Tíminn - 07.06.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.06.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. júní 1990 Tíminn 5 Nýr vettvangur setur sig í stellingar fyrir framboð á landsvísu: JÓN BALDVIN OPNAR PÓLITÍSKAR BAKDYR Nýr vettvangur hélt 30 manna fund á Hótel Borg í gær þar sem farið var yfir úrslit borgarstjómarkosn- inga. Þar var m.a. samþykkt að samtökin ynnu að því að skapa sterkt stjómmálaafl lýðræðislegra jafn- aðarmanna, sem byði fram í næstu alþingiskosn- ingum. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðu- flokksins sagði í samtali við Tímann í gær að sinn flokkur hljóti að verða kjami þeirrar hreyfingar sem íslenskir jafnaðarmenn kenna sig við í framtíðinni. Til þess að greiða fyrir því að fá óánægt fólk ffá Alþýðubandalaginu og óháða til starfa innan Alþýðu- flokksins hefur Jón Baldvin hreyft þeirri hugmynd að opna flokksþing og breyta nafni flokksins í Jafnaðar- mannaflokk Islands. Þessar hug- myndir hafa hlotið misjafnar undir- tektir innan Alþýðuflokksins, en með þeir hyggst Jón Baldvin opna fyrrum pólitískum andstæðingum pólitískar bakdyr, sem þeir geti gengið upprétt- ir um, inn í Alþýðuflokkinn. Breytt um nafn og flokkurinn opnaður? - En er pólitískur jarðvegur innan Alþýðuflokksins til þess að taka á móti slíku fólki? „Ég hef lýst hugmyndum í þá átt að auka milliliðalaust lýðræði í Alþýðu- flokknum, til dæmis með því að opna flokksþing“, sagði Jón Baldvin. „Ég hef hreyft hugmyndum um að breyta nafni flokksins, þ.e.a.s. að breyta skírskotun á nafninu frá stéttarlegum uppruna flokksins, yfir til þess að leggja áherslu á þá hugsjón og þá steftiu sem sameinar okkur. Ég setti þessar hugmyndir fram á seinasta flokksstjómarfundi Alþýðuflokks- ins. Það voru skiptar skoðanir um málið þar, hins vegar hef ég heyrt víða meðal alþýðuflokksfólks að þessar hugmyndir hafa góðan hljóm- grunn. Þetta munum við útkljá á okk- ar flokksþingi sem verður í septem- ber.“ Er sá möguleiki fyrir hendi að stofna nýjan jafnaðarmannaflokk á breiðum grundvelli? „Því er fyrst til að svara að Alþýðu- flokkurinn er flokkur íslenskra jafn- aðarmanna og hann stendur þeim öll- um opin sem vilja efla stjórmála- hreyfingu jafhaðarmanna og stuðla að því að sameina þá í einum flokki", sagði Jón Baldvin. „Ef þær raddir kunna að vera uppi að eftia nú til klofhingssiarfsemi með einhveijum smáflokkaframboðum, þá er svarið við því af minni hálfú mjög einfalt. Ég er andvígur því og tel það ganga þvert á þann lærdóm sem menn ættu að draga af þeim óvinafagnaði, sem hlotist hefúr af klofningi fyrri tíðar. Ég vinn að því og hef unnið að því lengi að sameina alla jafnaðarmenn í einum flokki, sá flokkur heitir Al- þýðuflokkurinn. Við höfum sýnt það í verki að við vorum eini flokkurinn i Reykjavík sem var reiðubúinn að láta þrönga flokkshagsmuni víkja til þess að stíga fýrsta skrefið til þess að greiða götu jafnaðarmanna og frjáls- lyndra umbótasinna, sem ýmist eru að koma úr Alþýðubandalaginu eða ekki hafa skipað sér í flokk áður. Ég er þeirrar skoðunar að þeir menn sem líta á sig sem jafnaðarmenn, sérstak- lega innan Alþýðubandalagsins sem hafa fengið sig fúllsadda af veru sinni þar, eigi að draga rökrétta nið- urstöðu af þessari reynslu og koma til samstarfs við okkur alþýðuflokks- menn.“ Mistekst allt án Alþýðuflokksins? - Þú er þá ekki að tala um málefna- legar breytingar, ekki að tala um nýj- an flokk, heldur opnari Alþýðuflokk sem heitir Jafhaðarmannaflokkur- inn? „Við erum að tala um það að Al- þýðuflokkurinn, sem verið hefúr flokkur íslenskra jafhaðarmanna í 70 ár, hlýtur að vera og verður kjami þeirrar hreyfingar sem íslenskir jafn- aðarmenn kenna sig við. Það hafa verið gerðar margar tilraunir í fortíð- inni til þess að reyna að sameina jafn- aðarmenn í einhverja smáflokka. Þær tilraunir hafa allar mistekist og þær munu allar mistakast. Það hélt ég að menn væru búnir að læra alveg til fullnustu". „Við munum hlusta“ Ásgeir Hannes Eiríksson þingmaður Borgaraflokksins og einn af stofn- endum Nýs vettvangs, sagði í samtali við Tímann í gær að innan samtak- anna væri áhugi fyrir að skoða áframhaldandi samvinnu þeirra sem unnu að framboðinu til borgarstjóm- ar. Þar væri inn í myndinni að efna til framboðs til Alþingis á landinu öllu. - En hvaða flokkur yrði það og hveijir yrðu í honum? „Pólitískir flokkar em þannig í lag- inu að ef þeir eiga að verða stórir verða þeir að bjóða alla velkomna", sagði Ásgeir. „Þeir stækka ekki öðm vísi.