Tíminn - 07.06.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.06.1990, Blaðsíða 20
680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Trvggvagötu, I_______S 28822 _(járrrtálejvokla‘rfa3! WBBBWEBWIÐSKIPn SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 AKTU EKKI ÚT I ÓVISSUNA. AKTU Á SUBARU Ingvar Helgason ht Saevarftöfóa 2 simi 91-674000 LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM Kringlunni 8-12 Sími 689888 9HH Nýsköpun innan íslenskrar ylræktunar vegna offramleiðslu í hefðbundnum greinum. Sérstætt framtak í Tungunum: Garðyrkjubýli í kryddjurtum I „Þótt garðyrkjubændum fækkaði í einu vetfangi um fjórð- ung þá gætu þeir, sem eftir yrðu, þjónað markaðnum með sama hætti og nú gerist“, segir Orn Einarsson garðyrkju- bóndi að Silfurtúni í Hrunamannahreppi, formaður Sölufé- lags garðyrkjumanna. Af orðum Amar má ráða að lítið svigrúm sé innan hefðbundinnar ylræktar, en hvað með nýsköpun innan hennar? —Ingólfur Guðna- son garðyrkjumaður að Engi í Laugarási í Biskupstungum hefur hætt allri tómata- og gúrkurækt og sérhæft sig í ræktun kryddjurta: „Það em einkum dill, karsi, minta, hjartafró, öðm nafni sí- trónumelissa, estragon, basilíkum, timian, rósmarin og salvía sem ég rækta auk þess að vera með aðra ræktun með. Kryddjurtaræktunin á að verða undirstaðan í minni ræktun en rúmt ár er síðan ég byij- aði á henni af alvöru“, segir Ing- ólfur. Ingólfur segir að eftirspumin hafi farið jafht og þétt vaxandi. Þörf fyrir þessar afurðir væri án efa fyr- ir hendi en nýjung sem þessa þyrfti að kynna og slíkt væri dýrt og tímafrekt. Sjálf ræktunin væri nokkuð öðra vísi en hefðbundinn garðyrkjubú- skapur og sagðist Ingólfur hafa þurft að fikra sig áfram til heppi- legustu ræktunaraðferða. Hann ræktar nú kryddjurtir í 250 fer- metra gróðurhúsi og ffamleiðslan fer á markað í Reykjavík í gegnum Sölufélag garðyrkjumanna. „Við reynum að stilla uppskerana eftir líklegri eftirspum nokkra daga ffarn í tímann þannig að af- foll verði sem allra minnst. Þá höfum við leitast við að hafa gæði og ffágang í sem bestu lagi og gert ýmsar tilraunir með umbúðir. Þetta starf hefur merkjanlega skil- að sér í aukinni sölu“, sagði Ing- ólfur. Kryddjurtir Ingólfs í Engi fást oftast í Hagkaupsverslunum og öðram stórmörkuðum, en auk þess í stöðugt fleiri matvöraversl- unum. Einnig hafa veitinga- og gistihús kryddað og skreytt mat gesta sinna með þeim. I verslun- um era þær pakkaðar í smekklegar sérmerktar umbúðir. Ekki skaðar að þær era 30-40% ódýrari en samskonar innfluttar jurtir og auk þess ferskari - sjaldnast eldri en tveggja til þriggja daga gamlar í kæliborðum verslana. Garðyrkjumenn í matjurtarækt hafa margir leitað sérhæfmgar í ákveðnum þáttum ylræktar. Þann- ig mun einn garðræktarbóndi framleiða mest alla þá steinselju sem seld er á íslandi. En mögu- leikar til fjölbreytni fmnast víða og t.d innan tómataræktunarinnar era möguleikar fyrir hendi til slíks. Þannig ræktar einn garð- yrkjubóndi í Borgarfirðinum svo- kallaða kjöttómata, sem era afar ljúffengir, þéttir og safaríkir og verða gríðarstórir og ná allt að 400g þyngd. Þá hafa nokkrir garð- yrkjumenn verið að þreifa sig áffam með að rækta gula tómata en neytendur tóku þeim heldur tómlega eins og við sögðum ffá hér í Timanum í fyrrasumar. —sá Hátt á þriðja hundrað manns taka þátt í umfangsmikilli leit sem stendur yfir á Snæfellsnesi: Ungs manns saknað síðan á sunnudag Mikil leit hefur nú staðið yfir á sunnanverðu Snæfellsnesi af tæplega þrítugum manni frá Reykjavík, Egg- erti Davíð Hallgeirssyni, sem var við vinnu í Ólafsvík. Hann sást síðast fyrir ofan hótelið að Búðum seint á sunnudagskvöldi og síðan hefur ekki til hans spurst. Nærri þrjú hundrað manns taka þátt í umfangsmikilli leit, sem hafði í gærkvöldi engan árangur borið. Ingi Jónsson á Búðum sagði að þetta væri ein umfangsmesta leit sem farið hafi ffam á þessu slóðum. Leitar- svæðið nær allt til Ólafsvíkur yfir Fróðárheiði, allt Búðahraunið og ströndina alla leið