Tíminn - 12.06.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.06.1990, Blaðsíða 7
Tíminn 7 Þriðjudagur 12. júní 1990 VETTVANGUR Jónas Jónsson: Eigum við betri kost en að búa á Islandi? Sýnt er að ekki hefur tekist að útskýra það fyrir stórum hluta almennings að vit sé í að stunda búskap á íslandi. Svo margir óhlutvandir stjómmálamenn og stjómmálaspírur, háskólahagspekingar og svo fréttamenn, sem alltaf vilja draga það fram sem þeir geta fundið til ávirðingar en leyna því sem betra er, hafa svo og og svo lengi lýst íslenskum land- búnaði sem vandræðabami að þetta er árangurinn. Stærstur er hlutur ýmissa fréttamanna. Þegar bændur eða starfsmenn þeirra reyna að koma á framfæri því sem er gott við landbúnaðinn og honum til ffamdráttar er það ekki frétt. Þegar ungur hagfræðingur í þjón- ustu Seðlabankans skrifar eftir pönt- un Heimdallar grein um það hve miklar fjárhæðir honum virðist megi spara þjóðinni með innflutningi landbúnaðarvara þá er það ffétt og kynnt sem óyggjandi staðreynd en öllum fyrirvörum um að forsendur vanti og að margt sé áætlað sleppt. Þama var hagffæðingurinn nógu heiðarlegur til að hafa fyrirvara á áliti sínu en fféttamenn að sama skapi óvandaðir í málflutningi sínum með því að sleppa þeim öllum. Þegar hagfræðingar á vegum „Hag- þjónustu Háskólans" birta stórvill- andi fyrirsagnir af verðþróun búvara, þegja um það sanna en sveigja að mörgu í landbúnaðinum og skálda það upp að þjóðin muni spara 15 milljarða króna á ári ef hér yrði hætt búskap þá er það að sjálfsögðu stór- ffétt í ríkissjónvarpinu. Það er hins vegar ekki ffétt þegar þetta er leiðrétt og færð að því mörg rök að fyllyrðingar Hagþjónustunnar standist ekki. (Hér er m.a. vitnað til skrifa Gunnlaugs Júlíussonar land- búnaðarhagfræðings um þessi mál. Sjá grein hans í Tímanum 6. mars sl.) Það er sérstaklega athyglisvert að það skuli ekki vera frétt að mati t.d. fréttamanna sjónvarps þegar í ljós kemur að svonefhd Hagþjónusta Há- skóla Islands stundar óvönduð vinnubrögð. Enn skulu rakin dæmi um fféttamat og vinnubrögð fféttamanna. Það henti einn fféttamann Sjónvarpsins að misskilja ástæður fyrir hækkun á sauðfjárafurðum sem kom eftir að kjarasamningar voru gerði og gera úr þvi ffétt sem gaf til kynn að þama ryfu ríkisstjóm og bændur þjóðarsátt. (Hér var um það að ræða að hækkun, sem sauðfjárbændur féllust á ffesta við haustsamningana og áttu því inni, kom til ffamkvæmda eftir kjara- samninga.) Þetta var leiðrétt við fféttamanninn og mun hann hafa tek- ið því drengilega En því miður „gleymdi“ hann að efna loforð sitt um að leiðrétta misskilninginn. Haugakjötsmyndir sínar er rikis- sjónvarpið búið að sýna svo oft að hreinum undmm sætir. Eftir sífellda birtingu þessa ljóta myndefnis að dæma mætti ætla að það væri árlegur ef ekki enn algengari viðburður að góðum mat væri hent á hauga á Is- landi. Erfitt er að skýra ást einstakra fféttamanna á myndum af þeim leiða atburði þegar menn neyddust til þess fyrir um það bil þremur árum að henda nokkru af ærkjöti og gömlum ffampörtum öðruvísi en þeim sé ffó- un að því að sverta landbúnaðinn. Er önnur slýTÍng á því? Landbúnaður á Islandi á undir högg að sækja. Það á hann reyndar í öllum löndum þar sem fólk býr ekki við skort. Þeir, sem nóg hafa að borða, telja það svo sjálfsagðan hlut að það gleymist æði oft að þakka fyrir mat- inn. Nær allar umræður um landbún- að á Vesturlöndum snúast um vanda- mál vegna offramleiðslu og það hve dýrt það sé fyrir þjóðfélagið að fram- fylgja rikjandi landbúnaðarstefnu. Ljóst er að ekkert eitt land er þess megnugt að hverfa ffá vemdarstefnu fyrir landbúnað sinn. Ekki er vitað um neina þjóð sem vill leggja niður landbúnað sinn eða kasta honum undir óhefta samkeppni við innflutn- ing sem þá mundi m.a. koma ffá löndum þar sem ffamleiðslan er vemduð og mjög mikjð niðuigreidd. Hvarvetna í þessum löndum er litið á landbúnað sem einn mikilvægasta þáttinn í öryggismálum þjóðarinnar. Þar