Tíminn - 09.06.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.06.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 9. júní 1990 Tíminn 7 r r LAUGARDAGURINN 9. JUNI1990 Við fjallavötnin fagurblá. heldur er og rökstuddur grunur um að hluti hins víðfeðma banka- kerfis í Bandaríkjunum sé á fall- anda fæti með þeim sömu afleið- ingum að gjaldþrotin lendi á rík- isábyrgðasjóðunum, sem hafa þó alls ekki bolmagn til þess að standa undir þeim. Það er því eitt afmeiri háttar verkefnum banda- rískra stjórnvalda að upphugsa ráð til þess að bjarga bankakerf- inu, a.m.k. þeim hluta þess sem bjargað verður. Sem betur fer er mikill meirihluti bandarískra banka rekinn á heilbrigðum grundvelli og varla ástæða til að ætla að breyting verði á því. Hins vegar sýna dæmin að mörg hundr- uð bönkum er hætt og hundruð milljarða dala í húfi sem sannar að jafhvel bankastofnunum í þessum æðisgengnu peninga-, verðbréfa- og hlutabréfaviðskipt- um er ekki treystandi. Allt hefur þetta vaxið á líðandi „áratug græðginnar", sem einkennist af vaxtaokri, verðbréfabraski og veðsetningasvindlL Handaverk nýkapital- ismans á íslandi Það væri sjálfsagt í nokkuð ráð- ist að ætla að draga mikla lær- dóma af þessum bandarísku við- skiptaháttum og heimfæra upp á það sem er hér á landi. A.m.k. verður hlífst við því í þessum skrifum að leggja út í slíkt. Hins vegar er ekki úr vegi að minnast þess að þó nokkur hvinur af hömluleysisstefhu markaðshyggj- unnar hefur borist til íslands og sett mark sitt á efnahags- og við- skiptalífið undanfarin ár. Það væri vel þess virði að kanna rækilega, hvort líðandi áratugur hefur ekki fyllilega unnið til þess hér á landi að vera kallaður „áratugur græðg- innar". Ef eitthvað hefur verið sérstak- lega einkennandi fyrir þennan áratug hér á landi er það uppgang- ur nýkapítalismans, sem setur mjög áberandi mark sitt á við- skipta- og bankamál og lánsfjár- markaðinn í heild. Handaverk nýkapítalismans settu mikinn svip á viðskipta- og lánamálasiðferðið á árunum 1985—1987, en þá var uppsveifla í þjóðarbúskapnum vegna bættrar afkomu í sjávarút- vegi. Á þessum árum var losað um lánsfjárhömlur og lántöku- möguleika erlendis í þeirri trú peningahyggjumanna að lánsfjár- höft og vaxtastjórn væru hér yfír- þyrmandi og í engu samræmi við eðli „markaðskerfisins", sem er það töfraorð sem farið var þá að ganga svo í gegnum efnahagsleg- ar umræður í vestrænum þjóðfé- lögum að aldrei hefur verið hirt um að fá það skilgreint, heldur hefur því verið stillt upp óút- skýrðu sem hinni einu og algjöru andstæðu staliniskra framleiðslu- og viðskiptahátta í Sovétríkjun- um og austantjaldslöndunum og látið eins og enginn millivegur, engin þriðja leið, sé milli stalín- isma og óhefts markaðskerfís samkvæmt kennslubókum nýkap- ítalismans. Fyrir áhrif þessara viðhorfa og án viðhlítandi eftirlits mátti heita að öllu væri sleppt lausu á láns- fjármarkaðnum á árunum um og eftir miðbik þessa áratugar. Að þessar ráðstafanir hafi hleypt fjöri í viðskiptalífið í landinu er að vísu ekkert vafamál, en eftirköstin voru þó ekki nefhd fallegum nöfnum, því að í kjölfarið kom vaxandi verðbólga og efnahags- þensla sem kippti grundveliinum undan samkeppnisstöðu