Tíminn - 14.06.1990, Blaðsíða 17

Tíminn - 14.06.1990, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 14. júní 1990 Tíminn 17 Útgerðarmenn og eigendur smábáta minni en 10 brl. Athugið! í samræmi við nýsett lög nr. 38, 15. maí 1990 um stjórn fiskveiða, er koma til framkvæmda um næstu áramót, vinnur sjávarútvegsráðuneytið nú að undirbúningi að úthlutun veiðiheimilda til báta minni en 10 brl. í því sambandi vill ráðuneytið vekja athygli á eftirfarandi: 1. Skráning báta. Samkvæmt nýju lögunum þurfa nú eigendur allra báta 10 brl. og minni sem sækja um leyfi til veiða í atvinnuskyni að vera skráðir á skipaskrá eða sérstaka skrá Siglingamálastofnunar ríkisins fyrir báta styttri en 6 m. Þá þurfa eigendur þeirra báta sem ekki hafa veiðileyfi frá ráðuneytinu samkvæmt núgildandi lögum um stjórn fiskveiða (nr. 3 1988) eða eru ekki á skrá Siglingamálastofnunar að óska eftir skráningu báta sinna hjá Siglingamálastofnun fyrir 18. júní 1990. Beiðni um skráningu þarf að fylgja eignarheimild, smíðalýsing og teikningar af viökomandi bát. 2. Nýir bátar í smíðum. Eigendur ófullgerðra báta sem smíði hefur verið hafin á (skipsbolur upp byggður) fyrir gildistöku laganna 1 ö. maí 1990 þurfa að óska eftir skráningu þeirra hjá Siglingamálastofnun fyrir 18. júní 1990. Þessir bátar þurfa að vera fullbúnir og öðlast fullgilt haffærisskírteini fyrir 18. ágúst 1990 til að koma til greina við úthlutun veiðiheimilda. Eigendur báta sem eru í smíðum erlendisþwrfa að framvísa vottorði frá þartilbærum yfirvölcbm um að smíði báta þeirra hafi verið hafin (skipsbolur upp byggður) fyrir 18. maí 1990. 3. Upplýsingar og forsaga báta. Eigendur og útgerðarmenn þeirra báta sem ekki hafa fengið sérstakt eyðublað Sjávarútvegsráðu- neytisins til útfyllingar um forsögu báta sinna þurfa að verða sér úti um slík eyðublöð hjá ráðuneytinu eða Landssambandi smábátaeigenda, fylla þau út og senda Sjávarútvegsráðuneytinu, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík, við fyrsta tækifæri. Nánari upplýsingar um ofansagt fást hjá sjávarút- vegsráðuneytinu og veiðieftirlitsmönnum þess. Sjávarútvegsráðuneytið 18. maí 1990. LITAÐ JÁRN Á ÞÖK OG VEGGI Einnig galvaníserað þakjárn. Gott verð. Söluaðilar: Málmiðjan h.f. Salan s.f. Sími 91-680640 JEPPA- HJÓLBARÐAR Hankook hágæðahjol- barðar frá Kóreu á lágu verfti. Hraðar hjól- barðaskiptingar 235/75 R15 kr. 6.650. 30/9,5 R15 kr.6.950. 31/10,5R15 kr. 7.550. 33/12,5 R15 kr. 9.450. BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 84844. Bifhjólamenn hafa enga heimild til aö aka hraöar en aörir! UUMFEROAP ruo „Égheld éggangi kim" Efiir einn -ei aki neinn UUMFEROAR RAD TRAUSTUR VINUR -fylgir húsbónda sínum hvert fótmál Hundurinn hans Wesley er ekki aðeins besti vinur hans heldur hans hægri hönd líka. „Ég þarf ekki að treysta á annað fólk þegar hundur- inn minn, Island, er með mér“, seg- ir Wesley sem þjáist af heilalömun. Island hjálpar Wesley í einu og öllu. Hann heldur á nestisboxinu íyrir hann, hjálpar honum að klæða sig úr, labba upp stiga og m. íl. „Þegar við förum í bíó, heldur hann á peningaveskinu fyrir mig og réttir afgreiðslumanninum það þeg- ar ég vill kaupa mér popp og kók“. „Island er klár hundur og besti vin- ur minn“, segir Wesley. Wesley, sem er tiu ára og frá Bandaríkjunum, lenti í bílslysi fyrir sjö árum og hlaut þá þennan skaða. Island, sem er af Golden Retriever kyninu, kom á heimilið fyrir nokkr- um árum og síðan þá hefur Wesley öðlast mikið frelsi. Nú fer hann þangað sem hann vill fara og gerir það sem hann vill. Island var fenginn hjá félagi, sem starfar í Bandaríkjunum, sem sér- þjálfar hunda fyrir líkamlega fatlað fólk. Þetta er gert til að veita fötl- uðu fólki meira fijálsræði. Eftir að Wesley fékk Island þurftu þeir að fara saman á tveggja vikna nám- skeið sem kenndi þeim að vinna saman. Þeir félagamir em alltaf saman og eiga hjónarúm þar sem nóg pláss er fyrir þá báða að sofa í. Island vill alltaf vera hjá Wesley og er óróleg- ur þegar Wesley er ekki til staðar. Hundurinn fer með stráknum í skölann á hveijum degi og situr á gólfinu við hlið húsbónda síns þar til skótinn er búinn. Wesley og besti vinur hans, Island Hundurinn, Island, fer með Wesley í skólann á hverjum degi og situr þá við hlið hans í skóla- stofunni. Wesley er bunainn við hjólastól síðan hann lenti í slysi fýrir sjö árum. Island hlýðir þúsundum skipana og hér klæðir hann Wesley úr sokkunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.