Tíminn - 08.06.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.06.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 8. júní 1990 Tíminn 3 Verðlagsstofnun kannar garðplöntur: Allt að helmings verðmunur Ailt að helmings verðmunur reyndist á flölærum blómum, runn- um og garðtijám samkvæmt verðkönnun sem Verðlagsstofnun gerði í 17 gróðrarstöðvum í Reykjavík og Hveragerði. Tíu asp- ir (101-125 cm kosta t.d. 3.000 kr. á einum stað en 6.000 kr. á öðrum. Og tuttugu plöntur (2ja ára) af viðju í runna kosta frá 1.300 kr. og upp í 3.000 kr. þar sem þær eru dýrastar. Á einni rós er jafnvel hátt í 300 kr. verðmunur. Garðræktendur geta því sparað sér þúsundir króna, eða fengið miklu fleiri plöntur fyrir sama pening, með því að leita uppi hvað lægst verb áð- ur en þeir kaupa. Verðlagsstofnun aðstoðar hins vegar ekki við þann samanburð. I niðurstöðum þeim er hún sendi frá sér kemur ekki fram hvað plöntur kosta á hverjum stað, nema hvað sumarblómin séu jafnað- arlega um 15% ódýrari í Hveragerði en á höfúðborgarsvæðinu. Sumar- blóm í 7 cm pottum kosta 38-44 kr. í Hveragerði en 5-50 kr. í borginni. Lægsta verð á fjölærum plöntum reyndist oftast 125 kr. stykkið, en fer einnig upp í 200-250 kr. á sömu plöntum. Fyrir upphæð sem dugar fyrir 10 plöntum á einum er aðeins hægt að fá 5 plöntur á öðrum. Sem sjá má af eftirtöldum lista get- ur verðmunur á runnaplöntum farið allt upp í 130% milli garðyrkju- stöðva. Gljámispill í potti Runnamura — Gulltoppur — Hansarósir — Meyjarós Fjallarós — 200 - 370 kr. 310-590 kr. 470 - 650 kr. 395 - 685 kr. 550 - 690 kr. 395 - 690 kr. Mörg hundruð króna verðmunur kom ekki síður í ljós á trjáplöntum: Birki: Tegund: Verð á stk.: ( 50- 75 cm) 160-285 kr. Brekkuvíðir (2 ára) 78- lOOkr. (76-100 cm) 210-395 kr. Tröllavíðir — 70- lOOkr. (101-125 cm) 285 - 540 kr. Alaskavíðir -— 65-110 kr. ( 3sp: Gljávíðir — 90- 195 kr. ( 50- 75 cm) 180 - 280 kr. Viðja — 65 - 150 kr. (76-100 cm) 180- 380 kr. Loðvíðir — 120- 180 kr. (101-125 cm) 300 - 600 kr. Reyniviður: (50- 75 cm) 240 - kr. ( 76-100 cm) 300-480 kr. (101-125 cm) 475-600 kr. Hugsanlega getur þessi mikli verð- munur að hluta stafað af því að plöntumar séu misjafnlega fallegar, þó varla sé það nein regla, fremur en með áburðinn í garðinn. Poki (5 kg) af Graskomi kostar ffá 308-395 kr. og af Blákomi ffá 350-490 kr., sem er 40% verðmunur á nákvæmlega sömu vöm. Ljóst virðist að hægt er að hafa hátt tímakaup (og skatt- ífjálst) með því að setjast við símann og kanna verð í gróðrarstöðvum áður en garðplöntukaupin em gerð. - HEI VEIÐIHORNIÐ Góð veiði í Þverá Á hádegi f gær höfðu veiðst 73 laxar í Þverá i Borgarflrði, þar af voru fimm veiddir fyrir hádegi i gær. Stœrstí fiskurinn reyndist 17 punda hrygna og er það vænstí laxinn fram tíl þessa eftir þvi sem Tíminn kemst næst Veiði á Fjafl- inu hefst á morgun, en í gær var vcrið að ditta að húsinu og tengja vatn og þess háttar. Flestir fiskar hafa tckið maðkinn. Nokkra undrun hefur vakið hversu stórt hiutfall aflans er hrygnur. Timinn kann enga skýr- ingu á þessum kynjamismun, en rámar þó í orð fiskifræðinga frá í fyrra sem töldu að hátt hlutfall hænga í smáiaxagöngum þá gæti stafað af því að þeir sneru fyrr á æskustöóvarnar. Þessi orð féflu þegar rætt var um hversu litill smálax lét sjá sig, miðað við það sem menn áttu von á. Hafl hæng- ar verið í meirihluta meðal smá- laxa í fyrra þarf engum að koma á óvart að hrygnur séu að sama skapi fleiri í tveggja ára fiski þetta sumarið. Ríflega 60 úr Norðurá 57 laxar voru komnir á land á aðalsvæði Norðurár á hádegi í gær. Á Munaðarnessvæðinu höföu veiðst átta fiskar. Þessi byijun er ekki sambærileg við það sem gerðist í fyrra og margir laxveiðimenn hugsa til með hrylk ingi. Stærstu laxarnir eru 16 og 15 pund, og veiddi Friðrik Þ. Stefánsson þann 16 punda i opn- uninni. Guðni Einarsson, kokkur i veiðihúsinu við Norðurá, var bjartsýnn er Timinn ræddi við hann i gær og taldi víst að veiðín yrði góð næstu daga. Fjölbreytt í Andakíl Veiði á silungasvæðinu í Anda- kflsá hefur verið roeð fjölbreytt- asta móti. Einn lax, átta punda, hefur veiðst, einn þriggja punda regnbogasilungur og um þrjátiu blcikjur. Jón Sigvaldason á Ausu sagði í samtali við Timann í gær að hann heföi aldrei fyrr séð regnbogasil- ung né vissi hann til þess að slíkur fiskur hefði veiðst þar fyrr. „Ég inyndi ekki trúa þessu nema af því ég sá hann sjálfur,“ sagði Jón. Veiðfleyfi á silungasvæðið í Anda- kflsá kostar 3000 krónur og eru þau seld á Ausu. Fjórar stangir eru levfðar. Jón vildi taka fram að aðstaða fyrir veiðimenn á sfl- ungasvæðinu værí nú orðin góð, vegur hefði verið lagður að hús- inu og þar væri rennandi vátn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.