Tíminn - 09.06.1990, Page 6

Tíminn - 09.06.1990, Page 6
6 Tíminn Laugardagur 9. júní 1990 TÍMTNN MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason Skrífstofúr. Lyngháls 9, 110 Reykjavlk. Síml: 686300. Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsfmar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð í lausasölu ( 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Sjómannsstarfið Sjómannadagurinn, hinn löghelgaði hátíðis- og frí- dagur íslenskra sjómanna, er á morgun. I Reykjavík og Hafnarfirði er þetta 33. sjómannadagurinn síðan efnt var til fyrsta sjómannadagsins árið 1938. Fljót- lega breiddist sjómannadagshaldið út um allt land og er nú fastur hátíðisdagur allra sjómanna hvar sem þeir eiga heima. Þótt sjómannafélögin standi sjálf fyrir hátíðarhaldi sínu ár hvert, verðskuldar sjómannastéttin að þjóðin öll minnist dagsins og sýni störfum sjómanna þá virðingu og viðurkenningu sem þeim ber. Sjó- mennskan er margs konar, en allir eiga sjómenn það sameiginlegt að þeir gegna áhættusömum störfúm, hvort sem það eru fiskimenn, farmenn eða varð- skipsmenn. Öll eru þessi störf mikil þjóðnytjaverk í íslensku samfélagi, sem byggir afkomu sína á auð- lindum hafsins og er algerlega háð siglingum um að- drætti til landsins. Sjávarútvegur stendur undir meg- inhluta gjaldeyrisöflunar og hefur verið aðallyfti- stöng framfara í landinu um langan aldur, og mun svo verða um ókomin ár. Þótt engum dyljist að nauðsynlegt sé að renna sem flestum stoðum undir íslenska lfamleiðslustarfsemi og útflutning, sjást þess ekki merki að hlutur sjávar- útvegs og sjómannastéttar þoli neina rýmun, þvert á móti verður þjóðin að halda áfram að reiða sig á sjávaraflann sem meginstoð framleiðslunnar, frá því verður ekki hvarflað. Þetta hlýtur að verða þrátt fyr- ir nauðsyn víðtækrar fiskveiðistjómar, sem enginn kemst hjá að viðurkenna, þótt deilt sé um aðferðir í því sambandi. Vegna mikilvægis starfa sinna á sjómannastéttin ríkan rétt til þess að njóta góðra launakjara og að- búnaðar. Þær aðstæður sem sjómannsstarfi fylgja em í flestu gerólíkar lífsháttum og umhverfí annarra starfstétta, þó ekki sé bent á annað en miklar fjarvist- ir frá heimilum og fjölskyldu. Þegar þessi sérstaða bætist við þjóðhagslegt mikilvægi sjómennskunnar, sem m.a. gerir það nauðsynlegt að gott og hæft fólk leiti í þau störf og viðhaldi dugmikilli og vel mennt- aðri sjómannastétt í landinu, þá ber þjóðfélaginu að tryggja sjómönnum sem best lífskjör og afkomu. Stór þáttur í því að bæta aðstöðu, aðbúnað og um- hverfí sjómanna er að tryggja öryggi sjófarenda og slysavamir. Þar kemur vissulega margt til skoðunar og sumt af því snýr beint að sjómannastéttinni sjálffi, ekki síst skipstjómarmönnum, sem ráða miklu um það hvemig öryggismálum og slysavöm- um er ffamfylgt í reynd. í þeim efnum hefur verið unnið frábært starf um langan aldur og margt áunn- ist til velfamaðar, en reynslan sýnir eigi að síður að á því má ekkert lát verða. Höfúðskepnumar breyta ekki eðli sínu og hættumar em ávallt hinar sömu á sjó. Um það efhi verður að ríkja fúllur skilningur ráðamanna og þjóðarinnar allrar, en umffam allt sjó- manna sjálfra. Tíminn óskar sjómönnum til hamingju með hátíð- isdag sinn og biður þeim heilla og velfamaðar. NÍUNDI ÁRATUGUR ald- arinnar er senn á enda, nema hvað hann er sagður liðinn í Ameríku og annars staðar þar sem upphaf áratugar er miðað við að ártalið endi á núlli. Reynd- ar styðst þetta amerískt tugatal við almenna málvenju og tíma- talsskilning víðast hvar, því að í margra munni er talað um „árin milli 1980 og 1990“ og vita þá allir hvað við er átt án þess að hugsað sé af stærðfræðilegri ná- kvæmni um hvar ákveða skuli upphaf og endi áratugarins. r „Aratugur græðginnar“ En hvort sem