Tíminn - 08.06.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.06.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 8. júní 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Halldor KrísQansson: kosningum loknum Þegar sveitarstjómarkosningar eru að baki taka menn að meta í ró og næði til hvers þær bendi og hvað sé framundan. Að vísu eru sveitarstjómarkosningar allt annað en Alþingiskosningar en í þeim kemur þó fram ýmislegt sem af má ráða gengi flokka og sitthvað annað. Allir hafa unniö Svo er að heyra sem allir gömlu flokkamir komi sigrandi frá þess- um kosningum. Sitthvað hefur þeim gengið í vil og hafa því allir við eitthvað að gleðjast. Dofnar yfir Kvennalista Svo virðist sem nú sé mjög að fjara út áhugi fyrir sérstökum Kvenna- lista. Hann nær naumlega manni í Reykjavík. Annars staðar fékk Kvennalistaframboð litlar undir- tektir. Það er t.d. lítið eftir af þeim fognuði sem mætti kvennaframboði á Akureyri fyrir átta árum. Og þó að fulltrúi Kvennalista hafi einhvers staðar komist í sveitarstjóm af sam- starfslista flokka segir það ekkert um fylgi við Kvennalista. Kvennalistinn hefúr átt gott lið á Alþingi og að því leyti þolað sam- anburð við aðra þingflokka. Samt virðist það ljóst af þessum kosning- um að áhugi fyrir einveru kvenna í stjómmálum sé þverrandi. H-listinn í Reykjavík Þegar minnihlutaflokkamir í Reykjavík höfðu rætt sameiginlegt ffamboð kom í ljós að um það varð ekki samkomulag. Osættanlegur ágreiningur varð um tilhögun þess. Trúin á opið prófkjör óflokksbund- inna manna átti enn því fylgi að fagna að sumir kröfðust þess. Aðrir vissu að prófkjör um mörg sæti í einu er rammgallað. Samkvæmt niðurstöðu úr prófkjöri því sem skar úr um röð á ffamboðs- listann vantaði mikið á að nokkur ffambjóðandi væri svo vinsæll að kalla mætti að einhugur væri um hann. Muni ég rétt hafði enginn meira en þijá fjórðu liðsins með sér. Öðmm myndi þykja það ólánlegt ef fjórði hver flokksmaður væri á móti þeim sem vinsælastur væri og best væri treyst. Raunar geri ég ráð fyrir því að flestir hafi verið sammála um að ákveðnir menn ættu að vera í efstu sætum listans. Það mátti hins vegar ekki sýna sig í prófkjöri. Menn vom ekki einhuga um röðina og því slepptu þeir sitt á hvað nöfhum sem þeir vildu að væm hátt á blaði en nú mátti ekki nefna svo að þau yrðu ekki ofar öðmm. Þetta gerir það að verkum að prófkjör um mörg sæti í einu sýnir ekki almennan vilja eins og hann er. „Sigur“ H-listans Eftir kosningar er oklcur sagt að H- listinn hafi unnið afrek að koma 2 mönnum í borgarstjóm, samtök sem ekki hafa starfað nema fáeinar vikur. Hér er þess að gæta að ffamboðið var hugsað sem sameiginlegt ffam- boð gamalla og gróinna flokka. Al- þýðuflokkurinn stóð óskiptur að H- listanum og Alþýðubandalagið að hluta til. Lítum á nokkrar tölur. Alþýðuflokkurinn fékk 5.276 at- kvæði í Reykjavík 1986. Nú lagði hann aleigu sína í félagsbú H- list- ans. Alþýðubandalagið fékk 10.695 at- kvæði 1986 en 4.739 nú. Þar vant- aði því 5.956 atkvæði af fyrra fylgi. Vemleggur hluti þess hefúr að sjálf- sögðu fylgt Kristínu Ólafsdóttur til H-listans. Þessa tvo A-flokka vant- ar þannig 2.950 atkvæði ffá 1986 þó að þeim séu talin öll H- lista at- kvæðin, 8.283 að tölu. H-listinn var ekki meiri nýjung í stjómmálum þjóðarinnar en það að þar vom í vonarsætum 2 starfandi borgarfúlltrúar. Langflest atkvæði listans em tengd þessum tveimur mönnum. Það em samheijar þeirra sem vildu votta þeim traust fram- vegis og höfðu trú á því að sameig- inlegt framboð yrði sigursælt. Eftir- tekjan er næsta litil. Tölulega virðist hún vera nokkuð minni en engin. Staða