Tíminn - 12.06.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.06.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn m Þriðjudagur 12. júní 1990 Þriðjudagur 12. júní 1990 Tíminn 9 : : wm Frá keppni í að leggja á borð á síðasta landsmóti sem haldið var á Áhorféndur létu sig ekki vanta á landsmótinu á Húsavík enda var veður Keppt er í flestum greinum greinum íþrótta á landsmótum og eru sigl Húsavík 1987. mjög gott ingar þar ekki undanskildar. Vigdís Finnbogadóttir forseti fslands ávarpaði gesti á Húsvík fýrir þrem- Eitt fýrsta BMX-rall sem haldið hefur verið fór fram á síðasta landmóti. urárum. 20. landsmót UMFÍ haldiö í Mosfellsbæ dagana 12.-15. júlí: 33 við íslensku Olympíuleikana íi Stærsti einstaki íþróttaviðburður á íslandi er landsmót UMFI sem haldið er þriðja hvert ár og í ár er landsmótsár. 20. landsmótið verður haldið í Mosfellsbæ dagana 12. - 15. júlí og verður, miðað við undirbúning og áætlanir landsmótsnefndar, eitthvert glæsi- legasta landsmót UMFl sem haldið hefur verið. Búist er við að fast að fjörutíu þúsund manns muni koma við sögu á mótinu. Kepp- endur verða ríflega þrjú þúsund, fararstjórar og þjálfarar hátt í þúsund talsins, starfsmenn mótsins tvö þúsund og gert er ráð fyrir allt að þrjátíu þúsund áhorfendum. „íslensku Ólympíuleikarnir“ Fimmtíu ár eru liðin frá því að landsmót UMFÍ voru endurvakin í Haukadal árið 1940 og hafa þau verið haldin reglulega síðan. Nú er röðin komin að stærsta héraðssambandinu innan Ungmennafélags Islands, Ungmenna- sambandi Kjalamesþings - UMSK. - En af hverju Mosfcllsbær núna? Sæ- mundur Runólfsson, annar tveggja fram- kvæmdastjóra landsmótsins svarar því. „Það er Ungmennafélag Islands sem heldur landsmótið, þ.e.a.s. landssamtökin og það hefur alla tíð verið stefna UMFI að dreifa landsmótinu á landshlutana. Nú er röðin komin að UMSK að halda mótið fyrir UMFÍ í fyrsta skipti. Það héraðssamband sem held- ur mótið hverju sinni er fjárhagslega ábyrgt fyrir því og annast alla framkvæmd móts- ins.“ sagði Sæmundur. Þegar hefur verið ákveðið hvetjir verða framkvæmdaaðilar landsmóts árin 1993 og 1996. Að þremur árum liðnum verða Laug- vetningar gestgjafar og 1996 verður mótið í Borgamesi. Nauðsynlegt er að ákveða með góðum fyrirvara hvar landsmót verður hald- ið þar sem svo stór og viðamikil íþróttamót kalla iðulega á uppbyggingu íþróttamann- virkja á fyrirhuguðum mótsstað. Þegar haft er í huga umfang mótsins og sá fjöldi sem sækir þau er ekki Qarri lagi að mönnum komi í hug Ólympíuleikamir sem haldnir em fjórða hvert ár. Reyndar tekur Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri undir það og segir að miðað við þann undir- búning sem landsmótin fá og þann fjölda sem sækir þau sé ekki nema eðlilegt að líkja þeim við hina einu sönnu Ólympíuleika. Eini frjálsíþróttavöllurinn? „Sú mikla uppbygging íþróttamannvirkja sem ráðist hefur verið í í Mosfellsbæ hefur leitt til þess að þar er nú að finna fullkomn- ustu frjálsíþróttaaðstöðu á Islandi og reynd- ar segja sumir að þar sé eini frjálsíþróttavöll- urinn á landinu sem boðlegur sé fyrir stórmót af þessu tagi. Það er því ekki spum- ing að landsmót em mikil lyftistöng þeim héraðssamböndum sem sjá um þau. I því sambandi er vert að geta þess að sú ákvörð- un að landsmótið 1993 verði haldið að Laug- arvatni mun verða til þess að hraða allri upp- byggingu íþróttamannvirkja þar. Þá er ég sérstaklega að tala um sundlaugina og fþróttavöll með varanlegu slitlagi. Þær fram- kvæmdir munu aftur nýtast íþróttakennara- skólanum og Iþróttamiðstöð Islands sem er á Laugarvatni. Vissulega hefði þurft að vera búið að koma þessum mannvirkjum upp fyr- ir löngu svo þau nýttust við kennslu og þjálf- un.