Tíminn - 07.06.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.06.1990, Blaðsíða 8
Diego Armando Maradona, hetja Argentínumanna mun leggja sitt af mörkum tíl aö Argentína verji titilinn. Sérfræðingar eru á þeirri skoðun að það verði erfitt fyrír Maradona og félaga og ftalir verði sigur- sælir á heimavellinum. Argentínumenn leika hlns vegar fyrsta leikinn f úrslitakeppninni gegn Kamerún á morgun. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu á Ítalíu: Veislan hefst á morgun Riölar heimsmeistarakeppninnar eru misjafnlega spennandi, a.m.k. fyrirfram. Þeir riölar sem verða hvað mest spennandi eru C, E og F riðlar. Það er óhætt að segja að íslenskir knattspyrnuáhugamenn geti fylgst mjög vel með þessari keppni og ber þar sérstaklega að þakka þátt ríkissjónvarpsins sem sýnir stærstan hluta leikja í keppninni og mjög marga í beinni útsendingu. Það er því ekki of fast að orði kveðið þegar talað er um knattspymuveislu sem Ríkissjónvarpið býður upp á næsta mánuðinn. íslenskar getraunir hafa nú gert ís- lenskum áhorfendum kleift að vera beinir þátttakendur með því að fylla út sérstakan HM seðil sem kynntur er í þessum blaðauka Tímans. Verð- launin sem í boði eru sennilega þau hæstu sem Islendingum hafa staðið til boða í einstökum getraunaleik. Sjaldan eða aldrei í sextíu ára sögu heimsmeistarakeppninnar hafa jafn- margar stórstjömur verið saman- komnar eins og verða á Ítalíu þegar flautað verður til leiks á morgun. Við birtum hér skiptingu liðanna í riðla og hvenær innbyrðis viðureignir verða. Þegar það verður tímabært munum við gera sérstaklega grein fyrir milliriðli, fjórðungsúrslitum, undanúrslitum og loks sjálfri viður- eigninni um heimsmeistaratitilinn. HM-umfjöllun á blaösíðum 8-12 Riðill talía Austurríki Bandaríkin Tékkóslóvakía Leikir: 9. júní, Italía-Austurríki 10, — BNA-Tékkóslóvakía 14, — (talia-BNA 15. — Austurr.-Tékkósl. 19. — ítal ia-T ékkóslóvakía 19. — Austurríki-BNA Hér verða heimamenn að teljast sig- urstranglegastir. Tékkar og Austur- ríkismenn munu slást um annað sæt- ið og verða þeir fyrmefhdu að teljast líklegri til að hreppa það. Riðill Argentína Kamerún Sovétríkin Rúmenía Leikir: 8. júní, Argentína-Kamerún 9. — Sovétríkin-Rúmenía 13. — Argentína-Sovétríkin 14. — Kamerún-Rúmenía 18.— Argentína-Rúmenía 18.— Kamerún-Sovétríkin Þetta verður mjög spennandi riðill. Argentína og Sovétrikin eru sterkari liðin í þessum riðli, en ekki er hægt að afskrifa Rúmena og einnig má bú- ast við að Kamerún kunni að koma á óvart. C Riöill Brasilía Svíþjóð Costa Rica Skotland Leikir: 10. júní, Brasilía-Svíþjóð 11. — Costa Riga-Skotland 16. — Brasilía-Costa Riga 16. — Svíþjóð-Skotland 20. — Brasilía-Skotland 20. — Svíþjóð-Costa Riga Hér er hægt að segja til um hvaða lið verður neðst. Það mun verða Costa Riga. Líklegustu sigurvegarar þessa riðils eru Brasilíumenn, en rétt er að hafa í huga ffábæran árangur Svía síðari ár. Þá eru Skotar mjög þyrstir í árangur á HM. P Rifrill V-Þýskaland Júgóslavía Sameinuðu arab. furstadæmi Kólombía Leikir: 9. júní, S.A.F.-Kólombía 10. — V-Þýskaland-Júgóslavia 14. — Júgóslavía-Kólombía 15. — V-Þýskaland-S.A.F. 19.— V-Þýskaland-Kólombía 19.— Júgóslavía-S.A.F. Hér mun slagurinn standa á milli Þjóðveija og Júgóslava og allt lítur fyrir að leið Þjóðvetja í milliriðil verði greið. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru ekki líkleg til stór- ræða. Leikir: 12. júní, Belgía-S-Kórea 13. — Uruguay-Spánn 17. — Belgía-Uruguay 17. — S-Kórea-Spánn 21. — Belgía-Spánn 21. — S-Kórea-Uruguay Hér eigast við þijú góð lið, en viðbú- ið er að S-Kórea eigi í vök að veijast. Líkast til munu Spánverjamir sigra þennan riðil. F Riöili England íriand Holland Egyptaland Leikir: 11. júní, England-írland 12. — Holland-Egyptaland 16. — England-Holland 17. — (rland-Egyptaland 21. — England-Egyptaland 21. — (rland-Holland Riðill Belgía S-Kórea Uruguay Spánn Óhætt er að strika strax yfir Egypta- land, en allt getur gerst í viðureign liðanna þriggja, þó Hollendingar verði að teljast sterkastir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.