Tíminn - 14.06.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.06.1990, Blaðsíða 1
efur boðað f rjátslyndi og f ramfarir í sjö tugi ára Stórmerk íslensk uppfinning kæfð í fæðingu fýrir tíu árum. Nú hafa bandarískir tæknimenn viðurkennt gildi hennar: Stærstu mistök atvinnusögunnar? Fyrir tíu árum kom fram skýrsla þar sem lagt var mat á nýjan loft- hreinsibúnað sem hannaður var af Jóni Þórðarsyni uppfinninga- manni. Ákveðnir aðilar kölluðu skýrsluna hreinar lygar og niöur- stöður hennar ómarktækar en í skýrslunni var fullyrt að tækin væru þau bestu sem völ var á. í dag hefur uppfinning Jóns fengið viðurkenningu eftir ítar- legar prófanir í BNA. Staðfest er að tækin eru þau bestu sem völ er á í dag. Hafin er framlciðsla á búnaðinum og telja lærðir menn að verksmiðjur í BNA verði jafn- vel skyldaðar til að setja upp búnaðinn. Ein pöntun hefur bor- ist og hljóðar hún upp á 2,5 millj- arða. Nú velta menn því fyrir sér hvort íslendingar hafi ekki farið á mis við stórkostleg atvinnutæki- færi þegar hugmyndin var drep- in á mjög svo furðulegan hátt fýrir tíu árum. • OPNAN Þm mæðgur Anna prinsessa og Elísabet II Bretadrottning hafa báðar mikinn áhuga á hestum Breta- drottn- ingu boð- ið á sér- staka hesta- sýningu í Dalí Mosfells- sveit: Elísabet II. Bretadrottning kemur til ís- lands í opinbera heimsókn 25.- 27. júní. Heimsóknín er íslendingum sér- staklega kærkomin en þetta er í fýrsta skipti sem drottningin sækir ísland heim. Elísabet er mikil áhugamann- eskja urn hesta og hyggst m.a. skoða íslenska hesta í hestamiðstöðinni í Dal í Mosfellssveit meðan hún dvelst hér á landi. Óvíst er hvort hún notar tækifær- ið og bregður sér á hestbak en hesta- menn í hestamiðstöðinni eiga nóg af gæðingum til að bjóða Elísabetu. m&láðsíðaS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.