Tíminn - 14.06.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.06.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 14. júní 1990 FRÉTTAYFIRLIT BÚKAREST - Einn maður lést og 33 slösuðust í verstu ólátum sem orðið hafa í Búk- arest síðan Nicolae Ceaus- escu vár steypt af stóli í des- ember. Stjórnvöld sökuðu mótmælendur um að reyna með valdi að ná völdum. Vitni sögðu að þúsundir and- ófsmanna hefðu ráðist inn [ byggingar þar sem höfuð- stöðvar sjónvarpsins eru til húsa og kveikt var í höfuð- stöðvum lögreglunnar. MOSKVA - Sovéska þingið samþykkti víðtækar áætlanir um að breyta stöðnuðu efnahagskerfi landsins í frjálst markaðskerfi og lauk þar með miðstýringu komm- únista og áætlunarbúskap í Sovétríkjunum. Ákvörðun um hækkanir á brauðverði var frestað. JERÚSALEM - Forætis- ráðherra (sraels Yitzhak Shamir sýndi sáttfýsi í deil- um við Palestínumenn með því að bjóða aðalritara Sam- einuðu þjóðanna Javier Per- ez de Cuellar að senda nefnd i heimsókn til her- teknu svæðanna. Áður hafði stjórn hans hert enn á skil- yröum þeim sem hún setur fyrir friðarviðræðum við Pal- estínumenn. Talsmaður Sameinuðu Þjóðanna í Washington sagði að Cuell- ar myndi senda háttsettan sérfræðing í málefnum mið- austurlanda í heimsókn til (sraels og herteknu svæð- anna. GALVESTON, Texas - Hvassir vindar töfðu í gær aðgerðir til að hemja hráolíu- leka úr norsku risaolíuskipi sem brennur í Mexíkóflóa. Illa gekk að slökkva eldinn. SOFFÍA - Forsætisráð- herra Búlgaríu, Andrei Lúk- anov sagði að ástandið í landinu væri varhugavert. Hann hvatti til einingar landsmanna og samvinnu stjórnmálaflokka að aflokn-' um kosningum. Arftaki kommúnistaflokksins vann afgerandi sigur í kosningum helgarinnar en stuönings- menn stjórnarandstöðunnar hafa staðiö fyrir mótmælum vegna þess. FREETOWN - Ríkisstjórn Líberíu og fulltrúar uppreisn- armanna ræddust við í þrjá klukkutima í gær. Þetta var fyrsti dagur samningavið- ræðna sem binda eiga endi á borgarastyrjöld sem kost- að hefur hundruð óbreyttra borgara lífið. ÚTLÖND Prunskiene íhugar að frysta sjálfstæðisyfirýsingu Lithauga: Kreml slakar á Frá mótmælagöngu í Litaugalandi. Forsætisráðherra Lithaugalands, Kazimiera Prunskiene, sagði á miðvikudag að sovétstjóm hefði dregiö úr efnahagsþvingunum sem hún hefur beitt Lithaugaland. Sovéska Tass fréttastofan hafði eftir Prunskiene eftir fund hennar með Rhyzhov forsætisráðherra Sovétríkjanna að samkomulag hefði þegar náðst um að auka sendingar á gasi og hráefríi til nokkurra fyrírtækja í lýðveldinu." Prunskiene ætlaði í gær að eiga viðræður við Gorbatsjov forseta Sovétríkjanna en hann sagðist ekki geta talað við hana vegna smávægilegra veikindi. Tass hafði eftir Prunskiene að Lit- haugar íhuguðu að frysta sjálfstæðis- yfirlýsingu sína. „Við ættum að ræða vandlega hvort frysta eigi sjálfstæð- isyfirlýsinguna á meðan á samninga- viðræðum við Sovétstjóm stendur“ sagði Prunskiene. Hún sagði líka að frestun sjálfstæðisins væri aðeins möguleg meðan samið væri en samningar gætu ekki staðið enda- laust. Lithaugar hafa ekki áður viljað frysta eða fresfa gildistöku sjálfstæð- is síns. Gorbatsjov hefúr beitt Lit- hauga ströngum efnahagsþvingun- um. Hann lét hætta olíusendinum til landsins og dró verulega úr lífsnauð- synlegum gasflutningum. Þessar að- gerðir hafa orðið til þess að flestar verksmiðjur í Lithaugalandi hafa orðið að loka, landbúnaður hefúr far- ið illa og 40.000 menn hafa misst vinnu. En aðgerðimar hafa líka bitn- að á olíuhreinsunarstöð og öðmm fyrirtækjum sem em mikilvæg fyrir Sovétríkin í heild. „Sovétstjómin treystir okkur nú betur og við treystum henni betur" sagði Prunskiene. „Við emm ekki í vafa um að stjómin er reiðubúin að aflétta viðskiptabanninu. Þetta var sagt bemm orðum“. Þýskaland: Sameining á næsta leiti Það geríst nú æ líklegra að kosningar verði haldnar i öllu Þýskalandi fyrir jól. Stærsti stjórnarílokkur Austur-Þjóð- verja, Kristilegir