Tíminn - 14.06.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.06.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 14. júní 1990 Tíminn 7 í fýrrí grein var rætt nokkuð um viðhorf til iandbúnað- ar og því haldið fram að féttamenn m.a. hjá Ríkissjón- varpinu væru óeðlilega neikvæðir í garð landbúnaðar á íslandi. Það má vel vera að þeim sé þetta ómeðvitað og þyki því ómaklega að sér vegið. Við því er ekkert að gera. Hitt er deginum Ijósara að landbúnaðurinn hefur um langan aldur búið við það að annað útbreiddasta blað landsins DV hefur sí og æ ófrægt hann, bæði með greinaskrifum og fféttum en þó einkum með ritstjóm- argreinum annars ritstjórans. Lögmál þeirra félaga Hitl.ers og Göbbels um áhrif síbylju áróðursins og að með því að end- urtaka rangfærslumar nógu oft verði þær að sannleika í hugum fólks, á svo sannarlega við í þessu efni. Þetta skýrir m.a. af- stöðu bæði allmargra stjómmála- manna og fréttamanna. Land- búnaðinum og bændastéttinni er brýn nauðsyn að skapa sér já- kvæðari ímynd hjá þjóðinni en nú er. Því verður ekki mótmælt að landbúnaðurinn er þjóðinni mik- ilvægur í mörgu tilliti. - Þjóðin og landið yrðu óumræðanlega fátækari ef hann legðist af og flestar sveitir eyddust. Samningar viö viðskiptabandalög Nú er ekki um annað meira tal- að en hina nýju Evrópu. Utanrík- isráðherra vaknaði upp á miðjum vetri við þann vonda draum að almenningur vissi sáralítið um Evrópubandalagið (EB) um Fríverslunarbandalag Evrópu (EFTA) og þá væntan- lega einnig lítið um Alþjóða tollabandalagið (GATT). Þetta em þó þær stofnanir sem talið er að muni varða okkur mestu í ná- inni framtíð. Sjálfsagt hefur þegar allvem- lega verið bætt úr þessu, enda mikið verið um þessi mál fjallað síðan í ræðu og riti. En þó að margir ágætir menn hafi þar lagt hönd á plóg með greinargóðum kynningum, svo langt sem þær hafa náð, hefur nær ekkert komið fram um þátt landbúnaðar í þessum mikilvægu umræðum. Nær ekkert hefur ver- ið fjallað um hlut eða afdrif land- búnaðar hér á landi ef þetta eða hitt yrði ákveðið í þessum stór- pólitísku viðræðum - annað en þá það að svo virðist sem flestir reikni með að innflutningur hljóti fyrr eða síðar að verða ieyfður til Islands á flestum land- búnaðarvömm. Ekkert liggur þó fyrir, t.d. í GATT viðræðum sem segir að svo hljóti að verða. Samninginn á eftir að útfæra nánar m.a. heim- ildir til að taka tillit til sérað- stæðna. Vitað er að svonefndum „tæknilegum hindmnum“ er mjög beitt í sambandi við versl- un á milli þjóða. Þó má reikna með að þær verði sífellt undir smásjá. En hindranir á innflutn- ingi geta verið allt annað en það sem venjulega er átt við með tæknilegum hindmnum, þegar hugtakið er nánast notað sem yf- irvarp til að koma í veg fyrir samkeppni. Best er að kalla hlutina réttum nöfnum. Bann við innflutningi búfjárafúrða til íslands veitir is- lenskri búfjárrækt afar mikla vemd. Ógn af innflutningi búfjárafuröa til ís- lands er raunveruleg Astæðan fyrir þessu algera banni er hins vegar fyllilega gild. Hún er sú að með óheftum inn- flutningi búfjárafurða væm ís- lensku búfjárkynin, sauðfé, naut- gripir, geitur, hross og svín sett í hættu, fyrr eða síðar mætti eiga von á mjög alvarlegum búfjár- sjúkdómum, hugsanlega svo al- varlegum að kynin (sem öll em sérstæð og þar með verðmæt sem slík, einnig í augum erlendra bú- fjárræktarmanna) gætu verið í hættu. Við höfum mýmörg dæmi inn- lend sem erlend, gömul og ný, sem sýna að seint er of varlega farið í þessum efnum. Eitt nýj- asta dæmið er að fyrir um þrem- ur ámm kom skyndilega upp riðuveiki í nautgripum á Bret- landi, sem gert hefur mikinn usla. Sú veiki hefur nú borist til Irlands. Fjölmörg