Tíminn - 12.06.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.06.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 12. júní 1990 Breski sendiherrann á íslandi færði lögreglustjóran- um í Reykjavík dularfulla svarta ferðatösku að gjöf: Hvað er í töskunni? Breski sendiherrann á íslandi, Ri- chard Best, afhenti Böðvari Braga- syni lögreglustjóra á föstudag að gjöf stóra svarta ferðatösku. Blaða- menn voru boðaðir á skrifstofu lög- reglustjóra vegna þessa en ekki fékkst uppgefið hvað í töskunni var. I fréttatilkynningu frá breska sendi- ráðinu er því haldið fram að taskan leyndardómsfulla hafi að geyma fikniefnaleitartæki til notkunar i bar- áttunni gegn smygli á ólöglegum fíkniefnum. Engin staðfesting fékkst á því og lokaði lögreglustjóri að sér þegar hann opnaði töskuna. Næstráðandi í breska sendiráðinu, Alp Mehmet sagði í samtali við Tím- ann að ekki mætti gefa upp hvað taskan hefði að geyma. Astæðuna fyrir þessari miklu leynd sagði Alp vera að því minna sem smyglarar vissu því betra. „Þeir geta ekki varast það sem þeir þekkja ekki.“ Það verður þvi áfram leyndarmál hvaða tæknibúnaður er í töskunni. Það er ljóst að búnaðurinn er dýr því fréttatilkynningin frá sendiráð- inu segir búnaðinn að andvirði nærri milljón íslenskra króna. Sendiráðsmenn vildu taka það fram að tímasetning gjafarinnar væri ekki í tengslum við komu hennar hátignar Elísabetar Bretadrottningar til ís- lands í byrjun júlí heldur væri um að ræða helbera tilviljun. En einhver kann að spyija: Af hverju ísland? Fréttatilkynning sendiráðsins svar- ar þeirri spumingu: „Bretland hefúr skipað sér í framvarðasveit í Alþjóð- legri baráttu til að sigrast á þeirri ógnun sem smygl á fikniefnum er. Það er sendiráðinu því mikið gleði- efni að fá þetta tækifæri til að að- stoða íslensku Iögregluna i þeirra baráttu. —ES Böðvar Bragason tekur við töskunni leyndardómsfullu á skrifstofu sinni í gær. Fyrir hönd ríkisstjómar hennar hátignar færði breski sendiherrann, Richard Best, lögreglunni í Reykjavík gjöfina. Tímamynd Ami Bjama Framfærslukostnaður hækkar um 0,7%: „Bólgan“ í bensíni og utanlandsferðum Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 0,7% milli maí og júní. Af hækkuninni em 0,2% vegna verð- hækkunar (4,2%) á bensíni, 0,2% vegna verðhækkunar (5,2%) á utan- landsferðum og 0,1% vegna verð- hækkunar á fatnaði. Smávegis hækk- anir urðu á nokkmm öðmm liðum. Verð á matvömm hækkaði ekki neitt að meðaltali þennan mánuð. Þar sem verðlækkun (3,5%) á grænmeti og (1%) á fiski kom á móti og jafnaði út smávegis hækkun á einhverjum kjöt- vömm, kaffi og sykri. Á tímabilinu janúar til júní hefur framfærslukostnaður hækkað að meðaltali um 4,4%. Mjög er hins vegar mismunandi hvar þær hækk- anir hafa komið ffarn. Sumt (sími, bækur og blöð og tóbak) hefur ekk- ert hækkað. Matvömliðurinn hefúr aðeins hækkað um 1,1% þessa fimm mánuði (þar af mjólkurvömr ekki neitt), bamagæsla um 1,3% og raf- magn og hiti um 2,3%. Aðrir liðir hafa á hinn bóginn hækk- að stórlega. Þjónusta veitinga- húsa/hótela um rúm 12%, vömr í búsáhaldaverslunum um 13%, raf- magnstæki um 11%, notkun almenn- ingsfarartækja um tæp 10%, húsgögn um 8%, fatnaður um 6% og rekstur einkabílsins um rúm 5%. Fram- færsluvísitalan (145,4 stig) er nú 15,5% hærri en í júní í fyrra. Flækkun hennar síðustu sex mánuði svarar hins vegar til 10% verðbólgu á heilu ári. Síðustu þrjá mánuði hefur fram- færsluvísitalan mælst í kringum 8% verðbólgu á heilu ári. - HEI Akureyri: Skólaslit hjá Verk- menntaskólanum Verkmenntaskólanum á Akureyri var slitið við hátíðlega athöfn nýlega. 