjama Braga og Kristjóns nær aftur til 1954. Fram yfir 1970 var lánahlutfallið nokkuð jafnt, eða um 28-31% þjóðarauðsins, hvar af var hluti erlendu lánanna sjaldnast meiri en 6-7%. Þjóðarauðurinn svarar jafn- aðarlega til um 3ja ára landsfram- lciðslu. Heildarlánin vom því oftast vel innan við eins árs landsfram- leiðslu á þessum ámm. Frjáls inn- lendur spamaður nam ár hvert í kringum 41-43% landsframleiðsl- unnar. Þegar leið á verðbólguáratuginn mikla (1971-1980) hrundi lánakerfið. Heildarlánin fóm niður í um 22% þjóðarauðsins (75-80% af landsfram- leiðslu) hvar af vom um þriðjungur erlend lán. Enda hafði þá t.d. fijáls spamaður íslendingar hrapað niður í 27-28% af landsframleiðslu. Og allir slógust þá um það litla lánsfé sem til var, enda efnuðust þá margir vel á því að skulda sem mest. Það vekur t.d. athygli, að þótt meiri- hluti landsmarina hafi á þessum ára- tug (frá 1970) farið að greiða 10% launa sinna til lífeyrissjóða þá jókst Skuldsetning þjóðarauðsins úr 20- 30% upp í 50% á áratug kemur hér glöggt fram. Athygli vekur að frjáls spamaður (neðsti hluti súlanna) er ekkert meiri en á ámnum 1954-1965. Aukið lánsfé hefúr fyrst og fremst komið úr Irfeyríssjóðunum og frá útlöndum. fjármagn lífeyrssjóðanna nær ekkert aðraunvirði frá 1971-1979. Iðgjöldin hafa að mestu farið til þess að „niður- greiða" lán sjóðanna (og þar með að breyta þeim í skuldlausar eignir þeirra sem fengu lánin). Frá 1979 hafa eignir sjóðanna hins vegar fjór- faldast. Frá því ári (1979) timasetja greinar- höfúndar líka endurreisn innlends lánsfjármarkaðar. Síðan hefur skuld- setning þjóðarauðsins vaxið hröðum skrefúm ár ffá ári og aldrei hraðar en síðustu tvö árin. Á einum áratug hef- ur „veðsetning" þjóðarauðsins vaxið úr innan við 22% upp í 50%. Þar af hefúr hlutfall innlendra lána hækkað úr innan við 14 upp í rúm 32%, að stórum hluta vegna mikils vaxtar líf-. eyrissjóðanna. I byrjun þessa árs námu eignir lífeyrissjóðanna orðið yfir 10. hluta þjóðarauðsins. Aftur á móti vekur athygli, að þótt vextir hafi hækkað og frjáls spamað- ur (í bönkum, spariskírteinum og verðbréfsjóðum) hafi aukist að und- anfömu, þá hefúr hann enn ekki meira en svo náð því hlutfalli af landsffamleiðslu sem hann var á ár- unum 1955-65. Fijáls spamaður var um 41% landsffamleiðslu í lok síð- asta árs (um 14% þjóðarauðsins). Að sögn greinarhöfúnda sýnir hin mikla aukning erlendra skulda, svo ekki verði um villst, að hlutfallsleg aukning lánsfjár í heild sé vakin af eftirsókn í lánsfé ffemur en að hún sé uppsöfriuð af hörðum raunvaxtakjör- um. Innlendur spamaður megi því vaxa um rúman helming jafriframt því sem erlendar skuldir yrðu greidd- ar upp, án þess að skuldahlutfall ís- lendinga mundi aukast við það. lánþegum að vera að meina- lausu að laða þann spamað fram með hliðstæðum kjömm og gilda um er- lent lánsfé", segja Bjami Bragi og Kristjón Kolbeins. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.