lönd hafa strangar reglur um innflutning á kjöti og er hann aðeins leyfður frá lönd- um sem talin em trygg gagnvart sýkingarhættu. Þannig leyfa Norðurlöndin; Noregur, Svíþjóð og Finnland, yfirleitt ekki að flytja inn kjöt nema frá öðmm Norðurlöndum og þá frá Nýja-Sjálandi. Landbúnaður í brennidepli, 2. grein Það er mjög brýnt að þeir stjómmála- og embættismenn, sem um þessi mál fjalla fyrir hönd þjóðarinnar, kynni sér þessa hluti vel. Enginn vill setja öryggi þjóðarinnar í hættu. Þeir em ömgglega fáir sem er sama um framtíð landbúnaðar og sveita á íslandi. Menn geta hins vegar ekki varast þær hættur, sem þeir þekkja ekki. Ef einhver skyldi telja að lög- gjöf og öryggisreglur varðandi innflutning dýra og búfjárafurða séu einungis yfirvarp til að vemda innlenda framleiðslu ættu þeir að athuga eða láta athuga allt þetta mál mjög gaumgæfi- lega. I öllum þeim viðræðum og samningum sem íslendingar taka nú þátt í um þessi mál, verðum við vitanlega að meta hagnað og hvers konar hagræði jafnt sem óhagræði og áhættu sem því fylgir að ganga til samninga. Hér hljóta þó ákveðnir gmnd- vallarhagsmunir og öryggisatriði að standa öðmm ofar. Enginn vill fóma meginauðlindum landsins, óskorðuðum yfirráðum okkar yfir fiskveiðum, orkulind- um og landinu sjálfu. Væntanlega vill enginn fóma framtíðaröryggi fyrir stundar- hag. Jarðarbúum fjölgar og jaróvegs- eyóing eykst Nú horfir svo í heiminum að ör- yggi matvælaframleiðslunnar er ógnað. Mannkyninu fjölgar miklum mun hraðar og heldur sjáanlega lengur áfram að fjölga en menn hafa gert áætlanir um. Ekki em sjáanlegir neinir mögu- leikar á að auka matvælafram- leiðsluna í samræmi við fólks- fjölgunina. „Varðstöð veraldar‘% (World- watch Institute), metur það svo að mjög erfitt muni reynast að auka komframleiðslu heimsins meira en sem svarar 1% á ári - næsta áratuginn á sama tíma og fólkinu mun fjölga um nær 2% á ári. Kombirgðir heimsins hurfu því sem næst eftir þurrkasumarið í Norður- Ameríku 1988. Það var fyrsta árið í gjörvallri sögu Bandaríkjanna sem þau fram- leiddu minna kom en þau notuðu innanlands. Ekki náðist betri birgðastaða á árinu 1989 þrátt fyrir nokkuð hagstæða veðráttu. Jarðvegseyðing af ýmsum or- sökum er nú svo mikil í helstu komræktarlöndum heims að meira tapast af jarðvegi á hverju ári en sem svarar til allra hveiti- akra í Astralíu. Þessari dökku mynd mætti lýsa með mörgum fleiri dæmum. Kom er langmik- ilvægasti fæðugjafi mannkyns. Svo mikilvægt er komið að nota má það sem beinan mælikvarða á heildarmatvælaframleiðsluna. Nú nota jarðarbúar, einkum hin- ar ríku þjóðir, meira en einn fjórða af komframleiðslu heims- ins í fóður fyrir búfé. (Árið 1989 var korframleiðsla heimsins 1685 milljónir lesta en 450 millj- ónir lesta vom notaðar sem fóð- ur). Ef litið er á heildina og svo fer fram sem horfir, hefur mannkyn- ið alls engin efni á að nota kom sem skepnufóður (aðeins einn tí- undi af orku komsins skilar sér sem orka í búfjárafurðum). Komverð hlýtur að hækka stór- lega á næstu ámm (hveitiverð hækkaði um 48% árið 1989 og hrísgrjónaverð um 38%). Því er reyndar spáð að komverð muni margfaldast. Þetta hlýtur að leiða til stór- felldrar hækkunar á búfjárafurð- um einkum þeim sem mest byggja á komnotkun. Sú búfjárframleiðsla sem grundvölluð er á grasrækt og beit hlýtur því að styrkja sam- keppnisstöðu sína í framtíð- inni. Það em hins vegar þau lönd og þau hémð innan landa, sem hag- ræðingapostular heimsbyggðar telja að hljóti að fara í eyði ef „skynsamleg“ landbúnaðar- stefna kæmist á, sem einmitt stunda þess konar búskap. ísland er að sjálfsögðu í þeim hópi. Ljóst má vera að mannkynið má ekkert land missa frá