Tíminn - 14.06.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.06.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 14. júní 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Otgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason Skrifstofur: Lyngháls 9, 110 Reykjavlk. Síml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsimar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Stjórn fiskveiða Meðal þess sem Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra gerði að umtalsefni í ræðu sinni á sjó- mannadaginn var löggjöf um stjóm fiskveiða, þró- un hennar og árangur síðustu sex ár. Ráðherranum fómst svo orð: „Lögin um stjóm fiskveiða, sem sett vom 1984, mörkuðu tímamót, því að þá var í fyrsta sinn í ís- lenskri útgerðarsögu ákveðið hámarksaflamark á hvert einasta fiskiskip yfir 10 brúttórúmlestum og fjölgun fiskiskipa í þeim stærðarflokki stöðvuð. Áðstæður voru erfiðar. Fiskigengd fór minnkandi,. afurðaverð lækkandi og olíuverð var hátt, þannig að afrakstur veiða og vinnslu var með minnsta móti.“ „Sex ámm síðar emm við reynslunni ríkari af þeim ráðstöfunum sem þá var gripið til,“ sagði Halldór Ásgrímsson. „Á þessu tímabili hefur heild- arafli landsmanna ekki farið niður fyrir 1500 þús- und lestir ár hvert. Slíkt aflaskeið hefur aldrei stað- ið svo lengi í íslandssögunni. Meðaltalsafli 1984- 1989 varð tæpar 1630 lestir og 644 þúsund lestir ef botnfiskaflinn einn er skoðaður.“ Síðan vék ráðherrann að stærðarbreytingum fiski- skipaflotans og sagði: „Fiskiskipum yfir 10 brúttó- rúmlestum hefur fækkað um tæplega fimmtíu, og aflatekjur fiskiskipa vaxið mikið umfram virðismat fiskiskipa. Afurðaverð hefur hækkað og rekstrar- skilyrði hér innanlands bætt, þannig að afrakstur veiða og vinnslu er nú meiri en verið hefur um langa hríð.“ Um þróun smábátaútgerðar sagði Halldór Ás- grímsson: „Smábátum undir 10 brúttólestum hefur fjölgað hins vegar verulega á þessu tímabili. Smá- bátaútgerðin hefur þróast og breyst mikið frá því sem áður var. Hún býr nú yfir öflugum og vel bún- um bátum og sóknin er mun harðari en áður. Þetta er varhugaverð þróun, því að öryggi manna og skipa er teflt í tvísýnu ef of hart er sótt.“ „Nýbreytni í nýjum lögum um stjóm fiskveiða snýr m.a. sérstaklega að smábátaútgerðinni," sagði ráðherrann. „Á næsta ári verður þeim úthlutað há- marksaflamagni á sama hátt og stærri fiskiskipum, þannig að sömu lög gilda fyrir alla útgerð í landinu. Þetta er stórt skref fyrir smábátamenn, sem fram- vegis munu búa við sömu réttindi og skyldur og aðrir útvegsmenn.” Sú úttekt, sem sjávarútvegsráðherra hefur hér gert á þróun og árangri fiskvéiðistjómar frá því að ný stefha var mörkuð í þeim efnum árið 1984, er at- hyglisverð. Hún leiðir í'ljós að löggjöfinni hefur verið breytt um þau atriði sem reynslan segir til um, án þess að hvikað sé frá höfuðmarkmiðum fisk- veiðistefnunnar, sem er skynsamleg nýting veiði- stofna miðað við vemdar- og viðhaldsþörf þeirra. Fiskveiðar verður að takmarka við veiðiþol stofn- anna. Stærð og afkastagetu fiskiflotans verður að miða við þá afrakstursmöguleika sem fyrir hendi eru. GARRI ', Tnn ettt nýtt ríki hefor bæst f hóp hinna nýfrjálsu þjóða. Menn höfóu haidið að þessum sjólfs- eignabændum jarðkringlunnar mundi ekki fjölga mikið í bráðina tflir að hver bjáleiga ug hund- skinnsútnári virtist orðinn sjálf- stætt býli og kominn með gild skllriki f markaskrá þjóðanna. Menn héldu að þessu hefði lokið eftir uppgjörið vlð nýlenrinpólitík Breta og Frakka. lcga athygli á að þcir áttu cftir að stíga þetta mikilva-ga skref ug kveöjn sinn iénsmann scm er karlgreyið hann Störisannlcikur, lengi stórbóndi i Sovét — lengi skrifað Paradis. Haoo hefur að undaoförou máft þola nokkurn ágang á haga og útengjar en héit að sér yrói nú fritt heima á sjálfu óðalinu I elii. En svo sýnist ekki ætla að vcrða. Það fór fyrir hon- um svipað og hestadrottningunni í Hafnarfirði sem mtkið er í frétt- um þessa dagana: Dýravemdun- arféíaginu leist ekki