Demókrat- arjýsti þvi yfir á þríðjudag að hann vildi að Austur-Þýskaland yrði innan nokkurra mánuða innlimaö í Vestur-Þýskaland og að kosningar yrðu haldnar í öUu Þýskalandi fyrir jól á þessu ári. í V-Þýskalandi hafa Sósíaldemó- kratar veríð einir um að and- roæla shkum hugmynduro en í gær sagði Hans-Jochen Vog- cLformaður flokksin$,við frétta- roenn að Sósialdcmókratar væru reiðubúnir í kosningar hvenær sem væri. Vogel vildi ekki segja hvaða dag hann viidi að kosningar færu fram en hann sagði áð ákvörðun KristUegra Demókrata í Austur- Þýskalandi yrði til þess að sósíaldemókratar í báðum Inndum yrðu að hraða áætlunum um sameiningu. Ef kosningar eiga að verða fyr- ir jól þurfa tveir af þremur aust- ur- þýskum þingmönnum að vera því samþykkir að Austur- Þýskaland gangi í v-þýska ríkja- sambandið. Tll þess gæti þurft fylgi austur-þýskra sósíaldemó- krata sem cru i rikisstjórn meó kristilegum demómkrötum og hafa reiðst vegna þess að sam- starfsflokkur þeirra ráðgaðíst ekki við þá um yfirlýsinguna á þríðjudag. Otto Lambsdorff sem er fulltrúi Frjálsra demó- krata í ríkisstjórn Kohls kansL ara sagði að bann væri þess full- viss að a-þýskir sósíal demó- kratar myndu kjósa kosningar fyrir jól. „Kosningar I öllu Þýskalandi verða fyrir jól, eða i sfðasta lagi 13 janúar 1991.“ Hann sagði að svo mikiH hraði og skriður væri komin á sam- einingarmálin að unnaö væri óumflýjanlegL Yitzhak Shamir forsætisráðherra fsraels. Síminn er 1-202-456-1414. Hringdu þegar þú vilt ræða fríð í alvöru, segir Baker. Skilyrði ríkisstjórnar ísraels fyrir friðarviðræðum eru óraunhæf: ENGIN FRIÐARVON í ÍSRAEL SEGIR BAKER 30.000 andkommún- istar í Belgrad: Krefjast kosninga í Serbíu á þessu ári 30.000 andstæðingar kommúnista fóru í gær í kröfúgöngu um miðbæ Belgradborgar og kröfðust þess að frjálsar kosningar yrðu haldnar í Serbíu sem er stærsta riki Júgóslavíu. Fólkið kallaði: „Niðurmeð kommún- isma“ og „Kosningar strax" þegar það gekk niður Terazije-stræti að serbneska þinghúsinu þar sem það afhenti bænaskrá og krafðist kosn- inga á þessu ári. Frjálsar kosningar fóru fram í Slóveníu og Króatíu í apr- íl og maí en yfirvöld í Serbíu hafa hikað við að koma á lýðræðisumbót- um og segja að ekki sé hægt að boða til kosninga fyrr en á næsta ári. I kosningunum í Serbíu og Króatíu unnu aðskilnaðarsinnar, sem vilja að lönd þeirra fái aukna sjálfstjóm, sig- ur. Leiðtogar þessara landa hafa síð- an átt í deilum við Serba sem hafa verið ráðandi í ríkjasambandi Júgó- slavíu og hafa hingað til viljað litlar breytingar. Drögum úr hraða &>■ -ökum af skynsemi! UMFEHOAH RAD Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, James Baker, gagnrýndi í gær harka- lega skilyrði þau sem nýmynduð harðlínustjórn í Israel hefur sett fyrir viðræðum við Palestínumenn og sagði að enginn friður gæti komist á í Mið-Austurlöndum ef Israelsstjóm breytti ekki afstöðu sinni. Baker var hvassyrtur þegar hann ávarpaði utan- ríkismálanefnd Bandaríkjanna og sagði að ef halda ætti lífi í friðarvið- ræðum „þyrftu vinir okkar í ísrael að vera heilshugar í viðleitni sinni vegna þess að Bandaríkjamenn geta haldið þeim gangandi einir“. Baker gaf upp símanúmer Hvíta hússins 1-202-456-1414 og sagði við Israela: „Þegar ykkur er alvara með frið, hringið í okkur". Baker minntist á ný skilyrði stjómar Israels fyrir friðarviðræðum og sagði: „Ef þetta veröur aðferðin og þetta verður við- mótið verða engar viðræður og eng- inn friður.“ Fyrr um daginn, á mið- vikudag, herti forsætisráðherra ísra- els enn á kröfum sem stjómin setur um skilyrði fyrir friðarviðræðum. Israclsstjóm krafðist þess að þeir fúlltrúar Palestínumanna sem ræða við stjóm sína samþykktu fyrirfram hugmyndir Israels um stjóm her- teknu svæðanna. Áður hefur stjómin krafist þess að PLO taki ekki þátt í viðræðum hvorki beint né óbeint og engir fulltrúar ffá austurhluta Jerúsal- emborgar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.