Tíminn - 08.06.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.06.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 8. júní 1990 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Utgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrifstofur: Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar. Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Glundroðakenning Þegar liðinn er u.þ.b. hálfur mánuður ffá sveitar- stjómarkosningum í 150 sveitarfélögum, þar sem meirihlutaaðstaða eins flokks eða framboðslista heyrir til undantekninga, hefur yfirleitt verið rífandi gangur á því að koma á samstarfi um stjóm sveitar- félaganna, sem byggist á þátttöku tveggja eða fleiri flokka og framboðssamtaka um meirihlutamyndun. Ekkert bendir til annars en að ávallt sé fyrir hendi vilji til samstarfs um stjóm sveitarfélaga, þegar kosningaúrslit liggja fyrir. Allt tal um að glundroði rísi af því að einn flokkur er ekki allsráðandi um meirihlutastjóm, er órökstutt og afsannast yfirleitt þegar á reynir. Kjömir fulltrúar í sveitarstjómir reynast að jafnaði þeim vanda vaxnir að leita sam- komulags um virka meirihlutastjóm eins og lýð- ræðisskipulagið krefst og raunsæ afstaða til stjóm- mála hlýtur að leiða til. Ut af fyrir sig er það enginn ljóður á stjómmála- flokki, þótt hann keppi að stómm sigmm og meiri- hlutaaðstöðu, en í lýðræðisþjóðfélagi sem byggist á Qölhyggju og fjölflokkakerfi er á hinn bóginn eðli- legt að reynt sé að beijast gegn þeirri ofurvalds- hyggju sem felst í því að telja virku stjómarfari hætt, ef ekki næst meirihlutasigur eins flokks. I ijölda bæjarfélaga víðs vegar um land og öðmm sveitarfélögum em hinir ýmsu minnihlutaflokkar og framboðssamtök í óða önn að afsanna glundroðakenninguna með því að semja um meiri- hluta á kjörtímabilinu. Á þann hátt er haldið uppi virku lýðræði eftir kosningar eins og það er eðlileg- ur hlutur að hinir ýmsu flokkar keppi af hörku um fylgi kjósenda í kosningum og úrslitin ráðist þar, hversu hverjum vegnar. Verðlagsþróunin Nú reynir á samstöðu og samstarfsvilja aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins um að tryggja þá verðlagsþróun sem gengið var út frá í febrúar- samkomulaginu. Fram kom í máli Ara Skúlasonar, hagfræðings Al- þýðusambands íslands, í viðtali við Tímann að hann teldi ekki þörf á að gera kröfu til ríkisvaldsins um sérstakar efnahagsaðgerðir, þótt verðhækkanir að undanfömu ógnuðu viðmiðunum á heildarsam- komulaginu að mati Þjóðhagsstofnunar. Þetta álit Ara Skúlasonar verður ekki skilið öðm- vísi en að hann sé að undirstrika samábyrgð allra sem að heildarlausninni stóðu, um að tryggja við- ráðanlega verðlagsþróun á því tímabili sem sam- komulagið nær til, þ.e.a.s. fram á síðari hluta næsta árs. Höfuðábyrgð þess að þetta samkomulag haldi hvílir á aðilum vinnumarkaðarins. Ríkisvaldið hef- ur að vísu stóm hlutverki að gegna í þessu efni, en hinir formlegu viðsemjendur hins frjálsa vinnu- markaðar eiga mest undir sjálfum sér hvemig til tekst um verðlagsþróun og verðbólguhjöðnun. GARRI Garri nagar sig nú i handarbök- in fyrir aó hafa ekki láiið eftir sér að vcrða sér úti um skyndimennt- un i viðskiptaíræðum og tungu- málum hjá Viðskipta* og mála- skðlanum í Reykjavík, f vikublaðinu Pressunni segir frá j)ví í gær að i þessari merkisstofn- un sé aflt upp í loft, nemendur próflausir og kennarar iaunalaus- ir og skóiinn sjáifur tækjalaus. Það aó nema viðskiptafræði við slikan skóla hlýtur aö vera ómct- anlcgt fyrir aiia þá sem á annað borð hafa hug á að gerast at- hafnamenn á fslandi. Viðskipta- siðferðið cr með þeim hætti hcr að menn sem löngu væri búið að ioka bak við Iá$ og siá i ððrum lðndum kaupa hér og reka fyrirtæki sem sett