Tíminn - 14.06.1990, Blaðsíða 19

Tíminn - 14.06.1990, Blaðsíða 19
yGr >r rCwóiiím'n’H • .T ,, Fimmtudagur 14. júní 1990 Tíminn 19 NBA-deildin: Portland var sekúndu- broti frá framlengingu — Detroit komið 3-1 yfir eftir 112-109 sigur Allt bendir nú til þess að Detroit Pi- stons haldi meistaratitli sínum í bandarisku NBA-deildinni í körfú- knattleik. í fyrrinótt sigraði liðið Portland Trail Blazers í 4. úrslitaleik liðanna og fór leikurinn ftam í Port- land. Detroit hafði undirtökin í leiknum lengst af, hafði 81-65 yfir seint í þriðja leikhluta. Portland liðið með Clyde Drexler í fararbroddi náði að minnka muninn og leikurinn var i jámum síðustu sekúndumar. Isiah Thomas skoraði 4 stig á síðustu Dennis Rodman, hinn skemmtilegi leikmaður Detroit, í leik gegn Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls í úrslitum austurdeilar- innarfýrir nokkrum dögum. 25,7 sek., þar af úr tveimur víta- skotum þegar 8,4 sek. vom til leiks- loka. Þar með kom hann Detroit 110-107 yfir. Terry Porter minnkaði muninn fyrir Portland í 110-109 með vítaskotum þegar 6,5 sek. vom eftir. Það var síðan Gerald Hender- son sem átti síðasta orðið fýrir Detroit þegar 1,3 sek. vom á klukk- unni og kom Detroit í 112-109. Um leið um leikurinn rann út skoraði Danny Young fyrir Portland ffá miðju vallarins, en eftir nokkra rekistefnu dómara og timavarða var karfan dæmd ógild. Þar með slapp Detroit liðið við framlengingu og stendur nú með pálmann í höndun- um. Þess má geta að Iið sem hefúr verið 1-3 undir hefúr aldrei náð að tryggja sér titilinn. Isiah Thomas átti frábæran leik fyrir Detroit, skoraði 32 stig, þar af 30 í síðari hálfleik. Joe Dumars gerði 26 stig. Fyrir Portland skor- aði Clyde Drexler 34 stig, þar af 22 í síðari hálfleik. Jerome Kersey gerði 33 stig sem er hans besta í úrslitaleik. Detroit getur tryggt sér sigurinn í deildinni aðfaramótt fostudags, en sá leikur fer einnig fram í Portland. Enn bjargar „hönd Guðs“ Argentínumönnum: Sovétmenn sendir heim - Töpuðu 2-0 fyrir Argentínumönnum Sovétmenn eiga nú mjög litla möguleika á að komast í 2. umferð HM á Italíu eftir að hafa tapað tveim- ur fyrstu leikjum sínum i keppninni. Argentínumenn unnu verðskuldaðan 2-0 sigur á þeim í B-riðli HM í gær- kvöld. Aðeins stórsigur á Kamerún getur komið Sovétmönnum áfram. Argentínumenn náðu forystunni á 27. mín. er Pedro Troglio skallaði knöttinn í netið eftir fyrirgjöf Julio Olarticoechea frá vinstri. Alexander Uvanov lék í marki Sovétmanna í stað Rinats Dasayevs en margar breytingar voru gerðar á báðum lið- unum fyrir leikinn. Hann átti ekki möguleika á að verja. „Hönd Guðs“ kom Argentínumönn- um til bjargar í fyrri hálfleik er Mar- adona setti hendina fyrir knöttinn er hann var á leiðinni í netið. Sænski dómarinn Erik Fredriksson sá ekkert athugavert. I síðari hálfleik gaf hann Maradona gula spjaldið, sem þýðir að Maradona verður i leikbanni í leiknum gegn Rúmeníu mánudaginn kemur. Maradona hafði áður fengið gult spjald gegn Kamerún. Snemma í leiknum fótbrotnaði Nery Pumpido markvörður Argentínu- manna og í hans stað kom Sergio Goycochea og varði hann vel þau skot sem á markið komu í sínum 3. !*•> M landsleik. Pumpido hefur verið óheppinn í gegnum tíðina og hvert slysið hefur rekið annað hjá honum. Jorge Burruchaga bætti við marki fyrir Argentínu 12 mín. fyrir leikslok eftir slæma sendingu Olegs Kuz- netsovs fyrirliða Sovétmanna. Sovét- menn léku tíu mest allan síðari hálf- leik eftir að Vladimir Bessanov reif Caniggia niður á 48. mín. A morgun leika Kamerún og Rúm- enía i þessum fjöruga B-riðli en í A- riðli mætast Italía og Bandaríkin og Júgóslavía og Kólumbía í D-riðli. BL HM í knattspyrnu: Uruguaymenn fóru illa að ráði sínu Uraguaymenn misstu af sigri gegn Spánverjum í E-riðli HM í gær þegar Ruben Sosa skaut yfir úr vítaspymu í síðari hálfleik. Villaroya vamarmaður Spánveija hafði verið knöttinn með hendi á marklínu. í fyrri hálfleik átti Antonio Alza- mendi Uraguaymaður fast skot í þverslá eftir að Andoni Zubizarr- eta markvörður Spánvetja hafði snert knöttinn með fingurgómun- um. Uraguaymenn vora því mjög nálægt sigri í leiknum. Belgar leiða riðilinn