austur í Staðar- sveit. Ingi taldi að ef maðurinn væri ekki á þessu svæði, hefur hann þurft eitthvert farartæki til þess að komast í burtu. Leitarmenn hafa haft ákveðna vísbendingu, sem tengist ákveðnum hluta svæðisins, en það var grófleitað þrisvar sinnum í fyrri- nótt og síðan fínleitað nokkram sinn- um í gær. Mikill íjöldi tekur þátt í þessari leit með einum eða öðram hætti. Ingi taldi að þetta væra rúmlega 250 manns. Hann taldi að leit yrði haldið áffam, en búið er að leita vel á svæð- inu og því ekki ljóst hve lengi yrði leitað enn. „Það er verið að gera hér allt sem hægt er að gera og eins og heyra má er hér gífurlegur mannsöfh- uður og við höldum í þá von að mað- urinn komi fljótlega í leitimar“, sagði Ingi að lokum. -hs. Eggert Davíð Hallgeirsson er með dökkskollitað hár, þrekinn og um 192 sm á hæð. Hann var í grá- leitri blussu, blárri peysu, svörtum buxum og uppháum strigaskóm síðast þegar til hans sást Óvenjulegt ástand á grænmetismark- aðnum fyrir hvítasunnuna: Tómatarnir uppseldir „Tómatar seldust upp hjá Sölu- félagi garðyrkjumanna fýrir hvíta- sunnuna og það er í fýrsta sinn í a.m.k. 50 ár að tómatar seljast upp fyrir 1. júní. Vegna þessa þurfti að senda aukasendingar úr sveitunum strax á þriðjudag til að tómatar yrðu fáanlegir í verslun- um svo fljótt, sem verða mætti, eftir langa helgi“, sagði Öm Ein- arsson formaður Sölufélags garð- yrkjumanna í gær. Öm sagði að ástæður þessa væra að stærstum hluta að verð til neytenda væri lágt. Auk þess virtist áhugi fólks fyrir neyslu grænmetis meiri en oft áður og í þriðja lagi hefði verið breytt um söluaðferðir hjá Sölufélaginu. Hann sagði að framleiðsla á tómöt- um væri nú nálægt meðallagi síðustu ára miðað við árstíma. Þá hefðu tóm- atar borist tiltölulega jaffit til Sölufé- lagsins í vor, sem væri breyting frá því, sem verið hefði í fyrra, því þá bárast þeir í í stórum slumpum með hléum á milli. Grænmetisneysla íslendinga hefur verið að breytast nokkuð undanfarin ár og áratugi. Ylræktin hefur breyst samhliða þessu: Fyrir um 30 áram vora helstu tegundir, sem ræktaðar vora í garðyrkjustöðvum landsins, tómatar, agúrkur, hvítkál, blómkál o.fl. Síðan hefur m.a. paprika í ýms- um litum, kínakál og spergilkál bæst við. Grænmetisneysla eykst stöðugt og með aukinni fjölbreytni verður hlutur gömlu hefðbundnu tegund- anna hlutfallslega minni hluti heildar grænmetisneyslunnar. „Menn era alltaf að prófa sig áffam með nýjungar bæði sér til gamans, en eins fyrir þá neytendur sem hafa áhuga á nýnæmi. Þannig hefur t.d. einn garðyrkjubóndi nýlega sérhæfl sig í ræktun kryddjurta. Sumar nýj- ungar ná síðan að höfða til fjöldans eins og kínakálið, en aðrar síður. Um fimm ár era síðan að kínakálsræktun hófst hér. Nú orðið selst ámóta mikið af kínakáli og selst af hvítkáli i tonn- um talið", sagði Öm Einarsson for- maður Sölufélags garðyrkjumanna. —sá AS[, BSRB, VMSI og VSl héldu fund með forsætisráðherra i gær: mm r X ■ ■ ■ ■ Fulltrúar frá Alþýðusambandi sem kom er hafi þróun efnahags- íslands, Bandalagi starfsmanna mála verið með þeim hætti sem ríkis og bæja, Vinnuveitenda- aðilar vinnumarkaðarins gerðu sambandi íslands og Vinnumála- ráð fyrir við undirritun kjara- sambandi Samvinnufélaganna samninganna fyrsta febrúar síð- gengu á fund Steingríms Her- astliðinn. Ari segir hins vegar mannssonar forsaetisráðherra í nauðsynlegt að fylgjast vel með gær. Á fundinum var rætt um þróun inála. íslendingar hafi ekki horfur í efnahagsmálum og ár- mikla reynslu af stöðugleika í angur af nýgerðum kjarasamn- efnahagsmálum. ingum. Ari segir að aðilar vinnumark- Engar tillögur voru lagðar fyrir aöarins muni halda áfram að forsætisráðherra. Ari Skúlason, ræða við stjórnvöld á næstu vik- hagfræðingur ASÍ, sem sat fund- um. Hann kvaðst hins vegar ekki inn, segir að ekki sé þörf á sér- eiga von á neinum stórtiðindum. stökum efnahagsaðgérðum af Málin væru í réttum farvegi. hálfu ríkisstjórnarinnar. Enn -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.