Tíminn - 12.06.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.06.1990, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 12. júní 1990 Tíminn 15 ÍÞRÓTTIR , A-riðill: Italía- Austurríki 1-0 Yfirburðir Itala allan leikinn en að- eins eitt mark leit dagsins ljós þrátt fyrir aragrúa dæðafæra. Það var vara- maðurinn Salvatore Schillaci sem gerði markið á 78. mín. Tékkóslóvakía- Bandaríkin 5-1 Stórsigur Tékka á byrendum Bnda- ríkjanna. Sigurinn hefði getað orðið enn stærri, en Tékkar slökuðu á í síð- ari hálfleik og misnotuðu meðal ann- ars vítaspymu. Mörk Tékka gerðu Tomas Skuravy á 24. og 79. mín. Mi- chal Bilek á 38. mín. úr víti, Ivan Ha- sek á 51. mín. og Milan Luhovy á 90. mín. Mark Bandaríkjanna gerði Paul Caligiuri á 61. mín. B-riðill: Argentína- Kamerún 0-1 Opnunarleikur keppninnar sem varð að mikill spjaldasýningu hjá ströng- um dómara. Fjöldi gulra spalda og tveir Kamerúnmenn voru reknir af leikvelli. Sigur Kamerún í leiknum eru einhver óvæntustu úrslit í sögu HM. Sigurmakið gerði Francois Om- an- Biyik á 66. mín. Þrátt fyrir allt var sigur Kamerún sanngjam. Rúmenía- Sovétríkin 2-0 Sigur Rúmena kom mörgum mjög á óvart, en þeir vora einfaldlega miklu betri í leiknum. Marius Lacatus gerði bæði mörk Rúmena, á 40. mín. og á 55. mín úr vítaspymu. C-riðill: Brasilía- Svíþjóð 2-1 Stórskemmtilegur leikur þar sem Brasilíumenn vora ívið sterkari aðil- inn. Careca gerði bæði mörk Brassa, á 40. og 63. min. Hinn stórefhilegi Tomas Brolin minnkaði muninn fyrir Svía á 78. mín. Skotland- Costa Rica 0-1 Enn ein óvænt úrslit i keppninni. Skotar áttu mun meira í leiknum en markvörður Costa Rica átti frábæar- an leik og bjargaði hvað eftir annað glæsilega. Sigurmark mið-ameríska Peter Shilton lék sinn 119. lands leik í gærkvöld. Gary Lineker t.v. og Brian Robson fýrirliði enska landsliðsins fagna marki ir gegn írum í gærkvöld. Kevin Sheedy jafnaði fýrir íra í síðari hálfleik. liðsins gerði Juan Cayasso á 49. mín. Eftir þessi úrslit er nokkuð sýnt að Skotar hafa farið enn eina fíluferðina í úrslit HM. D-riðill: Kólumbía- Furstadæmin 2-0 Furstadæmin komu nokkuð á óvart en náðu þó ekki að koma í veg fyrir tvö mörk frá Kólumbíumönnum. Þau gerðu Bemardo Redin á 50. mín og Carlos Valderrama á 87. mín. Júgóslavía- V-Þýskaland 1-4 V-Þjóðveijar byrja frábærlega vel í keppninni með öraggum sigri á Júg- óslövum. Mörkin vora öll mjög glæsileg. Þýska liðið á áreiðanlega eftir að ná langt í keppninni. Lothar Matthaus skoraði á 29. og 63. mín. Jiirgen Klinsmann á 40. mín. og Rudi Völler á 70. mín. Mark Júgóslava gerði Davor Jozic á 55. mín. E-riðill: Belgar og Suður Kóreumenn leika í dag og Uraguay og Spánn á morgun. Báðir leikimir verða sýndir í beinni útsendingu kl. 15.00 hvom dag. F-riðill 1-1 Gaiy Lineker kom Englendingum yfir á 8. mín og þar við sat í fyrri hálfleik. írar vora mun baráttuglaðari en Englendingar í þessum leik og á 74. mín. uppskára þeir laun erfiðis síns. Kevin Sheedyjafnaði með fostu skot í markhomið hjá Peter Shilton eftir að Steve McMahon hafði misst knöttinn frá sér. McMahon var þá ný- kominn inná sem varamaður. Englendingar vora langt frá að vera sannfærandi í leiknum og náðu aldrei en Lineker kom Englendingum yf- tökum á miðjunni. Mjög hvasst var meðan á leiknum stóð og í síðari hálfleik fór heldur betur að rigna. Peter Shilton lék sinn 119. landsleik fyrir England í gær og er það heims- metsjöfhun. Það vora honum því mikil vonbrigði að sigra ekki í leikn- um. Englendingar ætluðu sér að hefna fyrir tapið gegn íram frá því á Evrópumótinu fyrir tveimur áram en allt kom fyrir ekki. „Við börðumst eins og óðir til að komast aftur inní leikinn. Mér fínnst við hafa átt jafhteflið skilið. Nú höf- um við eitthvað að beijast fyrir; það er enn á brattan að sækja en ekki er jafn bratt nú og áður,“ sagði Jackie Charlton þjálfari írska liðsins eftir leikinn. Bobby Robson kollegi hans hjá enska liðinu hafði þetta að segja: „Við voram með unnin leik en misst- um síðan af sigrinum. En það era tveir leikir eftir svo við verðum að vera bjartsýnir.