þessi áratugur er liðinn í aldanna skaut eða hann er rétt um það bil að hverfa inn í söguna, fer ekki hjá því að menn séu famir að huga að einkennum þessara ára, gera sér grein fyrir því hvað það sé sem setji svip sinn á tímabilið „milli 1980 og 1990“. Helst myndu menn viija draga einkenni áratugarins saman í eitt orð og nota sem aðaleinkunn fyrir tímabilið, þannig að af því megi sjá á svipstundu, hvað mannkynið var að iðja þessi 10 ár. Nú er það að vísu ofætlun að hægt sé að búa til eitt einkennisorð um áratuginn svo að öllum þyki ein- hlítt. Slíkt fer eftir því á hvaða sjónarhóli menn standa og hvað það er sem þeir em færir um að sjá. Ekki er vitað til að íslending- ar hafi fundið upp eitthvert ein- stakt orð til að einkenna umrædd- an áratug fyrir sitt leyti. Hins veg- ar hefúr mátt sjá i víðlesnum blöðum í vestrænum heimi að ní- undi áratugur aldarinnar er nefnd- ur „áratugur græðginnar“ eða „ágimdarárin“. Þótt ýmsum kunni að finnast að smátt sé um lofið í slíkri nafhgift, er hitt jafhvíst að 1 aðrir verða til þess að sjá í svona einkunnarorðum notalegt gælu- heiti um þá efnahags- og fjár- málaheimspeki sem ráðið hefúr lögum og lofúm í vestrænum þjóðfélögum síðasta áratug. Gmndvöllur þeirrar heimspeki er nánast sá, að svo vegni þjóðunum og heiminum öllum best að ekki sé settur hemill á „ágimdina" í manninum, hún sé það hreyfiafl sem leysi fjölþætta krafta þjóðfé- lagsins úr læðingi, láti hjól at- hafnanna snúast, auki hagvöxt og þjóðarauð og þar með efnalega afkomu almennings, en sé fyrst og ffemst trygging fyrir mannlegu „ffelsi“, óheftu athafnaffelsi, óheftu hegðunarfrelsi. Þótt hinir óbeisluðu kraftar í manninum séu kallaðir ágimd eða græðgi er eng- in ástæða til að láta sér bregða við slíkt orðalag (segja markaðs- hyggjumenn), því að hér er aðeins um að ræða nafngjöf lingerðra manna á ffumhvöt mannskepn- unnar sem er sú að sækja fram, ná undir sig eignum og valdi, standa i samkeppni, vinna sýnilega sigra, en kveinka sér ekki þótt á móti blási. Hér er því að vissu leyti verið að boða hreinlyndi hetju- skaparins og færa sem verða má hin einfoldu náttúmlögmál dýra- ríkisins yfir á fjármála- og efna- hagssvið þjóðfélaganna, losa þau undan hömlum í þeirri trú að þá „haldi það velli sem hæfast er“, eins og þróunarkenningin segir um dýrin í dýraríkinu og heim- spekingar kapítalismans hafa fundið út með gagnályktun að eigi við um mannhópana í mannfélag- inu. Útrás ágimdarinnar Miðað við tilefni þessara skrifa og fæmi blaðamanns til þess að stunda heimspekilegar hugleið- ingar er eins gott að láta þeim lok- ið, en hefja dálitla frásögn af þvi hvað hefúr verið að gerast í sjálfu fyrirmyndarríki efnahags- og fjár- málalegs fijálsræðis á „áratug græðginnar“. Þar er skemmst ffá að segja að í Bandaríkjunum hafa framtakssamir menn virkjað kappgimi sína að fúllu og fundið marglofuðu ágimdareðli sínu út- rás í fjármálastarfsemi, sem um nokkurt skeið var ærið ábatasöm og afkastamikil, en reyndist eigi að síður takmörkum bundin og ekki sú eilífðarvél gróðans sem fjármálasnillingamir hugðu. Bandarískt banka- og útlánakerfi með hluta- og verðbréfamark- aðnum hefúr orðið svo undirlagt af svikum og braski að það riðar nánast til falls og er að verulegu leyti haldið gangandi með ríkis- afskiptum frá degi til dags, enda kemur í ljós að hinn ffjálsi fjár- málamarkaður er nafnið tómt, að því leyti að innistæður í bönkum og sparisjóðum em meira og minna ríkistryggðar samkvæmt lögum, þannig að braskaramir em ekki að gera út á einkaáhættu, heldur ríkisábyrgðir. Það hefúr svo leitt til þess að fjármálabrask- aramir hafa ekki linnt látum fyrr en þeir vom búnir að véla ýmsa þingmenn og áhrifamikla embætt- ismenn til beins og óbeins stuðn- ings við athafnir sínar, svo