Tíminn - 13.06.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.06.1990, Blaðsíða 9
íslendingar nota minni hluta tekna sinna til kaupaá grundvallarþörfum en flestar þjóðir aðrar: íslendingar virðast hafa meiri auraráð, eða að minnsta kosti geta eytt stærri hluta af pen- ingunum sínum til að kaupa hluti (þjónustu) sem telja má utan grundvallarþarfa, heldur en flestar aðrar þjóðir. T.d. kemur það líklega mörgum landanum á óvart að flestar þjóðir veija stærri hluta tekna sinna til matarkaupa en við. Og svipað á við um aðrar grundvall- arþarfir. Arið 1987 fóru tæplega 43% af heimilisútgjöldum Islendinga til greiðslu fyr- ir: Mat og drykkjarfong (óáfeng), fatnað, ljós/hita og húsnæði og lyf og læknisþjón- ustu. Hjá öðrum Norðuríandaþjóðum fóru 45-53% heimilisútgjaldanna í þessa Iiði og 50-60% meðal annarra OECD þjóða. Hins vegar eyddu íslendingar stærri hluta tekna sinna í einkabíla, á veitingahúsum og í utan- landsferðir en flestir aðrir. í hvaö fara aurarnir? Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skýrslu Þjóðhagsstofnunar um einkaneyslu íslendinga á árunum 1957 til 1987. Þar er jafnframt gerður samanburður á einkaneyslu á hinum Norðurlöndunum og öðrum helstu OECD- ríkjum síðari helming þessa tímabils. Einkaneysla er þar skilgreind sem öll kaup (sala til) einstaklinga og Qölskyldna á varan- legum og óvaranlegum vörum og þjónustu, þ.e. allt sem heimilin (einstaklingamir) kaupa annað en íbúðarhús. I skýrslunni er ekki gerður samanburður á verðlagi eða launum í þeim löndum sem könnunin nær til. Þess í stað er borið saman hvað stóran hluta tekna sinna Meðal- Jóninn í hverju landi notar til að kaupa eða greiða fyrir tiltekna flokka vöru og þjónustu. Al- mennt er álitið að fjárráð fólks séu þeim mun betri sem það getur notað meira af peningun- um sínum til kaupa á öðru en brýnustu nauð-' synjum eins og matvælum, fatnaði, húsnæði ljósi og hita, lyfjum og heilsugæslu. Afþeim þjóðum sem þessi samanburður nær til fer t.d. hlutfallslega mest til matarkaupa hjá Grikkjum, Spánveijum og Portúgölum, en hins vegar fremur lágt hlutfall hjá Japönum þótt það land sé heimsfrægt fyrir hátt matar- verð (ekki síður en Island). Drjúg í fatakaup- unum? Sem fyrr segir hafa íslendingar öðrum þjóð- um meira eftir til að eyða í eitthvað „skemmtilegra" heldur en brýnustu grunn- þarfir. Þar kemur þeim m.a. til góða að engir (utan Ástralir) komast af með minna í ljós og hita. Annar húsnæðiskostnaður er einnig hvað lægstur á íslandi. íslendingar þurfa einnig að borga miklu minna úr eigin vasa fyrir lyf og læknisþjónustu heldur en flestir aðrir. Á hinn bóginn eyða þeir mun stærri hluta tekna sinna í föt (10% heimilisútgjald- anna) en flestir aðrir — nema helst Grikkir og Potrúgalir. I ljósi þess hve margir íslendingar „flýja“ til Svíþjóðar er t.d. athyglivert að matar- og húsnæðiskostnaður var mun stærri liður í heimilisútgjöldum Svensons (43%-44%) heldur en íslenska Meðal- Jónsins (34-38%) á árunum 1986 og 1987. Fleiri „fyrirvinnur“ Þá er athyglisvert að sjá í skýrslu þessari hve gífurlegar breytingar hafa orðið á einka- neyslu (heimilisútgjöldum) íslendinga þá MUNA' þijá áratugi sem hún spannar — m.a. í ljósi hinnar algengu yfirlýsingar: „Fjölskyldur komast NU ORÐIÐ ekki af nema hafa tvær fyrirvinnur". Árið 1957 (meðan ein fyrirvinna var enn al- geng) fór 66% heimilisútgjaldanna í grunn- þarfimar (mat, húsnæði, föt, lyf/lækna, ljós og hita). Þessir útgjaldaliðir hafa síðan hlut- fallslega lækkað ár frá ári niður í 43% heim- ilisútgjaldanna árið 1987 (þegar fyrirvinnur em oflast orðnar tvær). Fleiri bílar og utanferöir Á sama tíma þrefaldast hins vegar sá hluti sem varið er til tómstundalífs, í veitingahúsa og hótelþjónustu, kaupa og reksturs á einka- bílum og utanlandsferðir. I þessa liði notuðu íslendingar aðeins um 10% heimilisútgjald- anna sinna árið 1957 (eða litlu meira en í einkabílinn/bílana eina nú til dags). Þetta 1957 1967 1977 1987 % % % . % Bílar L3 4,1 5,7 8,1 Veit.h. 1,6 2,2 5,3 8,2 Utanf. 1,9' 3,2 3,2 6,5 Samt.: 4,8 9,5 14,2 22,8 hlutfall hefúr síðan hækkað jafnt og þétt upp í 31% árið 1987 — þegar íslendingar eyddu orðið frá fjórðungi og] upp í þrisvar sinnum meira i kaup og rekstur einkabíla heldur en nokkur önnur þjóð. Lítum t.d. á hvemig stöðugt stærra hlutfall (%) heimilisútgjaldanna hefúr farið til greiðslu fyrir nokkra hluti sem ekki vom taldir til brýnustu nauðsynja („mannsæmandi iífs“) fyrir tveim þrem áratugum, þ.e. einka- bílinn, fjárútlát á veitingahúsum og hótelum innanlands og í erlendan gjaldeyri til nota í utanlandsferðum: 1957 1967 1977 1987 % % % % Matur 26,6 22,1 19,9 15,6 Öl/gos 1,3 1,6 1,7 2,4 Húsnæði 19,9 17,1 13,3 10,8 Lj/hiti 4,8 3,5 3,4 2,4 Lvf/lækn 2,0 2,2 1,3 1,6 Samt. 55 % 47% 40% 33% Athyglisvert er hve útgjöld vegna einkabíls- ins og veitingahúsaferða hafa verið svipuð nema á 7. áratugnum. I ofangreinda þijá út- gjaldaliði fer nú orðið nær fimm sinnum ' stærri hluti heimilisútgjaldanna heldur en fyrir þrem áratugum. Hvað bílaeignina varð- ar má t.d. rifja upp að 1967 átti aðeins um önnur hver fjölskylda bíl, 1984 var einn bíll á fjölskyldu að meðaltali, en 1987 er um 1,5 bílar á fjölskyldu. í kostnaði við utanlands- ferðir em flugferðimar héðan og út ekki tald- ar með heldur með öðrum ferðakostnaði fjöl- skyldunnar. ...minna í mat og husnæöi Lítum á hinn bóginn á hvemig minni og minni hluti heimilispeninganna hefur nægt fyrir matarinnkaupunum, húsnæðiskostnaði, lyfjum og læknisþjónustu á sama árabili: Vel yfir helmingur heimilisútgjaldanna var vegna þessara gmndvallarþarfa fyrir þrem áratugum en það hlutfall var komið niður í tæpan þriðjung í lok samanburðartímabils- ins. Þetta þýðir ekki endilega að verð þessara nauðsynja hafi í raun lækkað svona mikið — heldur hitt að tekjumar sem fólk hefur til ráð- stöfunar (m.a. vegna fleiri fyrirvinna) hafa að meðaltali hækkað langt umffam t.d. mat- vömverðið. Jafn mikiö í tóbak og Ijós og hita T.d. vekur athygli að orkureikningamir em nú orðnir helmingi minni hluti heimilisút- gjaldanna en fyrir þrem áratugum — og sömuleiðis að þjóðin skuli eyða orðið eins miklu i óáfengt öl og gosdrykki eins og allan upphitunar óg rafmagnskostnað. Kaup á áfengum drykkjum og tóbaki taka hvort um sig álíkan hluta heimilisútgjaldanna eins og óáfengu drykkimir. (Líklegt er að mörgum mundi bregða illa við þessa „reikninga“ ef þeir væm innheimtir mánaðarlega með gíró í „gluggabréfi" eins og