Tíminn - 09.06.1990, Qupperneq 4

Tíminn - 09.06.1990, Qupperneq 4
ð 4 Wrfihft FRETTAYFIRLIT TURNBERRY, Skotlandi - Utanríkisráðherrar NATÓ luku tveggja daga fundi sín- um með því að fagna rót- tækum áformum um breyt- ingar á Varsjárbandalaginu. Ráðherrarnir skuldbundu sig til að halda áfram viðræðum um meiri niðurskurð her- gagna í Evrópu. Bandalagið ítrekaði að sameinað Þýska- land ætti að vera í NATÓ en sagði að áhyggjum Sovét- manna skyldi mætt með skilningi. MOSKVA - Forseti Úsbe- kistan sagði að þjóðernis- átök hefðu breiðst út frá Kírgisíu og næðu nú til Ús- bekistan. Hann bað Moskvu um hjálp til að stöðva rós- turnar. A.m.k. 78 menn hafa dáið og átökin hafa aukist. MONRÓVÍA - Stjórn Lí- beríu vill semja um frið við uppreisnarmenn sem nálg- ast óðum höfuðborgina. For- setinn Samúel Doe neitar þó að ræða við leiötoga upp- reisnarmanna, Charles Tayl- or. Stjórnarhermenn virðast hafa unnið sína fyrstu sigra í hinum sex mánaða gömlu átökum. MOSKVA - Forseti Sovét- ríkjanna Míkael Gorbatsjof greindi frá áhyggjum sínum vegna sameiningar Þýska- lands og veru þess í NATÓ þegar hann ræddi við Margr- éti Thatcher í gær. Thatcher sagði eftir fund þeirra að leita yrði leiða til að minnka áhyggjur Sovétmanna. GENF - Nelson Mandela varð að afboða fundi vegna heilsubrests. Hann sagöi aö sér liði vel en hann yrði e.t.v. að stytta ferðalag sitt um heiminn. OTTAWA - Forsætisráð- herra Kanada, Brian Mulron- ey, hóf aftur viðræður við héraðstjórnir landsins. Hann vonast enn til að hægt sé að ná samkomlagi um stöðu Quebec (Kanada. SRINAGAR, Indlandi - Baráttumenn gegn stjórn Indverja í Kasmír skutu í gær til bana frænda innan- ríkisráðherra Indlands, Mo- hammad Sayeed. Þetta var önnur árásin á fjölskyldu ráðherrans. Tfáugá7ahgu>’ S90 Jeltsín stígur skref í átt til sjálfstæðis: Rússnesk stjórnarskrá æðri lögum Sovétríkja Sovétlýðveldið Rússland lýsti því yfir á föstudag að stjómar- skrá landsins væri æðri en lög Sovétríkjanna. Rússneska þing- ið, samþykkti lagaákvæði með 544 atkvæðum gegn 271, sem segir að sovésk lög, sem brjóti í bága við rússnesk réttindi, gildi ekki lengur í Rússlandi. Fréttastofan Tass sagði ennfremur að um miðja næstu viku verði yfirlýsing um sjálfræði Rússiands bor- in undir þingheim. Jeltsín, forseti Rússlands, lýsti því yfir þegar hann var kosinn forseti að hann myndi þrýsta á um að þessi lög verði sainþykkt Hann hefiir líka sagt að Rússar áskyldu sér rétt til að segja skilið við Sovétríkin en hann sagðist þó ekki leggja það til. Þegar Eystrasaltsríkin lýstu yfir sjálfstæði sínu var það fyrsta verk þeirra að samþykkja sams konar lög og Rússar hafa nú sett. Lögin gera það að verkum að rúss- neska þingið getur hafnað öllum sov- éskum lögum sem það telur ógna hagsmunum sínu en Jeltsín hefúr meðal annars lýst því yfir að hann vilji hafna nýrri umbótaáætlun Gor- batsjovs. Rússneska þingið ræðir nú flókin lög um sjálfræði Rússlands. Jeltsín sagði þingheimi í síðustu viku að lögin myndu gera öll náttúruauðæfi Rússlands að einkaeign Rússa. Rúss- ar ættu þá einir olíu-, gas- og kola- birgðir landsins sem eru grundvöllur auðlegðar Sovétríkjanna. En þar sem öll samgöngumannvirki og stjómun landsins er í höndum Sovétstjómar er ekki ljóst hvemig Rússar geta fram- fylgt nýjum lögum sínum. Landsbergis, forseti Lithauga, fagn- aði lagasetningu Rússa. Hann sagði að Lithaugar hefðu gert það sama fýrir einu ári og að fleiri sovétlýð- veldi væm að gera svipaða hluti. Hann nefndi í því sambandi Moldav- íu, Kákasuslýðveldin og Úkraínu. Hann sagði að sovéska stjómarskráin héti öllum 15 lýðveldum Sovétríkj- anna sjálfræði en hann sagði að það væri aðeins á pappímum en ekki í raun. Forseti Sovétríkjanna, Mikael Gorbatsjof vildi gera sem minnst úr ákvörðun rússneska þingsins. Hann sagði að Rússar hefðu ekki gert neitt sem bryti í bága við stjómarskrá Sov- étríkjanna og hann gaf í skyn að hann vildi komast að samkomulagi við Jeltsín. Jeltsín vígreifur. Hann vill að Rússland og Sovétríkin séu ekki eitt og það