Tíminn - 14.06.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.06.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 14. júní 1990 Tíminn Sérstök viðhafnarsýning á íslenska hestinum í tilefni af komu Bretadrottningar: Standa ótal gæöingar til boða vilji hún á hestbak Morgunverk Elísabetar Bretlandsdrottningar á öðrum degi heimsóknar hennar, sem stendur yfir dagana 25.-27. júní, er að sækja hestamiðstöðina Dal í Mosfellssveit heim þar sem haldin verður sýning á íslenska hestinum henni til heiðurs. Aðspurður sagði Gunnar Dungal, eigandi hestamiðstöðvarinnar, að hann hefði að sjálfsögðu gæðing sem hentaði drottningunni ef hún vildi bregða sér á bak þrátt fyrir að hann hefði ekki mikla trú á því að til þess kæmi. Gunnar sagðist ekki vita til þess að upp hefði komið sú hugmynd að leysa drottninguna út með íslenska hestinn að gjöf enda væri betra að sjá til með hvemig henni litist á hann en Bretadrottning er sérlegur áhuga- maður um hesta og hestaíþróttir. „Við tökum vel á móti ölium áhuga- mönnum um hestamennsku," svaraði Gunnar, er hann var spurður um hvort þeir sérhæfðu sig í sýningum fyrir kóngafólk en sem kunnugt er kom Spánarkonungur við í Dal er hann var hér á ferð í fyrrasumar. Það em því jafnt kotungar sem kóngafólk sem geta barið gæðingana í Dal aug- Kristín og Goggi galvaskL Tákni Landsmóts UMFÍ gefið nafnið: Goggi galvaski Á fréttamannafundi sem framk- vændarstjóm landsmóts UMFI hélt í gær var kynnt niðurstaða úr hug- myndasamkeppni meðal nemenda í grunnskólum landsins um nafn á tjaldinn merki landsmótsins. Um 1000 tillögur bámst og komst dóm- nefhdin að þeirri einróma niður- stöðu að besta nafnið væri Goggi Galvaski. Höfúndur nafnsins er Kristín Þor- steinsdóttur frá Reykjum í Hrúta- firði. Auk Kristínar vom dregin 50 nöfn úr hópi þátttakenda sem öll fá í aukaverðlaun háskólabol með áprentaðri mynd af Gogga gal- vaska. Kristín, sem er í 5. bekk Bama- skóla Staðarhrepps, sagði við Tím- ann að sér hafi fundist þetta nafn tilvalið vegna þess að tjaldurinn væri með stóran gogg og liti út fyr- ir að vera galvaskur íþróttamaður. Kristín fær 25 þúsund krónur í verðlaun og sagðist hún ætla að leggja þá peninga beint inn í banka. Mikið er um íþróttaiðkun í skólan- um hennar. Einkum em það frjálsar íþróttir en sjálf stundar hún hlaup. Kristín sagðist ekki vera viss um að fara á landsmótið en það gæti þó allt eins verið. -hs. „Þama verður úrval gæðinga og stóðhesta og góðir reiðmenn," sagði Gunnar um sýninguna. „Þetta tókst vel í fyrra og nú verður þetta semsagt endurtekið. Það verður svo bara að koma í ljós hvort við höf- um eitthvað sérstakt fyrir hana.“ Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, mun taka á móti konungs- hjónunum á Keflavíkurflugvelli þann 25. júní. Þaðan er ferðinni heitið í Ráðherrabústaðinn þar sem snæddur verður hádegisverður. Drottningin mun síðan heimsækja Listasafn Is- lands og Ámastofnun þar sem hand- ritin verða skoðuð. Síðdegis verður móttaka fyrir er- lenda sendimenn um borð í Britanníu en konungshjónin munu síðan snæða kvöldverð á Hótel Sögu í boði forseta Islands. Eftir heimsóknina að hrossabúinu að Dal, á öðmm degi heimsóknarinn- ar, verður farið að Nesjavöllum og þaðan til Þingvalla þar sem forsætis- ráðherra heldur konungshjónunum hádegisverðarboð. Gengið verður á Lögberg og Þing- vallakirkja skoðuð. Þá verður haldið til Reykjavíkur til móttöku borgarstjórahjónanna að Höfða en komið verður við á Kára- stöðum þar sem tré verða gróðursett. Um kvöldið er svo kvöldverðarboð drottningar um borð í Britanníu. Bretlandsdrottning lýkur for sinni hérlendis miðvikudaginn 27. júni með heimsókn í Fossvogskirkjugarð og að Bessastöðum þar sem forseta- bústaðurinn verður skoðaður ásamt Bessastaðakirkju. Fyrir brottforina frá Keflavík munu konungshjónin koma við í Krísuvík. —SÓ Elísabet II Bretadrottning hefur dálæti á hestum og aldrei aö vita nema hún bregöi sér á bak einhverjum þeirra gæðinga sem Gunnar Dungal segir í boði. Ræsir hf. bætir við sig stóru bílaumboði: Mazda og Benz undir sama þaki „Mér líst vel á þetta og vona að það verði til góðs fyrir alla aðila“ sagði Hallgrímur Gunnarsson forstjóri Ræsis en allt bendir til að fýrirtækið taki við Mazda umboðinu af Brimborg. Ræsir hefúr fengið boð ffá ffamleið- anda Mazda um að taka við umboðinu hér á landi en Ræsir er með umboð fyr- ir Merzedes Benz. Hallgrimur sagði að ekki væri búið að ganga ffá öllum smá- atriðum varðandi þennan samning. , J>etta er flóknara mál en svo að hægt sé að ganga frá því í hvelli. Það hafa verið viðræður á köflum ffá því í mars og margt verið rætt. Margir endar eru hins vegar óhnýttir." Hallgrímur taldi að Ræsir þyrfti að breyta töluverðu i sambandi við þessa viðbót. „Það er ekki tímabært að segja á hvem hátt við breytum en ljóst er að við fetum þetta varlega varðandi fjárfest- ingar þannig að við lendum ekki í nein- um ógöngum." Hann sagði að ekki hafi verið rætt um að Ræsir tæki við fleiri umboðum sem Bílaborg var með enda væri Mazda ágætlega stór biti í einu. -hs. Kripalujógi til íslands Jóginn Amrit Desai heldur fyrirlestur og námskeið í næstu viku í svokölluðu Kripalu-jóga sem hlotið hefúr miklar vinsældir á Vesturlöndum. Amrit Desai þessi er þekktur meðal jógaahugafólks undir nafninu Gurudev. Hann er stofhandi Kripalu- miðstöðv- arinnar, stærstu jóga- og heilunarmið- stöðvar í Bandarikjunum. Kripalu-jóga á að auðvelda fólki að finna nýja lífsleið sem veitir frelsi, djúpan ffið og innra jafnvægi án tillitis til lífsstíls, aldurs eða líkamsástands. Gurudev kemur hingað til lands ffá Bandaríkjunum á þriðjudagsmorgni 19. júní og mun fyrst ferðast nokkuð um landið. Verða göngin tekin af Ólafsfirðingum? Ólafsfirðingar eiga á hættu að missa jarðgöngin um Ólafsfjarðarmúla, sem nú eru í vinnslu, yfir til Vestlendinga þar sem þau verða teygð yfir Hval- fjörðinn eftir því sem greint er frá í væntanlegu tölublaði GT sem fjallar um ffamtíð jarðgangnagerðar á Is- landi í alveg nýju ljósi. Greinir blaðið ffá því að þingmenn Vesúirlands krefjist að lögð verði jarðgöng undir Hvalfjörðinn og að þeir hafi þegar vilyrði samgönguráð- herra fyrir því að Ólafsfjarðargöngin verði flutt vestur. Þingmennimir munu svo að launum styðja aukafjár- veitingu um að kaupa tilbúin göng frá Kóreu handa Ólafsfirðingum. Þá segir blaðið ffá því að Siglfirð- ingar vilji selja Strákagöngin til Vest- firðinga en fá þess í stað ítölsk marm- aragöng sem yrðu að hluta til sfyrkt af Reykvíkingum sem reynslugöng fyrir Fossvoginn. Ef þetta nær ffarn að ganga er óhætt að segja að miklar sviptingar verði í jarðgangagerð landsmanna í ffamtíðinni. Þess ber að geta að blaðið GT er á frekar léttum nótum. Ritstjóri er Þrá- inn Bertelsson. ÞJOÐARÞOTAN ENN ÓGREIDD Samkvæmt upplýsingum Tímans er „StaðgreiðsIuþotan“, cða Þjóð- arþotan eins og hún hefur verið kölluð, enn ógreidd. F.ins og kunnugt er seldi ríkið vél- ina Atlanta hf. í Mosfetlsbæ á 440 milljónir sem áttí að staðgreiðast og vakti það töiuverða athygli á sínum tíma. Mörður Árnason hjá Fjár- málaráðuncytínu sagði að enn væri beðið eftir greiðslu. Samningurtnn stæði enn þrátt fyrir að staðgreiðsÞ an hafi ekki boríst. Atlanta er því formlegur eigandi vélarinnar. Vélln stendur enn óhreyfð á Keflavíkur- fhigvelli og býður síns vitjunartima. Skýringar sem gefnar hafa veríð á þvi að vélin er enn ógreidd eru þær að erienda fjármögnunarfyrirtæk- ið sem ætlar að Qármagna kaupin vill fá allar upplýsingar um fortíð vélarinnar þ.e. viðgerðarsögu og fleira sem þvi viðkcmur. Þær upp- lýsingar vantar hins vegar og nokk- urn tima tckur að safna þeim sam- an.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.