90 stúdentar brautskráðust frá skól- anum, flestir af viðskiptabraut. Auk þess útskrifuðust 72 nemendur af hinum ýmsu sviðum, sjókokkar, sjúkraliðar, vélstjórar, tækniteiknar- ar, vélvirkjar, skipasmiðir og málarar. 18 nemendur fengu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og voru viðurkenningamar firá sendiráðum, fyrirtækjum og skólanum sjálfúm. Á síðasta vetri stunduðu 1110 nemend- ur nám við Verkmenntaskólann á haustönn, en 1070 á vorönn. I skólaslitaræðu sagði Bemharð Haraldsson skólameistari m.a.: „ í dag er hátíðisdagur ungs fólks sem stendur á tímamótum. Að baki em æsku- og unglingsár og framundan líf hins fúllþroska manns. Við gleðj- umst og sendum ykkur frá okkur f þeirri von að þið aflið ykkur einskis frekar en góðs mannorðs. Ykkar bíða óþrjótandi verkefni og nú róið þið einskipa. Þið skuluð hlakka til að takast á við ný verkefni og leita eftir þeim þroska sem felst í því að heyja baráttu og geta bæði tekið sigri og ósigri. Nýtið ykkur námið og uppeldið í veganesti og dragið lærdóm af dýrri reynslu annarra. Getið ykkur gott orð, því gott mann- orð er dýrmætara en mikill auður. Farið víða og leitið hamingjunnar, en munið að hún er ekki glóandi gull, hana finnið þið aðeins í hjarta ykkar, því hún felst í gleði yfir vel unnu verki og hreinni samvisku góðs manns.“ Eftirtaldir nemendur fengu viður- kenningu fyrir góðan námsárangur: Adam Tiaustason, fyrir góðan ár- angur á stúdentsprófi á tæknisviði. Anna J. Guðmundsdóttir fyrir góðan árangur á almennu verslunarprófi. Anna Soffía Gunnlaugsdóttir fyrir góðan árangur í íslensku. Björgvin Ámason, fyrir góðan ár- angur á 3. stigi vélstjómar, og einnig fyrir góðan árangur í dönsku. Brynja Hauksdóttir, fyrir góðan ár- angur í tækniteiknun. Friðrik Magnússon, fyrir góðan ár- angur í reikningshaldi. Eyrún Magnúsdóttir, fyrir góðan ár- angur í þýsku, og einnig fyrir góðan árangui í íslensku. Hólrnff íður Þórðardóttir, fyrir góðan árangur í matvælagreinum, og einnig fyrir góðan árangur í ensku. Jón Emil Pétursson, fyrir forystu í félagsmálum. Jónas Jónsson, fyrir góðan árangur í faglegu iðnnámi. Lúðvík Gunnlaugsson, fyrir góðan árangur á 2. stigi vélstjómar. Muggur Matthiasson, fyrir góðan árangur í vélvirkjun. Sigríður Pálrún Stefánsdóttir, fyrir góðan árangur á viðskiptasviði. Sigurrós Tryggvadóttir, fyrir góðan árangur í hjúkrunarstörfum. Sigurður Sigþórsson, fyrir góðan ár- angur í faglegu iðnnámi. Vilborg Guðmundsdóttir, fyrir góð- an árangur í þýsku. Loks fengu skiptinemamir Alisha Phealan og Karisa Terry viðurkenn- ingu frá Verkmenntaskólanum. hiá-akureyri. Víðarrsmenn breyttu húskofa í sjúkraþjálfun að Arnarholti: Hreysi varð höll á 800 vinnustundum Lionsfélagar úr Lkl. Víðarri af- hentu nýlega stjóm Sjúkrastofn- unar Reykjavíkurborgar fúll- komna sjúkraþjálfun sem þeir hafa komið upp að Amarholti á Kjalamesi, sem er vistheimili frá Borgarspítalanum. Samkvæmt frétt frá Víðarrsmönnum hafa þeir síðustu tvo vetur unnið þar að endurbótum og lagfæringum á gömlu húsi sem komið var að hmni. Árangur 800 stunda erfiðis er fullkomin sjúkraþjálfún með tilheyrandi bað- og snyrtiher- bergjum, sem þeir gáfú fúllbúið með heilsuræktartækjum. Páll Gíslason, stjómarformaður og læknir, tók við og þakkaði frá- bært framlag Víðarrsmanna og vakti athygli á að hefðu ekki Víð- arrsmenn komið til væri staðurinn enn jafn vanræktur og gleymdur sem fyrr. I þessu eigingjama þjóð- félagi sagði hann gjafmildi, fóm- fýsi og jákvætt hugarfar Lions- manna til fyrirmyndar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.