Tíminn - 09.06.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.06.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminri Laugardagur 9. júní 1990 ARNAÐ HEILLA 70 ára: Helgi Bergs fyrrverandi bankastjóri og alþingismaður Helgi Bergs er sjötugur dag. í dag Helga Bergs, framkvæmdastjóra senda vinir hans fjölmargir honum og íjölskyldu hans árnaðaróskir og fé- lagar hans í Framsóknarflokknum hugsa til hans með þakklæti fyrir mikið samstarf á liðnum árum og margar ánægjustundir. Ég kynntist Helga Bergs fyrst í starfi í Framsóknarflokknum. Ég man fyrst eftir honum sem ritara flokksins þar sem hann stýrði stjórnmálanefhd flokksins á miðstjómarfundum og flokksþingum og átti drýgstan þátt í að semja stjórnmálaályktanir flokks- ins. Drög að ófáum stjórnmálaálykt- unum hefur Helgi Bergs samið fyrir Framsóknarflokkinn, ég hygg að fáir hafi samið fleiri. Skilningur Helga á stöðu stjórnmálanna var sterkur og tilfliming fyrir málinu næm. Hæfi- leikar hans til að draga kjama hvers máls fram eru óvenjulegir. Smám saman varð þessi hávaxni og harðleiti maður einn af mínum bestu vinum i Framsóknarflokknum. Helgi Bergs er fæddur í Reykjavík 9. júní 1920. Foreldrar hans voru hjónin Helgi Bergs, sem um langt árabil var forstjóri Sláturfélags Suðurlands, og kona hans, Elin Thorstensen. Ekki kann ég að rekja ættir Helga en faðir hans var ættaður frá Fossi á Síðu, bróðir Lárusar Helgasonar al- þingismanns á Kirkjubæjarklaustri. Móðir Helga var dóttir Jóns Thors- tensens prests á Þingvöllum, en hann var sonarsonur Jóns Thorstensens landlæknis í Nesi á Seltjarnarnesi. Helgi Bergs er alinn upp í Reykja- vík, stúdent frá MR1938. Hann lagði stund á efhaverkfræði i Kaupmanna- höfh og lauk þaðan kandidatsprófi 1943. Á þeim árum voru islenskir efha- verkfræðingar ekki margir. Val Helga á þessari fræðigrein mun hafa mótast báðum þáttum af áhuga hans á raun- greinum og trú manna og umræðu á þeim tíma að iðnaðaruppbygging væri íslendingum mikil nauðsyn. í Kaupmannahöfh kynntist Helgi konu sinni, Lis, dótrur Vilhelms Erik- sens kaupmanns. Þau Helgi og Lis eiga fjögur böm: Kaffibrennslunnar á Akureyri og fyrrverandi bæjarstjóra þar, kvæntan Dórótheu Bergs; Sólveigu, gifta dr. Ævari Petersen fuglafræðingi; Elínu, gifta Ólafi Ragnarssyni bókaútgef- anda; og Guðbjörgu, gifta Viðari Gunnarssyni óperusöngvara. Fyrst eftir nám starfaði Helgi í Kaupmannahöfh hjá einum af pró- fessorum sínum 1943-1945, en flutti síðan heim og hóf að vinna hjá SÍS. Um skeið var hann forstöðumaður í tæknideild Sambandsins og vann einkum við skipulagningu ullar- og fiskiðnaðar samvinnufélaganna. Helgi skipulagði dreifikerfi Olíufé- lagsins hf. á íslandi. Hann var fram- kvæmdastjóri Iðnsýningarinnar í Reykjavík 1952. Arin 1953-1954 staífaði hann í Tyrklandi við skipu- lagningu frystihúsa á vegum FAO. Helgi starfaði sem framkvæmda- srjóri hjá SÍS 1961-1971. Hann stofh- aði ásamt fleirum Verklegar fram- kvæmdir hf. 1954. Helgi var varaþingmaður Suðurlands 1959- 1963 og þingmaður þess kjördæmis 1963-1967. Hann átti sæti i stjórn Verkfræðingafélags íslands 1947- 1949, i bankaráði Iðnaðarbanka ís- lands hf. 1952-1959 og í stjórn Iðnað- armálastofhunar íslands 1962-1966. Hann var ritari Framsóknarflokksins 1962-1971. Formaður stjómar Við- lagasjóðs 1973- 1976. Formaður stjómar Rafmagnsveitna ríkisins 1974-1978. Formaður í stjóm ís- lenskra Aðalverktaka 1954-1959 og var um tíma framkvæmdastjóri þar. Helgi var bankastjóri Landsbanka ís- lands 1971-1988. Stjórnmálastarf Helga er viðamikið. Einkum lét hann til sin taka