Tíminn - 13.06.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.06.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 13. júní 1990 .Tíminn 3 Vín og ■ ' ÆT H| ' .; m : tobak Tóbak og áfengi hækkaði í ver.ði í gær og er meðalhækkun á bilinu 4 tU 5%. Þessi verð- hækkun er samkvæmt forsend- um fjárlaga og var gert ráð fyr- ir henni við gerð kjarasamning- anna í janúarlok. iiluti verð- breytinganna á rætur að rekja tU erlendrar verðhækkunar. Tóbak hækkaði í gær að með- altaU um 4%, en vín og stcrkir drykkir að meðaltali um 5,6%. Hækkun umfram 4% má rekja tll verðhækkunar erlendis. Al- geng hækkun á áfengu öli er ura 2%. Ýmsar tegundir ðls halda þó sama verði og áður. Sem dæmi um verð eftir hækk- unina má nefna að pakki af Winston sígarettum kostar nú 204 kr., Prince sígarettur 212 kr., flaska af Smirnoff vodka 1990 kr. og sex flöskur af Lö- wcnbröu kosta 790 kr. eftir hækkunina. GS. Útskrift frá Tækniskólanum Tækniskóla íslands var slitið i 26. sinn þann 26. maí sl. Þetta ár- ið voru brautskráðir 28 raun- greinadeildarprófsmenn, 7 bygg- ingartæknifræðingar, 3 bygging- ariðnfræðingar, 10 iðnrekstrar- fræðingar og 5 útvegstæknar. Auk þess eru 8 nemendur í raf- magnstæknifræði og 8 nemendur í véltæknifræði á fÖrum til Dan- merkur til að ljúka þar tveim síð- ustu námsárunum til tæknifræði- prófs. Athöfnin var hátíðleg og barst skólanum ijöldi góðra gjafa. Þess rriá geta að Bjami Krist- jánsson rektor hefur að eigin ósk fengið lausn frá störfum fyrir upphaf næsta skólaárs og hefur ráðherra skipað Guðbrand Stein- þórsson, deildarstjóra byggingar- deildar, rektor frá sama tíma. GS. Bygglngartaekntfræðlngar með ný skfiMni árnamt raktor og deHdarstjóra. F.v. Samúel Guðmundsson, Gunnar Hafstelnn bldtaon, Elnar Kr. Haraldsson, Bjöm Amar Magnússon, Jón Vlðar Guðjónsson og Vlðar Austmann Jóhannsson. Á myndina vantar Jón Hrafn BJömsson. Tvær mánaðarbækur Laxnessklúbbsins: Heimsljósið endurútgefið Bækumar Heimsljós I og II eftir Halldór Laxness eru nú komnar út í endurútgáfum hjá Vöku-Helgafelli. Bækumar eru mánaðarbækur í Lax- nessklúbbnum, þar sem þær bjóðast klúbbfélögum á sérstökum kjörum, en jafnframt bjóðast þær á almennum markaði. Heimsljós I og II er hluti af ritsafni Halldórs Laxness en Jón Reykdal hefiir gert á þær nýjar kápur. Heimsljós er eitt öndvegisrita heimsbókmenntanna á þessari öld og ein ástsælasta skáldsaga íslensku þjóðarinnar. Þetta er saga um veröld sem var, hún er saga um vald. Hún er skrifuð á árunum fyrir heimsstyijöldina síðari þegar ómennsk öfl voru að leggja Evrópu að fótum sér og kreppan hneppti ísiendinga í fjötra fátæktar. Sagan er stórkostleg lýsing á þessum umbrotatímum í íslensku þjóðfélagi og skopfærsla samtímaefria afhjúpar stjómmálaátök og misrétti þessa tíma. Pælt í mál- fræðinni? Tólfta norræna málvísindaráðstefh- an verður haldin i Reykjavík dagana 14.-16. júní næstkomandi á vegum Málvísindastofnunar Háskóla ís- lands og fer hún fram í Odda. A ráðstefnunni verður fjallað um norræn mál frá ýmsum sjónarhom- um. Nú þegar hafa um 100 fræði- menn, innlendir og erlendir, tilkynnt þátttöku og flutt verða 54 erindi. Þeir íslensku málvísindamenn sem flytja munu erindi á ráðstefnunni em Eirik- ur Rögnvaldsson, Halldór Armann Sigurðsson, Höskuldur Þráinsson og, Sigriður Magnúsdóttir, Jömndur Hilmarsson, Kjartan Ottósson og Margrét Jónsdóttir. Oryggi í viðskiptum - heiðarleg skattskil! Það er allra hagur að peningakassar (sjóðvélar) verslana séu í lagi. Staða viðskiptavinarins er þá örugg og tryggt er að skatturinn sem hann greiðir í vöruverðinu kemst til skila. Verslunin hefur öll bókhaldsgögn á hreinu og báðir aðilar standa skil á sínu í sameiginlegan sjóð okkar allra. Það er því mikilvægt að vita hvemig löglegir peningakassar eiga að vera. Glugginn á að vera sýnilegur til þess að viðskiptavinurinn geti gengið úr skugga um að viðskipti hans séu rétt skráð. Innri strimill verður að vera í kassanum sem sýnir hvetja innstimplun og fer hann inn í bókhaldsgögn verslunarinnar. Ytri strimil - kassakvittunina - á hver viðskiptavinur að fá í hendur. Réttir viðskiptahættir tryggja heiðarleg skattskil. Þau eru undirstaða þeirra sameiginlegu verkefna í landinu sem við njótum öll góðs af. Kassinn á að vera lokaður þegar afgreiðsla hefst og honum á að loka þegar afgreiðslu lýkur. U r a FfÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.