eftir sigur á S-Kór- eumönnum sem verma botnsætið. „Við settum pressu á Spánveijana og það er gott að við skulum nú hafa fengið eitt stig en við hefðum getað fengið tvö. Vítaspyman var slæm, ég skaut allt of fast,“ sagði Ruben Sosa eftir leikinn. „Þetta var markalaust jafntefli en leikurinn var ekki slæmur. Þrátt fyrir allt komust við frá leiknum með 1 stig,“ sagði Luis Suarez þjálfari Spánveija. Hann bætti við að leikmenn hans hefðu verið taugaóstyrkir. „I síðari hálfleik misstum við sjálfstraustið og tökin á leiknum. Við komust aldrei inná vallarhelming þeirra. Þeir era með mjög sterk lið en við voram ekki góðir á dag,“ bætti Suarez við. „Við lékum ekki að eðlilegri getu í dag,“ sagði Emilio Butragueno sem lítiö bar á í leiknum. „Við eig- um enn raunhæfa möguleika á að komast í 2. umferð, en ég vona að við leikum betur í næsta leik en við gerðum í dag,“ sagði Butragu- eno. „Við misstum af gullnu tækifæri til að sigra Spánverja. Nú verðum við að leggja okkur alla fram til sigra Belga og S-Kóreumenn. Fyrsti leikurinn í svona keppni er alltaf erfiður sérstaklega þegar tvær þjóðir með svo ríka knatt- spymuhefð eigast við,“ sagði Osc- ar Tabarez þjálfari Uruguay. BL Knattspyma — Bikarkeppnin: Þróttur og ÍR mætast Dregið hefúr verið í 3. umferð Mjólk- urbikarkeppninnar í knattspymu. Leikimir fara allir fram þriðjudaginn 19. júní kl. 20.00. Eftirtalin lið drógust saman: Selfoss-Afturelding Þróttur-ÍR Haukar-Keflavík Grótta-Breiðablik Tindastóll-Leiftur HSÞ b-KS Sindri-Einherji. BL Knattspyma: Níu leikmenn fengu leikbann Á fúndi aganefhdar KSI á þriðjudag- inn vom níu leikmenn dæmdir í leik- bönn, en þó enginn úr 1. deild. Eftir- taldir leikmenn fengu eins leiks bann: Bjöm Axelsson Selfossi Ami Freysteinsson Þrótti Neskaupstað Steindór Stefánsson Val Reyðarfirði Davíð Skúlason Víkveija Reynir Bjömsson 1. flokki IK Oskar Þorvaldsson 2. flokki KR Jón Þór Eyjólfsson 2. flokki ÍR Þorkell Guðbrandsson 2. flokki IR Þá fékk Halldór Hjartarson 3. flokki IR tveggja leikja bann. BL í kvöld: Valur og ÍBV á Hlíðarenda Leikur Vals og IBV, sem ffestað var á þriðjudagskvöld, hefúr verið settur á í kvöld kl. 20.00, ef flogið verður frá Eyjum. Leikurinn er sá síðasti í 5. um- ferð deildarinnar. Staðan i 1. deild, Hörpudeildinni: Fram KR ÍBV Valur Stjaman FH Víkingur ÍA Þór KA 1 1 13-0 7-5 5-5 5- 3 6- 9 7- 6 6-7 4-8 2-6 3-9 13 9 9 7 7 6 5 5 4 3 Ökuleikni: Tíminn sigraði í ökuleikni fjölmiðla Ökuleikni 1990hófstámánudaginn með því að fúlltrúar fjölmiðlanna reyndu með sér. Ámi Bjamason, Ijósmyndari af Tímanum, reyndist hlutskarpastur í keppninni og vann sér rétt til þátttöku í Islandsmeistara- keppninni, sem er úrslitakeppni sig- urvegara ökuleikninnar víðs vegar að af landinu. Allir keppendur óku MMC Lancer bifreið, en biffeiðina eignast sá keppandi sem ekur villulaust í gegn- um þrautaplanið í úrslitum keppn- innar. 1. sæti. Ámi ók þrautabrautina á 124 sek. og fékk 184 refsistig. í reið- hjólakeppni varð Ámi 5. með 95 refsistig. 2. sæti. Páll H. Halldórsson Stöð 2 144 sek. 187 refsistig. Hann varð í 1. sæti í reiðhjólakeppninni, hlaut 66 refsistig. 3. sæti. Einar M. Magnússon 135 sek., 205 refsistig. Varð í 6. sæti í reiðhjólakeppninni með 112 refsi- stig. 4. sæti. Hafþór F. Sigmundsson Bylgjunni 164 sek., 224 refsistig. Varð í 3. sæti i hjólinu með 86 refsi- stig. 5. sæti. Sverrir Hreiðarsson RVK- Fjölmiðl. 153 sek„ 227 refsistig. 8. sæti á hjólinu með 146 refsistig. 6. sæti. Gunnar V. Andrésson DV. 123 sek., 262 refsistig. 4. sæti á hjól- inu með 87 refsistig. 7. sæti. Einar Ólason Alþýðublað- inu. 135 sek., 305 refsistig. 10. sæti á hjólinu, 255 refsistig. 8. Ágúst Ásgeirsson Morgunblað- inu. 147 sek., 3307 refsistig. 9. sæti á reiðhjólinu með 156 refsistig. 9. sæti. Ólafúr H. Torfason Þjóð- viljanum. 162 sek., 337 refsistig. 7. sæti á hjólinu með 137 refsistig. 10. sæti. Haraldur Sæmundsson RUV. Hann varð í 2. sæti í keppni á reiðhjóli með 78 refsistig. BL Ein af þrautunum í ökuleikni á þrautaplani er í því fólgin að aka með vatnsglas í gegnum þrautir án þess að glasið falli. Tímamynd Ámi Bjama.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.