“ Til óeirða kom í Cagliari milli enskra og írskra áhorfenda en allt fór friðsamlega fram á meðan á leiknum stóð I dag leika Hollendingar og Egyptar fyrsta leik sinn í keppninni. England- írland Körfuknattleikur-NBA-deildin: Loks vann Detroit útisigur á Portland Detroit Pistons sigraði Portland Trail Blazers 121-106 í þriðja leik liðanna í úrslitaleikjum NBA- deildarinnar í fyrrakvöld. Leikur- inn fór fram í Portland, en Detroit hefúr nú 2-1 forystu í viðureign liðanna um meistaratitilinn. Fyrir leikinn í fyrrakvöld hafði Detroit ekki náð að sigra Portland í Portland í 16 ár eða frá 1974. Á þessu tímabili hefúr Portland sigr- að í 20 leikjum gegn Detroit á heimavelli sínum. Portland hafði yfir framan af leiknum en með 13 stigum gegn 2 seint í fyrsta leikhluta náði Detroit að komast yfir 29-24 og hélt for- ystunni eftir það. í leikhléi hafði Detroit yflr 58-51 og eftir þijá leik- hluta var staðan 90-82. Detroit skoraði 8 fyrstu stigin í fjórða leik- hluta og sigurinn var Detroits 121- 106. „Ef lið á að snúa við 16 ára stöð- ugum tapleikjum þá er þetta eins góður staður og stund og hver önn- ur“ sagði Chuck Daly þjálfari Detroit eftir leikinn. „Detroit liðið á heiður skilið. Þeir tóku forystuna snemma í leiknum og héldu henni. Þeim tókst fullkomlega að gera það sem þeir ætluðu sér“ sagði Rick Adelmann þjálfari Portland. Joe Dumars átti stórleik fyrir Detroit, skoraði 33 stig og þar af 21 stig í síðari hálfleik. Hann skor- aði úr 11 af 22 skotum sínum utan af velli og hitti úr öllum 9 vítaskot- um sínum. Hann vantaði aðeins 2 stig uppá að jafha stigamet sitt í leik í úrslitakeppni. Eftir leikinn fékk Dumars að vita að faðir hans hafði látist fyrr um daginn, eftir langa sjúkralegu. Hann hafði beðið um að verða ekki sagt frá andláti föður síns fyrir leik. Vinnie Johnson kom inná sem varamaður hjá Detroit og skoraði 21 stig. Hann hitti úr 9 af 13 skot- um sínum og úr öllum 3 vítaskot- um sínum. Þess má geta að vara- menn Pori'and skoraðu samanlagt 12 stig gegn 21 stigi Johnsons. Isiah Thomas skoraði 21 stig og því gerðu bakverðir Detroit sam- tals 75 stig í leiknum. Jerome Kersey var stigahæstur hjá Portland með 27 stig; þar af 20 í síðari hálfleik. Næstur honum kom Clyde Drexler með 20 stig og 9 stoðsendingar. Næstu tveir leikir verða í Port- land. Sá fyrri seint í kvöld og næsti á fimmtudag. Riley hættur hjá Lakers Pat Riley hefúr hætt störfum hjá Los Angeles Lakers og mun í framtíðinni starfa hjá sjónvarps- stöð. Sögusögn þessa efriis hefúr verið á kreiki að undanförnu og segir sagan að Riley fái mun hærri laun hjá sjónvarpsstöðinni en hjá Lakers. Við starfi Riley hjá Lakers tekur Mike Donlevy. Þá hefur Chris Ford tekið við stjóminni hjá Boston Celtics en hann var áður aðstoðarþjálfari liðs- ins. BL Vinningstölur laugardaginn 9. júní '90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 5.323.595 2.4 stm ■ 7 76.860 3. 4af5 126 7.365 4. 3af 5 4.054 534 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 8.954.441 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULINA 991002 I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.