orðið á skepnuhaldið hjá hooum og dæm- ist að bann skuli beist ekki aærri neinn ksiku koma meir enda vís til að hordrepa það. Rlasir því húsgangurinn einn við uldungn- um. En sem betur fer munu áreið- aniega cinhverjir vcrða til að víkja góðu að honum á hrakn- ingnum og ma-la uppörvunururð við uuiningja. Já, hver velt oema Russar setjisf fyrr en varir viö borð með Tor- tillaeyjum og Tonga hjá S.l>„ cða hvað öli hin nýfrjálsu rfkin nefn- iastnnnarsvo skinnshúfu á höfói og með balal- aika i Fanginu, tii þess að vekja at- um, eias og ýmslr aðrir i húsum þeirra samtaka. En hvað sem verður þá er Ijóst aó þeir em orðnir leiðir á að halda orma- gemlingum síns gamla herra tll beitar og vilja loks búa að sínu. En Rússiand er landnámsjðrð og á sér ianga sðgu og margt góðbúið hðfðu þeir sölsað undir sig fyrri ábúendur. Og þótt Rússar séu lukkuiegir með frclsið fyrir sína parta þá bcndir margí til að nú- nefnd góðbú gef 1 vel hugsað sér að komast á þtng Sameinuðu þjóð- anna í New York lika og láta að sér kveða ineðal þjóðanna. hvort scm þær kla-ðast hrcinskinnum eða tígrisfeldi, því Rússar eiga víða i seli. Já, það er stand á Goddastööum. Þcssi mál hafa upp þá þumalfingursreglu að reyna til þrautar að hatda í þá skika sem þcim fðldusf í jarða- bókinni fyrir 1917 en lofa hinum að róa. Fn það er ekki vfst að þeir sleppi svo billega. Allt leitar upp- hafs sins nú á riögum og kannske endurtckur sig í nútíinamynd að- ior Tartara að Moskvufurstum cins og á fjórtándu eða firam- tándu öid. Ekki er að sjá að Rúss- ar eigi sér lengur neiuu fvan griroma eða slfka stólpa til að fást við þá og mega kannski þakka fýrir að verða ekki að fara að gjaida þeim skatt einsogvar fram á hans daga. Nytu þcir cnn ráðs- manna á borð við Jóa Stalin væri svo sem lítið að óttasl. En slík hjú troða víst stafkarlsstigu um þess- ar mundir i föruneyti karlangans hans Stóra sannleiks. ■ VÍTT OG BREITT IS 11 WM. WSBBBKBSSM ! 1 Rokkinu til dýrðar Höfðingi indiánaættbálks í Brasiliu gerir nú tilraun til að rukka góðgerð- arrokkið Sting og leppa þess af ind- íánskum uppruna um fé sem rokkar- amir gengust fyrir að safha og átti að renna til varðveislu regnskóga og ind- íana. Sting var auglýst ofboðslega og ljómaði og lak af þeim manngæskan og regnskógaástin þegar eigendur ljósvakastöðva og plötuforlaga lögðu sitt af mörkum til að auglýsa mann- kynnsfrelsara þriðja heimsins. ,/illur ágóði rennur til...“ hvein í áróðrinum. En indíánamir í brennandi regnskóg- unum hafa ekki séð tangur né tetur af söfhunarfénu og finnst að hörmuleg örlög þeirra hafi verið notuð hrapal- lega til framdráttar einhveiju allt öðm en að stöðva bruna skóganna miklu. Enda em skógamir brenndir af meiri græðgi en nokkru sinni fyrr og aldrei hafa rokkaramir verið loðnari um lóf- ana en nú. Rokkveldi Norðurálfu hafa marg- leikið svipaðar sviðsetningar og hin skriðþunga áróðursmaskína þeirra kæfir allar raddir um að rafmögnuð gítargrip og hás öskur hafi engan veg- inn bjargað íbúum heilla rikja og álfa frá hungurvofunni. En hungrið og upplausnin á björgun- arsvæðum rokkaranna sem héldu konserta sem milljarðar fólks sá og heyrði, að sögn þungaáróðursins, er aldrei meira en nú. En öll heimsins góðgerðarstarfsemi dirfist ekki að líta um öxl. Hún verður þá að viðurkenna hve litlu hún hefur áorkað. Vonandi kemur að þvi að indíánam- ir i regnskógunum fái peningana frá Sting. En það skiptir þá raunar engu máli því skógamir verða brenndir of- an af þeim eigi að siður og ásókn raf- væddiar menningar mun sjá til að þeir munu engan samanstað eiga í tilver- unni. En leikurinn var annars aldrei gerður til annars en að klappa Sting lof i lófa og þeir eru bjaigvættir indíána f regn- skógunum f augum allra annarra en indiánanna sjálfra. Til ■ n nmvi Á íslandi hefhr skógrækt átt erfitt uppdrattar einkum vegna þess að sættir hafa ekki tekist meðal lands- manna um hvoit hér bæri að rækta skóg og þá hvar og með hvaða hætti. í undirdeildum skógræktarsportsins kifa menn