Tíminn - 14.06.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.06.1990, Blaðsíða 11
10 Tíminn ', • < J 4 I !» Fimmtudagur 14. júní 1990 M M Fimmtudagur 14.i júní 1990 iTtTínpiinn- 11 >'» • ■ . .. ' ■ I Islandi hugmynd drepin - endurfædd Nú er að hefjast í Bandaríkjunum framleiðsla á lofthreinsibúnaði fyrir verksmiðjur sem fúndinn er upp og hannaður af Jóni Þórðarsyni frarn- leiðslustjóra að Reykjalundi. Búnaðurinn hefúr nýlega verið þrautreyndur hjá Rannsóknastofnun umhverfisins eða Environmental Laboratories þar í landi. Rannsóknir stofnunarinnar sýna án tvímæla að þessi hreinsibúnaður tekur öllum öðr- um búnaði, sem notaður er til að hreinsa útblást- ur frá verksmiðjum, margfaldlega ffarn. Allar agnir frá þeim stærstu til hinna smæstu í útblæstrinum hreinsast út um rúm 90%, brenni- steinstvíildi um 94% auk grófs tyks og reykagna. I stuttu máli hreinsa tækin 20-30 sinnum betur en nokkur önnur tæki sem nú eru til í heiminum. Hins vegar er orkunotkun þeirra aðeins brot af orkuþörf annarra tækja. Til að hreinsa og dæla út tíu þúsund rúmfetum af lofti þarf „viðmiðunar- tæki“ 210-250 kilóvatta orku. Nýja tækið þarf að- eins 45-50 kílóvött. Það tæki sem hér um ræðir er íslenskt. Tæki það sem Bandaríkjamenn hafa verið að prófa að und- anfömu hefur raunar verið prófað talsvert ræki- lega hér á landi. Það gerði Ævar Jóhannesson á Raunvísindastofnun Háskólans á árunum 1976- 1979. -En hvemig stendur á tækinu í Bandaríkj- unum nú? Raunvísindastofnun HÍ fær uppreisn æru I nýjasta Fréttabréfi Háskóla Islands er grein sem heitir „10 ára skýrsla fær uppreisn" - eða - „Hagfræði siðleysisins." Þar er saga hreinsitækis Jóns Þórðarsonar rakin og hvemig bmgðið var fæti fyrir áform um að setja það upp í fiskimjöls- verksmiðjum um allt land. Tækið hefði dregið úr mengun verksmiðjanna um minnst 95% Um- fangsmiklar mælingar vom gerðar á hreinsihæfni þess hjá fiskimjölsverksmiðju Lýsis og mjöls í Hafharfirði og í ljós kom að tækið hreinsaði yfir 99% kolvetna, 99,5% amoníaks, 99,2% trímethy- lamín og 94% mjölryks og olíudropa sem em helstu fnykberar í fiskimjölsverksmiðjum sem þýðir að tækin hreinsuðu minnst 94% af lykt frá útbiæstri verksmiðjunnar. í greininni í Fréttabréfi Háskóla íslands segir síðan: „Hér var lýst margfalt betri niðurstöðum en nokkur önnur tæki á markaðinum gátu státað af enda hefði verið einsýnt að væm niðurstöður skýrslunnar viðurkenndar hefði átt að skylda all- ar bræðslur af þessu tagi - og raunar allar meng- andi verksmiðjur - til að koma sér upp tækjum sem þessum innan tilskilins árafjölda.“ Lygi og skrum Bomar vom brigður á skýrslu Raunvísinda- stofnunar af ýmsum bæði lærðum og leikum. Heilbrigðiseftirlitið, sem stóð ffarnmi fyrir því að veita verksmiðju Lýsis og mjöls starfsleyfi út á hreinsitæki Jóns eða einhver önnur ef því væri að skipta, fann henni allt til foráttu; mælingar væm ekki marktækar eða fúllnægjandi. Loks fékk verksmiðjan starfsleyfi út á tækin en jafnframt gaf ráðuneytið út undanþágu til verksmiðjanna ffá því að koma upp hreinsitækjum á þeirri for- sendu að þær hefðu ekki efni á því. Þar með vom forsendur fyrir ffamleiðslu tækj- anna brostnar og Jón Þórðarson, sem hafði lagt aleiguna og tíu ára þróunarstarf undir stóð nú uppi með tækin, tækni og þekkingu sem enginn vildi nýta hérlendis. Hann lagði þau því á hilluna. Það er síðan á síðasta ári sem Kjartan Jónsson verkfræðingur, sem lengi hefúr starfað í BNA og rekur þar stóra verkffæðistofú fféttir fyrst af mál- inu. Hann fékk tækið, sem sett var upp í mjöl- verksmiðjunni í Hafharfirði, með sér til BNA og í ljós kom að gagnsemi þess er í fúllu samræmi við niðurstöður Raunvísindastofhunar tíu árum fyrr. Því vildu, sem fyrr segir, margir „málsmctandi“ menn ekki trúa hér og Heilbrigðiseftirlitið var svo sem ekki einsdæmi. Geröur að glæpamanni Hreinsibúnaður í 15-20 verksmiðjur er allstórt dæmi og vélaframleiðandinn Atlas i Danmörku hafði hug á að komast inn í það og selja sína ffamleiðslu. Árið 1980 boðaði umboðsaðili At- lasverksmiðjanna; Hamar hf. til kynningarfúndar í Reykjavík. Þetta var