eru á hausinn þegar eigendur hafa sogið þaö sem sjúga má út úr þeim. Ef til vill er þetta að breyt- ast allra síðustu daga vcgua þcss að þegar matvöruverslanakcðja fór á hausinn á dögunum teygði gjaldþrotið anga sina svo viða og var svo ósvífið að heildsalaveldið verkjaði undan J>ví, Garri er þeírrar skoðunar að þá fyrst sé umbóta að vsenta þegar vlð- skiptajðfrarnir sjálfir þurfa að greiða fyrir siðferðisbrcsti ann- arra viðskiptajöfra úr eigin pyngjum, en sameiginiegir sjóðir íandsmanna sleppi við að hreinsa upp óþrifnaðinn. En á meðan enn eru stunduð við* skipti á fsiandi með hefðbondn- um hætti þá er víst að reynsian sem boðið er upp á hjá Viðskipta- og málaskóianum afskaplega dýr- mæt. Ekki er Garra kunnugt um hvernig hin fræðiicga hiið kennsl- unnar hcfur vcrið, en hitt cr aug- Ijóst að verklega hiiðin og sýni- kcnnslan cru hrcint til fyrirmyudar. Pressan greinir írá því að þeir sem að þcssum skóla standi séu ailt vel menntaðir hag- fræðingar og viðskiptafræðingar eða þá menn með mikia reynslu í viðskiptum. Engin ástæða er til að draga það í cfa. Frekari meömæii með aðstandendum skóians eru að stofnunin byggir á rústum Tölvufræðslunnar sem þessir sömu meun höfðu gertgjaldþrota. f dag hafa nemeodur skóians, sem væntanlega bafa greitt sín skðla- gjðid með skiium, séð hvernig peningar þeirra hafa veriö nýttir af viðskiptasérfræðingunum f þvi sem sennílega er sýnikennsla ára- tugarins. Þróuninni er svo lýst af greinarhöfundinum f Prcssunni: »l’yrst hurfu skrifstofuhúsgögnin, svo húsnæðiö, símínn lokaðíst og loks hætti yfirkennarinu, sem fengið hafði laun sin greidd með gúmmftékkum. Nemendur sitja eftir roeð sárt ennið og ekkert prófskfrteini og kennarar fá ekki borgað. Eigendur Viðskipta- og málaskólans vita mismikið um hvcrnig á þessum ósköpum síend- ur. Skóiastjórinn ætiar að sjá tii þess að nemcndur fái prófskir- teinin á íöstudag, þö kennsiunni hafi aldrei vedö lokið.“ Þetta hlýtur að hafa verið pen- ingaoua virði, ekki hvaö sísí þar sem nemendur hafa i fvigang undirbúið útskrift $em síðan hef- nr verið afturköiluð á siðustu sfundu. En i dag eiga námsmenn- irnir von á prófskirteini sínu og Garri óskar þeim tii hamingju raeð aft hafa lokið þessu gagn- merka námskciði í viðskiptum. Enginn efi er á því að þeir hafa alla mögnleika á að gerast at- móðinn - ef þeir kæra sig umjþað. Gettó fyrir fullorðna FBOtnitKium ?. JIMI «n. ^ f Fermetri f þjónustuibúð Igildí 3ja I glæsihúsi víð Laugarásinn I Reykjavik. P Lögfraeðingur fasteignasölu segir Olögleg viðskipti með íbúðir fyrir aldraða I fosteignaaugíýslfieunn holeærtrmar m* «*ð þjóooww- oo f þjónturtua)úö<yrirJridraAa.Lðem»duf toijAk fyrtr aJOrada ont boðriaf é mikiu hawt* vortf «n al- twktógrmotow^Ttmwtumí^raöástwKjaívfftskiptum mamtar ft»ó6ir. Mmturtrtn svww til þeaa «6 þrtr fcmvrtrar i mcO ttxiötr fyrtr jdtíraóa vmu f og rrtWÖ trf .Sáawítúal" vfft Laugarásvoginn I Reyqarfk tor á *vtpuftu viftsldptum vwru hrofrðoya ótfttfeo 9 Btaðsfóa 3 Þegar árin líða yftr aldraða íslend- inga hafhar þjóðfélagið þeim. Þeir sem landið erfa beijast um á hæl og hnakka að koma ár sinni fyrir borð og bola gamlingjunum út úr at- hafnalífinu hvar sem því verður við komið. Langtímanám og hentugar prófgráður duga einkar vel til að ná vinningi í þeim hráskinnaleik öll- um. Hvenær fólk telst aldrað fer eftir misjöfnum hagsmunum. Á vinnumarkaði getur fólk orðið örv- asa gamalmenni upp úr fertugu þegar það er að flækjast fyrir ungu ljónunum, sem skynja nútímann hveiju sinni, á leikvellinum. 