efhahags- og atvinnumál. Sat lengi í efhahags- málanefnd flokksins og fram- kvæmdastjóm hans. Þann tíma sem hann sat á þingi var Framsóknar- flokkurinn i stjórnarandstöðu en Helgi lét fjölmörg mál til sin taka. Hann var fulltrúi flokksins í þeirri nefhd er undirbjó þátttöku íslands í EFTA og þeirri nefnd er sá um samn- inga varðandi álverið í Straumsvík. Starf Helga sem ritari Framsóknar- flokksins i áratug var gríðarlega mik- ið. Síðari árin hefur hann helgað starfi sinu sem bankastjóri Landsbankans. Þegar ég lít yfir árin sem ég hef þekkt Helga Bergs finnst mér helstu ein- kenni hans óvenju traust skaphöfh og hæfileiki hans til að gera flókna hluti einfalda. Mér var það oft undrunar- efhi á erfiðum fundum þegar við- fangsefhin virtust nær óleysanleg, hvemig Helgi leysti málin upp i þætti, greindi aðalatriðin frá aukaatriðum og einangraði kjama málsins. Mikil yfirsýn yfir þjóðlífið og þekking á viðfangsefhunum auðveldaði honum siðan að finna lausnina. Helgi lætur ekki berast af leið í til- finningahita. Hann beitir stærðfræði- legri rökvísi og það er ekki auðvelt að slá ryki i augu honum. Slíkir menn eru vandfundnir. Shake- speare lætur Hamlet segja á erfiðari stundu: „Give me that man that is not passi- on's slave and I will wear him in my heart's core." Sumum hefur þótt Helgi Bergs geta stundum verið hrjúfur og harður í við- móti. Hann getur verið snöggur í svörum og komið beint að kjarna málsins án vifilengja ef því er að skipta. Mér hefur alltaf þótt það mikill skaði að Helga naut ekki lengur við á lög- gjafarsamkundunni. Starf mitt á Al- þingi hefur kennt mér að þar er mikil þörf fyrir slíka menn sem Helgi er. Meginþunginn i starfsferli hans hefur verið timinn sem hann var bankastjóri Landsbankans. Þar naut hann sín vel og hæfileikar hans komu að góðum notum. En ég held ég verði að segja það beint út að við lausn mála á stjórn- málasviðinu var Helgi afburðamaður og því verður mér starsýnt á þann hluta af hans æviskeiði. Bandaríkjamenn hafa ritað lærðar ritgerðir um þá eiginleika sem stjórn- málamenn þurfa að hafa. Annars vegar þurfa þeir að geta leyst málin, hins vegar að njóta fjöldavin- sælda. Niðurstaða Bandarikjamanna er að erfitt sé að sameina þessa kosti i einum manni. Maðurinn með þekkinguna og skarpa skilninginn, maðurinn sem veldur viðfangsefhinu er oft ekki maðurinn sem tekur vel í hendi, bros- ir á réttu augnabliki og tekur að sér hlutverk dúnsvæfilsins milli kjósand- ans og hins kalda veruleika. Helgi Bergs er ekki maður yfir- borðslegra loforða eða glamuryrða. En hjartað getur verið: „viðkvæmt og varmt þó varimar fljóti ekki i gælum." Helgi er gæfumaður i sinu einkalifi. Á sjötugsafmæli hans sendi ég hon- um og fjölskyldu hans minar bestu árnaðaróskir. Á tímamótum sem þessum líta menn gjaman yfir farinn veg og lýsa hann upp með endurskini minninganna. Þegar Helgi Bergs gerir upp reikning ævistarfsins verða færslurnar tekju- megin margar cins og góðum banka- manni sæmir. Hann getur með glöðum huga og góðum vilja þerrað svitann af enni sér. Mikiö er unnið og margt vel. Það er ósk min að við munum njóta starfa hans og vináttu enn um mörg ókomin ár og að sá: „sem bólfesti bládaggar nætur og batt niður fjallanna rætur og hagvandi skúrir og skin" færi honum og fjölskyldu hans mörg gæfubjört ár. Guðmundur G. Þórarínsson. MINNING Þórður Þorsteinsson Fæddur 5. október 1914 Dáinn 26. maí 1990 „Jafhan kemur mér hann í hug er ég heyri góðs manns getið", þessara frá Meiritungu fomu og fleygu orða minntist ég er mér barst til eyrna lát vinar míns