Tíminn - 07.06.1990, Blaðsíða 17

Tíminn - 07.06.1990, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 7. júní 1990 Tíminn 17 rLvr\rv«ð ■ «nr MM REYKJAVIK Þökkum stuðninginn í kosningunum. Fulltrúaráö Framsóknarfélaganna í Reykjavík þakkar Reykvíkingum stuðninginn í kosningunum 26. maí sl. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim fjölda, sem lagði á sig mikla vinnu við að tryggja kjör fulltrúa Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Fulltrúaráðið. Lokað vegna sumarleyfa Skrifstofur Framsóknarflokksins að Nóatúni 21 verða lokaðar frá og með 2. júní 1990, vegna sumarleyfis starfsfólks. Framsóknarflokkurinn. Landsstjórn og framkvæmdastjórn L.F.K. Sameiginlegur fundur verður haldinn mánudaginn 11. júní kl. 18.00. Umræðuefnið er: Úrslit sveitarstjórnarkosninganna og verkefni næstu mánaða. Stjórn L.F.K. BÆNDA8KÓLINN HDLUM I HJALTADAL Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal óskar að ráða í eftirtalin ný störf. 1. Kennari: Aðalkennslugreinar reiðmennska, reiðtækni og tamningar. 2. Starf við fjármála- og skrifstofustjórn. Umsóknarfrestur til 30. júní. Upplýsingar um störfin gefur skólastjóri í síma 95-35961. Auglýsing um lögtök fyrir fasteigna- og brunabótagjöldum í Reykjavík Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, upp- kveðnum 1. þ.m., verða lögtök látin fara fram til tryggingar ógreiddum fasteignasköttum og bruna- bótaiðgjöldum 1990. Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, hefjast að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 1. júní 1990 TÖLVUNOTENDUR Víð í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðír eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. PRENTSMIÐjAN Ojj (Ldda Smiðjuvegí 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 Hneykslaðir áhorfendur. Madonna hélt nýlega tónleika í Kan- ada og voru áhoifendur allhneykslað- ir á framferði söngkonunnar. Mad- orrna stökk ftam á sviðið í svörtum bijóstahaldara og svörtum nælon- sokkum og háhæluðum svörtum skóm. Henni fylgdu sjö leðurklæddir dansarar. Madonna lagðist síðan á stórt satínklætt rúm og söng lagið „Like a Virgin“ og þrýsti mjöðmum sínum sífellt upp. Ahorfendum fannst þeim misboðið og var lögreglan kölluð á staðinn. Atti að kæra Madonnu fyrir klám. En lögreglan bar ekki fram kæra, þess í stað bað hún um að sýningu þessari yrði breytt og ýmis atriði tek- inút. Madonna var ekki ánægð með þetta og spurði áhorfendur hvort þeir tryðu á tjáningarffelsi. Sýningin hélt svo áfiam án nokkurra vandræða. Eftir tónleikana gaf Madonna út þá yfirlýsingu að ífekar hefði hún ffest- að sýningunni en að láta aðra ráða því hvemig hún kysi að tjá sig sem lista- maður. „Þetta er málstaður sem ég er tilbúin að vera handtekinn fyrir,“ sagði Madonna. Madonnu finnst gaman að hneyksla fólk. Julio Iglesias ásamt nýju ástinni (lífi sínu, Randi. JULI0IGLESIAS YFIR SIG ÁST- FANGINN AF UNGRIBL0NDÍNU Þessi ffægi söngvari hitti hana er hann var að leita að fyrirsætu til að kynna ilmvatnið sitt. Hún heitir Randi McCourt-Tackett. Julio er 46 ára gamall. „Þetta var ást við fyrstu sýn,“ seg- ir Randi. Er Julio sá Randi fyrst vissi hann að hún væri rétta stúlkan fyrir ilm- vatnið. En þess í stað ákvað hann að halda henni sjálfur. Julio hefur reynt að halda sínu einkalífi sem lengst frá íjölmiðlum og hann vissi að ef Randi yrði kos- in sem ilmvatnsstúlkan fengju þau aldrei frið. Því var önnur stúlka val- in í hennar stað. En nú er langur tími liðinn frá þessari keppni og nú segir söngvar- inn að honum sé sama þó svo allur heimurinn viti um samband þeirra. Hann sé svo ástfanginn og verði bara alltaf að hafa Randi sér við hlið. Julio og Randi eru mikið saman og fljúga út um allan heim til að hitt- ast. Ef þau eru ekki saman hringir hann nokkrum sinnum á dag til hennar. Heyrst hefur að þau vilji giftast en hafa ákveðið að bíða þar til Randi nær 21 ára aldri. Julio segir að Randi sé konan sem hann vilji eyða ævinni með. „Hún elskar mig sem mann, en ekki bara sem söngvarann Julio Iglesias.“ Fetar í fótspor föður síns Hinn þekkti og virti leikari Greg- ory Peck mætti nýlega á ffumsýn- ingu á mynd einni í New York. Mynd þessi heitir Tom Apart og fer dóttir hans, Cecilia Peck, með aðal- Gregory Peck ásamt dóttur sinni Ceciliu Peck. hlutverkið. Þetta er hennar fyrsta hlutverk og sagðist faðir hennar vera mjög stoltur með útkomuna. Fjallar þesi mynd um arabíska konu sem verður ástfangin af ísra- elskum hermanni. Gregory Peck hefur væntanlega getað gefið dóttur sinni góð ráð í sambandi við leik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.