Framsóknarflokksins Einhver sagði að það væri undar- legt með Framsóknarflokkinn. Hann væri alltaf jafnstór á hveiju sem gengi. Það er raunar ofmælt en Þetta getur varla verið tilviljun. Sennilega er skýringin sú að Framsóknarflokkinn skipar einkum fólk með ákveðnar þjóðfélags- hugmyndir sem byggðar eru á lífsskoð- un. Þetta er því fólk sem hefur fastan völl til að standa á, veit hvað það vill fremur en ýmsir þeir sem uppnæmir verða fyrir goluþyt líðandi stundar. áberandi er það að skoðanakannan- ir fmna ekki sveiflur í fylgi flokks- ins neitt í líkingu við það sem stundum mælist hjá öðrum flokk- um. Þetta getur varla verið tilviljun. Sennilega er skýringin sú að Fram- sóknarflokkinn skipar einkum fólk með ákveðnar þjóðfélagshugmynd- ir sem byggðar eru á lífsskoðun. Þetta er því fólk sem hefúr fastan völl til að standa á, veit hvað það vill ffemur en ýmsir þeir sem upp- næmir verða fyrir goluþyt líðandi stundar. í Reykjavík bætti flokkurinn við sig frá síðustu borgarstjómarkosn- ingum rúmlega 900 atkvæðum, heldur meira en Kvennalistinn tap- aði. Það er off togstreita um ffamboð flokka eins og raunar er eðlilegt. í þetta sinn var fúllur einhugur um ffamboðslista Framsóknarmanna. Slíkt auðveldar vitanlega allt starf og gerir það skemmtilegra. Því má segja að flokknum sé það lán að eiga jafúvinsælan borgarfúlltrúa og Sigrúnu Magnúsdóttur. En víðar á flokkurinn mætum mönnum á að skipa. Ráðherrar flokksins njóta all- ir trausts og virðingar. Og það kem- ur alltaf betur og betur í ljós að Steingrímur Hermannsson býr yfir fágætum hæfileikum sem forsætis- ráðherra í samsteypustjóm. Það er síst ofmælt að Framsóknar- flokkurinn nýtur nú forystu ágætra manna og því er hann í sókn. Og undir forystu hans starfar ríkis- stjóm sem náð hefúr vinsamlegu samstarfí við fjöldasamtök svo að vonir em til um að verðbólgunni megi halda í skefjum öllum til góðs. Án áhrifa og forystu Framsóknar- flokksins virðist það vonlaust. Og þar er mikið í húfi. Fréttamenn á villigötum Klukkan 7 að morgni 29. maí er að venju fféttatími í Ríkisútvarpinu. Þá er byijað á því að lesa formála- laust eitthvað úr ályktun einhvers fúndar hjá sjálfstæðismönnum. Þegar þessi upplestur er búinn segir fféttastofan: „Þetta kemur fram“ o.s.ffv. Ályktunin var flokkslegur áróður einungis. Það sem þar er sagt um vilja þjóðarinnar um nýja rikis- stjóm er auðvitað hvergi komið fram. Hér var verið að kjósa sveit- arstjómir, hreppsnefúdir. M.a. sem fféttastofan sagði að komið væri ffam er spádómur um ffamtíð Al- þýðubandalagsins. Hvemig datt mönnunum í hug að segja að sú spá væri komin fram? Vel mátti fréttastofan lesa þessa flokksályktun fyrir okkur en ekki formálalaust og eins og um stað- reyndir væri að ræða og segja síð- an: „Þetta kemur ffam.“ í þess stað bar henni að segja: Þetta era nú sjálfstæðismenn að segja. Svona er þeirra túlkun. I Salonisti í Listasafni Sigurjóns Kammerhópurinn I Salonisti er einn þekktasti hópur sinnar tegund- ar í heiminum og er afar eftirsóttur víða um lönd fyrir sakir afburða flutnings á glaðværri og dillandi tónlist. Dagana 11. og 12. júní leika I Salonisti í Listasaí'ni Siguijóns Olafssonar á vegum Listahátiðar, fyrri daginn kl. 17 og 21, síðari daginn kl. 21. Tónlistin sem I Salonisti leika hef- ur verið kennd við hátimbrað húsa- kynni evrópskra aðalsmanna, enda slík tónlist mikið leikin í sölum þeirra þegar samkvæmistíminn stóð sem hæst hér fyrr á áram. Þetta er aðallega tónlist ffá síðari hluta ní- tjándu aldar og fyrstu áratugum þessarar aldar, hugljúfir söngvar og fjönigir dansar. Það tíðkaðist löng- um að tala í heldur niðrandi tóni um slíka