og kunningja til margra ára, Þórðar Þor- steinssonar frá Meiritungu í Holtum, en hann lést á Elliheimilinu Grund Afmælis- og minningargreinar Þeím, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim er heiðruðu mig á 75 ára afmæli mínu 2. júní 1990 með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Bergsson Hvammi, Ölfusi. þann 26. maí sl. Margir munu minn- ast hans en allir munu þeir mæla eft- ir hann á einn og sama veg. Hann var drengur góður i sönnustu og upp- runalegustu merkingu þess orðs. Kynni okkar hófust þegar hann hóf vinnu á sama stað og ég, sem bilstjóri og lagermaður i Málaranum árið 1947. Þórður vann í málaranum í nokkur ár eða þar til hann hóf störf hjá Pósti og síma, fyrst sem bréfberi og síðan lengst af hjá Tollpóststof- unni. Þórður var sérstaklega dagfarsprúð- ur maður og góður starfsfélagi sem alla hændi að sér með hógværð, góð- vild og sérstakri prúðmennsku. Hin létta og glaðværa lund Þórðar var að- dáunarleg, alls staðar var hann hrók- ur alls fagnaðar á gleðinnar stund sem hélst allt til siðustu stundar, þrátt fyrir mikinn og langvarandi sjúkdóm siðustu tuttngu árin sem hann lifði. Veikindi sín bar hann með mikilli stillingu og æðmleysi alla tíð og þó að hann væri oft sárþjáður hittum við vinir hans og kunningjar, sem heim- sóttum hann reglulega á elliheimilið, alltaf sama glaða og káta Þórð sem gerði sem minnst úr veikindum sín- um. Þórður var orðheppinn og hnytt- inn í tilsvörum og var þvi oft glatt á hjalla þar sem hann var. Meðan Þórð- ur var heill heilsu kom hann oft á heimili okkar hjóna, okkur til mikill- ar ánægju. Meðal annars var hann í fæði hjá okkur i nokkurn tíma og þróaðist vinskapur okkar eftir því sem árin liðu. Þórður hafði yndi af söng, enda söngmaður góður, og tók- um við kunningjarnir oft lagið saman í góðra vina hópi. Þórður hafði líka mikla ánægju af hestum og hesta- mennsku og átti hann hesta fyrstu ár- in sem hann átti heima í Reykjavík, en hann fluttist frá Meiritungu alfar- innáriðl945. Eins og áður er sagt vann Þórður um árabil hjá Tollpóststofunni i Reykja- vík. Þórður minntist oft á starfsfélaga sína þar sem sína bestu vini. Þeir reyndust honum sannir vinir í raun, bæði í gleði og þrautum og veit ég fyrir víst að Þórður mat allra þeirra Mýju og vináttu að verðleikum alla tíð. Eg vona að það sé á engan hallað í þessu sambandi þótt ég minnist á einn mann, Aðalstein Guðjónsson, fulltrúa hjá Tollpóststofunni. Þórður og hann unnu saman alla tíð á meðan heilsa Þórðar leyfði. Eftir að heilsu hans hrakaði til muna, hugsaði Aðal- steinn um fjármál Þórðar af stakri samviskusemi allt til hann lést. Fyrir þetta vil ég færa honum, fyrir hönd aldraðrar systur Þórðar, alúðarþakkir. Þórður var fæddur að Meiritungu í Holtum í Rangárvallasýslu, þann 5. október 1914, og ólst þar upp hjá for- eldrum sínum, Þorsteini Jónssyni bónda og konu hans Þórunni Þórðar- dóttur ljósmóður frá Hala í efri Holt- um. Þórður stundaði almenn sveita- störf á heimili foreldra sinna þar til hann flutti til Reykjavíkur árið 1945 og dvaldi þar til dauðadags. Þórði þakka ég alla þá vinsemd og hlýju sem þú sýndir mér og mínu heimili um árabil. I þessum oft svo dimma heimi skín sól og birta við kynni slíkra manna sem þú varst. Ég votta aldraðri systur, svo og öðrum vandamönnum, dýpstu samúðar okk- ar hjóna og veit að minningin um góðan dreng gerir söknuðinn léttbær- ari. Sakna þín nú félagar og frændur. Muna nú vinir handtakið hlýja og góða. Syrgir þig nú systir. Helgi E. Guðbrandsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.