Tíminn - 09.06.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.06.1990, Blaðsíða 14
26 Tíminn Laugardagur 9. júní 1990 IÞROTTIR Helgar- boltinn Helgin er nú frekar roteg hjá knattspyrnumönnum okkar. Ömiur umferö hikarkeppn- iniiar veröur »ð rnestu spiluo og tveir leildr í fyrstu defld kvenna. Þaft ér hins vegar ndg af knattspy riiu i sjón vnrpinu, því að ntestu þrjá daga veroa fhnm leikir sýndir í sjónvarp- inu. Það er ekki fyrr en á þriojudag sein nicsta umferö 1. deitdur er leikin. laugardagur Bikarkeppnin Stokkseyri-Aftureld. kl 11.30 BÍ-iíaukar kl 13.00 ÍBK-ÍK kl 13.00 KeynirS-ÍR kl 14.00 Ármano-Grétta kl.14.00 Yíðir-Selfoss kl.14.00 Ltiftur-Magni W 14.00 IISI-.b-Keynir Á kl.14.00 Hvöt-KS klU.ÖO Lelknlr F-Emberji kl 14.00 1 ylkir-Þróttui K kl 15.00 ldkv.KA-VaJwr kl 14.00 Id kv. KR-UBK kl 14.00 HM á Italíu: V Newsweek spáir 'óðverjum sigri Hið virta bandaríska tímarit News- week spáir V-Þýskalandi heims- meistaratitlinum í samantekt sinni um liðin í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Að mati blaðsins eru það lið V-Þýskalands, Hollands, Brasilíu og Uruguay sem koma til með að berjast um heimsmeistaratit- ilinn. Liðin sem næst koma að mati blaðs- ins eru lið ítalíu, Englands, Sovét- rikjanna, Júgóslavíu og Spánar. At- hygli vekur að Argentína kemst ekki hátt á lista Newsweek. Kallar timarit- ið liðið „one-man show" og á þar við Ðiego Maradona. Blaðið segir liðið ofmetið og segir liðið ekki geta reitt sig á að Maradona skori öll mörk liðsins í þessarí keppni. Lið írlands segir blaðið að sé ráð- gáta. Liðið sé mjög vanmetið og gæti sett strik í reikninginn er liðið mætir Englandi. Þá falla lið Rúmeníu og Tékkóslóvakíu í þennan ráðgátu- flokk. Þá eru eru fjögur lið sem að mati blaðsins eru lið sem gætu sett strik í reikning hinna betri liða. Það eru lið Kolumbíu sem að mati blaðsins gæti veitt Þjóðverjum keppni í riðlinum, Svíþjóð, sem með heppni gæti kom- ist i undanúrslit, Suður-Kórea og Kamerún, sem ku vera besta Afríku- liðið hingað til. Fjögur lið fá slæma einkunn, eða „vonlaus lið". Það eru Bandaríkin, sem blaðið kallar háskóla-stjörnulið sem hefiir það helst á stefiiuskránni að forðasf auðmýkingu, Kosta Ríka, Egyptaland og Sameinuðu arabisku furstadæmin. 100 leikir Tveir leikmenn léku sinn 100. 1. deildarleik á dögunum. Það voru þeir Pétur Pétursson KR og Bald- vin Guðmundsson Víking. Þá hafa þeir Andri Marteinsson FH og Sigurlás Þorleifsson nýlega náð þessum áfanga. BELAHUS ..duglegurtraktor í erfiðu verkin. Hagstæðustu traktorkaupin íár. Amór Guöjohnsen. Spilar hann í röndóttum Juventus búning næsta vetur? Arnór á óska- lista Juventus Undanfamar vikur hefur mikið ver- ið rætt um framtíð Amórs Guðjohn-- sen í knattspyrnunni. Mörg lið hafa sýnt áhuga, en Anderlecht hefur ver- ið tregt að láta hann frá félaginu. Samkvæmt belgískum fjölmiðlum hefur ítalska stórliðið Juventus mik- inn áhuga á að næla í Arnór Guðjohn- sen. Hann er ekki sá eini sem Juvent- us er að skoða, en til greina koma fjórir aðrir leikmenn. Staða Arnórs gagnvart þeim fjórum eru ekki hon- um í hag, þar sem þeir leika allir á ftalíu og Juventus kemur ekki til með að gera upp hug sinn fyrr en eftir keppnina. KNATTSPYRNA Á LOFTLEIÐUM Hótel Loftleiðir bjóða þessa dagana upp á sal til leigu fyrir hópa, þar sem þeir geta komið saman og horft á beinar útsendingar frá heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu. Salurinn, sem er einn af ráðstefriusölum hótels- ins, er búinn mjög góðum sýningar- tækjum og stóru sýningartjaldi og að sögn Hannesar Hilmarssonar hjá Hótel Loftleiðum eru myndgæði frá- bær. „Þessi hugmynd kviknaði í framhaldi af heimsmeistarakeppninni í handbolta þar sem starfsfólkið safh- aðist saman til að horfa á leikina og var stemmningin frábær," sagði Hannes. Salurinn tekur 100 manns í sæti. „Leigan fyrir salinn er 10.000 krónur á leikinn og þegar hafa fyrir- spumir borist og strax hefur úrslita- leikurinn verið bókaður, en það má búast við að ásókn aukist þegar nær dregur undanúrslitum og spennan eykst," sagði Hannes ennfremur. Þess má geta að það kom fram í samtali við Hannes, að hótelið gæti boðið salinn til leigu á hagstæðum kjörum fyrir íþróttahópa og félög sem þyrftu að skoða leiki eða aðra íþrótta- atburði á myndbandi. BÍLALEIGA með útibú allt í kringum landiö, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis interRent Europcar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.