em til áætlanir um almannavið- búnað og matvælafr amleiðslan er þar að sjálfsögðu undirstöðuatriði. Þá em umræður um landbúnað nær hvarvetna í iðnaðarlöndum mjög tengdar byggðamálum, félagslegu jafhrétti og varðveislu á því umhverfi sem sveitir og landbúnaður mynda. Þar sýnir það sig m.a. að boigarbúum þykir vænt um landið og og það landslag sem sveitimar varðveita. Þó að stunið sé undan miklum „út- gjöldum", vegna þeirrar landbúnað- arstefnu sem er nánast hin sama í öll- um iðnvæddum löndum, er Ijóst að gerbreyting á henni verður alls ekki hrist ffam úr erminni. Nú standa yfir strangar viðræður innan Alþjóða tollabandalagsins (GATT) sem miða að því að þjóðim- ar taki höndum saman um að færa niður hvers konar stuðning við land- búnað, draga úr vemdun landbúnað- ar, m.a. með því að draga úr útfiutn- ingsbótum, innflutningshöftum og tollum. Þetta lítur að sjálfsögðu vel út á pappímum. Svo bregður hins vegar við að sjálft Evrópubandalag- ið, sem flestir hér á landi virðast líta á sem sérstakan boðbera viðskipta- ffelsis, hefur tekið forystu í hópi þeirra þjóða sem tregastar em til að ganga langt í þessum efnum. Landbúnaðurí brennidepli 1. grein Nokkuð hefur verið haldið á lofti að viss árangur hafi náðst í þessum samningum. Hann er þó ekki meiri en það að þátttökuþjóðimar hafa orð- ið sammála um að auka ekki neins konar stuðning við landbúnað frá því sem nú er. Allt er þó óljóst ennþá og lítið vitað um hvemig ffamkvæmdin verður. Umræður um umhverfismál fara ekki ffamhjá landbúnaðinum, síður en svo. I vestrænum löndum láta neytendur sig það æ meira skipta að vörumar séu heilnæmar, lausar við hvers konar aðskotaefni, ffamleiddar með sem minnstri notkun plágueyða í jarðrækt eða neins konar lyfja í bú- fjárffamleiðslu. Þá á hvers konar verksmiðjubúskapur sér æ færri for- mælendur. Neytendur hafa illan bifur á þröngbýli dýra í búmm og stór- ffamleiðslu sláturgripa í fóðrunar- kvíum. Svonefnd líffæn ræktun ryð- ur sér hins vegar til rúms og þær vörur sem þannig eru ffamleiddar em greiddar hærra verði. Þessar umræður hafa hins vegar nær ekki náð til Islands, hvað sem veldur. Þess er nánast aldrei gctið að ís- lenskur landbúnaður skilar í þessu tilliti hreinni og væntanlega heil- næmari vömm en við gætum vænst að fá ffá öðmm löndum. Nýlega vom á vegum OECD birtar tölur um áburðamotkun og notkun á plágu- vamarefhum (skordýra- og illgresi- seyðandi efnum) í 20 löndum. Island er þar langneðst á blaði hvað varðar notkun slíkra efna í landbúnaði. Á sama tíma og Hollendingar nota 18,5 kg af slíkum efnum á hvem hektara ræktaðs lands, Japanir 17,6, Italir 13,3, Belgar 11,3 er notkunin hér 0,06 kg á hektara. Áburðamotkun á hvem hektara er nálægt meðaltali hér á landi, en þeg- ar til þess er litið að hér er ræktað land aðeins um einn hundraðasti af heildarstærð landsins og nær allt graslendi, sem bindur vel áburðar- efnin þannig að útskolun í grunn- vatni er sáralítil, er ljóst að hér gætir mengunar mjög lítið í ám og vötnum, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þannig mætti fleira telja sem er ís- lenskum landbúnaði hagstætt í sam- anburði við landbúnað annarra þjóða en um það er sjaldan talað. Á það hefur verið minnst hér að framan að það er víðar en á Islandi sem landbúnaður á undir högg að sækja. Við því er raunar ekkert að segja. Svo er reyndar einnig um aðra atvinnuvegi. En bændur og landbún- aðurinn eiga rétt á að um mál þeirra sé fjallað af sanngimi og réttsýni. Bændum er mjög mikilvægt að öðl- ast skilning og traust neytenda í land- inu. Til þess að það geti orðið má ekkert draga undan. Neytendur (skattborgarar) eiga fullan rétt á að fá að vita hvað það kostar að framleiða búvörur hér, hvemig verðið sem þeir greiða fyrir þær myndast og hve góð- ar eða slæmar íslenskar búvörur em, allt borið saman við hvað þetta kost- ar í öðrum löndum. Vissulega er hér ekki um einfalda hluti að ræða til að bera saman. Það er hvorki