Tíminn - 13.06.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.06.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 13. júní 1990 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Utgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason Skrifstofiir: Lyngháls 9, 110 Reykjavlk. Síml: 686300. Auglýslngasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Hernaðarbandalög I lok vikunnar sem leið lauk íundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Tumberry í Skotlandi. Degi fyrr var haldinn leiðtogafundur Varsjárbandalagsins í Moskvu. Þessir fundir leiddu í ljós ólíka stöðu þessara tveggja hemaðarbandalaga, sem um langt skeið hafa staðið hvort gegn öðm sem tákn um andstæður austurs og vesturs og langvinnt ástand kalda stríðsins. Ekki fer milli mála að Varsjárbandalagið er í upplausn. Það get- ur ekki haldið upphaflegu eðli sínu eftir þær gerbreyt- ingar sem orðið hafa í aðildarríkjum þess. Þótt það hafi ekki verið leyst upp formlega er það lítið nema nafnið. Innan þess er lítil sem engin samstaða um að viðhalda því til langs tíma enn, enda ekki grundvöllur til þess, þótt svo eigi að heita að hlutverk þess verði endurmet- ið og látið eins og lífsmark sé með því. Fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins bar það hins vegar með sér að á bandalaginu er enginn bilbugur um að það skuli haldast sem samtök vest- rænna lýðræðisþjóða sem beiti sér eins og fyrr á sviði vamar- og öryggismála. Bandaríkjamenn leggja mikla áherslu á að engin veikleikamerki sjáist á Atlantshafs- bandalaginu, og önnur aðildarríki em því sammála. I ályktun ráðherrafimdarins var m.a. haldið fast við þá stefnu að Bandaríkjamenn hefðu heri í Þýskalandi áfram og ekki yrði rætt um neina endurskipulagningu öryggismála í Evrópu nema viðræður um fækkun hefðbundinna vopna fæm að sýna árangur. Á fundi NATO-ráðherranna virtist ljóst að vesturveld- in ætla að knýja það fram að sameinað Þýskaland verði í Atlantshafsbandalaginu, hvað sem líður andstöðu sovétstjómarinnar. Raunar er sú andstaða að renna út í sandinn, því að þar hafa Sovétmenn sífellt verið að láta undan stig af stigi. Gorbatsjov hefur hreyft því að Þýskaland verði hlutlaust, en því var ekki ansað né heldur þeirri hugmynd að Þýskaland standi utan við herstjóm bandalagsins, þótt það ætti annars aðild að því og þá vísað til stöðu Frakklands í NATO. Og nú leggur Gorbatsjov til að Þýskaland verði í báðum hem- aðarbandalögunum. Sú tillaga sýnist fremur örvænt- ingarfull. Veik áhrifastaða Grobatsjovs lýsir sér í öllu þessu máli og ekki hlífst við að nota hana NATO til framdráttar. Ríkisstjóm Kohls í Vestur- Þýskalandi heldur fast við þá stefnu að sameinað Þýskaland verði að fullu í NATO. Hins vegar hefur kanslaraefni sósíaldemó- krata, Oskar Lafontaine, haft uppi andóf gegn fullri að- ild sameinaðs Þýskalands að bandalaginu og fer þar sínar eigin leiðir. Hann er í raun talsmaður róttækrar endurskoðunar á hlutverki NATO í vamar- og öryggis- málum og vill gefa Helsinkisamkundunni (RÖSE) meira vægi í þeim efnum, enda í samræmi við framtíð- arstefnu sósíaldemókrata, þótt engin tímaáætlun liggi fyrir um framkvæmd hennar. Þessi viðhorf Lafontaine koma ekki aðeins þvert á yfirlýsingar ráðherrafundar Atlantshafsbandalagsins, heldur benda til þess að skiptar skoðanir séu meðal Þjóðverja um aðildina að NATO og hvemig standa skuli að framtíðaruppbygg- ingu vamar- og öryggiskerfis allrar Evrópu. Verður fróðlegt að fylgjast með hvemig umræður um þessi mál þróast á kosningaári í Þýskalandi. GARRI í skarðið var brotið í Berlínarmúrínn geröi hin opin- bcra íslciiska fréltaslofa það að scrstökum sigrí nicnntamálaráö- hcrrans og Svavar nulti hjart- nœma hugvekju um þann áfanga kommúnhtnans. Þegar borgarl Havel var koston forsetí Tékkó- slóvakíu Og kommúnistum vísað úr skárri manna híbýlum héldu is- lenskir menningarforkóifar að það Síðustu mánuðina hefurhjóðvilj- inn vcrið átíka óskiljanlegur og Nýr veltvangur