tónlist, sem þótti yfirborðs- kennd og lítt athyglisverð, en nú hefúr hróður hennar aukist að nýju og virtustu tónleikahús bjóða nú upp á salon-tónleika. Vissulega er salon-tónlistin fyrst og fremst leik- andi skemmtitónlist, ætluð til að létta fólki lund, ffemur en að fiska á djúpmiðum sálarinnar eins og al- varlegri tónlist; segja má að hún brúi bilið milli dægurlagsins og Idassíkurinnar. Salon-tónlistin gerir þó ekki síður kröfúr til flytjenda en sú hin alvarlega, og jafúvel enn mikilvægara er að finna hinn gullna meðalveg í átt að hárfínni túlkun svo tónlistin verði ekki tilfmninga- þrangin og yfirþyrmandi. Hljóm- sveitarstjórinn heimsfrægi, Ántal Dorati, hefúr tekið svo til orða að það sé beinlínis rangt að gera upp á milli þessara tveggja greina tónlist- arinnar. ,3áðar era jafúuppranaleg- ar, í hvorri grein um sig hafa orðið til meistaraverk sem staðist hafa tímans tönn og flutningur beggja krefst listamanna í fremstu röð. I Salonisti er hópur framúrskarandi hljóðfæraleikara sem stenst fylli- lega þessar kröfúr.“ Salon-sveit hefur ekki fastákveðna hljóðfæraskipan, hún getur verið allt ffá tríói til hljómsveitar. Hvorki val hljóðfæra né fjöldi þeirra ákvarða hvort um salon- tónlist er að ræða eður ei, jafúvel ekki tón- smíðamar sjálfar; það er fyrst og ffemst flutningsmátinn sem ræður, mýkt léttleiki og þokki, með róm- antísku ívafi í hæfilegum skömmt- um. I Salonisti er kvintett skipaður svissneskum og ungverskum tón- listarmönnum. Thomas Fúri, sem leikur á fyrstu fiðlu, er fæddur í Bern og er fyrirliði virtra sviss- neskra hljómsveita á borð við Kammersveitina í Lausanne, Sin- fóníuhljómsveitina í Basel og kammersveitina „Camerate Bem“. Lorenz Hasler leikur á aðra fiðlu. Hann er einnig svissneskur, fæddur í Zúrich, og leikur í Sinfóníuhljóm- sveitinni í Bem. Sellóleikarinn, Ferenc Szedlák, er ungverskur, fæddur í Búdapest. Hann leikur og með sinfóníuhljómsveitinni í Bera og kennir við tónlistarháskóla borg- arinnar. Béla Szedlák, kontrabassa- leikarinn, er sömuleiðis Ungverji, fæddur í Búdapest. Hann er einn af meðlimum Bemar-hljómsveitar- innar og kennir að auki við tónlist- arháskólann. Wemer Giger er pi- anóleikari hópsins. Hann er svissneskur, fæddur í Solothum, og kemur víða ffam sem einleikari, bæði heima fyrir og í öðram lönd- um Evrópu. Kvintettinn I Salonisti hefúr á valdi sínu ótrúlega íjölbreytta og viðamikla efnisskrá. Útsetningar þekktra laga og verka, sem þeim hefúr ýmist áskotnast eða þeir falast eftir, era um eða yfir tiu þúsund. Tónleikar kvintettsins bera jafnan yfirskrift, s.s. „Á kaffihúsi í Vín“ og „Argentínskir tangóar". Tón- leikana í Listasafúi Siguijóns kalla þeir „Orient Express“, Austur- landahraðlestina. Ætlunin er þannig að fara í músíkalskt ferðalag og fylgja leið hinnar frægu lestar, sem flutti konunga, aðalsmenn og annað hefðarfólk milli heimsálfa. Lagt er upp ffá París og m.a. komið við í Mílanó, Vínarborg, Búdapest og Búkarest og meðal höfúnda má nefúa Debussy, Kreisler, Enescu, Rossini og Nino Rota hinn ítalska sem samið hefúr tónlist fyrir kvik- myndir Fellinis. Það er sannarlega viðburður að fá hingað framúrskarandi tónlistar- menn á borð við I Salonisti, og um- fjöllun um tónleika þeirra er alla- jafúa á einn veg, hástemmt lof. I umsögn blaðsins „Stadt-Anzeiger" í Köln segir m.a.: „I Salonisti hafa hafið létta tónlist til vegs og virð- ingar á ný. Þeir hafa ffeistað þess að brúa bilið milli hinnar virtu tónlist- ar og þeirrar sem minni virðingar nýtur. Þessu takmarki hafa þeir náð með ffábærum leik sínum.“ Hanna G. Sigurðardóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.