sama. Shamir myndar stjórn með trúarofstækisflokkum: Hægri öfgastjórn mynduð í ísrael Yitzhak Shamir myndaði í gær stjóm, sem er sú hægrisinnaðasta í sögu ísraels, og sagði að forgangs- verkefni hennar yrði að sinna inn- flutningi Gyðinga frá Sovétríkjunum. Þrír sjálfstæðir þingmenn og sjö öfga- fúllir trúar- og hægriflokkar undirrit- uðu samning um samsteypustjóm. Nú eru 12 vikur liðnar ffá því að ríkistjóm Israels var felld vegna ágreinings um ffiðartillögur Bandaríkjamanna sem Verkamannaflokkurinn vildi sam- þykkja en Shamir og flokkur hans, Líkúd- bandalagið hefúr hafnað. Stjómmálaskýrendur telja að hin nýja ríkisstjóm muni líklega lenda saman við Bandaríkjastjóm vegna ósáttfýsi í deilum Palestínumanna og Gyðinga. Utanríkisráðherra stjómarinnar verð- ur David Levy sem nýlega reitti Bandaríkjastjóm til reiði með því að fjármagna i laumi búsetu Gyðinga í kristna hverfi Jerúsalemborgar. Meðal stuðningsflokka hinnar nýju stjómar í Israel em flokkamir Tehiya og Tso- met sem vilja að herteknu svæðin verði innlimuð í Israel og flokkurinn Moledet sem vill að Arabar í landinu verði fluttir nauðugir til Jórdan. Ráð- herrar stjómarinnar era líklegir til að styðja aukna búsetu Gyðinga á her- teknum svæðum landsins sem hefúr verið mjög umdeild. Ráðamaður Efnahagsbandalags Evrópu lýsti því yfir í gær að innflutningur sovéskra gyðinga til Vesturbakka Jórdanar væri ólöglegur og hann væri hindrun í vegi ffiðar í Miðausturlöndum. Forsæti Evrópubandalagsins er nú í höndum íra og utanríkisráðherra írlands, Gerry Collins, sagði þetta við gesti ráðsteffiu í Dyflinni. Evrópubandalagið reynir nú að endurvekja viðræður milli sín og Araba en þær hófúst 1974. Collins sagði meðal annars að Evrópubanda- lagið skyldi hve alvarlegt ástandið væri á herteknu svæðunum og sagði að það myndi reyna að þrýsta á ísra- elsstjóm að virða mannréttindi íbú- anna. FjöiskykJa nýkomin ffá Sovétríkjunum sest að í Aríei á Vesturbakkanum. 0 Ungverjaland: Ur Varsjáibandalagi fyrir árslok 1991 Varnarmálaráðherra Ungverja- menn bandalagsins í hermálum í lands, Lajos Fur, sagði í gær að gær. Ungverjar hafa ekki áður Ungverjar myndu ekki taka þátt í nefnt neina dagsetningu þegar heræfingum Varsjárbandaiags- þeir hafa talað um úrsögn. Þessi ins á þessu ári og að þeir vildu yflrlýsing nú kemur nokkuð á segja sig úr bandaiaginu í lok óvart þar sem á fundinum á næsta árs. Fur sagði þetta í fimmtudag var talað um breytt Moskvu í viðtali við fréttastofu hlutverk Varsjárbandalagsins Ungverjalands MTI, sem útvarp- sem gera átti aðild að því auð- að var til Búdapest. Hann tók veldari fyrir lýðræðisriki í A- þátt í fundi Varsjárbandalagsins Evrópu. á fimmtudag og hitti embættis- Kosningar í Tékkóslóvakíu og Búlgaríu: Flokkur Havels sigurstranglegur Borgaravettvangur, flokkur Havels forseta, er líklegur til að vinna stór- sigur í kosningum í Tékkóslóvakíu um helgina. Kjörstaðir vora opnaðir á fostudag og verður kosið áffam í dag, en á sunndudag er búist við fyrstu tölum. Samkvæmt óformlegri skoðanakönnun, sem fréttamenn Reuters stóðu fýrir í 17 borgum Tékkóslóavakiu, fær Borgaravett- vangur hreinan meirihluta á tékk- neska þinginu. Skoðanakönnunin náði ekki til sveitahéraða þar sem bú- ist er við að kristilegir demókratar njóti meira fýlgis. Kosningamar era fýrstu fijálsu kosningamar í rúm 40 ár. Fjöldi er- lendra eftirlitsmanna fýlgist með því að þær fari heiðarlega fram. Meðal þeirra era Garret Fitzgerald fýrrver- andi forsætisráðherra írlands og söngvarinn Paul Simon. Kosningar verða einnig í Búlgaríu um helgina. Meðal erlendra eftirlits- manna verður Steingrímur Her- mannsson. Kosning hefst á sunnudag og verða Búlgarir síðasta A-Evrópu- þjóðin til að halda frjálsar kosningar eftir hran kommúnismans. Stjómar- andstæðingar vora í gær sigurvissir eftir góða þáttöku landsmanna í fúnd- um þeirra en skoðanakannanir bentu hins vegar til að sósíalistaflokkurinn, arftaki kommúnistaflokksins fengi flest atkvæði.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.