“ - Er verið að ræða um nýja Alþýðu- flokk? „Það sem ég sé fyrir mér er svipað og það sem Nýr vettvangur er í borg- arstjóm, þ.e.a.s. vettvangur fyrir þá sem vilja koma saman og starfa að sameiginlegum baráttumálum. Breytingin yrði einfaldlega sú að þetta yrði á landsvísu. Hvað verður veit enginn, en ég veit að ég og mínir félagar, við munum hlusta." Seðlabankinn: Betri lög gegn erlendum lánum Aö niati Seðlabankans hafa nú- gildandi ákvæöi í lögum um bankann ekki reynst nógu hald- góð til að halda aftur af erlendum lántökum ríkissjóðs. Þvi ríkis- sjóður hafi samkvæmt þeim tak- markalausan aðgang að lánsfé frá Seðlabanka innan fjárlagaársins og geti síðan að lokum greitt skuldina með erlendu láni. „Það er því æskilegt að kanna hvort ekki sé hægt að setja þrengri mörk, þannig að ríkissjóður sé knúinn til að sjá fyrir rekstrar- fjárþörf sínni innan ársins alfarið með sölu verðbréfa á inniendum peningamarkaöi“, segir í Hagtíð- indum Seðlabankans. Sömuleiðis telur hann æskilegt að takmarka erlendar lántökur ríkissjóðs, nema um arðbærar opinberar framkvæmdir sé að ræða. „Aðeins með því að afla ríkis- sjóði fjár með útgáfu verðbréfa á innlendum markaði, og tryggja honum þannig hluta af raunveru- legum sparnaði þjóðarbúsins, er unnt að koma i veg fyrir að faalli á ríkissjóði leiði til þenslu og við- skiptahalla4'. segir Seólabankinn. En þrátt fyrir söluherferðir und- anfarin ár hefur ríkissjóði ekki tekist að selja nóg af spariskír- teinum og ríkisvíxlum á á þeim vöxtum sem fjármálaráðuneytið ákveður. Því sem á vantar hefur verið mætt með iáni frá Seðla- banka eða erlendis. „Vera kann heillavænlegra að setja ákveðin hámörk á síðar- nefndu lánin, sem valdið geta peningaþenslu, en mæta því sem á vantar með lántöku á innlendum markaði þeim vöxtum sem þar ríkja. Vextirnir réðust þá að lík- indum af því hve mikil fjárþörfin er, og gætu orðið háir, sé hún mik- U og óvænt eins og verið hefur að undanfornu", segir Seðlabankinn — og spyr jafnframt „hvort shk stefna sé ekki líklegri til að veita nauðsynlegt aðhald að eftirspurn í hagkerfinu og stuðla að hraðari niðurfærslu rikishalla en raun hefur á orðið“. - HEI Mikill uppgangur er hjá Eðalfiski hf. í Borgarnesi: Vill kaupa 300-350 tonn af laxi á ári Eðalfiskur hf. í Borgamesi aug- lýsti í blaði um síðustu helgi og óskaði eftir því að kaupa um 300- 350 tonn af laxi á árí. Að sögn Ingva Hrafrís Jónssonar mark- aðsstjóra hjá Eðalfiski hefur mikið veríð hríngt til fýrírtækisins og lax boðinn til sölu. Fyrírtækið reykir laxinn og selur hann á mörkuðum heima og eríendis. Á síðustu mánuðum hefúr verið gert átak í að afla markaða fyrir vöru fyr- irtækisins erlendis. Það á nú trygga markaði í Sviss, Þýskalandi og New York. Stærsti kaupandinn er í Hou- ston í Texas, en gert er ráð fyrir að í sumar kaupi hann um 10 tonn á mán- uði af reyktum laxi ffá Eðalfiski. Sala innanlands er einnig mjög góð. Hingað til hefúr framboð á laxi ver- ið mjög árstíðabundið og hefúr það skapað fyrirtækjum eins og Eðalfiski erfiðleikum. Þeir sölusamningar sem Eðalfiskur hefúr náð gera ráð fyrir jafnri sölu. Ingvi Hrafn telur að hægt verði að tryggja nægt ffamboð á laxi. Hugsanlega verður að frysta eitthvað af laxi til að nóg hráefni verði til í janúar, febrúar og mars, en þá er framboðið lítið. Nú eru 18 manns í vinnu hjá Eðal- fiski og eru horfur á að þeim fjölgi á næstunni. Á síðasta ári átti fyrirtækið í miklum erfiðleikum vegna þess að markaðssetning vörunnar brást. í nóvember á síðasta ári voru sex manns i vinnu hjá Eðalfiski. Nú hef- ur tekist að afla nægra markaða og því er mikill uppgangur hjá fýrirtæk- inu. Unnið eru á kvöldin og um helg- ar. -EÓ Stefnumót nú sýnt víða á Vesturlandi Þjóðleikhúsið er nú á ferðalagi um Vesturland með leiksýning- una Stefnumót, sem frumsýnd var í Þjóðlcikhúsinu rétf fyrir lokun hússins í tnarsbyrjun. Átt- unda júní verður sýning í Ólafs- vík, níunda á Helfissandi og tí- unda á Akranesi. Leikarar i sýningunni eru ellefu. Þeir eru meðal reyndustu leikara Þjóðleikbússins. Sumir þeirra eru að hætta eða jafnvel þegar hættir sem fastir starfsmenn hjá leikhúsinu. Bessi Bjarnason og Rúrik Haraldsson hættu i vetur Leikararnir Baldvin Halldórs- son, Bryndis Pétursdóttir, Herdú Þorvaldsdóttir og Róbert Arn- finnsson tóku þátt í opnunarsýn- ingum hússins og eiga því 40 árs starfsafmæli. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.