útflutn- ingsatvinnuveganna með þeim af- leiðingum sem öllum eru kunnar. Hugarfar „græðginnar" hafði sannarlega fengið að njóta sín í ís- lensku efhahags- og viðskiptalífi. Frelsi manna til að stunda láns- fjárviðskipti í yfirlýstu gróða- skyni var litlum takmörkunum bundið og mínnir um margt á at- hafnasemi bandarískra okurkarla, sem þá og á árunum þar á undan höfðu látið mest að sér kveða í verðbréfa- og fjárfestingabraski og voru í rauninni fyrirmyndir ís- lenskra fésýslumanna, sem tóku að brjóta undir sig lánsfjármark- aðinn um miðjan áratuginn. Að ýmsu leyti má auk þess sjá samlikingu með slappleika opin- bers eftirlits hérlendis með starf- semi hinna nýju afla á lánsfjár- markaðnum á sinni tíð og sinnu- leysi yfirvalda gagnvart umsvif- um verðbréfa- og fjárfestingar- braskaranna í Bandaríkjunum. Þetta eftirlitsleysi og skortur á viðeigandi reglum um starfsemi lánastofnana á vegum einstak- linga bauð braskinu heim hér á landi ekki síður en í Bandaríkjun- um, þótt viðurkennt skuli að sak- næmt framferði íslenskra víxlara stenst engan veginn samanburð við kerfisbundna glæpastarfsemi bandarískra kollega. Nóg er um samanburðardæmin af starfsvett- vangi verðbréfavíxlara hvar sem er í heiminum, þótt ekki beri sam- an um allt það sem verst gerist á því sviði. Þess er einnig að geta að Alþingi hefur sett lög um skipulag fjármagnsmarkaðarins, sem er mikil framför frá þeim tíma sem verst gegndi um skipu- lagsleysið í þessum málum um miðjan áratuginn, þegar lánsfjár- markaðurinn var opnaður upp á gátt án þess að viðbúnaður væri um eftirlit með starfsemi hans, hvað þá að gætt væri að efnahags- legum afieiðingum stóraukins framboðs lánsfjár og lánsvið- skipta. íslendingar meðtaka boðskapinn Við uppgjör á eðli líðandi ára- tugar á íslandi bendir flest til þess að þetta árabil hafi unnið til þess vafasama heiðurs að hafa verið „áratugur græðginnar" hér á landi engu síður en i öðrum vestrænum löndum. Skref fyrir skref með jöfhum þunga hefur nýkapitalis- minn sótt fram til áhrifa í íslensku þjóðfélagi. Fyrirstöðulítið er þessi stefna að leggja undir sig efna- hags- og fjármálalifið i landinu og síast jafnt og þétt inn í stjórn- málahugsun ráðamanna á Alþingi og í ríkisstjórn — stundum eins og óafvitandi — en stærsti sigur nýkapitalísmans er án efa árangur áróðursins fyrir því að íslendingar búi sig undir að verða fylki í Bandaríkjum Evrópu svo fljótt sem aðstæður leyfa. Þótt það sé yfirlýst stefna stjórnvalda í Evr- ópumálum að vinna að því að ís- lendingar nái hagstæðum við- skiptasamningum á fyrirhuguðu evrópsku efnahagssvæði, og þótt margir ráðandi menn vilji sýna fulla aðgæslu í því efni og haldi fram af alvöru mörgum fyrirvör- um í því sambandi, þá fer ekki milli mála að þeim ráðamönnum í stjórnmálum, atvinnumálum og félagsmálum fer fjölgandi sem vilja sem minnsta fyrirvara um þátttöku íslendinga i evrópskri efhahags- og stjórnmálasamvinnu og eru þegar byrjaðar að búa sig undir að ísland verði innan nokk- urra ára eitt af fylkjum Bandaríkja Evrópu. Ef marka má skoðana- kannanir er þjóðin smám saman að meðtaka þann boðskap. „Ára- tugur græðginnar" er sannarlega farinn að segja til sín á íslandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.