Tíminn - 09.06.1990, Síða 16

Tíminn - 09.06.1990, Síða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — 686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Trvggvagötu, S 28822 .ffinnáieruo1*3^33' BIRBBHlHHMSKIWI SAMVINNU8ANKANS SUÐURLANDSBHAUT 18, SlMI: 688568 AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTUÁ kngnr Hdgason M Sævarftöf Aa 2 slmi 91-674000 . LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM DALLAS ^ TOKYO Kringlunni 8-12 Sími 689888 Vorleiðangur Hafrannsóknastofnunar á Bjarna Sæmundssyni: Sj ió r ■ i m n v ■ i öl lai nd ■ i ö gróður- og átulítill „í heild sýna niðurstöður vorieiðangurs 1990 fremur vont ár- ferði í sjónum við landið. Sjávarhiti í hlýja sjónum fýrir sunn- an land var undir meðallagi og á norður- og austurmiðum gætti kalds pól- og svalsjávar í ríkarí mæli en síðan 1981- 1983. Árin 1984 -1987 ríkti góðæri á miðunum með innstreymi hlý- sjávar á norðurmið nær óslitið all- an ársins hring, en 1988 varð lát á og 1989 náði það aðeins á móts við Húnaflóa. Vorið 1990 er því þriðja árið í röð með köldu árferði í sjónum fyrir Norður- og Austur- landi og er reyndar þeirra kald- ast.“ Þetta er niðurstaðan úr vor- leiðangri rannsóknarskipsins Bjarna Sæmundssonar sem lauk í gær. í leiðangrinum var kannað al- mennt ástand sjávar, gróðurs og átu á íslenska hafsvæðinu. Helstu niðurstöður, sem Iiggja þegar f-TÍr, segir Hafrannsókna- stofnun vera þessar. Fyrir Suðvestur- og Vesturlandi var hitastig um 5-7 gráður, sem er undir meðallagi, og við botn á landgrunninu var hitastigið 6 gráður eða einni gráðu undir með- allagi. Gróður var mikill í Faxa- flóa en lítill í hlýsjónum utar og átumagn var lítið. Fyrir Vestfjörðum gætti áhrifa frá hafísnum, sem var óvenju nálægt landi, og innstreymi hlýsjávar fyr- ir Kögri var í lágmarki. Mikill gróður var á milli íss og lands en átumagn hins vegar lítið. Á Húnaflóa var einnig óvenju mikill hafís, sem var óvenju ná- lægt landinu og sjórinn var bæði kaldur og seltulítill. Gróðurhá- markið var þar um garð gengið í yfirborðslögum, en þó gætti nokk- urs gróðurs dýpra í hitaskiptalag- inu. Átumagn var í lágmarki. í hafinu austur fyrir Norðurlandi og allt suður með Austfjörðum var sjór með kaldasta móti, allt að straumskilunum við Suðaustur- land. Vorhámark gróðurs var liðið hjá næst landi en utar var töluverð- ur gróður. Á þessu svæði var átu- magn lítið og undir meðaltali síð- asta áratugs. Við Rauðatorgið svo- kallaða, djúpt út af Austurlandi gætti hlýsjávar að sunnan eins og svo oft áður. I hinum kalda Aust- ur-Islandsstraumi djúpt út af Norðausturlandi var hiti og selta með einkennum svalsjávar og þar gætti ekki áhrifa hafíss. Á þessum slóðum var mikið af pólsjávarátu en lítið um gróður. 1 hlýja sjónum við Suðurströnd- ina var mikið af átu og sýnilega hafði verið þar mikill gróður. Ferskvatnsáhrif virtust töluverð í strandsjónum. Leysingar á Suður- landi virðast hafa flýtt vorhámarki gróðurs í strandsjónum, sem aftur hefúr stuðlað að átumagni sem er sambærilegt við rikustu ár síðasta áratugar. Því miður virðist sjórinn við Suðurströndina eina dæmið um þokkalegt ástand sjávar, því alls staðar annars staðar var átu- magn með minnsta móti. Leiðangursstjóri á Bjama Sæ- mundssyni var Svend-Aage Malmberg en skipstjóri var Sig- urður Ámason. Tíniinn LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ1990 Ofbeldi mótmælt Dagana 23.