matvæla- framleiðslu. Enn fremur er ljóst að ef hvergi væri rekin vemdar- stefna fyrir landbúnað og öll verslun með búvömr yrði alfrjáls tæki alger glundroði við. I góð- um ámm kynni að verða verðfall vegna - tíma og st^ðbundinnar offramleiðslu en í þeim slæmu miklu meiri nauð en menn geta gert sér grein fyrir. Er ekki rétt að hafa þessa hluti í huga þegar gildi íslensks land- búnaðar fyrir þjóðina er metið? LESENDUR SKRIFAlli Nauðsyn hugarfarsbreytingar Flest er nú farið að nota til þess að lokka fólk til utanfarar í sumarleyf- um, einnig sumt það sem síst skyldi. Hér er eitt dæmi: Samvinnuferðir- Landsýn auglýsir (6.5. á heilli síðu í Morgunblaðinu) dvöl í sæluhúsum í Frakklandi meðal annarra staða. Þama stendur orðrétt: „... og kunna foreldrar sérlega vel að meta þann sannkallaða íjölskylduanda sem ríkir í ffönsku sæluhúsunum. Mönnum •líður t.d. seint úr minni hin ósvikna stemmning froskaveiðanna i fyrra." Hér er með öðrum orðum verið að fullyrða að hinn „sannkallaði fjöl- skylduandi" byggist t.d. á „hinni ósviknu stemmningu froskaveið- anna“, sem þama hafi verið stundað- ar í fyrra. Já, hvílík dásemd sem boðið er upp á! Það er ekki lítið varið í það fyrir böm og fúllorðna að komast í þessa „stemmningu", fá hér óáreitt að dunda sér við það að kvelja lífið úr froskum. Tilvonandi dvalargestum á seint að líða úr minni sú „ósvikna stemmning", þ.e. sú hamingjutilfinn- ing sem hafa má af þessari athöfn. Hið rétta er að hér er um andstyggi- legt athæfi að ræða, eins og raunar öll skemmtidráp. Hér er verið að gefa fólki tækifæri til að ala á illum hvöt- um sínum, ginna það til að murka með harmkvælum lífið úr þessum litlu meinlausu dýmm, ffoskunum, sem engum em til ama. (Froskar em raunar allmerkileg dýr. Snemma á þróunarskeiði lífsins tókst þeim fýrstum að ganga á land úr vötnum og tjömum. Þessi dýr urðu fyrst til að fá á sig nokkra líkingu við mannlegt útlit með höndum sínum og fótum, tám og fingmm. Og þetta gerðist 200 ármilljónum áður en maðurinn kom hér ffam á sjónarsvið- ið. En þetta var nú víst eins konar út- úrdúr um froskana.) En höldum okkur enn að éfninu. Svo er að sjá sem blessuð bömin eigi ekki að fara varhluta af þessari „ósviknu stemmningu" fjölskyldunn- ar. Það á að venja þau á að njóta þess að sýna dýrum miskunnarleysi, upp- ræta hlýhug í garð dýranna úr ungum brjóstum bamanna. Mildi og samúð á að víkja fyrir grimmd og hörku. Reynt hefur verið í nokkur ár að skipuleggja veiðidaga fjölskyldunn- ar, þ.é. að veíða smásilunga hér á landi í vötnum og tjömum. Nú dugir þetta víst ekki lengur. Til annarra landa skal fara og veiða þar froska. Það er líklega enn meira „sport". Hvílík skemmtiatriði sem farið er að bjóða fólki upp á í útlendum sumar- dvalarstöðum. Ég hélt, satt að segjá, að fólk færi til sumardvalar sér og bömum sínum til hollrar skemmtunar og upplyftingar og jafnvel til nokkurrar heilsubótar í hlýju loftslagi, en ekki til að gefa ill- um hvötum lausan taum. Hér þyrfti hver og einn að spoma gegn. Ahrifin frá hinu lengra komna lífi í öðram stöðum alheims þyrftu vissu- lega að ná hér áhrifameiri tökum en enn er orðið. Nú þegar má raunar sjá þess nokkur merki að öldu mannúðar og mildi er tekið nokkuð að gæta um víða veröld og ber vissulega að fagna því heils hugar, enda er slík breyting hugarfars undanfari allra mannbóta og þar með einnig þjóðfélagslegra umbóta eins og svo mjög er þörfin á í þessum heimi okkar sem stundum er vissulega harðneskjulegur um of. Og í mannbótum ættum við íslendingar að geta stáðið framarlega og sem sannir menn ætti okkur ekki að vanta til þess viljann. Ingvar Agnarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.