“ sagði Sæmundur. Ekki bara íþróttir Dagskrá 20. landsmóts UMFI er geysilega Qölbreytt. Að morgni fimmtudagsins 12. júlí hefst landsmótið með komu forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur sem jafnframt er vemdari mótsins. Að lokinni opnunarhátíð um morguninn hefst mótið sjálft klukkan 10 og mun standa frá morgni til kvölds alla fjóra dagana. I tengslum við sjálfa íþróttakeppnina verð- ur slegið á léttari strengi. A fimmtudags- kvöldinu verður haldin rokkhátíð þar sem fiam koma hljómsveitimar; Stjómin, Sálin hans Jóns míns, Ný dönsk og Síðan skein sól. Dansleikir verða haldnir í tengslum við mótið fostudag, laugardag og sunnudag. — Nú hefur landsmótsnefnd lagt mikið undir í því sambandi við að gera ytri um- gjðrð 20. landsmótsins sem glæsiiegasta. Mun þessu svipa til skrautsýninga erlend- is? „Þetta verður ekki skrautsýning í eiginleg- um skilningi. Hins vegar leggjum við mikið upp úr því að skemmtilegur blær verði á mótinu. í því sambandi bryddum við upp á nýjung á íþróttamóti hér á landi. Sjötíu starfsmenn, helstu trúnaðarmenn mótsins, verða í sérstökum einkennisfatnaði - jakka- fotum eins og gerist t.a.m. á Olympíuleikum. Þáttur bæjarstjómar Mosfellsbæjar hefur reynst ómetanlegur í því að reyna að tryggja að þetta 20. landsmót verði það glæsilegasta sem haldið hefur verið á íslandi" sagði Sæ- mundur. - Hvcrnig verður tjaldstæðum eða gisti- rými háttað? „Tjaldstæði verða skemmtileg og vel útbú- in og þar geta allir tjaldað endurgjaldslaust. Við vitum það að hvemig sem aðstæður verða, með tilliti til veðurs og annarra óvissuþátta, þá verða aldrei færri en 15 þús- und gestir og þeir munu allir komast fyrir á tjaldsvæðinu." Fuglinn - Landsmót Vörumerki landsmótsins, ef svo má komast að orði, verður teikniflgúra sem lesendur Tímans kannast sjálfsagt nú þegar við úr sjónvarpsauglýsingum. Viðamikil kynning verður á Landsmótinu í fjölmiðlum og segir Sæmundur það vera markmiðið að þegar fólk sér fuglinn detti því samstundis í hug Landsmót í Mosfellsbæ. Fugl þessi er sérstakur útlits og hefur ekki enn fengið nafn. A því verður þó fljótlega ráðin bót. Efnt var til hugmyndasamkeppni í öllum grunnskólum landsins um nafn á fúgl- inum. Mjög góð þátttaka varð, en aðeins einn var með það nafn sem dómnefnd féllst á að væri besta nafnið. Nafn fuglsins verður opinberað á næstu dögum. - Ef við veltum fyrir okkur Landsmótinu út frá íþróttalegu sjónarmiði, hversu sterkt mót er hér á ferðinni? „A mótinu verður keppt í allt að hundrað greinum. Til að lesendur geti betur glöggvað sig á umfangi mótsins er rétt að benda á að á mótinu i Haukadal 1940 voru keppendur 73 talsins. I dag eru hins vegar tæplega hundrað greinar. Keppni á Landsmóti er mjög sterk á ís- lenskan mælikvarða í ýmsum íþróttagrein- um. Sem dæmi um það má nefna að á Lands- mótinu á Húsavík 1987 var sett Norðurlandamet i spjótkasti. Á mótinu í Mosfellsbæ keppir besti kringlukastari landsins og var hann fimmti á afrekaskrá yfir bestu kringlukastara í heim- inum í fyrra. I öðrum greinum má nefna að fimm úrvalsdeildarlið í körfubolta mæta til leiks og keppa fyrir hönd sinna hérðassam- banda. I öðrum knattgreinum leika einnig topplið. í mörgum greinum eru fjölmargir keppendur sem eru mjög hátt skrifaðir á landsvísu. Hvað varðar frjálsar íþróttir þá skartar landsmótið rjómanum af íþrótta- mönnunum.“ Spjótkast á heimsmælikvaröa — Þið hafið sagt frá að hugsanlega komi heimsmethafinn í spjótkasti til keppni í Mosfellsbæ? „Nær öruggt má telja að heimsmethafinn.