um svipað leyti og skýrsla Raunvísindastofnunar kom út. Á fúnd þennan var öllum stjómendum fiskimjölsverksmiðja á land- inu boðið auk verkfræðinga og tæknimanna. Ym- islegt var gert til að gera skýrslu Raunvísinda- stofnunar tortryggilega. Ævar Jóhannesson, sem hafði annast prófanir á tæki Jóns fyrir Raunvísindastofnun kom á þenn- an fund og þar steyptu sér yfir hann einkum tveir menn; annar þeirra var þá ráðgjafaverkfræðingur og starfaði mikið fyrir síldar- og fiskimjölsverk- smiðjur á þessum tíma og hinn var tæknifræðing- ur og hafði verið verksmiðjustjóri úti á landi.,JEg hafði svo mikil leiðindi af þessu að ég hef helst ekki viljað hugsa um þetta síðan. Eg var gerður að hálfgerðum glæpamanni og borið upp á mig beinlínis að ég hefði verið keyptur til þess að skrifa skýrslu sem væri hagstæð tæki Jónssagði Ævar i gær. Fullyrt var síðan á þessum fúndi, m.a. af áður- nefndum tveim mönnum - að ekkert væri að marka skýrslu Raunvísindastofnunar og að tæki Jóns Þórðarsonar væru vita gagnslaus. Síðar hef- ur þó komið ffarn að hreinsitæki frá Atlas í Dan- mörku væru svo gagnslítil á þessum tíma, og jafnffamt svo orkufrek, að ekki tæki því að setja Eftir Stefán Ásgrímsson þau í verksmiðjur. -Og enn lykta íslenskar loðnu- bræðslur. Ævar vildi ekki ræða þetta mál ffekar og ekki nefha þá menn með nafhi sem freklegast báru brigður á skýrslu hans en sagði aðeins: „Nú þeg- ar búið er að rannsaka tækið í Bandaríkjunum þá hefúr fengist staðfesting í öllum aðalatriðum á niðurstöðum okkar hjá Raunvísindastofhun. Það kemur loks í ljós eftir tíu ár að okkar skýrsla var rétt,“ sagði hann. Upphefðin kemur að utan Kjartan Jónsson verkfræðingur, í BNA lét ekki alls fyrir löngu prófa sama gamla hreinsitækið sem sett var upp í verksmiðju Lýsis og mjöls i Hafharfirði fyrir rúmum tíu árum. Niðurstöðum- ar urðu sem fyrr segir og Kjartan telur að þess verði ekki langt að biða að mengandi verksmiðj- ur og raforkuver í BNA verði skylduð til þess innan tíðar að koma upp hreinsibúnaði Jóns á Reykjalundi. Hann hefúr þegar fengið pöntun á hreinsibúnaði frá ákveðnu stórfyrirtæki í BNA. Þessi eina pöntun hljóðar upp á 2,5 milljarða króna. Jón Þórðarson mun hins vegar varla njóta ávaxtanna af hugviti sínu nema að óverulegu leyti- hugsanlega. Jón hafði tekið út einkaleyfi á hreinsitækjunum í 7 löndum árið 1980. Vegna þess hve tilrauninni í Hafharfirði var illa tekið og markvisst unnið, að því er virðist, gegn henni, þá hætti Jón við ffekari framleiðslu. Þá neyddist hann til að láta einka- leyfin falla þar sem hann hafði ekki ráð á að halda þeim við. Því getur hver sem er því hafíð fram- leiðslu tækjanna án þess að að þurfa leyfi Jóns. Spuming er hvort ffamleiðsla hreinsitækjanna væri ekki orðinn stóratvinnuvegur á íslandi nú og að íslenskur málmiðnaður blómstraði hefði mark verið tekið á niðurstöðum tilraunarinnar árið 1980. Þá er það jafhframt spuming í hvaða til- gangi eða af hvaða hvötum unnið var gegn henni hér á landi og það jafnvel af íslenskum embættis- mönnum. Hvemig stóð á því að viðbrögð urðu með þeim hætti sem raunin er? Var vísvitandi unnið að því að dreþa í fæðingu innlendan iðnað byggðan á innlendum ffumleika og hugviti? Sá iðnaður er nú að endurfæðast vest- ur í Bandaríkjunum og verður vissulega ekki héð- an af sá þátturnýsköpunar í atvinnulífinu hér sem hann hefði getað orðið fyrir tíu ámm síðan. Hvers vegna var bmgðið fæti fyrir málefhið á sínum tíma? Var það gert af einhvers konar efnahagsleg- um ástæðum eða lágu til þess sálrænar ástæður - öfúnd og illgimi? „Mér sýnist að ýmsir menn í dómaraaðstöðu og í aðstöðu til að þvælast fyrir hafi gert það. Þeir dæmdu málið til dauða fyrirffam kannski vegna þess að þeir höfðu ekki getað lesið um það f skólabókunum sem ekki var von, því að þetta var nýtt. Tæknin var því afgreidd á opinberum vett- vangi sem einskisnýt og gagnslaus og hingað til hafa þessir menn ekki verið menn til að viður- kenna að þeir höfðu rangt fyrir sér,“ sagði Jón Þórðarson og við spyrjum: Em þeir það nú? —sá .... L-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.