að fé- sýslumennimir em ekki einir um iðju sína, heldur hafa þeir haft lag á því að gera þjóðkjöma þing- menn og starfsmenn hins opin- bera samábyrga í spákaup- mennskunni. Mesta athygli allra stórsvika í bandarísku viðskiptalífi er mis- notkun braskaranna á hinu sér- bandaríska íbúðalánakerfi sem kallast spamaðar- og lánafélög og á sér rætur meira en 100 ár aftur í tímann. Fram á síðustu ár hafa spamaðar- og lánafélögin gegnt mikilvægu hlutverki sem veð- lánastofnanir fyrir íbúðabyggj- endur, enda var þeim eingöngu ætlað það verkefni, en meinað að lána fé til verslunar- og skrifstofú- bygginga eða neins konar annarra ffamkvæmda. Hins vegar vom þau opin hlutafélög sem menn gátu lagt í fé sitt til ávöxtunar og haft af því tryggan arð þótt vöxt- um væri raunar stillt í hóf. Þegar líða tók á áttunda áratuginn fór hins vegar að fjara undan þessu 100 ára sparisjóðakerfi vegna þess að vextir fóm hækkandi í Bandaríkjunum og hagstæðari möguleikar til ávöxftmar gáfúst með öðm móti. Þá var smám sam- an losað um starfsreglur spamað- ar- og lánafélaganna og þau kom- ust undir eignarhald og yfirráð fé- sýslumanna sem breyttu öllu eðli þeirra úr því að vera lánastofnanir hins almenna launamanns vegna íbúðabygginga yfir í það að verða fjáraflamönnum féþúfa í hvers konar útlánum á háum vöxtum auk þess sem innlánsvextir stór- hækkuðu. Félögin fóm þannig á fulla ferð sem hver önnur gróða- félög í lánaviðskiptum og fjár- festingum. Þessi þróun óx risaskrefúm í for- setatið Reagans upp úr 1980, þegar sú stefna komst á flugstig að aflétta hömlum í lánaviðskipt- um og vaxtatöku. Því fylgdu auk þess slappari tök á opinbem eftir- liti með þessari lánastarfsemi, þótt slikt eftirlit væri lögbundið og nauðsynlegt vegna ríkis- ábyrgða sem stóðu á bak við hana. í skjóli þessa frelsis og eftirlits- leysis tókst fjármálamönnunum, sem náð höfðu stómm hluta kerf- isins undir sig, að ráðast í risavax- in viðskipti og fjárfestingar sem skiluðu miklum afrakstri í einka- þágu þeirra sjálfra. Pappírsviðskipti Hins vegar leið ekki á löngu þar til síga tók á ógæfuhlið í þessari fjármálastarfsemi, enda byggðist hún ekki á neinum raunhæfum framleiðslugmndvelli, heldur tómum pappírsviðskiptum og skuldasöfnun sem menn ýttu á undan sér og skiptust á um að taka við hver af öðmm þar til ekki varð lengra haldið og látið var reyna á rkisábyrgðir eins og þær entust til. Tap ríkisábyrgðasjóðanna nema mörgum hundruðum milljarða dollara, sem fjárveitingavaldið og skattgreiðendur verða að standa skil á. Eins og gjaman vill verða í slíku kraðaki fjármálabralls, þar sem gert er út á náð ríkisvaldsins, hafa athafnamenn þessa viðskipta- sviðs eignast hjálparmenn í stjómkerfinu, þ. á m. öldunga- deildarþingmenn sem liggja undir gmn um að hafa þegið fé og ffíð- indi af bröskurunum, auk þess sem embættismenn hafa sýnt af sér vanrækslu og glópsku í sam- skiptum við þessi fésýsluöfl. í þessu sambandi er sérstaklega rætt um fimm vel þekkta öld- ungadeildarþingmenn, allt menn sem gegnt hafa áhrifa- og virð- ingastöðum i þinginu, en em nú sakaðir um að hafa þegið stórfé til kosningabaráttu sinnar úr hendi höfúðpaursins í braskara- sveitinni, Charles Keatings, sem stefnt hefúr verið fyrir sakadóm fyrir að hafa svikið 1,1 milljarð dollara út úr spamaðar- og lána- félagakerfinu til eigin þarfa, sem þykir talsvert fé, þótt ekki sé það nema brot af öllum þeim svikum og glæfrabraski sem ríkið er þeg- ar ábyrgt fyrir. Nú er ekki nóg með það að verð- bréfa- og fasteignabraskaramir hafi svo gott sem lagt spamaðar- og lánafélög almennings i rúst á nokkmm ámm, fyrirtæki sem höfðu blómstrað í allri sinni hæ- versku í 100 ár og allir vissu hvaða hlutverki þau gegndu, —

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.