67 ára verða allir löggild gamalmenni. Opinberir starfsmenn geta sem best leyft sér að verða gamlir upp úr sex- tugu, en almenna lífeyrissjóðakerf- ið harðbannar sínum meðlimum að verða gamlir fyrr en á áttræðisaldri. Heilsufar einstaklinga og líffræði- leg hrömun kemur þessu máli ekk- ert við, fremur en t.d. að náttúran fái nokkru að ráða um hvenær á æviskeiðinu hún telur eðlilegast að fólk eignist böm. Kynslóðabil Liður í aðskilnaðarstefnu kynslóð- anna er að skipuleggja og smíða gettó sem nefnt er íbúðir aldraðra eða þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Vonandi er hátindi þessarar tísku- byljgju náð. Ibúðum fyrir aldraða fylgir sú kvöð að íbúamir þurfa að hafa náð tilteknum aldri og munu þau elli- mörk yfirleitt vera um sextugt. Öðr- um er bannað að soíha í gettóunum og er þetta eitthvert áhrifaríkasta kynslóðabil sem skipuleggjendur mannlífs hafa fundið upp og em samt mörg skæðin góð á þeim víg- velli. Það besta við þjónustuíbúðir aldr- aðra er enn ótalið, en það er hve hægt er að græða óhemjulega á þeim. Að visu tapa aldraðir, en hvað gerir það til á meðan athafha- mennimir græða. Tíminn skýrði í gær frá því hvers konar viðskiptahættir em viðhafðir með þessi ósköp, sem sagt er að séu í þágu aldraðra. Okrið á svona íbúð- um er svo geigvænlegt að hver fer- metri í þjónustuíbúð er þrisvar sinn- um dýrari en í öðra íbúðarhúsnæði. Seljendur bera því við að sameign sé svo mikil í þjónustukjömunum að húsnæði fyrir aldraða hljóti að vera dýrara en aðrar íbúðir. Með einhveijum undantekningum er þetta vafasamaur sannleikur. I mörgum tilvikum er sameignin sist meiri en gerist og gengur í sambýl- ishúsum og sé hún meiri er hún yf- irleitt borguð af sveitarfélögum. Alls staðar þjónusta „Þjónustuíbúð fyrir aldraða" er aldrei skilgreint og í auglýsingum og skilmálum er sjaldnast tekið fram hvað þetta merkir. Það er t.d. alveg undir hælinn lagt hvort mötu- neyti og aðstaða til sameiginlegs borðhalds séu í námunda við „þjón- ustuna". Eftil vill erþessi marglofaða þjón- usta lítið annað en einhver herbergi þar sem hægt er að fá klipptar negl- umar á tánum eða hárþvott og er slíkt ekki að lasta. En svoleiðis þjónustubrögð er hægt að fá fyrir- hafnarlítið nær alls staðar fyrir þá sem á annað borð hafa fótaferð og þarf ekki að reisa stórhýsi yfir eða heilu húsasamstæðumar. Elliheimili og/eða sjúkrastofnanir fyrir gamalt fólk, sem ekki er leng- ur fært um að sjá fyrir daglegum þörfum sínum, er allt annar hand- leggur. Á því sviði hafa framtaks- samir einstaklingar og opinberir að- ilar unnið af ósérplægni og ber alls ekki að blanda saman við braskið með „þjónustuíbúðimar“. Ekki er ljóst hvort einhveijar kvaðir em lagðar á þá aðila sem reisa og skipuleggja og selja þessar þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Hvað er til að mynda þjónustu- íbúð? Hvað réttlætir það olouverð á eignum sem flokkaðar em undir þjónustu og aldraða? Er hægt samkvæmt byggingasam- þykktum, eða jafhvel stjómarskrá, að meina fólki undir eða yfir ákveðnum aldri að kaupa og búa í tilteknum húseignum eða hverfúm? Getur hver sem er ákveðið hvaða aldurshópar fá að búa í svona hverf- um og hvaða skilyrði em fyrir því að fá að kalla einhveijar eignir „þjónustuíbúðir fyrir aldraða“? Til era lagaákvæði um óeðlilega viðskiptahætti og eitthvert apparat hlýtur að fylgjast með að þar sé ekki maðkur í mysu. Okrið á öldmðum er óþolandi og hálfsannleikurinn um þjónustuna við þá ekki síður og okkar fámenna þjóðfélag þarf á flestu öðm að halda en vísvitandi aðskilnaði kyn- slóðanna, sem kemur fram á mörg- um sviðum og ekki síst í ruglinu um að smala þurfi fúllfrísku fólki í get- tó og kalla þau þjónustuhverfi og er þá aukaatriði hvort þar er nokkra svokallaða þjónustu að fá. En gáum betur að hveijir græða á hálfsannleikanum um „Þjónustu- íbúðir fyrir aldraða". OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.