um hvort leggja beri áherslu á raektun þessarar öjátegund- arinnar eða hinnar. Hvort skógar séu til nytja, augnayndis eða jarðvegsbóta er ekki alveg á hreinu og sitt sýnist hvetjum. Sumir telja að nytjamar telj- ist einvörðungu vera það að plöntum- ar séu fóður fyrir búpening, aðrir vilja leggja allt kapp á að rækta girðingar- staura og sumir hugsa svo hátt að hér geti orðið arðbær símastaurafram- leiðsla eftir svo sem Qóra áratugi. Að- eins símamenn vita að engin síma- kerfi em byggð á staurum nú á tímum og hefur ekki verið gert nokkuð lengi. En það er aukaatriði. En þrátt fyrir deildar meiningar mun það verða orðið meirihlutaálit að hér skuli rækta skóg. Og nú skal gert átak. Að vísu hafa nokkrir frumheijar og síðan þúsundir manna og kvenna plantað skógi alla þessa öld. Tilraunir hafa verið gerðar og tekist misjafh- lega, land keypt og girt og mikilli fræðslustarfsemi verið haldið úti um skógrækt og tilgang þess að klæða berangur landsins. Þá rís allt í einu upp hávær hópur og ætlar að fara að gera átak. Rokkskógar skulu það vera. Landið verður undirlagt af rokki um helgina og upp munu spretta skógar með dunandi lundum og ætlar Kraft- lyftingasambandið að styðja átakið af alefli og enginn efast um að þá muni berangurinn og auðnin undan láta. Kúadellulottó verður haldið við sjálfa Kringluna til að styrkja bola- sölu Rokkskóganna. Reitir verða settir á kringlutorg og hópar manna eiga að veðja á reitina og á þá verður leidd kýr. Verður skepnan látin rangla um reitina með veðjandi rokkskrílinn umhverfis og verður henni ekki sleppt úr þessum leik fyrr en hún hefhr þóknast §ár- plógsmönnunum og skitið á einhvem reitinn og vinna þeir veðmálið sem lögðu á dellureitinn. Frá þessari meðferð á kúnni er sagt fráí blaði þar sem kvatt ertil mikillar þátttöku i Rokkskógum. Sú svivirðilega meðferð sem þama er auglýst á göfugum heilsu- og líf- gjafa mannanna, lfka rokkaranna, sýnir ömuriegan siðferðisbrest þeirra sem að standa og kimnigáfu á lægsta plani. AÍIar uppákomumar og sölur á vam- ingi eiga að vekja athygli á skógrækt og er rokktónlistin biitmgarform ork- unnar eins og kynnt er. Nú skal sem sagt gera átak og rokka upp skógi um eina helgi. Alvöru skógræktarmenn fylgjast hissa með ftuntaskapnum og velta fyrir sér hvort það sé einhver mis- slrilningur að skógrækt sé þolinmæð- isveric sem aldrei verður unnið í óða- goti eða með bumbuslætti og hávaða. Skiljanlegt skilningsleysi I sömu mund og Rokkskógar risa er allt að brotna niður og fara í rúst í til- raunastöð Skógræktarinnar á Mógilsá að sögn starfsmanna þar. Margra ára tilraunastarf og skógrækt er að jafnast við jörðu vegna ónógs sjálfstæðis stöðvarinnar að sögn brottrekins stöðvarstjóra og starfs- manna hans. Samkvæmt fréttum er unnið svo svakalega merkilegt tilraunastarf á Mógilsá að engir skógfræðingar em færir um að taka við því sem vísinda- mennimir í stöðinni hafa byijað á. Að vísu er aldrei hægt að segja í hveiju þessar merku tilraunir felast og hveijir skerða frelsi starfsmanna til rannsókna og sjálfstæði stöðvarinnar. Þessar dularfúllu deilur sem alltaf er verið að segja frá en aldrei um hvað snúast hafa staðið yfir mánuðum sam- an og burtrekinn stöðvarstjóri ýmist segir upp starfi sínu eða kærir upp- sögn og landbúnaðarráðherra keppist við að ráða starfsmenn sem em búnir að segja upp og vilja hvorki vera ráðnir aftur né hætta. Skógræktarstjórinn á Hallormsstað er ýmist yfirmaður brottrekins stöðv- arstjóra eða stöðvarstjóri sjálfhr og bíður maður nú spenntur eftir að ein- hver fréttahaukurinn upplýsi hvott trén í Kollafiiði bæti við sig árssprot- um f sumar eða detti dauð niður. Landbúnaðarráðherra er líklega ekki búinn að ákveða það enn Sem komið er. Hins vegar birti Tíminn sérlega upp- lýsandi fréttaskýringu af Mógilsár- undrunum í gær. Aðalpersónumar í átökunum eiga það sameiginlegt að vera i Alþýðu- bandalaginu. Þá er skiljanlegt að maður skilji ekki neitt OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.