og í gær vinnur alismans. Leiðarinn skýrir sigri hrósandl hrá að þaö sé einber mis* skilningur að þjóðir Austnr-Evr- ópu bafl snúið baki við fyrri efna- hags- og stjórnmálastefnn, þ. e. komniúnismanum. í Búlgaríu fékk sósialistafiokkur- inn sviþað fylgi og Sjálfstæðis- flokkurinn á Islandi í sveitastjórn- arkosningunum og í Tékkóslóvak- íu fékk kommaflokkurinn 13% at- kvæða, cða gott betur en allahallar hér á landi. í kosningununj þar á undan höfðu kommaflokkarnir 99% atkvæða. en af því frétti >jóð- viljinn aldrci. Hvernig blaðið kemst að því að þjóðir Austur- Evrópu rilji righalda í gamla kerf- ið þarf meíri hugsuð en Garra til að skilja. Svo er það vestrænn misskiining- ur að Sovétríkinn séu í upplausn, segir Þjóðviljinn, og er því iíkast að félagi Brynjólfur sé farinu að skrifa í blaðið öóruni heimi frá. Vitnað í i Júri Andrópov, KBG höföingja og seinna aðalritara, og týnt upp úr grebi hans um Karl Marx og Sovétrildn og fleyg orð hans ero höfð innan gæsaiappa: „Við þekkjum ekk| þjóðféiagið sem við búum f.“ Svo upplýsir máigagn sósialisma farið að gruna að ekki væri ailt með felldu í Sovétltt Svo huggar Brynjólfur, eða hvaða afturganga það er sem fariu er að skrifa í máigagnið, sanna sósíaiista mcð þvi að vestrænir fjölniiðla misskiiji Gorba og haidi að iiann sé að segja að allt sé í ólagi þcga hann er að segja að altt sé í þessu flna lagi í Sovétríkjunum. Vesfrænir fjðJmiðlar dekra vlð þá viUusýn að Sovétríkin sén að liðas I sundnr. Þjóðviljinn velt betnr og er alls ekkl á þeim buxunum a halda að allt sé að fara fjandans tí i alþýðumannréttíndunum fyri ausfan. Að Eystrasaltsrikin, Georgia, Ar menia og lðnd múhaincðstrúar manrut vUji losna við tengsl Sot rikjanna hefur enn ekki frést inn þá andaheima sem Þjóðviljinn e skrifaður i. Að Rússland vilji líka losasigvið Sovétríkln verður aldr ei viöurkennt af sönnum sósfalist um þessa heims né annars og sís af ðllu i Máigagninu. Sú sfaðreynd er aðeins viður kennd í Moskvu og þar eru þeir hættír að vita hvað þeim er sjáll um fyrir bestu. Garri VITT OG BREITT Skoðanamyndandi fáfræði Fróðleikssetrið á Melunum fæst við aðskiljanlega rannsóknariðju auk tilrauna til að útbreiða þekk- ingu. Félagsvísindadeild rýnir í hug og hjörtu þjóðarinnar til að reyna að komast að því hvað hún vill og hvað hún vill ekki eða hvað hún heldur um tiltekin efni. Svona vísindarekstur er kallaður skoðana- kannanir. Deildin tekur þær að sér eftir pöntun. Vinnuveitendasambandið og fé- lagsskapur sem nefnist því liðlega heiti Samstarfshópur atvinnulífsins um evrópska samvinnu fengu vís- indin til að setja stimpil sinn á að hugur íslendinga stæði til að sam- einast Evrópubandalagi á sem víð- tækastan hátt. Merkasta niðurstaðan úr þeirri könnunarviðleitni er að 59% Is- lendinga á aldrinum 18-75 ára gátu ekki nefnt eitt einasta EFTA land. Væntanlega hefur það farið fram- hjá þeim stóra meirihlutahópi að Jón Baldvin var formaður ráð- herranefndar EFTA síðasta ár og er eins og einhvem reki minni til að að það hafi aðeins verið nefnt í ís- lenskum fjölmiðlum. 53% fúllorðinna íslendinga gátu ekki heldur nefnt neitt ríki sem er í Evrópubandalaginu. Hins vegar komust háskólavísind- in að því að 69% atkvæðisbærra manna vilja aukið samstarf við þjóðir sem þeir vita ekki hverjar eru og heil 73% hafa fengið þann heilaþvott, að efnahagurinn muni skána með því að tengjast banda- lagi sem mikill meirihluti fólks veit ekkert hverjir eru í. Menntun slyng Nýlega var opinberuð í Banda- ríkjunum skýrsla sem sýndi að ólæsi eykst hröðum skrefúm í því ríkjabandalagi. Mörgum varð um og ó þá vitneskju að yfir 50% 12 ára bama vita ekki hvar New York er niðurkomin og gátu ekki nefnt þrjú ríki í Nató. Var m.a. býsnast yfir þessum staðreyndum í þessu homi Tímans. En að 59% fullorðinna og jafnvel læsra Islendinga þekki ekkert ríki með nafni sem er í Fríverslunar- bandalagi Evrópu er með þeim endemum að kannski er einskis misst þótt þjóðemi, land og auð- lindir