Tíminn - 09.06.1990, Síða 3

Tíminn - 09.06.1990, Síða 3
Laugardagur 9: júní 1990 Tíminn 3 Ballettinn „Palli og Palli" á Listahátíð íslenski dansflokkurinn fiTimsýnir 14. júní í Islensku Operunni „Palla og Palla“ nýjan ballett fyrir böm. Verkið er sprottið af kynnum við hina þekktu bamasögu „Þegar Palli var einn í heiminum", sem fjallar um drauminn þegar Palli vaknar einn dag og er aleinn í heiminum. Palli og Palli er fijálsleg túlkun á þessari sögu og nokkrum atriðum bætt við til að mæta kröfum dansins og leikhússins. Allir hlutir sem á vegi Palla verða lifna við og ímyndunar- aflinu er gefinn laus taumur. Þannig túlka dansarar appelsínu, klæðaskáp og strætisvagn svo eitthvað sé nefnt. Danshöfundur er Sylvía von Kos- poth, en hún er Hollendingur og hef- ur starfað hér á landi í vetur, m.a. kennt við Listdansskóla Þjóðleik- hússins og Kramhúsið og samið verk með danshópnum Pars pro Toto. Þijár sýningar verða á Palla og Palla á Listahátíð. Frumsýning er 14. júní kl. 20:00 og tvær sýningar laugar- daginn 16. júní kl. 14:30 og 17:00. Miðaverð er kr. 800. Sýningin tekur um klukkustund í flutningi. Miðasala fer ffam í miðasölu Listahátíðar í Reykjavík. -EÓ Vigdís fer til Sovétríkjanna Forseti Islands, Vigdís Finnboga- dóttir, fór áleiðis til Sovétríkjanna í gær. I Moskvu opnar forseti sýningu á verkum ungra íslenskra myndlistar- manna í „All- Russian Decorative and Folk Art Museum". Þar verða sýnd verk eftir Huldu Hákonardóttur, Hrein Friðfinnsson, Kristin G. Harð- arson, Kristján Guðmundsson og Rögnu Róbertsdóttur. Forseti sækir einnig konsert Sigríðar Ellu Magnús- dóttur óperusöngkonu og Anatolii Saflullin bassasöngvara í Rakhman- inoffHall. I Leningrad opnar forseti samnor- ræna myndlistarsýningu í Hermitage safninu. Sýningin er haldin á vegum norræna ráðherraráðsins. Verður hún flutt til Moskvu síðar í sumar. Á sýn- ingunni eru m.a. verk eftir Jóhannes S. Kjarval og Jón Stefánsson. I fylgd með forseta íslands verður Komelíus Sigmundsson forsetaritari. Aðgengileg ávöxtunarleið! Viltu geta gripib til sparnabar meb litlum fyrirvara? Sparileib 1 er mjög abgengileg ávöxtunarleib þegar þú vilt ávaxta sparifé þitt í skamman tíma, minnst þrjá mánubi. Meb því ab velja Sparileib 7 tryggirbu þér greiban abgang ab sparifé þínu. Á Sparileib 1 geturbu náb 3,25% vöxtum umfram verbtryggingu. Leibarvísir liggur frammi á öllum afgreibslustöbum bankans. Sparileiðir íslandsbanka - fyrir fólk sem fer sínar eigin leiðir í sparnaði! ari •/ Hvað a að gera þegar aðeins 22 bílastæði eru við 23 íbúða fjölbýlishús? FELLA EINA fbúar í fjölbýlishúsi við Granda- veg eru ekki alls kostar ánægðir með hvemig til hefur tekist við að skipuleggja bílastæði við húsið. f því eru 23 íbúðir, en hins vegar eru aðeins 22 bílastæði við húsið. fbúamir hafa sent inn kvörtun til félagsmálaráðuneytisins vegna þessa máls. Ráðuneytið vísaði því til embættis byggingafulltrúa í Reykjavík. Tíminn spurðist fyrir hjá bygginga- fulltrúaembættinu hvemig málið yrði leyst. Þar var fátt um svör, en bent á að hugsanlega mætti fella niðru- eina íbúðina svo fjöldi íbúða og bílastæða standist á. Yfir tvö ár eru liðin frá því að fyrstu íbúamir fluttu inn í húsið. Nær útilokað er að kom fyrir einu bílastæði í viðbót við það. íbúar i fjölbýlishúsinu segja að iðulega skapist þar vandræðaástand vegna skorts á bílastæðum. Þess ber að geta að skortur á bílastæðum við fjölbýlis- hús er gamalt vandamál. Engar reglur eru til um hve mörg bílastæði skulu vera við fjölbýlishús, NIÐUR ÍBÚÐ? en ljóst er að stefnt var að því að hafa þau jafnmörg íbúðunum i umræddu hús. Hins vegar tókst af einhveijum orsökum ekki að ná þessu markmiði. Byggingafulltrúinn i Reykjavík hefur verið mótfallinn því að íbúar í fjöl- býlishúsum merki sér bílastæði, en ekki skipt sér af því sé það gert. -EÓ EIR GEFUR ÞREK- HJÓL Lionsklúbburinn Eir færði nýlega Endurhæfmgarstöð hjarta- og lungnasjúklinga að gjöf tvö Monark þrekþjálfunarhjól. Á myndinni er formaðurinn Jóna Ólafsdóttir (til vinstri) að afhenda gjöfina Soffiu Sigurðardóttur yfir- sjúkraþjálfara, að viðstöddum Bjart- eyju Friðriksdóttur, Eyrúnu Kjartans- dóttur og Sigurþóm St. Briem ffá

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.