rafmagnsreikningan- ir). Ein fyrirvinna nóg, eff....? Af framangreindu virðist óhætt að álykta (enda dæmi um slíkt) að „fjölskyldan“ kæm- ist enn af með eina fyrirvinnu — þ.e. gerði hún ekki stómm meiri kröfur um neyslu heldur en „einnar fyrirvinnu" fjölskyldan fyrir tveim til þrem áratugum. „Viðbótarfyr- irvinnan“ hefur á hinn bóginn auðveldað „fjölskyldunni" að veita sér margt sem talið var til algers munaðar þegar núverandi „fyr- irvinnur" vom að alast upp og þess utan nýj- ar „nauðsynjar“ sem þá vom tæpast og ekki til. Raunar hefúr íslensku fyrirvinnunum tek- ist þetta svo glimrandi vel að íslanddiefur á ótrúlega skömmum tíma tekist að verða eitt mesta neysluþjóðfélag heimsbyggðarinnar. Um 40 sinnum meira í bíla Til að finna raunvemlega aukningu einka- neyslunnar reiknaði Þjóðhagsstofnun einnig þróun hennar árin 1957-87 miðað við fast verðlag — en á þessu tímabili fjölgaði lands- mönnum um helming (50%). Mjög er mis- jafnt hve neyslan hefur aukist mikið á þessu tímabili. Matarútgjöldin hafa aukist minnst eða 2,5 faldast. Kostnaður vegna húsnæðis, ljóss og hitunar hefúr þrefaldast svo sömu- leiðis áfengisneysla og kostnaður vegna lyfja og læknishjálpar. Utgjöld vegna ýmisskonar tómstundaiðju og skemmtana hafa á hinn bóginn 6-faldast, útgjöld á veitingahúsum 9-faldast, kaup á húsgögnum og heimilistækjum 10- faldast, útgjöld vegna utanlandsferða 11-faldast og sömuleiðis bílakaupin ef einungis er talið til ársins 1984 — en 40- faldast ef reiknað er til ársins 1987. Bílainnflutningur það ár var nefnilega um fjórfalt meiri miðað við fast verð heldur en t.d. 1985. Síöustu árin....? Þótt fróðlegt sé að skoða þróunina síðustu þijá áratugina finnst sjálfsagt mörgum for- vitnilegra að líta á breytingamar síðari árin. Má t.d. líta á hvemig einkaneysla þjóðarinn- ar jókst að magni til (á fostu verðlagi) á árun- um 1980 til 1987 miðað við neyslu á mann. Er þá fyrst að nefna að matarinnkaupin á mann jukust nær ekkert (1%) og tóbakskaup- in sára lítið. Húsnæðiskostnaður jókst um 10% (enda húsnæði á mann farið stækkandi) og kaup á húsgögnum og heimilistækjum vom svipuð framan af áratugnum en jukusf árið 1987 um 20%. Eyðsla í tómstujidir og skemmtanir jókst um þriðjung (33%), kaup, fólks á mat og drykkjum á veitingahúsum jukust um rúm 70%. Um 130% meira í utanferöir Tveir útgjaldaliðir hækkuðu lang mest á þessum sjö árum: Erlendur ferðakoptnaður jókst um 230% (enda fjölgaði utanlandsfor- um um 106% á tímabilinu) og til kaupa og reksturs einkabíla eyddu landsmenn að með- altali 233% meira árið 1987 heldur en 1980. Annar ferðakostnaður landsmanna, t.d. strætó, rútur, leigubílar, bílaleigur og flug- ferðir innanlands og milli landa jókst hins vegar um rúman þriðjung þessi sömu ár. Af þessum tölum má ráða í hvað þjóðin notaði þann aukna kaupmátt sem hún ávann sér á árunum 1980- 1987. Og afþeim má kannski einnig spá í hvar hún hefur helst skorið neyslu sína niður vegna þeirrar rýmunar sem orðið hefur á kaupmætti síðan 1987? T.d. er vitað að bílakaup hafa minnkað stórlegasíð- an og að fjöldi utanfara hefur staðið í stað. 8 Tíminn Miðvikudagur 13. júní 1990 Miðvikudagur 13. júní 1990 Tíminn 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.