-31. maí skrifuðu 646 manns undir mótmæli gegn því mikla ofbeldi sem bömum er boðið upp á í dagskrá RÚV-Sjónvarps. Plagg þetta var aíhent útvarpsstjóra 1. júní s.l. Foreldrar lýsa þar alger- lega óviðunandi ástandi og segja sig knúna til að ritskoða það efni sem lagt sé fyrir bömin. Jafnframt fylgir' áskorun um að erlent bamaefhi verði bæði textað og talþýtt. Tíminn hafði samand við Ingu Jónu Þórðardóttur, formann útvarpsráðs, og sagði hún að mál þetta væri nú í athugun. Hún sagði að ekki kæmi nógu skýrt fram í þessum mótmæl- um hvemig ofbeldi og í hvaða efni fólk ætti við. I sambandi við textun og talþýðingu sagði Inga að mestallt efhi væri annaðhvort textað eða tal- sett. Reynt væri að talsetja það efni sem ætlað sé yngstu bömunum. Eins og fram kemur hér að ofan vilja for- eldrar að bamaefni sé bæði textað og talsett með tilliti til heymaskertra og sjónskertra bama. Inga sagði þetta allt spumingu um peninga og fyrst komið væri út í þessa hluti væri þá ekki alveg eins spuming um að tal- setja og texta allt efni sjónvarps, en ekki bara bamaefhi. Foreldrar em einnig óánægðir með, hversu lítið tillit sé tekið til bama og að þeirra efhi væri ýtt úr dagskrá þegar um væri að ræða beinar út- sendingar frá íþróttaviðburðum. KMH Heilbrigðiseftirlitið innkallar krydd vegna salmonellu: Kíkiö vel í kryddhilíuna Tvær tegundir af kryddi hafa verið innkallaðar úr verslunum vegna salmonellumengunar, samkvæmt tilkynningu frá Holl- ustuvemd ríkisins. Þama er um að ræða heilan (ómalaðan) svartan pipar og skorið rósm- arín. Báðar tegundirnar eru frá fýrírtækinu G. Pálsson & Co. Þessar kryddtegundir hafa lengi verið seldar hér á landi. Hollustu- vemd ráðleggur neytendum að nota ekki þær kryddvömr sem salmonella hefur fundist í. Sér- staklega er varað við því að krydda með því mat eftir mat- reiðslu og að borða afganga af mat sem þannig hefur verið kryddaður. Tíminn leitaði upplýsinga hjá Hollustuvemd um hvemig salm- onellan hafi uppgötvast. Veiktust kannski einhverjir? „Nei það hafa engir veikst okkur vitanlega. Það em eiginlega tvær ástæður fyrir þessu. Annarsvegar fengum við tilkynningu erlendis frá um að salmonella hafi fundist í kryddi frá þessum þýska framleið- anda. Hins vegar emm við að gera könnun á því kryddi sem hér er til sölu“, sagði Jón Gíslason. Krydd frá þessum þýska fram- leiðanda hefur lengi verið hér á markaðnum. Salmonellan fannst í sýnum úr einni sendingu, en um ástand fyrri sendinga er hins vegar ekki vitað. Umbúðir þessara kryddtegunda eru annars vegar 125 ml (um 60 g) úr glæm plasti með hvítu loki og hins vegar 60 ml (25 gr) glemm- búðum með rauðu loki. Umbúð- imar em einungis merktar með heiti vörunnar og nafni pökkunar- aðila (G. Pálsson & Co). Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur fyrirskipað stöðvun dreif- ingar og innköllun þessara krydd- tegunda úr verslunum. Heilbrigð- iseftirlitið og Hollustuvemd hafa unnið í þessu máli í samvinnu við fyrirtækið G. Pálsson hf. Kryddið er framleitt af fyrirtæki i Þýska- landi og hefur viðskiptum við hann nú verið hætt og jafnframt óskað eftir því við ríkistollstjóra að allur innflutningur á kryddi frá honum verði stöðvaður. Hollustuvemd bendir á að salm- onellusýklar drepist við góða suðu eða steikingu. Þeir geti hins vegar fjölgað sér í vömm sem ekki eru hitaðar eða geymdar án fullnægj- andi kælingar, og þannig valdið matarsýkingum. -HEI Nær allir sjómenn í landi á sunnudag: Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur um allt land á morgun sunnudag. I Reykjavík verða há- tíðahöldin með hefðbundnu sniði. Dagurinn hefst með minningarguð- þjónustu í Dómkirkjunni klukkan 11. Biskup íslands, Ólafúr Skúla- son, mun minnast látinna sjómanna sem farist hafa við störf frá síðasta sjómannadegi. Við Reykjavíkurhöfn verða uppá- komur sem Slysavamarfélagið sér um. Sportbátaklúbburinn Snarfari verður á ferðinni við höfnina. Bro- key, siglingafélag Reykjavíkur, verður með siglingakeppni. Þá munu fulltrúar ríkisstjómarinnar, sjómanna og útgerðarmanna halda ræður og Pétur Sigurðsson, formað- ur sjómannadagsráðs, heiðra aldr- aða sjómenn. Árið 1987 var sjómannadagurinn gerður að löggiltum ffidegi og em því nær allir sjómenn í landi á þess- um degi. Skip mega ekki fara úr höfn ffá hádegi á fostudegi fyrir sjómannadaginn til hádegis á mánudeginum eftir. Garðar Þor- steinsson, ffamkvæmdastjóri, sjó- mannadagsráðs, sagði að sjó- mannadagurinn hefði mikið gildi fyrir sjómenn. Hann taldi að gildi hans hefði aukist eftir að dagurinn var lögleiddur sem ffidagur. Sjómenn í Reykjavík halda hóf á Hótel Islandi að kvöldi sjómanna- dags. Löngu uppselt er á hófið. -EÓ Atvinnusýning Sunnlendinga: Sýnt undir stærsta glugga landsins Frá Sigurði Boga Sævarssyni frétta- ritara Tfmans á Selfossi. Bergsveinn er nafnið á atvinnu- sýningu Sunnlendinga sem At- vinnuþróunarsjóður Suðuriands gengst fyrir og haldin verður á Selfossi dagana 23. júní - 1. júlí næstkomandi. Nú þegar hafa um 50 aðilar skráð sig til þátttöku á sýninguna og er ljóst að hún verð- ur með fjölbreyttasta sniði. Sýn- ingin verður í húsi Fjölbrauta- skóla Suðurlands undir stærsta glugga landsins og þannig er skólahúsið sjálft einn aðalsýning- argripurinn en sýningin verður jafnt innandyra sem utan. Nafn sýningarínnar, Bergsveinn, ber heiti bergrisans i skjaldamerki ís- iands. A sýningunni gefst fólld tækifæri til að kynnast starfsemi og framleiðslu sunnlenskra fyrir- tækja. Það er einn skemmtilegur þáttur sýningarinnar að nokkur sveitafélög hafa tekið höndum saman með fyrirtækjum um þátt- töku á sýningunni. Þá kynnir sveitarfélagið sjg og fyrirtækið framleiðslu sína, bæði í sama sýn- ingarbásnum. Fyrirtæki koma fram ein og sér og nokkur saman. „Markmið sýningarinnar er að koma á framfæri og kynna starf- semi sunnlenskra fyrirtækja og þjónustustofnana“, sagði Sigurður jónsson, framkvæmdastjóri sýn- ingarinnar. Eins og fyrr segir hefst sýningin hinn 23. þessa mánaðar og verður byrjað að setja sýning- una upp strax eftir næstu hclgi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.