Tíminn - 07.06.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.06.1990, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 7. júní 1990 Gamlar kempur eiga margar erfitt með að slíta sig frá fótboltanum að keppnisferli loknum: Hvað varð um skærustu stjörnur síðustu ára? Paul Breitner, fyrTum stórstjama v-þýska landsliðsins, er nú blaðamað- Dino Zoff, fýmim markvörður ftalíu. Hann var í siguriiði ítala árið 1982. ur á Bild í Þýskalandi. Hann hefúr einbeitt sér að þjálfún síðari ár og hefur tekið við liði Lazio fýrir næsta tímabil. Hvað verður um knattspymu- hetjumar þegar þær leggja skóna á hilluna? Auðvitað er það misjafnt eins og gengur, en þegar ferill margra skær- ustu stjama alþjóðlegrar knatt- spymu á síðustu áratugum er athugaður að keppnisferii loknum, kemur í Ijós að flestir þeirra gegna störfum sem á einn eða anna hátt tengjast knattspymu. Margir hafa, eins og ætíð hefur verið algengt, orðið þjálfarar eða Jiðsstjór- ar knattspymuliða og sú er einmitt raunin um einn mesta fótboltakappa allra tíma; Hollendinginn Johan Cru- yff sem nú stjómar liði Barcelona á Spáni í heimsmeistarakeppninni. Hann var áður þjálfari Ajax og leiddi það lið til sigurs í Evrópubikarkeppn- inni. Sömu sögu er þó ekki að segja af hinum fyrrum harðsnúna sóknar- manni; ítalanum Claudio Gentile og öðrum liðsmanni heimsmeistaraliðs- ins frá 1982, Franco Causio: Þeir em báðir kaupsýslumenn. Gentile hefur þó setið í stjóm ítalska annarrar deildar liðsins Triestine í Trieste til skamms tíma. Fjölmargir þeirra sem skipuðu heimsmeistaralið ítala 1982 hafa haldið áfram að hafa áhrif í knatt- spymulífi hcimsins þótt þeir hafi hætt beinni þátttöku í leikjum. Lítum aðeins á hvað varð um nokkra þeirra og aðra þekkta knattspymumenn síð- asta áratugar: Dino Zoff var markvörður í heims- meistaraliði ítala árið 1982. Hann hefur verið þjálfari Juventus í Torino síðan 1988 og leiddi liðið til sigurs á Italíumótinu og á Evrópumóti félags- liða á þessu ári. Starfssamningur hans verður þó ekki framlengdur hjá Juventus því að hann hefur átt í hörð- um deilum við stjóm félagsins og er rokinn burtu í fússi. Hann mun þjálfa Paolo Rossi var í sigurliði Itala 1982. Hann starfar nú á auglýs- ingastofu og hefúr gert síðan hann hætti keppni 1987. lið Lazio næsta keppnistímabil. Paolo Rossi, sem nú er 34 ára gam- all, stóð sig eftirminnanlega vel í heimsmeistaraliði Ítalíu 1982 og skoraði sex mörk í lokakeppninni. Hann hætti keppni 1987 og hefúr síð- an starfað hjá auglýsingastofú sem auglýsir fasteignir. Hann hefúr þó af og til tekið þátt í knattspymuleikjum í góðgerðarskyni og árið 1988 skor- aði hann mark í 2:2 jafnteflisleik þar sem við áttust lið BNA annars vegar en hins vegar sameinað lið annarra þjóða heims. Sá leikur fór fram í New York. Roberto Bettega sem nú stendur á fertugu starfar sem getraunasérfræð- ingur hjá einkarekinni sjónvarpsstöð á Italíu. Hann var hætt kominn í bil- Michel Platíni, einhver skærasta stjama Frakklands á síðarí árum, er enn á fúllu í knattspymunni, nema hvað hann þjálfar franska landsliðið í dag, í stað þess að spila með því. slysi árið 1977 er hann höfúðkúpu- brotnaði. Gigi Riva var í liði Ítalíu á heims- meistaramótinu í Mexíkó 1970. Hann skoraði á ferli sínum 35 mörk í landsleikjum ítalska landsliðsins. Hann er nú kaupsýslumaður í Cagli- ari á Sardiníu. Hann situr í mótsnefnd heimsmeistaramótsins að þessu sinni. Einn af félögum hans úr lands- liðinu 1970; Giacinto Facchetti er kynningarfúlltrúi síns gamla félags- liðs, Intemazionale Milan. Skærastu stjömur V-Þjóðverja frá síðasta áratug starfa flestar við knatt- spymu nú: Franz Beckenbauer fyrir- liði heimsmeistaraliðsins frá 1974 er t.d. landsliðseinvaldur V- Þjóðverja nú. Aðstoðarmaður hans er Bertie Vogts, fyrram landsliðsmaður. Þá er markvörðurinn Sepp Maier alþjóð- legur þjálfari markvarða. Poul Breitner, sem skoraði það mark sem úrslitum réð í heimsmeistara- keppninni 1974 í leik V-Þjóðveija og Hollendinga, er nú blaðamaður á stórblaðinu Bild. Uli Stielike var liðsmaður í v- þýska liðinu í úrslitaleiknum gegn ítölum 1982 stýrir nú Svissneska landslið- inu. Gerd Miiller lifir kyrrlátu lífi í Múnchen ásamt konu sinni Ursulu. Hann á veitingahús í Fort- Lauder- dale en leigir það út. Lítið hefur borið á hollenskum stjömum síðasta áratugar öðram en Johan CrayfT. Johnny Rep býr í Amsterdam og Johan Neeskens í Sviss. Hvoragur hefur nokkur af- skipti af knattspymu lengur. Daniel Passarella var fyrirliði heimsmeistaraliðs Argentínu 1978. Hann starfar sem knattspymuþjálfari. Stutt er síðan hann hætti keppni, en hann endaði keppnisferil sinn í ágúst- mánuði í fyrra. Síðustu lið sem hann keppti með era Fiorentina, Inter. Mil- an og River Plate í Argentínu. Frakkinn Michel Platini er nú þjálf- ari franska landsliðsins. Pólski markvörðurinn frægi, Jan Tomaszewsky, er nú aðstoðarþjálfari pólska landsliðsins. Kantmaðurinn athyglisverði frá lokakeppninni 1974, Gregorz Lato, hefur fíust frá Póllandi og rekur sportvöraverslun í Toronto í Kanada. Frægir kappar breskrar knattspymu áranna um 1966, þcir Bobby Charl- ton og Bobby Moore, vora einnig sportvörukaupmenn auk þess að reka knattspymuskóla. Charlton situr auk þess í breska knattspymuráðinu og er þar á ofan ffamkvæmdastjóri síns gamla félags; Manchester United. -sá Johan Cruyff var aöaldriffjöður í liði Hollendinga á árum áður. Hann hef- ur ekki getað slitíð sig frá knattspymu og þjálfar nú Barcelona.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.