verði þinglýst og fært til bók- ar hjá kompaníum sem fæstir kæra sig neitt um að vita i hvaða regi- mentum þjóna. Menntakerfi sem teygt er og togað þar til það spannar 10 til 20 ára skólagöngu hið minnsta og veitir stimplaðar þekkinc ráður í tug- þúsundavís skilar frá sér nemend- um sem sýnast ekki þekkja neitt til evrópskra málefna. Ekki einu sinni grandvallaratriða í íslenskri utan- ríldstefnu, sem EFTA- aðild hlýtur að heyra til. Réttast að félagsvísindi Háskólans fari að spyija sjálf sig könnunar- spuminga og reyni að komast að því hvar menntakerfið er á vegi statt. Núll og aftur núll Eftir þessa niðurstöðu félagsvís- indadeildar getur íslensk fjölmiðl- un gefið sjálfri sér núll i einkunn. Eftir því sem fjölmiðlunin belgist út og eflist að fullkomnum tækja- búnaði og mannafla gengur verr að koma einföldum staðreyndum til skila. Fréttafárið skilur neytend- uma eftir galtóma og skilningssljóa á það sem síbyljan eys út úr sér ár og síð og alla tíð. Hégómleg og sjálfhælin sjónvörp og útvörp kaupa vísindamenn til að kanna hlustun og gláp og stæra sig af að svo og svo stór hluti þjóðar- innar góni eða hlusti á fréttir og aðra umfjöllun. Þar með er tak- markinu mikla náð, að vekja at- hygli á sjálfum sér. Umfjöllun svona fjölmúlamiðla um málefhi Fríverslunarbandalags og Efnahagsbandalags hefur verið mikil og hafa dagskrárgerðarmenn og fréttamenn varið miklum tíma í þvaður um EFTA og EB og saman- lagður sýningartimi galtómu sjón- varpanna á húsi því sem aðalstöðv- ar EB em í, skiptir sólarhringum fremur en klukkustundum á ári hverju. Samt vita 59% fullorðinna íslendinga ekki í hvaða landi þessi með sýnda bygging er. Stjómmálamenn hafa látið mörg orð falla um efnið og fféttamenn komið þeim til skila, en fæstir virð- ast hafa hugmynd um hvað verið að flalla um í sambandi við banda- lögin. Heilu dagskrárseríumar em búnar til um EB og afstöðu þessara og hinna til fyrirbærisins og ráðherrar rífast og utanrikisráðherra gefúr kollegum í Danmörku og Svíþjóð langt nef og biður þá hvergi þrífast vegna afstöðu til bandalaga og ís- lands og allt fféttagengið marg- tyggur hvað fram fer á milli herr- anna. Frakklandsforseti kemur til Islands og ræðir máleíbi EFTA og EB og allar fféttaflóðgáttir em gal- opnaðar og svo er brosað og sýnd handabönd og hattar og ríflega helmingur þjóðarinnar veit ekkert í sinn haus um að eitt einasta ríki sé í EFTA eða EB. Hvað þá hvers kon- ar fyrirbæri þessi bandalög em. Blöðin fá auðvitað líka núll fyrir frammistöðu sína við að veita fólki skiljanlegar og einfaldar upplýs- ingar um eðli efnahagsbandalag- anna og hver er tilgangur þeirra og stefnumörkun. Fréttir af málefnum sem tengjast samvinnu Evrópuríkja era einatt yfirborðskenndar og staglsamar. Sífellt er verið að þylja hvað einhver karl eða kerling sagði um málin í gær á fúndi með öðram karli eða kerlingu og hvort þeim kemur vel saman eða leiðist hvert annað. Allar þessar fféttir og fféttaskýr- ingar með viðtölum við stjóm- málamenn em síst til þess fallin að veita innsýn fféttaneytenda í eitt eða neitt. En von er að mönnum séu mis- lagðar hendur að ffamleiða fréttir af atburðum og málefnum sem þeir skilja ekki sjálfír. Ekkert er eðli- legra en að hinir verði líka mglaðir. Og varla verður þessi pistill um málefni EB og þekkingu íslend- inga á fyrirbærinu til að bæta neinu við almennan skilning á hvaða þjóðir era í Evrópu yfírleitt. Annað er einnig meira en lítið skrýtið í niðurstöðum háskólavís- indanna. Það er að þótt aðeins 40% fullorðinna eybyggja geti nefnt nafn á ríki í EFTA, telja þrír fjórðu þeirra að mikill akkur væri fyrir þjóðina að nátengjast EB. Þótt meirihluti vilji æða í Evrópu- bandalagið vilja aðeins 13% leyfa aðilarríkjum að veiða í landhelg- inni okkar. Hvemig fáfræðingamir halda að þetta komi heim og saman ætti fé- lagsvísindadeildin að komast að og ætti að fá sálfræðingagengi HÍ sér til aðstoðar. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.