Tíminn - 07.06.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.06.1990, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 7. júní 1990 Tíminn 15 Knattspyma 1. deild: KR-ingar efstir Það má með sanni segja að KR- ingar hafi stolið sigrinum, er þeir léku nyrðra í gærkvöldi við Þór írá Akureyri. KR sigraði í leiknum, 2- 1, en sigurmarkið kom á síðustu sek. leiksins, svo seint að Þórsarar náðu ekki að hctja leikinn að nýju. Þórsarar hófu leikinn að krafti og komust yfir með marki Bjama Svein- bjömssonar. KR-ingar náðu að jafna með marki Péturs Péturssonar. Það vom eins og áður sagði KR-ingar sem hreint út sagt stálu sigrinum með marki Am- ars Amarssonar og það má með sanni segja að það hafi verið heldur dapurleg afmælisgjöf á 75 ára afmæli Þórs. Á Víkingsvelli, í leik Víkings og Skagamanna, urðu úrslit sanngjamt jafntefli, 2-2. Skagamenn komust yfrr með sjálfsmarki Janni Zilnic, en fljót- lega í síðari hálfleik náðu Víkingar að jafna með marki Goran Micic. En eigi leið á löngu þar til að Alexander Högnason náði foiystu að nýju fýrir Skagamenn, en það var svo Trausti Ómarsson sem átti síðasta orðið í leikn- um er hann skoraði jöfhunarmarkið úr viti. Jafntefli urðu úrslitin sem verður að teljast sanngjamt. jb/ps Ámi Sveinsson, sem hér biður um miskunn hjá Ólafi Sveinssyni dómara kom Stjömunni á bragðið gegn Val. Knattspyrna 1. deild: Valsmenn sáu Stjörnur Valsmenn töpuðu sínum fyrsta leik á Islandsmótinu í fyrrakvöld er þeir lágu óvænt fyrir Stjömunni i Garða- bæ 2-1. Leikmenn Stjömunnar sem á laugardag steinlágu fyrir FH 1-5 tóku sig heldur betur saman í andlitinu. Öll mörkin komu á stuttum kafla í fyrri hálfleik. Ámi Sveinsson kom Stjömunni yfir með stórglæsilegu marki, skoti sem endaði í vinklinum. Skömmu síðar bætti Ingólfur Ingólfs- son öðm marki við. En aðeins mínútu síðar náðu Valsmenn að minnka muninn og var þar Bergþór Magnús- son að verki. Valsmenn pressuðu stíft það sem eftir lifði leiks en tókst ekki að skapa sér nægilega hættuleg færi. Eyjamenn efstir Eyjamenn skutust á topp deildar- innar er þeir sigmðu FH-inga í Eyj- um i fýrrakvöld 2-1 í skemmtilegum hörkuleik. Það vom FH-ingar sem byrjuðu leikinn af krafti og skomðu strax á 3. mínútu og var það Ólafur Kristjánsson sem skoraði eftir að Ad- ólf Óskarsson hafði hálfvarið skot Andra Marteinssonar. Eyjamenn jöfnuðu hálftíma siðar og vom það FH-ingar sem sáu um það, en Þór- hallur Víkingsson sendi knöttinn fram hjá Þorsteini Bjamasyni í eigið mark. Annað sjálfsmark FH- inga i tveim leikjum. En sigurmarkið skor- uðu Eyjamenn úr vítaspymu þegar um stundarfjórðungur var til leiks- loka og úr henni skoraði Hlynur Stef- ánsson og tryggði Eyjamönnum sig- ur. Leikinn dæmdi Ari Þórðarsson og var þetta hans fýrsti 1. deildarleikur. Knattspyrna: BALDUR BJARNASON I TVEGGJA LEIKJA BANN Á fundi aganefndar þann 5. júní vom sjö leikmenn dæmdir í bann, allt frá einum leik og upp í þijá. Þyngsta dóminn fékk Davíð Garðarsson ÍK eða þijá leiki en hann fékk að sjá rauða spjaldið í leik þeirra við Reyni, Árskógströnd. Þá fékk Baldur Bjamason, Fram tveggja leikja bann. En við látum listann fylgja með. Sigurður Sighvatss. Vikingur 1 leik Baldur Bjamason Fram 2 leikir Sævar Ámason Þór 1 leikur Sig. Sigurjónsson KS 1 leikur Kristján Sigurðss. ReyniÁ 1 leikur Axel Ingvarsson Valur 1 leikur Davíð Garðarsson ÍK 3 leikir JEPPA- HJÓLBARÐAR Hankook hágæðahjól- barðar frá Kóreu á lágu verði. Hraðar hjól- barðaskiptingar 235/75 R15 kr. 6.650. 30/9,5 R15 kr.6.950. 31/10,5R15 kr. 7.550. 33/12,5 R15 kr. 9.450. BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 84844. Ert þú að hugsa um að byggja t.d. iðnaðarhúsnæði, verkstæði, áhaldahús, gripahús, bílskúr eða eitthvað annað? Þá eigum við efnið fyrir þig. Uppistöður, þakbitar og lang- bönd eru valsaðir stálbitar og allt boltað saman á byggingar- stað. Engin suðuvinna, ekkert timbur. Allt efni í málmgrind galvaniserað. BÍLALEIGA með útibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bil á einum stað og skila honum á öðrum Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis Uppiýsingai gefa: MÁLMIÐJAN HF. SALAN HF. Sími 91-680640 interRent Europcar Knattspyrna: Feðgar leika Sá einstæði atburður átti sér stað í leik Þórs og KR á Akureyrarvelli í gærkvöldi að þar léku saman feðgar í sama liði. Það vom þeir Sigurður Lá- msson 35 ára og Láms Orri Sigurðs- son 17 ára. Þótti mönnum, sem eðli- legt er, þetta hinn merkilegasti atburður og var það mál þeirra vallar- gesta, sem mest um knattspymu vita, að þetta væri einsdæmi í 1. deild í knattspymu og þótt neðar væri farið. JB/PS ISTUNARÁfETLUN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Árhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell........22/6 Gloucester/Boston: Alla þriðjudaga New York: Alía föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga Lestunarhafnir innanlands: Reykjavík: Alla miðvikudaga Vestmannaeyjar: Alla föstudaga Húsavík: Alla sunnudaga Akureyri: Alla mánudaga ísafjörður: Alla þriðjudaga SKIPADEILD pák SAMBANDSINS Sambandshúsinu, Kirkjusandi 105, Reykjavík, sími 698300 ’’ .1111 A A 1 1 . IAKN TRAIJSJRA I LUUsJINGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.