í spjótkasti, Patrick Boden, muni keppa í sér- stakri spjótkastkeppni ásamt tveimur öðrum erlendum spjótkösturum og þremur bestu is- lensku spótkösturunum. Ég vil sérstaklega vekja athygli á nýjum greinum á landsmótinu. Nú fer fram í iýrsta skipti keppni í hestaíþróttum, golfi og fim- leikum kvenna svo eitthvað sé neint. Þá mun fara fram sýningarleikur í ruðningsbolta sem er að ryðja sér til rúms hér á landi. Þar mun fólki gefast kostur á að sjá hvemig þessi íþróttagrein er leikin. Leikmenn verða í full- um skrúða og leikið verður eftir þeim regl- um sem gilda erlendis þannig að fólk á að fá mjög góða mynd af þessari íþróttagrein." Beinar útsendingar RÚV — Telur þú að landsmót UMFÍ hafi feng- ið nægilega viðurkenningu í gegnum árin, miðað við umfang mótsins og þann fjölda Sæmundur Runólfsson annar tveggja framkvæmdastjóra 20. landsmóts UMFÍ. Á bak við hann er tákn mótsins; fuglinn sem enn hefur ekki fengið nafn. Tímamynd Pjetur sem sækir landsmótin? „Því miður virðist vera að þeir sem ekki hafa sótt landsmót viti oft ekki hvað þeir eru að tala um þegar þeir eru að lýsa landsmót- um. Það er óhætt að fullyrða að landsmót UMFI eru langstærsti og merkilegasti íþróttaviðburður sem á sér stað á íslandi á þriggja ára fresti. Það eru engin íþróttamót sem komast í hálfkvisti við landsmót UM- FÍ.“ — Telur þú að nálægð mótstaðar við höf- uðborgarsvæðið verði til þess að fleiri átti sig á stærðargráðu landsmótsins? „Við höfum lagt mikið kapp á að auglýsa mótið vel og á eins jákvæðan hátt og við höf- um getað á höfúðborgarsvæðinu svo fólki gefist kostur á að sjá hversu stórkostlegur viðburður þetta er. Allir sem þekkja til landsmótanna, hvort sem það eru Qölmiðla- menn eða almenningur, finnst mikið til koma. Einn af aðalstyrktaraðilum mótsins er Rík- issjónvarpið og það mun sýna mjög mikið frá mótinu eða allt að tuttugu klukkustundir. Þar af verða allavega tíu klukkustundir í beinni útsendingu og jafnvel meira. Það verður t.d. sýnt beint frá setningarhátíðinni á föstudagskvöldi og beinar útsendingar verða væntanlega bæði á laugardag og sunnudag þegar nálgast úrslit í einstökum greinum." sagði Sæmundur. Alls eru 29 héraðssambönd og félög með beina aðild að UMFÍ sem etja kappi á mót- inu. Að sjálfsögðu er um að ræða keppni milli félaga sem byggjast upp af einstakling- um, þannig að spennan er tvíþætt. Annars vegar hvemig einstaklingum gengur og hins vegar heildar frammistaða einstakra héraðs- sambanda. Einn aðili hlýtur titilinn „Lands- mótsmeistari UMFÍ 1990.“ Það er það hér- aðssamband eða félag sem hlýtur fiest stig samanlagt í öllum greinum sem keppt er í. Samstaða og spenna í rútum Að mörgu er að huga þegar slíkt stórmót sem landsmót er er haldið. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að hægt verði að hýsa alla keppendur verði veður válynd. Fjörutíu skólastofur eru til taks og hefur þeim verið úthlutað á héraðssamböndin. Þá mun lands- mótsnefnd starfrækja sérstakt mötuneyti þar sem keppendur, fararstjórar, starfsmenn og þjálfarar geta borðað, óski fólk eftir því. — Hvað segir Sæmundur um samgöngur til mótsins. Verða sérstök flug með kepp- endur á mótsstað? „Flest sambönd og félög koma til mótsins með nítum. Það er m.a. gert til þess að byggja upp þá samstöðu meðal keppenda sem einkennt hefur landsmót. í rútunum er mikið fjör og menn stappa stálinu hver í ann- an. Stóru héraðssamböndin koma á heilu bílaflotunum og allt er þetta liður í undir- búningi fyrir mótið.“ — Það er ekki hætta á að ungmennafé- lagshugsjónin gleymist á svo viðamiklu móti sem þessu? „Hún stóreflist. Tilgangur og hugarfar í kringum landsmótin hefur ekkert breyst þó mótin hafi sífellt orðið glæsilegri með árun- um og fylgt tímans rás. Fólk kemur og dvel- ur í tjaldbúðum og þessi gamli góði andi sem fýlgir mótunum er til staðar þó að umgjörð og andlit móts verði sífellt glæsilegri. Þeir sem ekki þekkja til landsmóta gætu hugsan- lega haldið að hér væri á ferðinni smækkuð útgáfa af útihátíð en það er mikill misskiln- ingur. Þetta er sennilega langstærsta og trú- legasta heilbrigðasta hátíð sem haldin er fýr- ir fjölskyldufólk," sagði Sæmundur. - ■ 1H ttx :>:-í ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.