sanngjamt né raunhæft að bera saman við lægsta verð (eða sn. heimsmarkaðs- verð) á ýmsum búvörum erlendis og verð á innlendum vörum hér. Því veldur að styrkir til landbúnaðar, út- flutningsbætur og margt annað, sem Iiggur að baki því verði sem vörum- ar em seldar á erlendis, leiðir til lægra verðs á vömnum. Styrkir til landbúnaðar em með öðrum orðum víða meiri en á Islandi. Almenningur á íslandi þyrfti einnig að velta þvi fyrir sér í fullri alvöra hvar þjóðin stæði ef hér væri ekki stundaður hinn hefðbundni búskapur sem veitir atvinnu, sparar gjaldeyri, er kjölfesta byggða, tryggir lifandi sveitir, nýtir margháttuð hlunnindi, varðveitir fjölbreytni menningar og tengsl við land og sögu. En síðast en ekki síst ættum við sem lifum í hin- um ofsadda hluta heimsins að gera okkur grein fyrir því að hinn hlutinn, þar sem hungurvofan er sífellt í gætt- inni, er miklu miklu stærri og möig- um sinnum fjölmennari. Tvö síðustu ár þurrkuðust kombiigðir heimsins út — nú er ekkert upp á að hlaupa, aukning á matvælaframleiðslu heimsins heldur alls ekki í við mann- fjölgunina. Ekki er talið að hægt sé að auka komframleiðslu heimsins í neinu samræmi við auknar þarfir. Líkur benda til að strax á næsta ára- tug muni komverð maigfaldast. Því fylgja síðan óhjákvæmilega miklar hækkanir á fjölmörgum búfjárafurð- um. Við höfum í framtíðinni enga trygg- ingu fyrir því að geta stöðugt keypt ódýrar búvörur. Það er skylda okkar sem þjóðar, þó lítil sé, að leggja okk- ar skerf af mörkum til þess að mann- kynið hafi nóg að borða, þó ekki sé í öðm en að ftamleiða til eigin þarfa það sem landið býður upp á. ÚR VIÐSKIPTALÍFINU ' *V , Ráðstjórnarríkin á krossgötum? í grein um boðaðar breytingar á skipan efnahagsmála í Ráðstjómar- ríkjunum sagði Time 7. maí 1990: „Minnkandi fer það, sem neytendum stendur til boða, og fólk neyðist til að leggja fyrir þá peninga, sem það get- ur ekki eytt. Áð minnsta kosti 165 milljarðar rúblna í þvinguðum spam- aði, — andvirði um 6 mánaða smá- sölu, — liggja sem mara á atvinnu- lífi; mikið af því er bókstaflega falið í rúmdýnum. Rúblan hefur svo lítið raunvirði, að fyrirtæki neyðast til að setja framleiðslu sína til vömskipta til að greiða verkafólki sínu í ftíðu fternur en fé. ... Verð á íbúðarhús- næði, almannaþjónustu, ferðum með samgöngutækjum og nauðsynlegustu matvælum hefur verið haldið föstu á lágu stigi, sem engan veginn svarar til framleiðslukostnaðar. Það krefst viðvarandi feiknarmikilla niður- greiðslna rikisins, — 110 milljarða rúblna 1989, — sem að sínu leyti or- saka vaxandi halla á fjárlögum, 90 milljörðum rúblna í fyrra, sem svarar til 10% af landsftamleiðslu." „Hugmyndaftæði hefur ekki aðeins staðið í Gorbachev, heldur hefur hún líka staðið „döpm vísindunum" fyrir þrifum, en til þeirra þarf hann að sækja hollráð. Vegna þess að hið staliníska kerfi hafnar lögmálum hagftæðinnar svo sem áhrifum ftam- boðs og eftirspumar á verðlag, hafa allflestir sovéskir hagftæðingar lítinn skilning á gangi nútíma efnahagslífs. ... Á síðastliðnu ári tók Gorbachev suma af bestu — og róttækustu — hagffæðingum Ráðstjómarríkjanna upp í kunningjahóp sinn. Athyglis- verðast var, að í desember skipaði hann Petrakov persónulegan ráðgjafa sinn. Petrakov vill taka upp markaðs- búskap í Ráðstjómarríkjunum, opinn og felldan að öðmm hlutum heims. Fyrir tuttugu ámm, þá ftakkur 33 ára gamall maður, boðaði hann fijálst markaðskerfi í hinu víðlesna tímariti Novy Mir. Sú uppástunga, ftam sett í doða „stöðnunarskeiðs“ Brezhnev, var snupmð í Pravda. — Petrakov á nú máttuga bandamenn á æðstu stöð- um, á meðal þeirra Leonid Abalkin, aðstoðar-forsætisráðherra með um- sjón með efnahagslegum umbótum, og Stanislav Shatalin, sem sæti á í hinu nýskipaða forsætisráði, ftam- kvæmdanefnd sem í reynd hefur komið í stað stjómmálanefhdar (ath. miðstjómar Kommúnistaflokksins) sem helsti stefnumörkunaraðili.“ Fáfnir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.